Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 7.–10. febrúar 201412 Fréttir DRAUMAHÓTEL – DRAUMABAÐSTRENDUR – LÚXUS- OG MENNINGAFERÐ Vikulöng lúxusferð þar sem gist er á mismunandi stöðum á tyrknesku rivíerunni, Leiguflug til og frá Antalya, 7 gistinætur á 5 stjörnu hótelum, ríkulegt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni .... TYRKLAND TYRKNESKA RIVIERAN VEISLA FYRIR ÖLL SKILNINGARVIT OSKA Travel er skandinavískur ferðaaðili með skrifstofu í Noregi. OSKA Travel er meðlimur í norska ríkistryggingasjóðnum RGF og veitir því ferðatryggingu samkvæmt lögum. Þessi ferðatrygging gildir einnig fyrir ferðir frá Íslandi. www.rgf.no Ferðaaðili: OSKA AS | Postboks 4814 Nydalen | NO - 0422 Nydalen Org.nr. 995 944 588 MVA. Með fyrirvara um villur og breytingar. AT HU GIÐ 3 Leiguflug með „premium“ flugfélagi til Antalya og til baka. 3 Flutningur frá flugvelli til hótels og aftur á flugvöllinn með loftkældum sérrútum. 3 Allar skoðunarferðir á landi fara fram í loftkældum eða upphituðum sérrútum. 3 Gisting í tveggja manna herbergjum með sturtu eða baði og salerni, loftkælingu og sjónvarpi. 3 7 gistingar í 5 stjörnu lúxus-strandhótelum (samkvæmt stöðlum viðkomandi lands) á tyrknesku rivíerunni. 3 Innifaldar veitingar: 7 x morgunverðarhlaðborð. 3 Kynningar- og upplýsingarfundur. 3 Dagsferð: Skoðunarferð um Antalya (hádegisverður ekki innifalinn). 3 Ókeypis notkun heilsusvæðis með sánu, gufubaði, tyrknesku baði (Hamam) og innisundlaug. 3 Faglærðir enskumælandi fararstjórar með leiðsöguréttindi. Innifalið í ferðinni eru: Sérverð frá 59.900,- á mann Aðeins með afsláttarkóða: ISLK501 www.oska-travel.is Sími 5 711 888 Ferðatímabil og verð fyrir 2014 eru gefin upp í íslenskum krónum á mann í tveggja manna herbergjum Flugvöllur KEFLAVÍK (-KEF) 2014 04.03. / 11.03. 18.03. 25.03. Verð á mann 59.900,- 69.900,- 79.900,- Hugsanlegt eldsneytisálag og erlent álag sem fer eftir heimsmarkaðsstöðu eru ekki innifalin í verðinu. Álag, hvers eðlis sem er, verður aðgengilegt í bókunarferlinu. Aukalega fyrir eins manns herbergi 20.700,- kr. á mann/viku (ef fáanlegt). Ö llum skipverjum á frystitogar- anum Brimnesi RE-27, sem er í eigu Brims hf., hefur verið sagt upp. Skipinu verður flagg- að til Grænlands þar sem regl- ur segja til um að allir undirmenn verði að vera grænlenskir. Brimnes fékk mesta aflamark allra skipa fyrir fiskveiðiárið 2013–2014, rúmlega níu þúsund þorskígildistonn. Skemmst er að minnast uppsagnahrinunnar í des- ember en þá misstu í það minnsta sjö- tíu sjómenn vinnuna. Annars vegar var fjörutíu sjömönnum á togaranum Þór, sem var í eigu útgerðarinnar Stál- skipa, sagt upp þann 17. desember síðastliðinn. Stálskip tilkynntu nýlega að félagið hafi selt allan kvóta. Þór var seldur til Rússlands. Hins vegar misstu alls þrjátíu sjómenn vinnuna í lok desember er útgerðarfyrirtækið Fisk Seafood seldi Örvar SK-2 úr landi. Útgerðarmenn leggja frystiskipum „Þetta er vissulega áhyggjumál, það eru alltaf áhyggjuefni ef störfum fækk- ar í greininni. Það er svo sem af mis- jöfnum ástæðum sem uppsagnirn- ar eru. Í Hafnarfirði eru öldruð hjón að hætta útgerð. Kvótinn fer síðan á önnur skip svo ég reikna með það fari einhver að veiða þann kvóta, veiði- heimildirnar fara ekkert. Þannig að þar verða til önnur störf í staðinn en auðvitað hefur maður ekki yfirlit yfir það núna,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasam- bands Íslands, í samtali við DV. Hann segir að hluti af ástæðu uppsagnahr- inu sjómanna nú sé að útgerðarmenn séu að leggja frystiskipum og landa frekar ferskum fisk í staðinn. „Þá fær- ist náttúrlega vinnuaflið til, frá sjón- um og þá í land í staðinn. Þeir hafa gefið skýringar út frá veiðigjaldinu en sjálfsagt er þetta markaðsmál eða slíkt, þetta eru hagræðingar sem eiga sér stað. Við höfum lifað tíma þar sem hagrætt er og fólki fækkað eða flutt til.“ Íslensk skip veiða kvótann Hólmgeir bendir á að Brimnes fari ekki með kvótann með sér til Græn- lands og að einhver hljóti að veiða hann. „Þá er spurning hvort það verði til störf við það. Það hljóta einhver skip undir íslenskum fána að veiða kvótann. Maður veit þó ekkert hvern- ig þetta verður þegar upp verður stað- ið. Þetta eru vissulega hreyfingar. Ef maður horfir yfir lengri tíma þá hefur vissulega verið fækkun í stéttinni. Það er ekki út af því að veiðiheimildir hafi minnkað. Þetta er eitthvað sem við lifum við,“ segir Hólmgeir. Aflaverðmæti þjóðarbúsins minnkar „Það sem við höfum verið að benda hér á öll árin er að veiðigjaldið kemur mjög misjafnt niður á fyrirtækjum og rekstrareiningum. Þetta skip lendir mjög illa í veiðigjöldum. Svo eru náttúrlega fleiri þættir sem spila inn í. Eins og staðan er orðin þá er líka hugarfarið á Íslandi þannig að það eigi ekki að taka tillit til fjárfestingar, það vilja allir skattleggja EBIT,“ svar- ar Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, spurður um helstu ástæðuna fyrir uppsögnunum. Hann segir að kvótinn sem var á skipinu muni fara í minni og ódýrari skip á Íslandi. „Þetta mun samt þýða það að Brimnesið fer, sem var að veiða fjölda tegunda sem önnur skip ná ekkert í. Þannig að aflaverðmæti þjóðarbúsins mun minnka,“ segir Guðmundur. Sjómenn vongóðir Guðmundur segist vona að sjó- mennirnir sem var sagt upp fái vinnu og fari þá á önnur skip. „Þetta eru al- veg harðduglegir menn og topp sjó- menn,“ segir Guðmundur. Einn þeirra sjómanna sem sagt var upp segist vongóður um að hann fái áfram- haldandi vinnu. „Það er ekkert við þetta að bæta nema það þarf að koma í ljós um framhaldið, við fáum að vita það seinna – eftir tvo til þrjá mánuð. Ég er bara bjartsýnn á þetta hjá Guð- mundi, það hefur yfirleitt allt sem hann hefur sagt gengið upp, það er bara þannig. Hann er yfirleitt trausts- ins verður þegar hann segir svona hluti. Hvort sem það verða allir sem fái aftur vinnu eða bara sumir kemur í ljós en ég leyfi mér að vona að menn fái áframhald,“ segir sjómaðurinn. n Hrina uppsagna n Öllum skipverjum á Brimnesi sagt upp n Sjómenn vongóðir um fá vinnu aftur Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Brimnes Sjómenn að störfum á frystitogaran- um Brimnesi RE-27. Þeim hefur nú öllum verið sagt upp. Áhyggjumál Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, vonast til að önnur störf komi á móti. „Þetta er vissulega áhyggjumál, það eru alltaf áhyggjuefni ef störfum fækkar í greininni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.