Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 53
Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Menning 45 Sjónræn tónlist T öfrandi verk þeirra Sigurðar Guðjónssonar og Önnu Þor- valdsdóttur, Trajectories, er höfuðprýði sýningarinn- ar Hljómfall litar og línu í Hafnarhúsi sem var opnuð þann 1. febrúar og stendur yfir til 13. apríl. Gestum vetrarhátíðar gefst tækifæri til að líta sýninguna augum á safna- nótt. Fíngerður fjörusandur í dökkum en glitrandi litbrigðum veltist um veggi og gólf í björtum sal. Um hug- ann renna hugsanir um tíma og náttúru. Hreyfing grófra sandkorn- anna kallast á við tónlist Önnu. Sýningin í Hafnarhúsi snýst um myndlistarverk í anda „sjónrænnar tónlistar“ (visual music) en á henni eru verk eftir um 40 listamenn. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason, Yean Fee Quay og Jón Proppé og blaðamaður DV fékk að slást í för með þríeykinu um sýn- inguna. Jón segir frá því að sýningin hafi fyrst verið opnuð á hátíð sjónrænn- ar tónlistar á Íslandi, Reykjavík Visual Music – Punto y Raya, sem fram fór um síðustu helgi. „Við það tækifæri var verk Sigurðar og Önnu frumflutt í lifandi flutningi. Hér á safninu er verkið sett upp í rýminu.“ Víðtæk áhrif á samtímann Sýningin er þrískipt en í fyrsta hluta hennar eru sýnd lykilverk eftir helstu frumkvöðla sjónrænnar tón- listar, frá fyrri hluta tuttugustu aldar, Viking Eggeling, Thomas Wilfred, Oskar Fischinger og bræðurna John og James Whitney. Jón, Yean og Hafþór greina frá því hvernig verkin gefa innsýn í sögulegt baksvið listgreinarinnar og í ljós kemur að listamennirnir höfðu víðtæk áhrif á samtímalistamenn og kvikmyndaiðnað. Verk Vikings Eggeling er frá 1924, er elsta verk sýningarinnar, og heit- ir Diagonal Symphonie. „Abstrakt kvikmyndaverk sem strax má sjá að hefur orðið áhrifavaldur í grafík og list,“ segir Hafþór. Thomas Wilfred er kannski þekktastur fyrir tæki sem hann kenndi við lumia. Hugvitssamleg lítil tæki sem hann hugsaði eins og hljóðfæri en vörpuðu litum og form- um í stað þess að gefa frá sér tóna. „Thomas hugsaði sér að fólk gæti haft tækin heima hjá sér og horft á ljósaspilið sér til yndisauka,“ segir Yean og sýnir blaðamanni verkið en gestir sýningarinnar geta horft á sjónarspil slíks tækis. Unnu fyrir Disney og Hitchcock Samspil listamanna við afþreyingar- iðnað er augljóst á sýningunni og sýnilegast er það í í verkum Oskars Wilhelms Fischinger, sem meðal annars starfaði fyrir Disney, og Whit- ney-bræðra sem áttu í samstarfi við Alfred Hitchcock. „Oskar var sjálfur bæði kvik- myndagerðarmaður og listmálari, helst þekktur fyrir að vinna sjónræn abstrakt verk út frá tónlist löngu áður en tölvugrafík og tónlistarmyndbönd héldu innreið sína,“ segir Jón en lista- maðurinn gerði til dæmis mynd- brellur fyrir mynd Fritz Lang frá 1929, Woman in the Moon. Yean segir bet- ur frá tengslum Oskars við Disney- myndina Fantasia en tengingin er gestum sýningarinnar augljós. „Oskar hélt innreið sína til Hollywood snemma á fjórða áratugnum og vann fyrir Paramount. Honum hugnaðist ekki starfið í Hollywood. En hann- aði til að mynda nokkur myndskeið í Disney-myndinni Fantasia (1940) en hætti og vildi ekki verið kenndur við verkið vegna þeirra breytinga sem Disney gerði á verkum hans.“ Listamenn leita í tónlist Auk innsetningar Sigurðar Guð- jónssonar og Önnu Þorvaldsdóttur er sýnt verkið DeCore (aurae), eftir listamanninn Doddu Maggý sem er yngsti listamaðurinn á sýningunni en hún er fædd árið 1981. Þá eru sýnd valin verk eftir bandaríska listamanninn Jeremy Blake og fleiri auk verðlaunaverka frá sjónrænu tónlistarhátíðinni. Í þriðja hluta sýningarinnar eru sýnd verk eftir rúmlega 20 lista- menn. Jón segir ætlunina að verkin kynni hvernig hugmyndir um tón- list og myndlist má lesa í verkum íslenskra myndlistarmanna. „Hér eru valin verk sem tengjast tónlist með einum eða öðrum hætti og því hvernig hugmyndir um samhengi myndlistar og tónlistar þróuðust hér á landi,“ segir Jón frá og sýnir nokkur verk í salnum. Þeirra á meðal lyktar- orgel Dieters Roth, fallegt verk eftir Eyborgu Guðmundsdóttur og Kjar- val, Svavar Guðnason og Margréti Blöndal. „Hér má greina hvernig mynd- listarmenn leita að fyrirmyndum í tónlist. Í abstraktlist var þróuð ný tegund myndlistar og í raun má rekja hugmyndir um sjónræna tón- list í gegnum listasöguna fram til okkar tíma. Þessi hluti sýningarinn- ar er til vitnis um það,“ greinir Jón frá. n Verk Önnu Þorvalds og Sigurðar Guðjónssonar höfuðprýði sýningar í Hafnarhúsi Trajectories Verk eftir Sigurð Guðjónsson og Önnu Þorvalds- dóttur er höfuðprýði sýningarinnar í Hafnarhúsi. MynDir SiGTryGGUr Ari Sýningarstjórar Hafþór Yngvason, Yean Fee Quay og Jón Proppé. DeDore (aurae) Verk eftir Doddu Maggý, yngsta listamanninn með verk á sýningunni. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Thomas hugsaði sér að fólk gæti haft tækin heima hjá sér og horft á ljósaspilið sér til yndisauka. Nánast allir þjóðfélagsþegnar urðu fyrir umtalsverðu efnahagslegu tjóni og gerðu sér jafnframt grein fyrir því að þjóðarbúið hafði orðið fyrir skaða sem tæki langan tíma að bæta. Um leið blasti við þjóð- inni að stjórnvöld höfðu ekki hugs- að sem skyldi um þjóðarhag og í raun brugðist grundvallarhlutverki sínu – að gæta almannaheillar. En við vorum engan veginn í stakk búin til að horfast í augu við þennan póli- tíska vanda. Stærsta verkefni okk- ar í dag er að endurnýja svið stjórn- málanna og í þeim efnum eigum við langt í land. Hér þurfum við nýja hugsun um samfélagið og nýjar leið- ir til að virkja okkur sjálf sem borg- ara til að taka þátt í stjórnmálunum. Það var alls ekki við því að búast að okkur tækist að gera þetta strax eft- ir hrunið. Þá voru alls konar hlutir sem varð að bregðast við samstund- is til þess að þjóðfélagsvélin næði að virka, fólk fengi launin sín, fyrirtæk- in héldu rekstrinum áfram, opinber- ar stofnanir sinntu þjónustu sinni o.s.frv. Viðleitni stjórnvalda strax eft- ir hrun og fyrstu árin beindist nánast öll að því að halda efnahagsmask- ínunni gangandi. Við þessar aðstæð- ur er mjög erfitt að hugsa til langs tíma. Stjórnvöld og einstaklingar eru uppteknir af tilteknum áhyggjuefn- um sem kalla á úrlausn hér og nú. Okkur dreymir oft um skyndilausnir á lífsvandamálum okkar, en í þessu tilviki þá er engri slíkri lausn til að dreifa. Við eigum engan kost annan en mennta sjálf okkur, horfast í augu við blekkingar fortíðar og leita skiln- ings og þekkingar á raunverulegum aðstæðum okkar og möguleikum,“ segir Páll. Aðspurður út í hinar ýmsu til- raunir sem hafa verið gerðar á sviði stjórnmálanna á undanförnum árum, segir Páll: „Skemmtilegasta tilraunin var vafalaust Besti flokk- urinn. Hann kom með jákvæða hugsun sem lýsir sér kannski best í orðum Jóns Gnarr, þegar hann sagði „við tölum ekki illa um annað fólk.“ En margar þessara tilrauna hafa ein- kennst af óþolinmæði og óraunsæi.“ Páll hefur lengi talað fyrir því að stjórnarskráin yrði endurskoðuð, en hann telur að það hefði þurft að undirbúa það miklu betur en gert var. „Þetta var gert í fljótheitum og menn ætluðu sér um of. Hins vegar hefur heilmikil vinna verið unn- in sem vafalaust mun koma sér vel þegar málið kemst aftur á dagskrá.“ raunveruleg reiði Ég spyr hvernig hann upplifir þjóðarsálina nú í dag, sjálfur segist ég greina þar aukna reiði og hörku í hugmyndafræðilegum deilum manna. „Ég held að þetta sé rétt hjá þér, að fjöldi fólks sé undir niðri mjög reiður og ósáttur við hlutskipti sitt: „Af hverju þurfa mín laun að vera skorin niður á sama tíma og lánin mín hækka?“ Svo sjáum við aðra sem eru farnir að maka krókinn með óeðlilega háum launum miðað við aðra launþega,“ segir Páll. Við erum sammála um að þjóðfélagsumræð- an eigi oft meira skylt við skotgrafa- hernað en skynsamlega rökræðu. „Það eru tvenns konar forsendur fyr- ir skynsamlegri umræðu,“ segir Páll: „Í fyrra lagi þarf fólk að hafa skilning á almennum hugmyndum og hug- tökum um úrlausnarefnin og geta gert þau öðrum skiljanleg. Í öðru lagi þurfa að vera til fjölmiðlar sem halda uppi vönduðum umræðuþáttum og vönduðum skrifum um þjóðfélags- mál. Því miður skortir mikið á skiln- ing okkar á ýmsum lykilhugtökum sem eru forsenda skynsamlegra um- ræðna. Menn tala til dæmis stund- um um réttlæti eins og það sé bara það að fá vilja sínum framgengt. Slíkt gengur ekki.“ Jöfnuður, jafnrétti og jafnræði Í nýjustu ritgerð bókarinnar Rétt- læti og samfélagsmyndun setur Páll fram kenningu um þrjár mis- munandi gerðir réttlætis á hinum þremur ólíku sviðum mannlífsins: jöfnuður er efnahagslegt réttlæti, jafnræði er stjórnmálalegt hugtak um jafna möguleika ólíkra hópa til að hafa áhrif á landsmálin, og jafn- rétti varðar hið andlega svið, það er jöfn tækifæri fólks til að upp- götva og tjá hvað þau telja rétt og satt og færa rök fyrir máli sínu. Allt er þetta nauðsynlegt ef við ætlum að mynda réttlátt samfélag. „Nú á dögum beinist athyglin langmest að jöfnuðinum, sem er að mörgu leyti mjög skiljanlegt, en þar með er ekki tekið nægilegt tillit til jafnréttisins og jafnræðisins. Það er ekki mikið jafn- ræði í stjórnmálum á Íslandi. Það er rétt eins og stjórnmálunum hafi verið stolið frá almenningi og gerð að leikvelli örfárra einstaklinga. Al- menningi er haldið frá stjórnmál- um með kerfi sem býður upp á það að örfáir aðilar fara með öll völd í landinu. Svo dæmi sé tekið þá er sjálfstætt ákvörðunarvald ráðherra hér alltof mikið og miklu meira en í nágrannalöndum okkar. Það er mjög erfitt í þessu stjórnkerfi sem við búum við að koma á nokkurri vitiborinni umræðu um sameigin- lega hagsmuni. Kerfið eins og það er kallar á fólk sem hefur unun af valdi og þráir að beita völdum, en hefur ekki að sama skapi áhuga á skyn- samlegri umræðu.“ Borgaranefndir og lýðræði Í bókinni setur Páll ekki fram fast- mótaðar hugmyndir um hvern- ig samfélaginu sé best stjórnað, en hann telur mikilvægt að þorri al- mennings taki beinan eða óbein- an þátt í umræðum um sameig- inleg hagsmunamál. „Til þess að vera virkur þátttakandi í stjórnmál- um þarf almenningur að hafa að- gang að réttum upplýsingum um það sem hefur gerst og er að gerast í þjóðfélaginu. Hann þarf að geta treyst því að forystumenn þjóðar- innar fari með satt og rétt mál og þeir sæti vandaðri gagnrýni fjöl- miðla ef og þegar þeir hugsa fyrst og fremst um að fegra eigin ímynd og afstöðu. Og hann þarf að hafa leiðir til að mótmæla þegar hann er ósáttur við ákvarðanir stjórn- valda og telur þær ekki samræm- ast almannahag.“ Ég spyr Pál um skoðun hans á beinu lýðræði sem fælist í því að almenningur geti kos- ið um margvísleg hagsmunamál sín. Páll hefur vissar efasemdir um slíkt fyrirkomulag. „Lýðræði er fyrst og fremst fólgið í því að lýðurinn, al- menningur, ræði sín mál og leiði til lykta með aðferðum sem þorri fólks er sáttur við. Kosningar eru ein af slíkum leiðum sem geta hentað við vissar aðstæður. En kosningar einar og sér tryggja ekkert lýðræði, heldur geta þvert á móti gefið lýðskrumur- um, sem kæfa alla skynsamlega um- ræðu, gullið tækifæri til að blekkja almenning. Við slíkar aðstæður er tómt mál að tala um lýðræði.“ Páll telur að borgaranefndir sem fólk veljist í með hlutkesti sé lík- lega hentugasta leiðin til að fram- kvæma raunverulegt lýðræði. „Ég sé fyrir mér að við setjum á lagg- irnar kerfi borgaranefnda þar sem hver nefnd hefði tiltekinn mikil- vægan málaflokk til umfjöllunar, svo sem skattamál, heilbrigðismál eða skólamál. Valið yrði í nefndirn- ar úr þjóðskrá samkvæmt ákveðn- um reglum sem myndu tryggja sem mest jafnræði meðal ólíkra þjóðfé- lagshópa. Nefndirnar hefðu raun- veruleg völd til að fjalla um mál og móta stefnu sem Alþingi og sveit- arstjórnir yrðu að taka mið af. Þær hefðu trygga stöðu í stjórnkerfinu og yrðu endurnýjaðar reglubundið. Með hverri nefnd störfuðu embætt- ismenn og fólk gæti fylgst með störf- um nefndanna. Fámenn þjóð eins og við Íslendingar er í einstaklega góðri aðstöðu til að virkja borgarar landsins með þessum hætti til þátt- töku í stjórnmálum. Það yrði mikið verkefni að skipuleggja kerfi slíkra borgaranefnda, ákveða viðfangsefni þeirra, vinnulag og valdsvið. En ég tel að með þessum hætti myndum við smám saman læra að axla póli- tíska ábyrgð okkar sem borgarar í hinu íslenska ríki.“ n „Stærsta verkefni okkar í dag er að endurnýja svið stjórn- málanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.