Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 49
Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Sport 41 Peningar eru ekki allt n Byrjunarliðið Atletico Madrid um helgina kostaði 20,8 milljónir punda n Margfalt minna en lið Real Madrid og Barcelona Svona spilar Atletico Snýst allt um skipulag og dugnað Simeone var sannkallaður stríðs- maður og ákaflega duglegur leik- maður. Hann krefst þess sama af lærisveinum sínum hjá Atletico og sést það berlega á leikstíl liðsins. Dálkahöfundur Bleacher Report, Dan Colasimone, skrifaði athyglis- verða grein fyrir skemmstu þar sem hann greindi leikstíl Atletico. Þar kemur fram að Simeo- ne leggi mikið upp úr dugnaði og skipulagi. Liðið leikur ýmist 4-1-4-1 eða 4-2-2-2 þó síðarnefnda leikkerfið sé oftar notað. Simeone reiðir sig á hraða og sterka varnar- menn sem búa yfir þeim hæfileikum að geta unnið boltann hratt af andstæðingnum og komið af stað skyndisóknum. Tveir djúpir miðjumenn sjá til þess að liðið nái strax yfirhöndinni á miðjum vell- inum og þeir færa boltann hratt milli manna þegar þeir ná honum. Vængmennirnir þurfa að koma mikið til baka en þeir þurfa einnig að vera reiðubúnir að leggja á sig hröð hlaup upp vængina þegar miðjumennirnir fá boltann. Mikilvægasti hluti vallarins í sóknarleik Atletico er svæðið milli miðjumannanna og fremstu manna. Þegar liðið sækir þurfa nokkrir leikmenn að vera tilbúnir að fara í svæðið; hvort heldur sem er annar hvor vængmaðurinn, annar framherjinn eða annar djúpu miðjumannanna. Hraðir, tæknilega góðir framherj- ar sem geta opnað varnirnar með eitruðum hlaupum, leikmenn eins og David Villa og Diego Costa, eru mikilvægir í leikkerfi Simeone. og líklega eitt mesta afrek undan- farinna ára í Evrópuboltanum ef liðinu tækist að landa Spánar- meistaratitlinum. Enn eru þó eftir 16 umferðir af deildinni og því get- ur brugðið til beggja vona. Liðið mætir Real Madrid á heimavelli þann 2. mars næstkomandi og gæti það orðið einn af úrslitaleikj- um deildarinnar. Liðið mætir svo Barcelona á Nou Camp í loka- umferð deildarinnar þann 18. maí næstkomandi og gæti það orðið hreinn úrslitaleikur um hvaða lið vinnur deildina. Atletico er einnig komið í undanúrslit spænska Konungsbikarsins þar sem Real Madrid bíður. Þá komst liðið í 16- liða úrslit Meistaradeildar Evrópu fyrr í vetur og mætir AC Milan í tveimur leikjum síðar í þessum mánuði og í byrjun mars. n A rgentínumaðurinn Diego Simeone tók við stjórnar- taumunum hjá Atletico þann 23. desember 2011 af Gregorio Manzano. Félagið hafði verið í talsverðri lægð, en þegar þarna var komið sögu var Atletico í 10. sæti deildarinnar með 19 stig að loknum 16 um- ferðum. Simeone var í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins enda lék hann með félaginu á ár- unum 2003 til 2005. Simeone var á þeim tíma að- eins rúmlega fertugur og hafði litla reynslu af þjálfun. Hann hóf þjálfaraferil sinn árið 2006 þegar hann tók við liði Racing, það- an lá leiðin til Estudientes þar sem hann leiddi liðið til fyrsta deildartitils þess í 23 ár. Árið 2008 tók hann við River Plate þar sem allt gekk á afturfótunum. Eftir ellefu leiki í röð án sigurs sagði hann starfi sínu lausu. Si- meone fór í kjölfarið til San Lor- enzo áður en hann var ráðinn til Catania á Ítalíu árið 2011 og tókst honum að forða liðinu frá falli. Hann hætti eftir tímabilið og fór aftur til Racing í Argentínu áður en hann tók við Atletico. Simeone virðist hafa fundið fjöl sína á Spáni. Liðið klifraði upp töfluna eftir áramót 2012 og endaði í sjöunda sæti. Um vor- ið sigraði liðið Athletic Bilbao í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og má segja að eftir það hafi allt legið upp á við hjá Simeone og Atletico Madrid. Á síðasta tímabili var liðið framan af í bar- áttu um spænska titilinn við Barcelona og Real Madrid en endaði í 3. sæti deildarinnar með 76 stig. Simeone hefur það orð á sér að vera feikilega skipulagð- ur knattspyrnustjóri. Þegar hann var upp á sitt besta sem varnarsinnaður miðjumaður var hann harður í horn að taka, duglegur, en umfram allt frá- bær knattspyrnumaður. Margir bjuggust við því að liðið myndi fara í sama miðjumoðið eftir brotthvarf markahróksins Rada- mel Falcao í sumar. Simeone virðist vera snillingur í að ná því besta út úr sínum mönnum og hefur Diego Costa blómstrað í vetur undir stjórn hans. Simeone breytti öllu Sjöunda liðið sem Argentínumaðurinn stjórnar Þau keppa í Sochi Framkvæmdastjóri SKÍ rýnir í kosti íslensku keppendanna V etrarólympíuleikarnir í Sochi verða settir við hátíð- lega athöfn í kvöld, föstudag, og verður þeim slitið þann 23. febrúar. Fimm íslenskir keppendur taka þátt á leikunum sem eru þeir dýrustu í sögunni. Þetta eru þau Brynjar Jökull Guðmundsson, Einar Kristinn Kristgeirsson, Erla Ás- geirsdóttir, Helga María Vilhjálms- dóttir og Sævar Birgisson. María Guð- mundsdóttir þurfti að draga sig út úr hópnum í vikunni en sæti hennar tók Erla. DV ræddi við Jón Viðar Þor- valdsson, framkvæmdastjóra Skíða- sambands Íslands, og fékk hann til að greina frá kostum íslensku keppend- anna. „María er einstakur karakter“ „Það er aldrei gaman að meiðast og sérstaklega þegar mikið er í húfi,“ segir Jón Viðar Þorvaldsson, fram- kvæmdarstjóri SKÍ, um Maríu Guð- mundsdóttur sem dró sig úr hópnum vegna meiðsla sem hún hlaut á móti Brynjar Jökull Guðmundsson Félag: Skíðaráð Reykjavíkur Fæðingardagur: 10. mars 1989 Greinar: Svig og stórsvig n „Brynjar er tæknilega góður en líka stór og sterkur. Hann fer mikið á kraftinum og hefur verið að ná mjög góðum árangri í sviginu.“ Einar Kristinn Kristgeirsson Félag: Skíðafélag Akureyrar Fæðingardagur: 3. janúar 1994 Greinar: Svig og stórsvig n „Einar er gríðarlega tæknilega góður í sín- um greinum og þá sérstaklega í svigi. Hann hefur sýnt miklar framfarir á undanförnum tveimur árum.“ Erla Ásgeirsdóttir Félag: BBL Fæðingardagur: 27. janúar 1994 Greinar: Svig og stórsvig n „Erla er tæknilega góð í svigi og hefur staðið sig vel þar að undanförnu. Hjá Erlu hefur kannski verið aðeins minni undirbún- ingur þar sem hún var upphaflega ekki í hópnum. Að sjálfsögðu var hún hins vegar næst inn.“ Helga María Vilhjálmsdóttir Félag: Skíðaráð Reykjavíkur Fæðingardagur: 25. apríl 1995 Greinar: Svig, stórsvig og risasvig n „Helga María tekur þátt í flestum greinum á leikunum og er sú eina í risasvigi. Hún er rosalega hæfileikarík í mörgum, ólíkum greinum. Hún staðið sig vel í stórsvigi og bakgrunnur hennar í hraðagreinum er að hjálpa henni mikið þar.“ Sævar Birgisson Félag: Skíðafélag Ólafsfjarðar Fæðingardagur: 15. febrúar 1988 Greinar: Skíðaganga, sprettganga og 15 kílómetra ganga n „Sævar hefur verið í sviðsljósinu þar sem göngumaður er að fara í fyrsta skipti í tuttugu ár. Hann er rosalega góður í sprettgöngunni, er kraftmikill og öflugur í litlu sprettunum. Hann hefur verið að sýna framfarir í 15 kílómetra göngu undanfarið.“ Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is í Þýskalandi í vikunni. Skíðasamband Íslands hafði tilnefnt Erlu Ásgeirs- dóttur sem varamann á leikana og kemur hún í stað Maríu. „María var að komast í sitt gamla form og hefur verið að standa sig gríðarlega vel að undan- förnu. Að sjálfsögðu var þetta mikill missir, en það kemur maður í manns stað. Ég er búinn að vera í samskiptum við hana og hún er einstakur karakter. Hún er bara brosandi og tekur þessu alveg ótrúlega vel.“ n Stórleikur á Anfield E itthvað mun undan láta á Anfield í hádeginu á laugardag þegar Liver- pool tekur á móti topp- liði Arsenal í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Bæði lið hafa átt góðu gengi að fagna að undanförnu; Arsenal er tap- laust í síðustu níu deildarleikj- um en Liverpool í síðustu sex. Arsenal er með 55 stig á toppn- um, tveimur fleiri en Man- chester City og Chelsea og átta stigum fleiri en Liverpool sem er í fjórða sæti. Fleiri athyglisverðir leikir eru á dagskrá um helgina. Tottenham og Everton mætast á White Hart Lane á sunnudag en bæði eru liðin í harðri baráttu um fjórða sætið. Everton er sem stendur í 5. sætinu með 45 stig en Tottenham því sjötta með 44 stig. Tottenham hefur ekki unnið í síð- ustu tveimur deildarleikjum sínum en um liðna helgi vann Everton góð- an sigur á Aston Villa, 2–1. Augu margra þessa dagana bein- ast að Englandsmeisturum Manchester United sem hafa átt í miklu basli í vetur. Liðið tekur á móti botnliði Fulham síðdegis á sunnudag. United er í 7. sæti deildarinnar með 40 stig og kemur ekkert ann- að en sigur til greina hjá læri- sveinum Davids Moyes. Ful- ham hefur gengið afleitlega upp á síðkastið og tapað fjórt- án af síðustu sautján leikjum sínum í deildinni. Manchester City sem margir búast við að muni vinna titilinn í vor mætir Norwich á útivelli á laugardag. Norwich er í 15. sæti deildarinnar með 24 stig og hef- ur liðið aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. n einar@dv.is Liverpool tekur á móti Arsenal í stórleik helgarinnar á Englandi Stórslagur Það er jafnan hart tekist á þegar Liverpool og Arsenal mætast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.