Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 7.–10. febrúar 20142 Fréttir
„Betlehem er víða“
n Davíð Þór var beittur í mannréttindamessu n Sagði flóttafólk beitt órétti
Þ
að gerir engan að kristinni
manneskju að tala um mikil
vægi kristnifræðikennslu í
skólum út um annað munn
vikið og dreifa óhróðri út um
hitt,“ sagði guðfræðingurinn Davíð
Þór Jónsson í beinskeyttri predikun í
mannréttindamessu sem haldin var í
Laugarneskirkju síðastliðinn sunnu
dag. Í predikuninni snerti hann á
máli Tony Omos, nígerísks flótta
manns, sem sendur var úr landi í
desember, eftir að minnisblaði inn
anríkisráðuneytisins um persónuleg
málefni hafði verið lekið til fjölmiðla.
„Hýstum við Tony Omos? Hýstum
við Edward Snowden? Hýstum við …
Hér gæti nafnalistinn verið svo lang
ur að það er skömm að því. Og við
köllum okkur kristna þjóð.“
Davíð sagði mikilvægt að gjalda
varhug við því þegar „hinir innmúr
uðu“ stíga út úr „musteri valdsins“ til
að segja okkur hinum hvar Krist sé að
finna. Í þessu samhengi beindi hann
spjótum að innanríkisráðherra sem
hefur legið undir ámæli vegna leka
persónuupplýsinga um hælisleit
endur: „Það þarf til dæmis ekkert
að fletta blöðunum lengi eða fylgjast
mjög vel með fréttum til að það liggi
nokkuð ljóst fyrir hvort meiri þörf
sé á fræðslu um grundvallaratriði
kristilegs hugarfars og kristins sið
ferðis í skólakerfinu eða í innanríkis
ráðuneytinu, jafnvel þótt ráðherrann
sjái ástæðu til að nýta ávarp á kirkju
þingi til að leggja áherslu á hvað aðr
ir en hún sjálf þurfi mikið á kristilegri
innrætingu að halda.“
Davíð sagði að Betlehem væri
víða: „Við höfum okkar eigið
Betlehem hér á Íslandi. Það er í
Keflavík. Við köllum það Gisti
heimilið Fit. Þar geymum við þá
sem ekki er pláss fyrir þangað til við
getum losað okkur við þá.“
Dagblaðið í gegnum Biblíuna
Í samtali við DV segir Davíð litlu
við predikunina að bæta: „Annað
en það að ég veit ekki betur en að
henni hafi verið ágætlega tekið þó
að einhverjum hafi fundist erfitt að
sitja undir henni. Ég var einfaldlega
að benda á að við – hér heima – get
um lagt okkar af mörkum til mann
réttinda, og að íslensk stjórnvöld eru
kannski ekki frekar en önnur með
tandurhreinan skjöld þegar kemur
að mannréttindum.“ Spurningin sé
þá hvort við ætlum að skreyta okkur
með afstöðu sem hljómar vel á tylli
dögum en vera stikkfrí á virkum dög
um. „Eða er okkur alvara með því
sem við segjum?“
Davíð segist hafa viljað heim
færa kjarna kristins boðskapar – boð
skapinn um kærleika og frið – upp
á mannréttindi á Íslandi í nútím
anum og opna þannig augu fólks.
„Mannréttindabrot eru ekki bara
eitthvað sem herforingja og komm
únistastjórnir í útlöndum hafa á sam
viskunni.“ Góður predikari sé með
Biblíuna í annarri hendinni og dag
blaðið í hinni, segir Davíð og vitnar í
guðfræðinginn Karl Barth sem sagði:
„Taktu Biblíuna þína og taktu dag
blaðið þitt og lestu hvort tveggja, en
lestu dagblaðið í gegnum Biblíuna.“
Merkingarlaust leikrit?
„Gestur var ég og þér hýstuð mig,“
segir Jesús í guðspjallinu. En hér
bjagar þýðingin hina raunveru
legu merkingu. Orðið sem hér er
þýtt „gestur“ er á grísku „xenos“.
Það merkir eiginlega „ útlendingur“,“
sagði Davíð í predikun sinni og
spurði: „[H]vaða útlendingar skyldu
nú hafa verið að beiðast hýsingar
fyrir botni Miðjarðarhafsins fyrir tvö
þúsund árum? Puttaferðalangar?
Bakpokalýður að skoða heiminn?
Túristar með fulla vasa af gjaldeyri?
Nei.“ Þarna hafi verið fátækt, alls
laust og hrjáð fólk sem hrakist hafði
frá heimalöndum sínum vegna styrj
alda, hungursneyðar eða pólitískra
ofsókna; fólk sem flúið hafði óbæri
legt ástand heima fyrir út í óvissuna
til að bjarga lífi sínu og barna sinna.
Þetta fólk sé á meðal okkar, það sé
enn á flótta og beiðist hýsingar. Það
sé ekki kallað gestir heldur hælis
leitendur „[og] við höfum ekki pláss
fyrir það núna frekar en fyrir tvö
þúsund árum, jafnvel þótt við játum
Jesú Krist með vörunum, þann sama
Jesú Krist og sagði: „Hælisleitandi var
ég og þið veittuð mér hæli“ svo ég nú
tímavæði þýðinguna aðeins og geri
merkinguna skýrari.“ Davíð spurði
jafnframt hvort trúarsamkundur
okkar væru merkingarlaus leikrit þar
sem guð væri lofaður með vörunum
á meðan hinir hungruðu og þyrstu
væru sniðgengnir og hælisleitendur
reknir úr landi. „Og ef okkur líður illa
með svarið, þá er eðlilegt að næsta
spurning sé: Hvað ætla ég að gera í
því?“ n
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
„Það gerir engan
að kristinni mann-
eskju að tala um mikil-
vægi kristnifræðikennslu
í skólum út um ann-
að munnvikið og dreifa
óhróðri út um hitt.
Krítísk predikun
Guðfræðingurinn Davíð Þór
Jónsson var afar gagnrýn-
inn á framkoma yfirvalda
við flóttafólk í predikun
sinni á mannréttindamessu.
MynD Sigtryggur Ari
Lögðu vegi Talið er að fjármunir félagsins
sem Bolli stjórnar komi frá SK Most sem er
verktakafyrirtæki í Rússlandi. Það félag
lagði vegi og járnbrautir í Sochi.
Græða milljarða í Sochi
Leggja vegi og járnbrautir í tengslum við ólympíuleikana
B
olli Héðinsson, aðjunkt við
viðskiptafræðideild Há
skóla Íslands, stýrir sænsku
eignarhaldsfélagi sem hefur
grætt milljarða króna á framkvæmd
um í Sochi í Rússlandi. Vetrar
ólympíuleikarnir sem fram fara í
borginni eru taldir einir spilltustu í
sögunni en stjórnarandstæðingar í
Rússlandi halda því fram að allt að
önnur hver króna sem eytt sé í leik
ana endi hjá hinum og þessum fram
kvæmdaaðilum.
Greint er frá því í sænska þættin
um Uppdrag granskning að verktakar
hagnist gífurlega á því að einfaldlega
framselja verkefnin til annarra verk
taka, sem sjálfir framselja verkefnin.
Það sé jafnan gert fjórum til fimm
sinnum. Einhvers staðar á leiðinni
hverfi peningarnir einfaldlega og að
ríflega helmingurinn af kostnaði rík
isins við ólympíuleikana hverfi með
þessum hætti. Það eru um 2.750 millj
arðar króna.
Félagið sem Bolli stjórnar hefur
greitt eigendum sínum milljarða í arð
í Svíþjóð þrátt fyrir að vera lítið ann
að en pósthólf og með starfsemi sína í
skattaskjólum. Í samtali við fréttastofu
RÚV kveðst Bolli ekki eiga hlut í því,
heldur komi hann að því sem fjár
hagslegur ráðgjafi. Félagið er sagt í
eigu Rússa og Bandaríkjamanna en
starfsemi þess er í Bandaríkjunum og
á Kýpur, sem er þekkt skattaskjól.
Talið er að megnið af fjármunum
félagsins, sem heitir SKMG Holding,
komi frá rússneska verktakafyrirtæk
inu SK Most. Það félag sá um lagn
ingu járnbrauta og vegar í fjöllunum
yfir Sochi í umboði rússneska lestar
félagsins RZD sem fékk verkinu upp
runalega úthlutað frá stjórnvöldum.
Stjórnandi RZD er náinn vinur og
samstarfsmaður Vladimírs Pútin for
seta. n
Engin viðbrögð
við rennibraut
Akureyri vikublað greinir frá því
að engin viðbrögð hafi fengist
hjá Akureyrarbæ vegna áfellis
dóms sem bærinn fékk eftir að
ákveðið var að ganga til samn
inga við fyrirtæki vegna upp
setningar hundrað milljóna
króna rennibrautar við Sundlaug
Akureyrar. Fyrirtækið Spennandi
kærði Akureyrarbæ vegna út
boðsmála og hefur kærunefnd
tekið undir sjónarmið fyrirtækis
ins. Kærunefnd útboðsmála úr
skurðaði 24. janúar síðastliðinn
og stöðvaði rennibrautarferlið.
Í úrskurði nefndarinnar kem
ur fram að innkaupin hafi ekki
verið í samræmi við það inn
kaupaferli sem tilgreint sé í lög
um um opinber innkaup.
Siggi hakkari á
leið í fangelsi
Dæmdur fyrir að misnota
sautján ára pilt kynferðislega
Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag
átta mánaða fangelsisdóm sem
Sigurður Ingi Þórðarson, einnig
þekktur sem Siggi hakkari, hlaut í
Héraðsdómi Reykjaness í október
síðastliðnum fyrir að misnota
sautján ára pilt.
Mun Sigurður Ingi hafa með
blekkingum tælt fórnarlamb sitt
til að annarra kynferðismaka en
samræðis í geymslu á heimili sínu.
Sigurður mun hafa talið piltinum
trú um að hann myndi greiða
honum háar fjárhæðir, opna
bankareikning í erlendum banka
í nafni piltsins og leggja fjármuni
inn á þann reikning, gefa honum
bifreið og sjá til þess að pilturinn
myndi ekki missa ökuréttindi þrátt
fyrir ölvunarakstur ef pilturinn
hefði við hann kynferðismök.
Hæstiréttur taldi sannað að
Sigurður Ingi hefði haft fulla vit
neskju um aldur piltsins þegar at
vikin áttu sér stað í maí og byrjun
júlí 2012. Var átta mánaða óskil
orðsbundið fangelsi yfir Sigurði
Inga því staðfest og honum gert
að greiða brotaþola hálfa milljón í
miskabætur.