Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 7.–10. febrúar 201410 Fréttir Eiturlyf, uppgjör og ástamál Kynferðisbroti snúið í ofbeldisbrot H ells Angels-málið fór hátt í fjölmiðlum á sínum tíma, en það tengd- ist ákveðnu uppgjöri tveggja fyrrverandi vin- kvenna, sem báðar tengd- ust vélhjólasamtökun- um. Andrea Kristín, sem oft er kölluð Andr- ea „slæma stelpa“ hlaut þá fjögurra og hálfs árs fangelsis- dóm vegna sérlega hættulegrar lík- amsárásar gagn- vart konu, sem var fyrrverandi vinkona henn- ar. Í héraðsdómi var hún einnig sakfelld fyrir kynferðisbrot, en Hæstiréttur sneri þeim dómi við. Forsaga málsins er sú að fórnarlambið hafði nektarmyndir af Andreu og átti að hafa sagt sambýlismanni Andreu frá því að hún væri að halda framhjá honum. Andrea var ekki mjög ánægð þegar hún heyrði af þessu og sendi sambýlismanni sínum þessi skilaboð: „Það fokkar enginn í minni fjöl- skyldu. Ég ákvað að setja mig frekar í hergírinn heldur en sjálfsvor- kunnar- og vælugír. Ég vona að þú skiljir mig, ég er búin að fá nóg.“ Andrea skipulagði síð- an árás á heim- ili konunnar, en með henni voru þeir Elías Valdi- mar Jónsson og Jón Ólafsson. Þau þrjú réðust á konuna, slógu og spörkuðu í höfuð hennar og lík- ama, m.a. með leðurkylfu, drógu hana á hárinu um íbúðina og rifu það upp með rótum, skáru eða klipptu í vísifingur hennar og slitu upp nögl á sama fingri. Þá hótuðu þremenningarnir því að klippa af henni alla fingur, segði hún til þeirra. Andrea lagði einnig hníf að hálsi hennar og El- ías stakk fingrum upp í endaþarm og leggöng konunnar og klemmdi á milli. Fyrir það síðastnefnda voru þremenningarnir sakfelld- ir í Héraðsdómi og brotið flokk- að sem kynferðisbrot. Hæstiréttur var því ekki sammála og taldi að verknaðurinn hefði verið framinn til þess að meiða og flokkaðist því undir ofbeldisbrot. n n Verstu ofbeldisglæpir síðustu ára rifjaðir upp n Flestir tengdir undirheimunum H arka í undirheimum Íslands hefur farið vaxandi á síðustu áratugum og svo virðist sem ofbeldismenn séu tilbúnir til að ganga mjög langt. Stokks- eyrarmálið svokallaða hefur fram- kallað hroll hjá lesendum og lýsingar grófs ofbeldis og frelsissviptingar eru hrottafengnar. DV rifjar nú upp helstu ofbeldismál síðustu ára. Ástæður of- beldisárásanna eru mjög misjafn- ar en oftast tengjast þær að minnsta kosti einu af eftirtöldu: Eiturlyfjum, uppgjöri eða ástamálum. Stundum fléttast þetta allt saman svo úr verður ótrúleg atburðarás. „Það virðast gilda önnur viðmið í undirheimum en gerist almennt. Of- beldisglæpum hefur farið fækkandi sem rímar við það sem gerst hefur í samfélaginu sem fordæmir ofbeldi af meiri krafti en áður. Það var ekki óal- gengt að litið væri framhjá ofbeldi áður fyrr, sem betur fer hefur það breyst,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði hjá Háskóla Íslands. „Þrátt fyrir það, þá er of- beldið orðið harðara en áður fyrr og þessi gildi hafa ekki smitast út í undir- heima að því er virðist. Vöðvarnir telja og það er orðið mikilvægast, að menn séu sterkir. Í Stokkseyrarmálinu þá gildir þetta og það er mjög óvenjulegt að sjá svona langa frelsissviptingu og gróft ofbeldi eins og ákært er fyrir. Það virðist þó vera ástæðulaust fyrir þá sem tilheyra ekki hópum með tengsl við undirheima að hafa áhyggjur, því þetta virðist allt vera innan þeirra,“ segir Helgi. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Ofbeldi Annþórs og Barkar A nnþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru sak- felldir ásamt átta öðrum karlmönnum árið 2012. Annþór fékk þyngsta dóminn og var dæmdur til sjö ára fangels- isvistar en Börkur hlaut sex ára dóm. Þeir voru meðal annars sak- felldir fyrir að hafa farið inn í íbúð í slag- togi með öðrum og þar beitt húsráð- anda, sem hafði ráðist að ein- um úr hópnum fyrr um daginn, ofbeldi. Þótt ekki hefði verið sannað hver hefði gert hvað, þá taldi dómur- inn það sannað að um sam- verknað hefði verið að ræða. Húsráðandinn, Bergur Már, hlaut meðal annars opið bein- brot í árásinni. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir aðra árás en í ákærunni var þeim einnig gef- ið að sök að hafa frelsissvipt þá þrjá menn sem fyrir árásinni urðu. Tvímenningarnir voru hins vegar ekki sakfelld- ir fyrir hana. Árásirnar á þremenningana voru hrottafengnar, en þeir voru slegnir ítrekað í höfuð og líkama, með bareflum eins og golfkylfum, sleggju með haus úr harð- plasti og handlóð- um. n Förðun huldi áverka Þ eir Davíð Freyr Rúnarsson og Ríkharður Júlíus Ríkarðsson, kenndir við vélhjólasamtökin Black Pistons, voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir frelsissvipt- ingu og hrottafengna líkamsárás árið 2011. Málið tengdist uppgjöri innan vélhjólasamtakanna en tví- menningarnir sögðu fórnarlambið hafa stundað fíkniefnasölu og hand- rukkun og haldið því fram að hann væri á þeirra vegum. Davíð Freyr sótti fórnarlambið og fór með til Rík- harðs, sem tók á móti þeim vopn- aður samúræjasverði. Þetta kom fram í vitnisburði fórnarlambsins. Þeir gengu síðan harkalega í skrokk honum, köstuðu skærum að hon- um, börðu með tölvusnúrum og hótuðu að draga úr honum tenn- ur, rífa af honum neglur og skera á sinar. Fórnarlambið greindi einnig frá því að á milli þess sem hann hefði verið sleginn í andlitið hefðu þeir Ríkharður og Davíð Freyr sagt: „Voðalega tekur andlitið á þér vel við höggum.“ Í kjölfar þess að lögreglu var gert viðvart vegna hávaða úr hót- elberginu þar sem Ríkharður bjó, ákváðu tvímenningarnir að fara með fórnarlambið í iðnaðarhús- næði í Dugguvogi. Þar var mann- inum hótað enn frekar og honum tilkynnt að það sem á undan hefði gengið væri barnaleikur. Hann var skilinn eftir í húsinu næturlangt og tvímenningarnir sóttu hann daginn eftir. Þá bættist Hildur Líf Helgadótt- ir í hópinn en hún var fengin til þess að farða andlit mannsins og hylja áverka í andliti hans, svo þeir gætu meðal annars farið í banka og haft af honum fé, sem þó var aldrei gert. Því næst ákvað Davíð Freyr að fara í klippingu og hafði manninn með sér, sem sat og beið í sófa á hársnyrtistof- unni á meðan. Hann fékk leyfi til þess að bregða sér á salerni og tókst þá að flýja, með því að hlaupa á lögreglu- stöðina á Hverfisgötu. Fyrir dómi neitaði Ríkharður sök og sagði að hann hefði átt lít- inn þátt í ofbeldinu. Hann hefði hót- að manninum líkamsmeiðingum ef hann myndi aftur selja fíkniefni í hans nafni. Davíð Freyr sagði einnig að Ríkharður hefði lítið komi að of- beldinu og viðurkenndi sjálfur að hafa slegið manninn, sparkað í hann og hrint honum. Hins vegar hefði hann aldrei beitt jafn grófu ofbeldi og hann var ákærður fyrir, m.a. neit- aði hann því að hafa notað vopn. Þá neitaði hann því að hafa frelsissvipt manninn og sagði hann hafa verið með sér að eigin vilja. Hann hefði margoft haft tækifæri til að fara. Vitnisburður hans var talsvert frá- brugðinn lögregluskýrslu og játaði Davíð Freyr að hafa reynt að breyta honum sér í hag hjá lögreglunni. Dómari taldi þeirra frásagnir ekki trúverðugar og dæmdi Ríkharð í þriggja og hálfs árs fangelsi. Davíð Freyr var dæmdur í þriggja ára fangelsi. n Ríkharður Júlíus Dæmdur fyrir hrottafengna lík­ amsárás og frelsis­ sviptingu. Mynd dV „Voðalega tekur andlitið á þér vel við höggum. „Það fokkar enginn í minni fjölskyldu. Hells Angels Andrea „slæma stelpa“ var sak­ felld í svokölluðu Hells Angels­máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.