Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 7.–10. febrúar 201444 Menning „Þurfum að læra að axla ábyrgð“ Páll Skúlason heimspekingur ræðir um eðli stjórnmála, stöðuna á Íslandi fimm árum eftir hrun og hvað sé til ráða E f einhver íslensk rödd á tilkall til þess að kallast rödd skyn- seminnar gæti það verið sú sem tilheyrir Páli Skúlasyni, prófessor í heimspeki og fyrr- verandi rektor Háskóla Íslands. Radd- blærinn sem hefur í rúm 40 ár leikið um ganga Háskólans og á stundum hljómað úr útvarpstækjum lands- manna kveikir hugrenningatengsl við visku forfeðranna, í henni er endur- ómur aldanna, sambland íslenskrar menningar og vesturevrópskrar heimspekihefðar. Páll Skúlason fæddist árið 1945 á Akureyri og ólst þar upp fram til tvítugs. Snemma kynntist hann heimspeki og eftir stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri hélt Páll til náms við Kaþólska háskólann í Louvain (Leuven) í Belgíu. Frá árinu 1971 hefur Páll starfað innan veggja Háskóla Íslands, þar sem hann var rektor á árunum 1997 til 2005. Fyrir utan að leiðbeina heimspekinem- um, flytja fyrirlestra í útvarpi og sitja í siðanefndum, stjórnum stofnana og ráða, hefur hann kennt ótal nem- endum úr öllum deildum háskólans heimspekileg forspjallsvísindi. Rétt fyrir síðustu jól gaf Páll út sína tólftu heimspekibók, Ríkið og rökvísi stjórnmálanna. Bókin er safn níu rit- gerða sem eru skrifaðar á tímabilinu 1993 til 2013, en allar eiga þær það sameiginlegt að fjalla um eðli stjórn- mála. Ég mælti mér mót við Pál til að ræða um efni bókarinnar, stöðu sam- félagsins fimm árum eftir hrun og hvað sé til ráða. Uppeldisfræði og frönsk heimspeki Áhugi Páls á heimspeki kviknaði í æsku. „Það fyrsta sem ég man eftir að hafa verið að pæla tengdist uppeldi og kennslu. Þegar ég var lítill þá rakst ég á Uppeldið eftir Bertrand Russell og var að reyna að skilja þetta,“ seg- ir hann og hlær. „Á menntaskólaár- unum kynnist ég frönskum höfund- um – ég sökkti mér ofan í verk Alberts Camus og einnig Jean-Pauls Sartre – og svo verkum Sigurðar Nordals sem höfðu mikil áhrif á mig. Hann opn- aði augu mín fyrir því að okkur skortir raunverulega heimspeki hér á Íslandi. Ef við ætluðum að móta nútímasam- félag þá yrðum við að tileinka okkur heimspekilega hugsun.“ Páll telur þörfina á því hugsa heim- spekilega ekki síst mikilvæga í stjórn- málum. „Menn þurfa heimspeki til að móta góða stjórnmálastefnu. Einn helsti vandinn við íslensk stjórnmál er að þau hvíla ekki á nægilega al- mennum og skýrum skilningi á sam- félaginu og þeim samfélagsvanda sem við stöndum frammi fyrir.“ Hann viðurkennir að heimspekingar hafi sjaldan verið áberandi í íslenskri umræðu; „það tengist því að heim- spekingar eru taldir eiga að fjalla um grundvallaratriði og í hinu daglega lífi eru menn ekkert að hugsa um þau. Menn eru bara á bólakafi í til- teknum málum sem eru efst á baugi á hverjum tíma. Það er þá helst þegar mikil áföll dynja yfir sem fólk fer að spyrja slíkra grundvallarspurninga eins og var áberandi í kjölfar banka- hrunsins.“ Einstaklingar hugsa um hag samfélagsins Heimspekileg hugsun Páls hefur snúist mikið um siðfræði og stjórn- mál og hann hefur með ýmsum hætti lagt sig fram við að efla heimspeki- legar samræður meðal Íslendinga. Hann hefur fengist við að greina eðli ríkis og stjórnmála svo við getum átt- að okkur betur á þessum viðfangsefn- um. Ein þeirra hugmynda sem hefur verið leiðarstef í skrifum Páls í gegn- um tíðina er að mikilvægt sé að líta á ríkið sem skynsamlega leið samfé- lagsins til að taka ákvarðanir um sam- eiginleg málefni – þetta kallar hann skynsemisviðhorf til ríkisins – en ekki einungis sem tæki sem valdamikl- ir einstaklingar eða stéttir berjast um til að beita í þágu ýmissa sérhags- muna – það sem hann kallar tækni- legt viðhorf til ríkisins. „Ríkið sem stofnun hefur tvær hliðar, það er ákveðið form eða skipulag sem heldur utan um sam- skipti okkar, og það er einnig vald eða afl til að koma hlutum í framkvæmd. Formið felst í lögum og reglum sem eiga að halda utan um samfélagið og gera okkur kleift að taka ákvarð- anir í okkar sameiginlegu málum. Aflið er fyrst og fremst fólgið í opin- berum stofnunum sem hafa burði til að framfylgja ákvörðununum. Svona kerfi hefur þróast í öllum samfélögum í einni eða annarri mynd. Þetta sýnir okkur náttúrlega eitt um manneskj- una, eða okkur sjálf, en það er að við hugsum ekki bara fyrir sjálf okkur sem einstaklinga heldur sem eina heild.“ segir Páll. „Síðan þróast allt samfélag í átökum – það er barátta milli hópa og stétta um margvísleg gæði og við sem borgarar í tilteknu ríki þurfum að sjá til þess að þessi barátta fari ekki úr böndunum. Þannig er hlutverk ríkis- ins og þar með okkar sjálfra sem ríkis- borgara að vinna markvisst að því að réttlæti ríki í samfélaginu.“ Rökvísi markaðarins Í nýju bókinni sinni setur Páll fram þekkta greiningu sína á mannlífinu í þrjú mismunandi svið: hið and- lega, hið stjórnmálalega og hið efna- hagslega. Hvert þessara sviða hefur sín eigin lögmál og innri rökvísi en kenning Páls er að ójafnvægi eigi til að myndast milli þessara sviða, en þá er rökvísi eins sviðs þröngvað yfir á hin sviðin. Í slíkum tilvikum verður samfélagið óskynsamlegt. Þetta hefur oft átt sér stað í gegnum söguna, til dæmis breiddu trúarlegar hugmyndir kirkjunnar úr sér á miðöldum, stjórn- málaleg hugmynd um þjóðina varð allsráðandi á fyrri hluta 20. aldarinn- ar, en í dag er það efnahagsleg rök- vísi markaðarins og hagfræðinnar sem er talin geta útskýrt virkni hluta á öllum sviðum mannlífsins. Þetta telur Páll vera varhugaverða þróun. „Í efnahagslífinu erum við sífellt að reyna að efla ákveðnar leiðir í fram- leiðslu og sölu, og svo keppa auðvit- að sumir að því að verða ríkari og rík- ari. Við hrærumst að sjálfsögðu öll á einn eða annan hátt í efnahagslífinu. En ef við hugsum bara eftir braut- um þeirrar rökvísi sem þar er um að ræða þá skiljum við ekki samfélag- ið, hvorki stjórnmálin né hið and- lega líf sem að endingu skiptir okkur mestu sem hugsandi verur. Það er því mjög hættulegt ef sá hugsunarháttur verður ríkjandi að efnahagsleg gæði séu það eina sem máli skipti, eins og þegar fólk hugsar „Ég læri bara til þess að fá gráðu sem að gefur mér góða vinnu og há laun.“ Líka sú vafasama hugsun að öll menntun eigi að vera í þágu efnahagslífsins eða atvinnulífs- ins. Þetta er afskaplega þröngur hugs- unarháttur og veldur því að menn misskilja, mér liggur við að segja, bæði sjálfa sig og samfélagið.“ Verkefni stjórnmálanna „Verkefni stjórnmálanna er að setja lög og reglur til að halda utan um sam- félagið og sjá til þess að það fari ekki úr böndunum. Oft myndast spenna milli viðskiptalífsins og stjórnmál- anna, löggjafans. Í viðskiptalífinu vilja menn hafa sem minnst af reglum og höftum, en löggjafinn vill tryggja með viðeigandi lögum og reglum að ekki sé haft rangt við. Í efnahags- lífinu verða oft til ákveðin öfl sem reyna að hafa áhrif á stjórnmálin og stjórnmál hafa að miklu leyti verið sérhagsmunabarátta. Flestir stjórn- málaflokkar voru upphaflega stofn- aðir til að verja hagsmuni ákveðinna stétta, eins og bændastéttar, verka- fólks eða verslunarmanna. Við vissar aðstæður getur sérhagsmunabarátta haft verulega spillandi áhrif á stjórn- málin, vegna þess að þá er ekki verið að hugsa um heildarhag. Stjórnmál- in eiga að snúast um ákvarðanir sem varða hagsmuni allra – þau eiga að vera skynsamleg umræða um hvað samfélaginu sem heild er fyrir bestu. En um leið þarf að sjálfsögðu að taka tillit til sérhagsmuna af ýmsu tagi, en gæta þess þó umfram allt að sérhags- munir skaði ekki almannaheill,“ segir Páll. „Sem dæmi um sameiginleg grunngæði, þá eru stofnanir samfé- lagsins eitthvað sem við eigum öll aðild að, það eru dómstólarnir, lög- regla, heilbrigðiskerfið, skólarnir og svo framvegis. Góðar grunnstofnanir, sem vel er hugsað um, eru forsenda fyrir góðu samfélagi. Sú hætta er sí- fellt fyrir hendi, eins og við höfum fengið að reyna, að tiltekin sérhags- munaöfl komi máli sínu þannig fyrir borð að stjórnvöld skeyti ekki sem skyldi um opinberar stofnanir og al- mannaheill.“ Nýja-Ísland Páll hefur talað um að í kjölfar áfalls gerist það oft að heimspekin blóm- stri, en hefur sú orðið raunin á Íslandi í kjölfar umróts síðustu fimm ára? „Já og nei. Mér fannst eins og mörg- um strax eftir hrun að þjóðin hefði orðið fyrir andlegu áfalli, reynslu sem myndi taka mörg mörg ár að vinna úr. „Kerfið eins og það er kallar á fólk sem hefur unun af valdi og þráir að beita völdum. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Rödd skynseminnar Ef einhver íslensk rödd á tilkall til þess að kallast rödd skynseminnar gæti það verið sú sem tilheyrir Páli Skúlasyni, prófessor í heimspeki og fyrrverandi rektor Háskóla Ísland. MyNd KRiStiNN iNGVaRSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.