Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 24 Umræða Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Ég sat uppi á spítala og sá þessa glansmynd af mér Verkakona borgar ofurlaun Sylvía Dagmar Briem Friðjónsdóttir fékk taugaáfall og lamaðist öðrum megin í andliti, hendi og fæti. – DV.is L ífeyrissjóðir á Íslandi standa fyrir því að ofurlaun eru farin að dúkka upp aftur fimm árum eftir að allt hrundi til grunna vegna brjálæðis sem tengt er uppgíruðum fjárfestingum og afglöpum útrásarvíkinga sem hugsuðu um það eitt að græða. Fjár- festingafylleríið var eins og enginn væri morgundagurinn. Gömul og góð gildi heiðarlegra viðskipta fuku út í veður og vind. Og einhvern veg- inn kóaði samfélagið með þar til bankarnir hrundu og allt með. Þá mætti þjóðin á Austurvöll og hatað- ist út í kóna á borð við Davíð Odds- son, Björgólf Guðmundsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Þjóðin var reið og vildi siðleysi útrásarvíkinga og pólitískra hlaupadrengja þeirra burt. Við gerðum upp hrunið með rann- sóknarnefnd Alþingis. Nokkur bindi af skýrslunni komu út og réttlát reiði grasseraði. En þetta var aðeins stund milli stríða. Hrunið er fyrir löngu að baki og úr ösku útrásarinnar rífur ill- gresið sig upp. Við erum á sömu leið og fyrr. Það eru bara aðrir leikarar á sviðinu. Nýlegt dæmi um ofurlaun og bónusa hjá olíufyrirtækinu N1 er skýr vísbending um að við höfum öllu gleymt. Umrætt fyrirtæki er frægt fyrir að lífeyrissjóðirnir þurftu að afskrifa formúu í tíð fyrri eigenda. Og þessir sömu sjóðir sem eru í eigu íslenskra launþega og eftirlauna- manna eiga nú fyrirtækið að stærst- um hluta. Og þá skyldu menn ætla að við mannahald og rekstur væru hin góðu gildi í öndvegi. En það er ekki svo. Forstjórinn var með tæp- lega 20 milljónir króna í laun á fjór- um mánuðum. Það samsvarar 60 milljónum króna í árslaun eða tæp- lega 5 milljónum á mánuði. Forstjór- inn verðmæti er í vinnu hjá fólki sem er margt hvert með laun á bilinu 200 til 300 þúsund krónur á mánuð. Það tekur láglaunafólkið nær 30 ár að ná inn árslaunum forstjórans. Og aðrir toppar hjá N1 eru einnig með himin- há laun og bónusa. Það er engin leið að réttlæta þessi laun hjá fyrirtæki sem er í sameiginlegri eigu launlega. Siðleysið sem felst í að borga mönn- um þessi himinháu laun blasir við öllum þeim sem vilja sjá. Launastefnan hjá N1 er merki- leg þegar litið er til þess að lífeyris- sjóðirnir eru í almannaeigu en ryðja nú brautina til að við getum blásið í bóluna aftur og jafnvel farið okkur að voða eins og gerðist í hruninu. Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins mætti formaður Landssamtaka lífeyris- sjóða, Gunnar Baldvinsson, til að svara fyrir óráðsíuna. Hann gat þó engu svarað en vísaði til stjórnar N1 sem bæri ábyrgð á bruðlinu. Og það var sama hvernig spurt var. Forystu- maðurinn átti engin svör við spurn- ingunum sem hanga í loftinu. Gunn- ar stóð á gati þótt lífeyrissjóður sem hann sjálfur stýrir eigi 5 prósent í olíufélaginu. Áhyggjurnar vegna N1 eru ekki almennar á meðal lífeyris- kónga Íslands. Þó hefur Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna varað við þessu kerfi. Stjórn þess sjóðs segist ekki styðja kaupaukakerfi fyrir stjórn- endur fyrirtækja án „takmarkana og strangra skilyrða“. Lífeyrissjóðirnir eru óraveg frá því að vera stjórnað ef eigendum sínum. Stjórnir þeirra eru gjarnan kosnar á fámennum fundum og sömu menn sitja þar áratugum saman og spinna þræði valdsins. Og það eru ekki að- eins félög launþega sem eiga fulltrúa heldur tilnefna vinnuveitendur sína menn í stjórnir, og eru þannig virk- ir í valdataflinu. Eftir hrunið hefur orðið sú þróun að lífeyrissjóðir hafa eignast að hluta eða öllu leyti fjöl- mörg fyrirtæki. Að sama skapi hafa völd stjórnarmanna aukist. Lífeyr- irinn sem nú myndar efnahag fjöl- margra fyrirtækja er í rauninni fé án hirðis. Hinir raunverulegu eigendur eru víðs fjarri hásölum valdsins. Fiskverkakonan eru nógu góð til að leggja stóran hluta af launum sínum inn í kerfið en henni er ekki ætlað að ráða neinu. Og hún má horfa upp á það að sjóðurinn hennar haldi uppi ofurlaunum og bónusum sem eru langt umfram öll eðlileg mörk. Það er eðlileg krafa á hendur þeim sem fara með völdin að þeir viðhaldi boðlegu siðferði við stjórn fyrirtækja. Til framtíðar er nauðsyn- legt að fólkið fái völdin í lífeyris- sjóðunum að nýju. Aðhaldið verður að koma frá þeim sem eiga pening- ana. Bein kosning til stjórna lífeyris- sjóðanna er mun betra fyrirkomulag heldur en að láta foringja einstakra verkalýðsfélaga ákveða hver sitji í stjórn. Framganga lífeyriskónganna í N1 undirstrikar að þeim er ekki treystandi. Breytinga er þörf. Fólkið þarf að fá valdið yfir eigum sínum. n Hótunin auglýst Bubbi Morthens virðist hafa ákveðið að gera gys að G. Helgu Ingadóttur, keppanda í Ísland Got Talent, með því að aug- lýsa með lítt dulbúnum hætti á Bylgjunni að hún hafi hótað sér. Félagarnir Bubbi og Björg­ vin Halldórsson tala inn á aug- lýsinguna og skiptast á hótun- arsögum í því skyni að auglýsa tónleika. Frægt bréf Helgu til Bubba innihélt ávirðingar henn- ar í garð Bubba vegna framkomu hans í þættinum. Fréttablað- ið var notað til að fullyrða að þetta væri hótunarbréf. Nú hef- ur augljóslega verið ákveðið að láta keppandann finna fyrir því. Spurt er hvort ekki sé um einelti að ræða. Frægir græða Frægt fólk getur hagnast vel á því að koma fram við hin ýmsu tæki- færi gegn gjaldi. Meðal þeirra sem hafa drjúgt upp úr slíku er Logi Bergmann Eiðsson sjónvarps- stjarna sem tekur að sér veislustjórn við ýmis tækifæri. Hermt er að hann fái háar fjárhæðir fyrir vikið. Í Viðskiptablaðinu er rætt við Loga sem segir frá skemmtilegum at- vikum í aukavinnu sinni. „Ég lenti einhvern tímann í því, sem mér þótti skemmtilegt, að for- maður skemmtinefndar hafði eiginlega ekkert sagt mér hvað ég ætti að gera og drapst svo ofan í súpuna sína,“ sagði hann við Við- skiptablaðið. Komnir í feitt Þeir félagar Friðjón Friðjónsson, fyrrverandi aðstoðarmað- ur Bjarna Benediktssonar, og Björgvin Guð­ mundsson, fyrrverandi ritstjóri Við- skiptablaðsins, eru heldur betur komnir í feitt með almannatengsla- fyrirtæki sitt, KOM. Þeir hafa ver- ið ráðnir til að spinna fyrir Glitni sem hefur átt erfitt uppdráttar í umræðunni. Mogginn segir frá þessu og jafnframt að þeir eigi báðir rætur djúpt í Sjálfstæðis- flokknum. „Leyniplaggið“ Furðulegt uppnám varð í stuðn- ingsmannakjarna Margrétar Frið­ riksdóttur, foringjaefni sjálfstæðis- manna í Kópavogi, eftir að DV sagði frá yfirlýstum meðmælendum frambjóðandans sem margir koma úr hulduher Gunnars Birgis­ sonar, fyrrverandi bæjarstjóra. Nöfn meðmælendanna eru skráð á yfirlýsingu sem segir sig sjálft að er ekki leyniplagg. Margrét hafði svarið af sér að Gunnar væri að baki henni. Það þykir skondið að Gunnar Birgisson hefur sjálfur ekki mótmælt uppljóstrun nafn- anna á „leyniplagginu“ í Kópavogi. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari „Úr ösku út­ rásarinnar rífur illgresið sig upp Brostnar vonir og óvissa E inn af mikilvægustu þáttum þingstarfa er kjördæmavika sem á sér stað einu sinni á haustþingi og svo aftur á vor- þingi. Kjördæmavika vorþings hefur einmitt staðið yfir þessa vikuna og hafa þingmenn kjördæmanna verið á faraldsfæti og brunað um kjördæmi sín og átt stefnumót við kjósendur sína og sveitarstjórnarfólk. Reyni að anda rólega Það eru mörg málin sem ræða þarf og þrátt fyrir að fólk sé almennt létt í bragði og bjartsýnt þá er samt uggur í fólki og þá helst vegna þeirrar miklu óvissu sem er ríkjandi á nánast öll- um sviðum þjóðlífsins. Ég hef talið það skyldu mína sem þingmaður að vera jákvæður og reynt eftir fremsta megni að biðja fólk um að anda ró- lega og gefa nýrri ríkisstjórn tíma til að koma stefnumálum sínum á rek- spöl. Því hvað sem öðru líður þá vil ég og við í Bjartri framtíð aðstoða hæstvirta ríkisstjórn til allra góðra verka. Stóra spurningin er vill ríkis- stjórnin þiggja þá aðstoð? Keppt um eignarhald hugmynda Því miður þá virðist ekki svo vera og ég velti oft vöngum yfir því hvers vegna svo sé. Hvers vegna þarf póli- tíkin að vera svona eins og hún er og hefur verið stunduð hér á landi og víðar alltof lengi? Hvers vegna eru menn í pólitík endalaust að keppa um eignarhald á hugmyndum? Hvers vegna er núverandi ríkisstjórn að henda fyrir róða nánast öllum verk- um síðustu ríkisstjórnar? Þar nægir að nefna ný náttúruverndarlög, Rammaáætlun, veiðileyfagjöld, fjárfestingaráætlun, sóknaráætlun landshlutanna og aðildarviðræður við ESB. Á sama tíma og skorið er niður í velferðar- og grunnþjónustu og hvatt til hagræðingar og sparnað- ar í samfélaginu er margra ára vinna þúsunda einstaklinga úti um allt land slegin út af borðinu. Hvað skyldi það kosta? Það er alveg ljóst að allt sem ég taldi hér upp á undan var og er ekki fullkomið, ekki frekar en önnur mannanna verk og margt hefði mátt laga og gera betur en mikið ábyrgðar- leysi er að slá allt af. Ríkisstjórn allra Íslendinga Í mínum augum er það göfugt starf að vera stjórnmálamaður þar sem að sá sem það stundar á að vinna að heill og hamingju þjóðar sinnar, hann á að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og umbjóðendum sínum. Við- mið okkar sem veljumst til þessara starfa eiga ætíð og undantekningar- laust að vera kjósandinn og þjóð- in. Ég hef hvatt ríkisstjórnina til þess að sýna auðmýkt í störfum sínum því að sá sem sýnir auðmýkt finnst til um verk annarra og er mjúklynd- ur í hjarta, hann hefur í sér löngun til þess að hlúa að sprotunum sem vaxa í stað þess að traðka á þeim. Ég hef líka minnt hæstvirta ríkisstjórn á að hún er ekki bara ríkisstjórn þeirra sem greiddu henni atkvæði sitt held- ur allra Íslendinga hvar í sveit sem þeir eru settir. Henni ber að taka til- lit til sjónarmiða þeirra sem annað völdu í kosningunum. Mikil vonbrigði Ef það er eitthvað eitt sem stendur upp úr eftir samtöl við sveitarstjórnar- menn í kjördæminu þá eru það hin miklu vonbrigði þeirra vegna þess að sóknaráætlunin var slegin af. Hvað sem núverandi stjórnarflokkum kann að finnast um þessa áætlun þá er alveg ljóst að hún kveikti mikla von í brjósti fólks um að nú væru betri tímar í vændum. Sú von var slökkt í síðustu fjárlögum og við hefur tek- ið nagandi óvissa um framhaldið og hvað bíði þeirra fjölmörgu verkefna sem komin voru í gang úti um allt land. Það bíður okkar þingmanna að kveikja þá von aftur. Í hinni ágætu stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur m.a. fram að hún hyggist eyða þeirri pólitísku óvissu sem hef- ur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum og hún muni leitast við að virkja samtaka- mátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem ein- kennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Persónulega finnst mér alveg kominn tími til þess að hún fari að byrja á þessu. n „Henni ber að taka tillit til sjónarmiða þeirra sem annað völdu í kosningunum. Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar Kjallari Eiginlega hefur þetta gengið vonum framar Mér finnst þetta mjög skemmtilegt Ingólfur Arnar Magnússon, kaupmaður í Sturlu á Laugavegi, bætir úrvalið. – DV Vordís Eiríksdóttir er veðurfréttakona á Stöð 2. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.