Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Side 49
Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Sport 41 Peningar eru ekki allt n Byrjunarliðið Atletico Madrid um helgina kostaði 20,8 milljónir punda n Margfalt minna en lið Real Madrid og Barcelona Svona spilar Atletico Snýst allt um skipulag og dugnað Simeone var sannkallaður stríðs- maður og ákaflega duglegur leik- maður. Hann krefst þess sama af lærisveinum sínum hjá Atletico og sést það berlega á leikstíl liðsins. Dálkahöfundur Bleacher Report, Dan Colasimone, skrifaði athyglis- verða grein fyrir skemmstu þar sem hann greindi leikstíl Atletico. Þar kemur fram að Simeo- ne leggi mikið upp úr dugnaði og skipulagi. Liðið leikur ýmist 4-1-4-1 eða 4-2-2-2 þó síðarnefnda leikkerfið sé oftar notað. Simeone reiðir sig á hraða og sterka varnar- menn sem búa yfir þeim hæfileikum að geta unnið boltann hratt af andstæðingnum og komið af stað skyndisóknum. Tveir djúpir miðjumenn sjá til þess að liðið nái strax yfirhöndinni á miðjum vell- inum og þeir færa boltann hratt milli manna þegar þeir ná honum. Vængmennirnir þurfa að koma mikið til baka en þeir þurfa einnig að vera reiðubúnir að leggja á sig hröð hlaup upp vængina þegar miðjumennirnir fá boltann. Mikilvægasti hluti vallarins í sóknarleik Atletico er svæðið milli miðjumannanna og fremstu manna. Þegar liðið sækir þurfa nokkrir leikmenn að vera tilbúnir að fara í svæðið; hvort heldur sem er annar hvor vængmaðurinn, annar framherjinn eða annar djúpu miðjumannanna. Hraðir, tæknilega góðir framherj- ar sem geta opnað varnirnar með eitruðum hlaupum, leikmenn eins og David Villa og Diego Costa, eru mikilvægir í leikkerfi Simeone. og líklega eitt mesta afrek undan- farinna ára í Evrópuboltanum ef liðinu tækist að landa Spánar- meistaratitlinum. Enn eru þó eftir 16 umferðir af deildinni og því get- ur brugðið til beggja vona. Liðið mætir Real Madrid á heimavelli þann 2. mars næstkomandi og gæti það orðið einn af úrslitaleikj- um deildarinnar. Liðið mætir svo Barcelona á Nou Camp í loka- umferð deildarinnar þann 18. maí næstkomandi og gæti það orðið hreinn úrslitaleikur um hvaða lið vinnur deildina. Atletico er einnig komið í undanúrslit spænska Konungsbikarsins þar sem Real Madrid bíður. Þá komst liðið í 16- liða úrslit Meistaradeildar Evrópu fyrr í vetur og mætir AC Milan í tveimur leikjum síðar í þessum mánuði og í byrjun mars. n A rgentínumaðurinn Diego Simeone tók við stjórnar- taumunum hjá Atletico þann 23. desember 2011 af Gregorio Manzano. Félagið hafði verið í talsverðri lægð, en þegar þarna var komið sögu var Atletico í 10. sæti deildarinnar með 19 stig að loknum 16 um- ferðum. Simeone var í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins enda lék hann með félaginu á ár- unum 2003 til 2005. Simeone var á þeim tíma að- eins rúmlega fertugur og hafði litla reynslu af þjálfun. Hann hóf þjálfaraferil sinn árið 2006 þegar hann tók við liði Racing, það- an lá leiðin til Estudientes þar sem hann leiddi liðið til fyrsta deildartitils þess í 23 ár. Árið 2008 tók hann við River Plate þar sem allt gekk á afturfótunum. Eftir ellefu leiki í röð án sigurs sagði hann starfi sínu lausu. Si- meone fór í kjölfarið til San Lor- enzo áður en hann var ráðinn til Catania á Ítalíu árið 2011 og tókst honum að forða liðinu frá falli. Hann hætti eftir tímabilið og fór aftur til Racing í Argentínu áður en hann tók við Atletico. Simeone virðist hafa fundið fjöl sína á Spáni. Liðið klifraði upp töfluna eftir áramót 2012 og endaði í sjöunda sæti. Um vor- ið sigraði liðið Athletic Bilbao í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og má segja að eftir það hafi allt legið upp á við hjá Simeone og Atletico Madrid. Á síðasta tímabili var liðið framan af í bar- áttu um spænska titilinn við Barcelona og Real Madrid en endaði í 3. sæti deildarinnar með 76 stig. Simeone hefur það orð á sér að vera feikilega skipulagð- ur knattspyrnustjóri. Þegar hann var upp á sitt besta sem varnarsinnaður miðjumaður var hann harður í horn að taka, duglegur, en umfram allt frá- bær knattspyrnumaður. Margir bjuggust við því að liðið myndi fara í sama miðjumoðið eftir brotthvarf markahróksins Rada- mel Falcao í sumar. Simeone virðist vera snillingur í að ná því besta út úr sínum mönnum og hefur Diego Costa blómstrað í vetur undir stjórn hans. Simeone breytti öllu Sjöunda liðið sem Argentínumaðurinn stjórnar Þau keppa í Sochi Framkvæmdastjóri SKÍ rýnir í kosti íslensku keppendanna V etrarólympíuleikarnir í Sochi verða settir við hátíð- lega athöfn í kvöld, föstudag, og verður þeim slitið þann 23. febrúar. Fimm íslenskir keppendur taka þátt á leikunum sem eru þeir dýrustu í sögunni. Þetta eru þau Brynjar Jökull Guðmundsson, Einar Kristinn Kristgeirsson, Erla Ás- geirsdóttir, Helga María Vilhjálms- dóttir og Sævar Birgisson. María Guð- mundsdóttir þurfti að draga sig út úr hópnum í vikunni en sæti hennar tók Erla. DV ræddi við Jón Viðar Þor- valdsson, framkvæmdastjóra Skíða- sambands Íslands, og fékk hann til að greina frá kostum íslensku keppend- anna. „María er einstakur karakter“ „Það er aldrei gaman að meiðast og sérstaklega þegar mikið er í húfi,“ segir Jón Viðar Þorvaldsson, fram- kvæmdarstjóri SKÍ, um Maríu Guð- mundsdóttur sem dró sig úr hópnum vegna meiðsla sem hún hlaut á móti Brynjar Jökull Guðmundsson Félag: Skíðaráð Reykjavíkur Fæðingardagur: 10. mars 1989 Greinar: Svig og stórsvig n „Brynjar er tæknilega góður en líka stór og sterkur. Hann fer mikið á kraftinum og hefur verið að ná mjög góðum árangri í sviginu.“ Einar Kristinn Kristgeirsson Félag: Skíðafélag Akureyrar Fæðingardagur: 3. janúar 1994 Greinar: Svig og stórsvig n „Einar er gríðarlega tæknilega góður í sín- um greinum og þá sérstaklega í svigi. Hann hefur sýnt miklar framfarir á undanförnum tveimur árum.“ Erla Ásgeirsdóttir Félag: BBL Fæðingardagur: 27. janúar 1994 Greinar: Svig og stórsvig n „Erla er tæknilega góð í svigi og hefur staðið sig vel þar að undanförnu. Hjá Erlu hefur kannski verið aðeins minni undirbún- ingur þar sem hún var upphaflega ekki í hópnum. Að sjálfsögðu var hún hins vegar næst inn.“ Helga María Vilhjálmsdóttir Félag: Skíðaráð Reykjavíkur Fæðingardagur: 25. apríl 1995 Greinar: Svig, stórsvig og risasvig n „Helga María tekur þátt í flestum greinum á leikunum og er sú eina í risasvigi. Hún er rosalega hæfileikarík í mörgum, ólíkum greinum. Hún staðið sig vel í stórsvigi og bakgrunnur hennar í hraðagreinum er að hjálpa henni mikið þar.“ Sævar Birgisson Félag: Skíðafélag Ólafsfjarðar Fæðingardagur: 15. febrúar 1988 Greinar: Skíðaganga, sprettganga og 15 kílómetra ganga n „Sævar hefur verið í sviðsljósinu þar sem göngumaður er að fara í fyrsta skipti í tuttugu ár. Hann er rosalega góður í sprettgöngunni, er kraftmikill og öflugur í litlu sprettunum. Hann hefur verið að sýna framfarir í 15 kílómetra göngu undanfarið.“ Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is í Þýskalandi í vikunni. Skíðasamband Íslands hafði tilnefnt Erlu Ásgeirs- dóttur sem varamann á leikana og kemur hún í stað Maríu. „María var að komast í sitt gamla form og hefur verið að standa sig gríðarlega vel að undan- förnu. Að sjálfsögðu var þetta mikill missir, en það kemur maður í manns stað. Ég er búinn að vera í samskiptum við hana og hún er einstakur karakter. Hún er bara brosandi og tekur þessu alveg ótrúlega vel.“ n Stórleikur á Anfield E itthvað mun undan láta á Anfield í hádeginu á laugardag þegar Liver- pool tekur á móti topp- liði Arsenal í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Bæði lið hafa átt góðu gengi að fagna að undanförnu; Arsenal er tap- laust í síðustu níu deildarleikj- um en Liverpool í síðustu sex. Arsenal er með 55 stig á toppn- um, tveimur fleiri en Man- chester City og Chelsea og átta stigum fleiri en Liverpool sem er í fjórða sæti. Fleiri athyglisverðir leikir eru á dagskrá um helgina. Tottenham og Everton mætast á White Hart Lane á sunnudag en bæði eru liðin í harðri baráttu um fjórða sætið. Everton er sem stendur í 5. sætinu með 45 stig en Tottenham því sjötta með 44 stig. Tottenham hefur ekki unnið í síð- ustu tveimur deildarleikjum sínum en um liðna helgi vann Everton góð- an sigur á Aston Villa, 2–1. Augu margra þessa dagana bein- ast að Englandsmeisturum Manchester United sem hafa átt í miklu basli í vetur. Liðið tekur á móti botnliði Fulham síðdegis á sunnudag. United er í 7. sæti deildarinnar með 40 stig og kemur ekkert ann- að en sigur til greina hjá læri- sveinum Davids Moyes. Ful- ham hefur gengið afleitlega upp á síðkastið og tapað fjórt- án af síðustu sautján leikjum sínum í deildinni. Manchester City sem margir búast við að muni vinna titilinn í vor mætir Norwich á útivelli á laugardag. Norwich er í 15. sæti deildarinnar með 24 stig og hef- ur liðið aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. n einar@dv.is Liverpool tekur á móti Arsenal í stórleik helgarinnar á Englandi Stórslagur Það er jafnan hart tekist á þegar Liverpool og Arsenal mætast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.