Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 31
Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Vetrarsport 3 „Sport fyrir fjölskylduna“ Þ etta er eitthvað sem er búið að aukast mikið síðustu ár. Þetta er skemmtilegt sport fyrir alla fjölskylduna,“ seg- ir Jónas Halldór Jónasson hjá versl- uninni Veiðivörum. Jónas er einn þeirra Íslendinga sem stunda ís- dorg en vinsældir þess konar veiði hafa aukist undanfarin ár. „Við erum búin að vera að þessu í nokkur ár, höfum verið að skjótast eina og eina ferð,“ segir Jónas. Hann segir þau helst hafa farið upp á Langavatn og Kringluvatn en hann er búsettur á Akureyri og því stutt að fara. Aðstæður þurfa að vera góð- ar þegar fólk vill dorga í gegnum ís. Passa þarf að ísinn sé vel frosinn í gegn, svo ekki skapist hætta. „Við erum að bora í gegnum 20–30 senti- metra ís og stundum alveg upp í hálfan metra,“ segir hann. Til þess er notaður ísbor. „Við erum með stór- an handbor, það er gott að eiga hann en sumir pjakka sig í gegn með öðru, svo þarf að eiga dorgveiðistöng, ausu til að ausa krapi sem myndast stundum í holunni, síðan þarf að eiga sérútbúna króka sem eru mikið notaðir erlendis og svo auðvitað hlý föt,“ segir hann. Það getur orðið tölu- vert kalt að bíða eftir að fiskurinn bíti á og segir Jónas mikilvægt að vera vel klæddur. „Búningarnir sem við erum í þola allt að 30 gráðu frosti og stígvélin eru líka sérútbúin.“ Jónas tekur fram að ísdorg sé fjöl- skyldusport. „Þetta er ekki eins og með til dæmis stangaveiði, sem get- ur verið krefjandi og maður þarf að kunna mikið á græjurnar. Þegar fer að vora þá tökum við með okkur grill og gerum góðan skemmtidag úr þessu.“ Jónas segir hægt að stunda ísdorg frá um miðjum desember og fram í apríl. „En það fer auðvitað allt eftir veðri, það getur verið hægt að byrja fyrr og stunda ísdorg lengur.“ Hann segir sportið ekki hættulegt. „Þetta er bara eins og í öllu, menn þurfa alltaf að fara varlega en þetta er alls ekki hættulegt enda fer maður aldrei nema ísinn sé mjög þykkur og þéttur.“ n viktoria@dv.is Fjölskyldusport Jónas segir ísdorg vera kjörið fyrir alla fjölskylduna. Jónas Halldór Jónasson dorgar í gegn um ís og veiðir í soðið Mikill uppgangur á milli ára hjá Skíðagöngufélaginu Ulli Með fjöl- skyldunni Halldór með fallegan urriða. Hundasleðar Það er ekki einungis á Grænlandi sem að feikiöflugir hundar draga eigendur sína á eftir sér á snjó- sleðum. Í Alaska-fylki Bandaríkjanna er íþróttin stunduð af kappi og árlega er haldið sleðakapp- hlaupið Iditarod, sem tekur tíu til ell- efu daga og spannar átján hundruð kílómetra. Keppn- in hefst í Anchorage í Alaska-fylki og endar í Nome. Þá er íþróttin stunduð víðs vegar um heim og meðal annars á Íslandi. Eigendur öflugra sleðahunda, til dæmis af husky-tegundinni, þurfa einung- is að fjárfesta í sleða og tygjum og þá er hægt að halda í leiðangur hvert sem færðin leyfir. Skíðahjól Skíðahjólið (e. skibob) hefur lengi verið til og á rætur sínar að rekja aftur til nítjándu aldar. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1954 sem fyrsta alþjóðlega skíða- hjólreiðakeppn- in var haldin. Frá árinu 1967 hefur Alþjóða skíðahjóla- sambandið FISB (fr. Fé- dération Internationale de Skibob) staðið fyrir heimsmeistarakeppni í íþróttinni. Þeir allra færustu – og huguðustu – geta náð rúmlega 190 kílómetra hraða á skíðahjólum, en þá einungis í þeim brekkum sem aðstæður eru mjög góðar. Ís-kart Þeir stunda ís-kart í Finnlandi, að minnsta kosti í bænum Kuusamo. Fyrirtækið Ruka Adventures hefur sett upp braut á frosnu vatni nærri bænum þar sem fólki gefst kostur á að aka og jafnvel vinna til verðlauna, standi það sig vel. Notast er við go-kart bíla en á hálum ísnum er aksturstilfinn- ing allt önnur en á sérhönnuðum brautum sem oftast eru innan- dyra þegar skilyrðin eru erfið úti fyrir. Skijoring Hver segir að þú þurfir sleða til að láta hundinn draga þig? Ski- joring er íþrótt sem stunduð er víðs vegar um heim- inn og sérstaklega í Norður-Ameríku. Í henni felst að skíðakappi er dreg- inn áfram af hund- um, hesti eða jafnvel vélknúnu ökutæki. Skíðin eru iðulega kyrfilega vaxborin til að tryggja að ekkert hefti förina. Fyrsta keppnin í skijoring er þó talin hafa verið haldin á Norður- löndum en uppruni nafnsins er úr norska orðinu skikjøring, sem þýðir „skíðaakstur.“ Óvenjulegar vetraríþróttir – Bólgueyðandi og verkjastillandi Íbúfen® 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A ct av is 3 1 1 1 2 0 Göngum frá verknum Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir okki lya sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalya, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyð. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyð. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yrleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruanir, truanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlí, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða stlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, sya, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskamm- tur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lynu. Október 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.