Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 58
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 7.–10. febrúar 2014
Þegar snjórinn tekur
götuskilti í gíslingu
É
g er ekkert sérstaklega ratvís,
ónei. Eftir áralanga baráttu
við að reyna að lesa kort hef
ég eiginlega bara gefist upp
og fer nú flestar ferðir mínar á
innsæinu. Þið getið ímyndað ykkur
hvernig það gengur. Það kemur sér
þess vegna ágætlega að vera mið
bæjarrotta með fjölskyldu í Hafnarf
irði. Ég rata þangað, fram og til baka.
En þetta „ratleysi“ getur komið
sér mjög illa. Mér var til dæmis boð
ið í dásamlegt matarboð á fimmtu
daginn í síðustu viku. Sem ég sat
og lagði lokahönd á grein fyrir helg
arblaðið þá leit ég út um gluggann
og sá snjókomu. Svo snjóaði örlítið
meira og svo bætti í. Þegar ég lagði
af stað í þetta góða boð var eiginlega
kafaldsfærð og umferðaröngþveitið
eftir því. Þar sem ég hætti mér yfir
leitt ekki mikið í efri byggðir Reykja
víkur var þetta þess vegna frekar
taugatrekkjandi, það er að segja,
ókunnugar slóðir (eða svoleiðis)
og frekar erfið færð. Á Sæbrautinni
varð mér ljóst að ég var búin að sitja
í umferð í hálftíma, á leið sem yfir
leitt er keyrð á 10 mínútum. Ég átti
eftir að koma við í búð og koma
mér upp í Norðlingaholtið. Ég kall
aði á æðruleysið og ákvað að þetta
myndi allt ganga upp. Ég yrði bara
örlítið sein. Í Ártúnsbrekkunni fæ ég
það oft á tilfinninguna og samferða
fólk mitt sé að reyna að drepa mig.
Það er vond tilfinning og þetta kvöld
hafði engin breyting orðið á því. Ég
sá einbeittan brotavilja í aksturslagi
annarra bílstjóra sem voru staðráðn
ir í að þvinga mig út af veginum. Í Ár
túnsbrekkunni var ég meðvituð um
að ég þyrfti að komast yfir á frárein
svo leið mín í Norðlingaholtið gæti
gengið hratt og örugglega fyrir sig.
Það mistókst, en vegna færðar, get
um við sagt, missti ég af fráreininni.
Nú var ég skyndilega á leið í Mos
fellsbæ. Það er svo sem ekkert hræði
legt, en dálítið úr leið svona í ljósi að
stæðna.
En þar sem ég á vinkonur og
frænku sem búa í Grafarholtinu
kunni ég leið út úr þessum ógöng
um. Skyndilega lá leið mín aftur í átt
að Reykjavík, en nú var að komast
í Norðlingaholt. Í stuttu máli tókst
mér aftur að taka vitlausa beygju. Nú
var ég á leið í átt að Hesthálsi. Þang
að ætlaði ég mér alls ekki. Þá stopp
aði ég bifreiðina og velti því fyrir
mér hvort það væri yfirhöfuð óhætt
að leyfa mér að ganga lausri, svona
rugluð ætti engin að vera. Beygð en
ekki buguð ákvað ég að reyna aft
ur. Skyndilega var ég komin í átt að
Norðlingaholti og allt virtist betra.
Þangað til að ég var komin í Norð
lingaholtið og áttaði mig á því að
þessi fallegi jólasnjór hafði ákveðið
að taka öll götuskilti gíslingu. Ég
sá hvorki, né vissi hvert ég var að
fara. Fyrir þá sem ekki vita er virki
lega fallegt að keyra um Norðlinga
holtið – það er krúttlegt hverfi sem
verður afskaplega sætt í jólasnjó.
Hins vegar var ég orðin svo skelfi
lega rugluð, áttavillt og svöng að ég
hafði nákvæmlega engan húmor
fyrir þessu. Þegar ég loksins komst á
leiðarenda, klukkustund og korteri
eftir að ég lagði af stað frá miðbæn
um reyndi ég að segja fólkinu frá
þessum hrakförum mínum og var
við það að fara að skæla. Heim
ferðin gekk áfallalaust fyrir sig, eitt
hvað sem við getum öll verið þakk
lát fyrir. Næst bið ég um far. n
„Ég sá hvorki,
né vissi hvert ég
var að fara.
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
H
öfundar hinna geysivinsælu
gamanþátta How I Met
Your Mother sögðu frá því
á dögunum að kanadíska
leikkonan Cobie Smulder hafi ekki
verið sú sem upphaflega var valin
í hlutverk Robin Scherbatsky. Það
hafi nefnilega verið engin önnur en
Jennifer Love Hewitt sem ráðin var
til verksins, en hún hætti við á síð
ustu stundu til að leika í dramaþátt
unum The Ghost Whisperer.
Þeir Craig Thomas og Carter
Bays eru höfundar gamanþáttanna
um Ted Mosby og bestu vini hans
fjóra og á mánudaginn var gátu
notendur vefsíðunnar Reddit spurt
þá félaga spjörunum úr. Ýmis
legt fróðlegt kom í ljós, svo sem að
áhorfendur þáttanna muni að öll
um líkindum gráta í lokaþættinum
og að hluti af lokaþættinum hafi
verið tekinn upp árið 2006.
Hewitt er þó ekki sú eina sem
hafnaði hlutverki í þáttunum á síð
ustu stundu því bandaríski leikar
inn Scott Foley átti upphaflega að
leika sjálfan Ted Mosby. Foley hætti
þó við á endanum og leikur nú
meðal annars í sjónvarpsþáttunum
Scandal. n
horn@dv.is
Ákvað frekar að leika í The Ghost Whisperer
Hewitt átti að leika Robin
Sunnudagur 9. febrúar
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
ÍNN
07.00 Morgunstundin okkar
07.01 Smælki (11:26)
07.04 Tillý og vinir (11:52)
07.16 Ævintýri Berta og Árna
07.21 Múmínálfarnir (38:39)
07.30 Hopp og hí Sessamí
07.54 Sara og önd (20:40)
08.01 Kioka
08.08 Kúlugúbbarnir (10:20)
08.31 Hrúturinn Hreinn
08.39 Disneystundin (5:52)
08.40 Finnbogi og Felix (5:26)
09.03 Sígildar teiknimyndir
09.10 Vetrarólympíuleikar -
Snjóbretti
10.30 Herkúles (5:21)
10.52 Chaplin (33:52)
11.00 Sunnudagsmorgunn
12.15 Vetrarólympíuleikar –
Gönguskíði
14.20 Vetrarólympíuleikar -
Skíðaskotfimi
16.20 Söngvakeppnin
2014 (2:3) e
17.40 Táknmálsfréttir
17.50 Poppý kisuló (47:52)
18.00 Stundin okkar 888
18.25 Basl er búskapur
(Bonderøven)
19.00 Fréttir
19.20 Veðurfréttir
19.25 Íþróttir
19.40 Landinn 888
20.10 Brautryðjendur 888 (1:8)
(Katrín Þorkelsdóttir og
Dóra Hlín Ingólfsdóttir)
20.40 Saga Eimskipafélags
Íslands (2:2) (Seinni hluti)
Saga Eimskipafélags
Íslands er samofin þjóðar-
sögu Íslendinga. Stofnun
þess var þáttur í sjálfstæð-
isbaráttunni og starfssaga
félagsins endurspeglar
þróun atvinnulífs á Íslandi.
21.20 Erfingjarnir 7,8 (6:10)
(Arvingerne) Glæný, dönsk
þáttaröð um systkini sem
hittast eftir margra ára
aðskilnað og verkefnið er að
gera upp arf eftir móður sína,
en það sem í fyrstu virðist
tækifæri til sameiningar
breytist í uppgjör leyndar-
mála og lyga sem tengjast
lífi þeirra í nútíð og fortíð.
22.20 Vetrarólympíuleikar -
Listdans á skautum
00.25 Sunnudagsmorgunn e
01.40 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok
09:10-16:40 Ólympíuleikarnir
16:40 Ólympíuleikarnir
- Luge sleðabrun
18:25 Ólympíuleikarnir
- Skíðastökk
19:10 Ólympíuleikarnir
- Íshokkí kvenna
21:25 Sportspjallið
22:00 Ólympíuleikarnir
22:35 Ólympíuleikarnir
- Listhlaup á skautum
08:20-00:40 Premier
League 2013/14
00:40 Premier League 2013/14
08:50 The River Why
10:35 Last Night
12:05 The Young Victoria
13:50 Story Of Us
15:25 The River Why
17:10 Last Night
18:40 The Young Victoria
20:25 Story Of Us
22:00 Djúpið
23:30 The Lincoln Lawyer
01:25 Red Dawn
02:55 Djúpið
16:10 H8R (3:9)
16:50 Þriðjudagskvöld með
Frikka Dór
17:20 The Amazing Race (10:12)
18:05 Offspring (8:13)
18:50 Mad
19:00 Bob's Burgers
19:25 American Dad
19:50 The Cleveland Show (2:22)
20:10 Unsupervised (4:13)
20:35 Brickleberry (4:10)
20:55 Dads (13:22)
21:20 Mindy Project (22:24)
21:40 Do No Harm (10:13)
22:25 The Glades (6:13)
23:10 The Vampire Diaries (22:22)
23:50 Bob's Burgers
00:15 American Dad
00:40 The Cleveland Show (2:22)
01:00 Unsupervised (4:13)
01:20 Brickleberry (4:10)
01:45 Dads (13:22)
02:10 Mindy Project (22:24)
02:30 Do No Harm (10:13)
18:00 Strákarnir
18:25 Friends (23:24)
18:45 Seinfeld (7:22)
19:10 Modern Family
19:35 Two and a Half Men (14:22)
20:00 Viltu vinna milljón?
20:45 Krøniken (14:22 )
21:45 Ørnen (14:24)
22:45 Ally McBeal (15:23)
23:30 Without a Trace (20:23)
00:15 Viltu vinna milljón?
01:05 Krøniken (14:22)
02:05 Ørnen (14:24)
16:00 Hrafnaþing
17:00 Stjórnarráðið
17:30 Skuggaráðuneytið
18:00 Árni Páll
18:30 Tölvur,tækni og kennsla
19:00 Fasteignaflóran
19:30 Á ferð og flugi
20:00 Hrafnaþing
21:00 Auðlindakistan
21:30 Fiskikóngurinn
22:00 Hrafnaþing
23:00 ABC Barnahjálp
23:30 Eldað með Holta
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:01 Strumparnir
07:25 Villingarnir
07:45 Waybuloo
08:00 Algjör Sveppi
08:05 Könnuðurinn Dóra
08:30 Brunabílarnir
08:55 Ofurhundurinn Krypto
09:15 Latibær
09:40 Kalli litli kanína og vinir
10:00 Grallararnir
10:25 Tom and Jerry
10:30 Ben 10
10:50 Victorious
11:15 Nágrannar
11:35 Nágrannar
11:55 Nágrannar
12:15 Nágrannar
12:35 Nágrannar
13:00 Mikael Torfason
- mín skoðun
13:50 Spaugstofan
14:20 Spurningabomban
15:10 Heilsugengið
15:35 Um land allt
16:05 Á fullu gazi
16:35 The Big Bang Theory (5:24)
17:00 Eitthvað annað (7:8)
17:35 60 mínútur (18:52)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Sportpakkinn (24:30)
19:10 Sjálfstætt fólk (21:30)
19:45 Ísland Got Talent
20:35 Breathless (6:6) Dramat-
ískir þættir um lækna og
hjúkkur á spennandi tímum.
21:25 The Following 7,7 (3:15)
Nýr sértrúarsöfnuður er að
myndast og leiðtogi hóps-
ins er jafnvel hættulegri en
Carroll.
22:10 Banshee (5:10) Önnur
þáttaröðin um hörku-
tólið Lucas Hood sem er
lögreglustjóri í smábænum
Banshee.
23:00 60 mínútur 7,9 (19:52)
Glænýr þáttur í virtustu og
vinsælustu fréttaskýringa-
þáttaröð í heimi þar sem
reyndustu fréttaskýrendur
Bandaríkjanna fjalla um
mikilvægustu málefni
líðandi stundar og taka
einstök viðtöl við heims-
þekkt fólk.
23:45 Mikael Torfason - mín
skoðun Þjóðmálaþáttur í
umsjá Mikaels Torfasonar,
aðalritstjóra fréttamiðla
365 í opinni dagskrá.
00:30 Daily Show: Global
Edition
00:55 Nashville (5:20)
01:40 Mayday (2:5)
02:40 American Horror Story:
Asylum (4:13)
03:25 Mad Men (6:13)
04:10 The Untold History of
The United States (6:10)
05:10 Ísland Got Talent
05:55 Fréttir
06:00 Pepsi MAX tónlist
12:45 Dr. Phil
13:30 Dr. Phil
14:15 Once Upon a Time (5:22)
15:05 7th Heaven (5:22)
15:55 Family Guy (15:21)
16:20 Made in Jersey (2:8)
17:10 Parenthood (5:15)
18:00 Friday Night Lights (5:13)
18:45 Hawaii Five-0 (13:22)
19:35 Judging Amy (2:23)
20:20 Top Gear (4:6) Bílaþáttur-
inn sem verður bara betri
með árunum. Tilraunir
þeirra félaga taka sífelldum
breytingum og verða bara
frumlegri, og skemmtilegri.
21:10 Law & Order (1:22)
Spennandi þættir um störf
lögreglu og saksóknara
í New York borg. Verð-
bréfamiðlari er myrtur á
hrottafenginn hátt en brátt
taka böndin að berast að
ólöglegum bardagaklúbbi.
22:00 The Walking Dead 8,8
(6:16) Þættir sem hafa
slegið öll fyrri áhorfsmet
áskriftarstöðva í Banda-
ríkjunum. Rick Grimes og
félagar þurfa að glíma við
uppvakninga utanfrá og
svikara innanfrá í þessum
hrollvekjandi þáttum sem
eru alls ekki fyrir viðkvæma.
Það er vægast sagt erfitt
að lifa lífinu í stanslausri
hættu. Smátt og smátt
molnar undan samtöðunni í
hópnum.
22:50 The Biggest Loser -
Ísland (3:11) Stærsta
framleiðsla sem SkjárEinn
hefur ráðist í frá upphafi.
Tólf einstaklingar sem
glíma við yfirþyngd ætla
nú að snúa við blaðinu og
breyta um lífstíl sem felst
í hollu mataræði og mikilli
hreyfingu. Umsjón hefur
Inga Lind Karlsdóttir
23:50 Elementary 8,0 (5:22)
Sherlock Holmes og Dr.
Watson leysa flókin sakamál
í New York borg nútímans.
00:40 Scandal (4:22) Olivia
heldur áfram að redda
ólíklegasta fólki úr ótrú-
legum aðstæðum í skugga
spillingarstjórnmálanna í
Washington.
01:30 The Walking Dead (6:16)
02:20 The Bridge (5:13)
03:10 Beauty and the
Beast (12:22)
04:00 Pepsi MAX tónlist
SkjárGolf
06:00 Eurosport 2
13:20 Hollenska knattspyrnan
2014
15:30 Hollenska knattspyrnan
2014
17:30 Eurosport 2
23:30 Eurosport 2
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Helgarpistill
Jennifer Love Hewitt Hewitt ákvað
frekar að leika í The Ghost Whisperer en
How I Met Your Mother.
Seinni undankeppnin
Fimm lög keppa um að komast í úrslit í Söngvakeppninni 2014
Á
laugardaginn fer fram önnur
og seinni undankeppnin fyrir
Söngvakeppni sjónvarpsins
2014. Í kvöld keppa fimm lög
um það að komast áfram í úrslita
keppnina sem fram fer þann 15.
febrúar en aðeins tvö komast áfram.
Lögin sem keppa þetta kvöldið
heita Lífið kviknar á ný eftir Sigríði
Eyrúnu Friðriksdóttur og Karl Ol
geirsson en Sigríður flytur einnig
lagið, Til þín eftir Trausta Bjarna
son í flutningi Guðrúnar Árnýjar
Karlsdóttur, Þangað til ég dey eftir
hljómsveitina F.U.N.K. sem flytur
einnig lagið en hana skipa þeir
Franz Ploder Ottósson, Pétur Finn
bogason, Lárus Örn Arnarson, Eg
ill Ploder Ottósson, Hörður Bjarka
son og Valbjörn Snær Lilliendahl,
Aðeins ætluð þér eftir Maríu Björk
Sverrisdóttur í flutningi Guðbjargar
Magnúsdóttur og Enga fordóma
eftir hljómsveitina Pollapönk sem
flytur einnig lagið en hljómsveitina
skipa Heiðar Arnar Kristjánsson,
Harald F. Gíslason, Arnar Gíslason
og Guðni Finnsson.
Lögin Von og Eftir eitt lag
komust áfram á fyrra undanúrslita
kvöldinu. Það er Greta Mjöll Sam
úelsdóttir sem flytur lagið Eftir eitt
lag og Gissur Páll Gissurarson sem
flytur lagið Von.
Keppninni er að þessu sinni
skipt í tvö undanúrslitakvöld þar
sem tvö lög komast áfram úr hvorri
keppni auk þess velur dómnefnd
tvö lög til viðbótar.. n
viktoria@dv.is
Kynnarnir
Þær Ragnhildur
Steinunn og
Guðrún Dís
kynna keppnina.
RÚV Íþróttir
06.50 Vetrarólympíuleikar
– Brun karla
09.50 Vetrarólympíuleikar
– Gönguskíði
(Cross country, men's 2 x 15 km)
15.00 Vetrarólympíuleikar
– Listdans á skautum
(Figure skating, team competition)
19.45 Vetrarólympíuleikar
– Skíðaskotfimi
(Biathlon, women's 7,5 km)
21.45 Vetrarólympíuleikar
– Snjóbretti