Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 7.–10. febrúar 201414 Fréttir Hefur alltaf forðast að viðurkenna veikindin n Erla Guðrún er með sóragigt n Hélt fyrst að um íþróttameiðsl væri að ræða n Getur lítið sem ekkert gert vegna verkja n Vonast eftir auknum bata með nýju lyfi É g hef getað lifað með þessu með því að vera í algjörri afneitun og gert plön eins og ég sé frísk. Ég hef kennt öðru um en að ég sé veik að ég geti ekki gert hlutina. En ég hef ákveðið að reyna hætta þessari afneitun. Ég er mjög veik, svo veik að ég get lítið gert. Ég get ekki unnið og get meira að segja takmarkað sinnt dóttur minni. Samt hef ég alltaf forðast það að viðurkenna að ég sé veik,“ segir Erla Guðrún Gísladóttir sem berst við sóragigt. Sjúkdómurinn dregur nafn sitt af húðsjúkdómnum psoria­ sis en langflestir sem greinast með sóragigt hafa undirliggjandi húð­ sjúkdóm. Það eru tíu ár síðan Erla greindist með sóragigt sem mun líklega fylgja henni alla ævi. Hún er stundum svo illa haldin að hún getur ekkert gert annað en liggja fyrir. Veikindin hafa tekið mikinn toll af Erlu sem gefst þó ekki upp og eygir von um að lyf sem hún byrjaði nýlega á muni bæta líf hennar. Varð undirlögð af verkjum Erla veiktist fyrst árið 2004 og hefur síðan glímt við sjúkdóminn en verið misslæm og átt sín góðu tímabil inn á milli. Veikindin gerðu í raun ekki boð á undan sér og fyrst um sinn hélt hún að um íþróttameiðsl væri að ræða. „Þetta byrjaði sem bein­ himnubólga í sköflungnum, ég var búin að vera í ræktinni og var aðeins aum í sköflungnum og í höndunum líka. Þetta byrjaði í júní og tveim­ ur mánuðum seinna var ég hætt að geta gert allt.“ Verkirnir voru fljótir að breið­ ast út. Áður en hún fékk fyrstu ein­ kenni hafði hún aldrei fundið fyrir sjúkdómnum. „Þetta byrjaði í fót­ unum og ökklunum og var meira hægra megin heldur en vinstra megin. Þetta fór svo yfir í hnén, mjaðmirnar, hendurnar, eyrun, hár­ ið, kjálkaliðina og bara alls staðar í líkamann,“ segir Erla sem var á þeim tíma hætt að geta sinnt sínum dag­ legu verkum fyrir verkjum. Greind með sóragigt Fljótlega greindu læknar hana með svokallaða sóragigt. „Ég er með psoriasis og hafði fengið dropapsoriasis þegar ég var í fram­ haldsskóla. Það lýsir sér eins og psoriasis nema í stað þess að fá nokkra stóra bletti færðu marga litla. Það fór eftir veturinn – ég fékk meðferð við því og eftir það var ég bara með nokkra bletti. Um mánuði eftir að ég fór að finna fyrir einkenn­ um fékk ég aftur útbrot. Þeir telja að þetta sé sóragigt af því að ég er með bletti og svo fæ ég þessi einkenni,“ segir hún. Í fjölskyldu Erlu eru tvö þekkt til­ felli um sjúkdóminn. „Það er ekki mikið talað um þetta enda ekki beint töff sjúkdómur,“ segir hún kímin. Sjúkdómurinn er talinn ganga í erfðir en staðreyndin er sú að meira er um hann í sumum fjöl­ skyldum en öðrum. Hefur ekki viljað kenna sjúkdómnum um „Öfugt við margt annað sem fólk veikist af þá er það yfirleitt tímabundið. En þetta er yfirleitt til lífstíðar. Í mínu tilviki er það ákveðin leið til að lifa af að vera ekki að hugsa of mikið um þetta. Svo eru Íslendingar líka hörkutól, þeir eru ekki mikið að barma sér. Ég held það komi mest frá manni sjálfum að vilja ekki að vera að væla,“ segir Erla sem segist hingað til ekki hafa viljað viðurkenna hversu illa haldin hún er. Það fæli í sér vissa uppgjöf fyrir sjúkdómnum og þess vegna hefur hún frekar kennt öðrum hlutum um. „Ég hef frekar kennt mér um að ég geti ekki gert hlutina heldur en gigtinni. Að ég sé löt og ekki nógu drífandi manneskja. Það er auð­ veldara að horfa þannig á hlutina heldur en að ég geti ekki gert hlutina. Mér finnst þægilegra að hugsa um þetta þannig heldur en að það sé vegna þess að ég sé veik. Ég held að flestir sem eru með svona króníska sjúkdóma séu mjög mikil hörkutól og alltaf að reyna ótrúlega mikið og svo leitar maður skýringa í eigin persónuleikabrestum í stað þess að horfa á það augljósa,“ segir Erla sem er þó staðráðin í því núna að hlífa sjálfri sér og horfast í augu við sjúkdóminn. Gat ekkert gert Fyrst eftir að Erla var greind fékk hún lyf sem virkuðu illa og henni hélt áfram að versna. „Ég fór að sofa og þegar ég vaknaði á morgnana þá var ég verri. Á þessu tímabili gat ég varla tannburstað mig eða greitt á mér hárið. Ég bjó í stúdíóíbúð á stúdentagörðunum og gat varla farið um hana. Af því að þetta var í öllum líkamanum þá reyndi ég að nota hækjur en þá varð mér svo illt í höndunum að ég gat það eiginlega ekki. Af þessum sökum var ég mik­ ið bara heima og gat nánast ekkert gert,“ segir hún. Varð þokkaleg með nýju lyfi Erla fékk svo skömmu síðar annað gigtarlyf sem virkaði betur á hana. „Þá snerist þetta við. Ég fann strax mun af fyrsta skammtinum en það tók tíma að verða þokkaleg. Þetta evar árið 2004 og árið 2007 var ég orðin svona þokkaleg. Þá var ég byrjuð að geta lifað eðlilegu lífi aft­ ur. Mér var samt enn illt og náði til dæmis aldrei aftur tökum á því að skrifa. Ég get samt skrifað á tölvur og það er mikill munur,“ segir hún. Næstu tvö ár á eftir voru nokkuð góð. Hún gat sinnt hversdagslegum hlutum og átt nokkuð eðlilegt líf. „Ég fór að vinna í grunnskóla og það gekk ágætlega. Að vísu átti ég ekkert eftir að vinnudegi loknum en það skipti ekki máli því ég var barnlaus og gat legið í sófanum á kvöldin. Það skipti mig miklu að komast út og taka þátt í samfélaginu á ný.“ Varð að hætta á lyfjunum Það kom svo að því að Erlu og eigin­ mann hennar langaði til þess að eignast barn. Til þess að það væri hægt varð hún að hætta á lyfjunum. „Lyfin geta skaðað fóstrið og valdið frumubreytingum. Við vorum búin undir að það sama myndi gerast; ég myndi hætta á lyfjunum og svo tæki það 2–3 ár að verða aftur þokkaleg eftir að ég byrjaði á þeim á ný. Ég varð veik meðan við vorum að reyna en við vorum búin undir það og ég vissi betur út í hvað ég var að fara og þess vegna var það kannski ekki jafn ógn­ vekjandi og þegar ég veiktist fyrst.“ Erla varð svo þunguð og byrjaði aft­ Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Þetta byrjaði í fót- unum og ökklun- um og var meira hægra megin heldur en vinstra megin. Þetta fór svo yfir í hnén, mjaðmirnar, hendurnar, eyrun, hárið, kjálkaliðina og bara alls staðar í líkamannn. n Sóragigt getur komið fram í fimm mismunandi sjúkdómsmyndum. n 70% sjúklinga fá einkenni frá nokkrum útlimaliðum í senn (oligoarthritis). Þá er einkennandi að liðbólgan +er í meðalstór- um eða stórum útlimaliðum og þá oftast í ósamhverfum liðum, t.d. í öðrum ökkla og olnbogalið í gagnstæðum líkamshelmingi. n Í 15% tilfella líkist sóragigt klassískri iktsýki, þ.e. að samhverfir smáliðir í hönd- um og fótum og úlnliðum bólgna. n Þriðja gerð sóragigtar er sú sjúkdóms- mynd, sem líklegast er hvað best þekkt og hefur einkennt að miklu leyti umræðuna um sóragigt til fjölda ára, en það er smáliðabólga í fjarkjúkum fingranna. Eingöngu 5% sjúklinganna fá þessa sjúkdómsmynd. n Þá getur sóragigt valdið liðbólgum í spjaldliðum og hrygg. Sjúklingurinn þjáist þá af langvinnum bakverk, oft að næturlagi, ásamt því að hafa áberandi morgunstirðleika. Sjúkdómsmyndin líkist þannig hryggikt (spondylitis ankylopoitica). Þessi hópur er næst- stærstur, en 30% allra með sóragigt fá einkenni bólgu í spjaldliðum, meðan ein- göngu 5% fá bólgu ofar í hryggjarliðina. n Síðasta mynd sjúkdómsins er sjald- gæfust (innan við 5%), en er jafnframt alvarlegust. Liðir skemmast þá mjög ört og verða ónothæfir á tiltölulega skömm- um tíma. Kallast sú sóragigt „arthritis mutilans“. (Upplýsingar fengnar af gigt.is) Sóragigt Sóragigt, eins og iktsýki, veldur lið- skemmdum og fötlun ef ekki er gripið til virkrar lyfjameðferðar. Það sem einkennir sóragigt frá iktsýki er að sjúklingar með sóragigt eru með, auk bólgu í útlimalið- um, húðsjúkdóm, áberandi festumein, pulsufingur og þeir fá oft hraðar lið- skemmdir í smáliði, aðallega fjarkjúkuliði í höndum. Þá hafa sjúklingar með psoriasis aukna áhættu á að hafa hryggikt. Mismunandi sjúkdómsmyndir „Það koma samt tímar sem eru erfiðari en aðrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.