Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 26
26 Umræða Helgarblað 7.–10. febrúar 2014
Engin leiðindi Umsjón: Henry Þór Baldursson
Fiskskiptavild
S
varthöfði veit að græðgi er
góð. Hún er forsenda ný-
sköpunar. Þetta er ekki ein-
göngu kjarngóður sannleik-
ur, sem birtist honum sjónum síðla
kvölds og snemma morgna, þegar
hversdagsleikinn víkur í stundar-
korn fyrir heimspekilegum þanka-
gangi, því þetta er einnig boðskap-
ur Jesú.
Sumir kommúnistar væru ekki
sammála þessu en Svarthöfði getur
vitnað í heilaga ritningu máli sínu
til stuðnings, ólíkt Maó formanni
og Kim Jong-Un.
Margir þekkja söguna af því
þegar Jesús mettaði fimm þúsund
almúgamenn með sjö brauðhleif-
um og nokkrum smávöxnum fisk-
um. En fáir þekkja nákvæmn-
isatriðin á bak við söguna, sem
Svarthöfði hefur rambað á í gegn-
um rökhugsun eina og sér. Villtar
sálir telja stundum að sagan sé um
nægjusemi. Nei, því þetta er saga af
viðskiptavild.
Þegar Jesús fékk nokkra druslu-
lega fiska í hendurnar sá hann strax
tækifæri. Innyflin voru ekki mjög
lystileg en með réttum sambönd-
um má gera kraftaverk. Jesús hafði
strax samband við Seðlabankann í
Jerúsalem. Þrjú hundruð grömm af
fiskinnyflum voru strax grundvöll-
ur fyrir nokkurra silfurpeninga láni.
Þá notaði hann til að kaupa ger sem
hann lánaði vel völdum almúga-
mönnum, fékk meira lán frá Seðla-
bankanum á grundvelli téðra út-
lána, svo koll af kolli og voilá; fimm
tonn af brauði.
Honum óx fljótt fiskur um hrygg
enda var auðvelt að selja Seðla-
bankanum viðskiptavildina sem
hann var með í höndunum. Fimm
þúsund gulltryggða kúnna sem
þráðu lítið annað en smá fiskslor.
Seðlabankinn lánaði honum fyrir
gommu af hrognum sem hann not-
aði til að setja á stofn … fiskeldi!
Svona gekk þetta koll af kolli;
fólkið fékk smá brauð, smá fisk, og
bransinn stækkaði; viðskiptavildin
blómstraði.
Síðan, áður en Tómas – sem
hafði látið Jesú fá fiskinn og
brauðið; nestið sitt; til að byrja með
– og hinir lærisveinarnir vissu af,
var Jesús stunginn af til Magadan á
nýja hraðbátnum, með farmfylli af
ítölsku fjallabrauði og eðal kavíar.
Og lýðurinn, hann var auðvitað
ekki svangur lengur, því brauð-
molaslóðin var bæði viðamikil og
löng. n
Svarthöfði
Hjartað í hverfinu
F
áir blettir í borgarlandinu eru
jafn vel nýttir og lóðir í kringum
leik- og grunnskóla. Á daginn
iða þær af lífi og leik, námi og
fræðslu. Að skóla loknum eru nýju
skólalóðirnar hugsaðar og hannaðar
sem skemmtileg útivistarsvæði fyr-
ir börn og eiga að geta verið áfram í
fullri nýtingu. Eldri börn heimsækja
gömlu leikskólalóðina sína sem líka
er vel nýtt af foreldrum ungra barna
í næsta nágrenni. Á kvöldin er spark-
að í bolta fram á kvöld á sparkvöllum
sem nú er að finna á 75% skólalóða í
borginni.
Skólalóð er kennslustofa
Skólalóð er ekki lengur bara hugs-
uð sem staður til leikja í frímínút-
um. Útinám er til staðar í öllum leik-
og grunnskólum í einhverjum mæli,
bæði inni á skólalóðinni sjálfri sem
og í næsta nágrenni við skólana. Úti-
eldun, ræktun matjurta, trjálund-
ir og margt, margt fleira er að finna
bæði á grónum lóðum gamalla
hverfa, sem og nýjum lóðum í hverf-
um sem liggja í útjaðri borgarinnar
í nálægð við náttúru og græn svæði.
Skólalóðir eru útivistarsvæði
Þarfir skólanna varðandi nám og
kennslu hafa verið hafðar í huga við
útfærslu lóðanna, ýmsar nýjungar
í hönnun og leiktækjum einkenna
margar lóðirnar, hreystibrautir, að-
staða til leiksýninga og margt, margt
fleira er að finna á mörgum lóðanna
í dag. Ástæða er til að hvetja borg-
arbúa til að heimsækja nýju skóla-
lóðirnar og njóta þeirra. Af mörgum
góðum leik- og grunnskólalóðum er
vert að minnast sérstaklega á Fella-
skóla, Hólabrekkuskóla, Hamra-
skóla, Árborg, Langholtsskóla, Norð-
lingaskóla, Seljaskóla, Laugasól og
Réttarholtsskóla. Í ár er svo ráðgert
að hefja framkvæmdir við Stakka-
borg, Árbæjarskóla, Breiðholtsskóla,
Fossvogsskóla og Ölduselsskóla.
Endurgerð fyrir 1,5 milljarða
króna
Á síðustu árum hefur myndarlega
verið staðið að endurgerð þessara
vinsælu og fjölsóttu almennings-
svæða sem skólalóðir leik- og
grunnskóla eru. Á 5 ára tímabili
(2010–2014) nemur upphæðin 1,5
milljörðum króna. Við endurgerðina
er haft samráð við skólana og for-
eldrafélögin og íbúar hafa einnig
lagt hugmyndir í púkkið í gegnum
samráðs- og hugmyndavefinn Betri
Reykjavík. Stefnt er að því að hina sí-
vinsælu sparkvellir verði alls staðar
að finna við grunnskóla borgarinnar.
Góð fjárfesting
Fjárfesting borgarinnar í skólalóðum
er bæði fjárfesting í lýðheilsu og lífs-
gæðum enda gegna þær mikilvægu
og margþættu hlutverki. Börnin
okkar þurfa að hreyfa sig meira og
spennandi skólalóð er sannkallað
hreyfiafl. Þær eru aðstaða barna og
ungmenna til leikja og útivistar yfir
daginn á starfstíma skóla, þær eru
kennslustofa og uppspretta marg-
víslegs náms, þær iða af lífi í frí-
stundastarfinu að skóla loknum,
þær eru fjölsóttar til frjálsra leikja
fram á kvöld og á sumrin nýtast þær í
sumarstarfi frístundamiðstöðva sem
og fyrir alla íbúa hverfisins, unga
sem gamla. Skólalóðir eru hjartað í
hverju hverfi og vert að hvetja börn á
öllum aldri til að nýta þær sem allra
best. n
Höfundar eru formenn borgar
ráðs og skóla og frístundaráðs
Kjallari
Dagur B. Eggertsson og
Oddný Sturludóttir
„Á kvöldin er spark-
að í bolta fram
á kvöld á sparkvöllum
sem nú er að finna á 75%
skólalóða í borginni.
Mest lesið
á DV.is
1 Þau eru í haldi vegna dauða Hoffmans Tveir karlar
og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæslu-
varðhald vegna rannsóknar á dauða
leikarans Philips Seymor Hoffman. Talið
er að Hoffman hafi látist af of stórum
skammti af heróíni og þremenningarnir
taldir hafa útvegað honum efnin.
21.345 hafa lesið
2 Skrópað í nefndum Íslands yngsti þingmaður, Jóhanna María
Sigmundsdóttir, er með flestar fjarvistir
þeirra þingmanna sem sitja í allsherjar-
og menntamálanefnd, eins og fram kom
í DV. Hún hefur ekki mætt á 12 fundi og
ekki kallað inn varamann. Unnur Brá
Konráðsdóttir er með næstslökustu
mætinguna en hún mætti ekki á níu
fundi nefndarinnar í haust.
5.845 hafa lesið
3 Máli skólastjórans sem lagði kennara í einelti
ekki lokið Hæstiréttur Íslands
hefur sent Grindavíkurbæ bréf þar sem
samþykkt er leyfi til að áfrýja dómi
Héraðsdóms Reykjaness í eineltismáli
sem átti sér stað innan veggja Grunn-
skóla Grindavíkur. Grindavíkurbær var á
síðasta ári dæmdur til að greiða kennara
við Grunnskóla Grindavíkur miskabætur
fyrir einelti sem hann varð fyrir af hendi
Páls Leós Jónssonar, sem þá var starf-
andi skólastjóri grunnskólans.
5.234 hafa lesið
4 Þessir kunna að klæða sig Flestir eiga sér einhverjar
tískufyrirmyndir til að líta upp til þegar
kemur að fatavali, hárgreiðslu og öðru.
Fræga fólkið er vissulega allt með
stílista á sínum snærum en sumir eru
þó alltaf betur klæddir en aðrir. DV birti
nöfn þekktra stjarna sem kunna að
klæða sig betur en aðrir, meðal þeirra
má nefna Bradley Cooper, Kanye West
og David Beckham.
4.794 hafa lesið