Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 45
Lífsstíll 37Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Fann frelsi í sjósundi Heimir Örn á metið í Vestmannaeyjasundi É g var keppnismaður í sundi um árabil, en hætti og byrjaði svo síðar í sjósundinu. Í sjósund- inu fann ég gríðarlegt frelsi. Að vera ekki lengur að synda bara á milli bakka,“ segir Heimir Örn Sveins- son sjósundskappi. Hann er í hópi þeirra sem stunda sjósund hér á landi af miklu kappi. Sjósund er flokkað sem jaðarsport og nýtur ár frá ári vax- andi vinsælda. Byggir upp kuldaþol Í árferðinu sem er núna er sjórinn oft í kringum eina til tvær gráður og jafn- vel kaldari og því færri sem hætta sér til sunds, fara styttri ferðir og þurfa að vera betur búnir til sundsins en annars. Frá vori og fram á haust er þó mikill fjöldi sem mætir í sjósund enda aðstæður betri og boðlegri. „Ég er ekki með neitt alltof mikla fóðrun á mér, ég er bæði hár og grann- ur svo það er kannski ekki hagstætt,“ segir Heimir aðspurður hvort hann sé virkur í sundinu á vetrarmánuðum. „En það er hægt að byggja upp kulda- þol þrátt fyrir það. Ég syndi á háu tempói til að vega á móti hitatapinu,“ segir Heimir. „Það segir mér að það geti hver sem er stundað þetta.“ Á metið Heimir hefur bæði tekið þátt í ýmsum sjósundsverkefnum, en einnig komið að skipulagningu þeirra. Þá lagði hann til dæmis Benedikt Hjartarsyni lið þegar hann synti yfir Ermarsund- ið árið 2008 og árið 2012 var hann fararstjóri boðsundshóps sem synti sömu leið. „Við höfum verið nokkrir saman sem höfum brallað ýmislegt í þessum efnum,“ segir Heimir. Síðasta verkefnið sem þeir fóru í var Loch Ness-sundið síðastliðið haust sem var mjög skemmtilegt að sögn Heimis, en það hefur verið kallað skrímslasund í skírskotun til þeirrar veru sem talin er búa í Loch Ness. Sjálfur á Heimir svo metið í Viðeyj- arsundi. Sú leið er 4,3 kílómetrar og er sundleiðin frá Viðey, oftast frá Viðeyj- arbryggju og inn í Reykjavíkurhöfn, yf- irleitt flotbryggjuna við gamla slipp- inn. Metið setti Heimir í júní árið 2009 og synti á milli á einni klukkustund og einni mínútu. Sjálfur segist lengst hafa synt, hér á landi, í Nauthólsvík í rúma tvo klukkutíma. „Það var í svona fjórt- án gráðu heitum sjó,“ segir hann en til viðmiðunar má hafa í huga að keppn- islaugar í sundi eru um 26 gráðu heitar sem þykir með kaldara móti til sunds. Ögrandi Sjósund er skemmtileg og ögrandi skemmtun að sögn þeirra sem það stunda. Sjósunds- og sjóðbaðs- félag Reykjavíkur stendur fyrir Ís- landsmeistaramóti og hefur gert undanfarin fjögur ár. Á heimasíðu félagsins, sjosund.is, má finna leið- beiningar fyrir byrjendur, sem og lengra komna. Þar er að auki bent á mikilvægi þess að hafa stöðugt í huga öryggi iðkenda í sjósundi. „Þeir sem þetta sport stunda þurfa þó á stöðugri áminningu um ör- yggi að halda og það er auðvelt að gleyma sér í „hita“ leiksins og synda of langt út og hyggja ekki að öryggi sínu. Sjósund er frábær skemmtun og ögrandi áhugamál, en sé óvar- lega farið, getur þessi skemmtun breyst í sára reynslu okkar allra, ef alvarlegt slys myndi eiga sér stað eða hreinlega drukknun,“ segir á vef félagsins þar sem brýnt er fyr- ir áhugasömum að huga að öryggi sínu og annarra. Fólk ætti ekki að vera eitt á sundi í sjónum og vera vel búið. Markmiðin leyndarmál Aðspurður um næsta verkefni hans segist Heimir ekkert gefa upp um það. „Ég segi það ekki, það verð- ur bara að koma í ljós,“ segir hann og hlær. „Sjósund er þannig sport að það er svo margt sem maður ræður ekki við. Það er bæði við að berjast veður og sjávarfar. Aðstæð- ur þurfa að vera mjög góðar, en eru það yfir leitt ekki. Þetta getur verið óútreiknan legt og það er svo margt sem spilar inn í. Ef maður er að setja sér markmið að synda ákveðin sjó- sund þarf að gera ráð fyrir því að það geti misheppnast, ekki vegna þess að maður klikki sjálfur heldur vegna þess að utanaðkomandi að- stæður spila inn í,“ segir Heimir og heldur því næstu markmiðum bara fyrir sjálfan sig. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Á sundi Heimir hefur stundað sjósund um árabil og tekið þátt í mörgum verkefnum. Hann gefur þó ekkert upp um hvað næsta áskorun felur í sér. Mynd HeiMir Örn SveinSSon viðeyjarsund Heimir á metið í Viðeyjarsundi. Hann hefur raunar sett tvisvar sinnum met, árið 2008 og 2009. Mynd HeiMir Örn SveinSSon Í sjónum Hér sést Heimir koma að landi eftir Viðeyjarsund. Mynd HeiMir Örn SveinSSon Kuldi Heimir segist synda hratt til að vega upp á móti hitatapi. Mynd HeiMir Örn SveinSSon „Sjósund er þannig sport að það er svo margt sem maður ræður ekki við. Góð ráð fyrir fólk sem hatar líkamsrækt n ekki setja of háleit markmið Það vill oft verða þannig þegar fólk byrjar í líkamsræktarátaki þá setji það sér of háleit mark- mið. Í stað þess að ætla fara alla daga í ræktina settu þá niður nokkra fasta daga fyrstu vikurnar sem þú ætlar að mæta í ræktina. Ef þú ferð oftar en þú ætlaðir þér þá er það bara stór plús. Það er líklegra að þú getir haldið þig við markmið sem er ekki of háleitt og minni líkur á að þú hættir. n Haltu dagbók Það getur verið áhrifaríkt að halda dagbók. Skrifa niður hvað þú gerir á hverjum degi, hvað þú borðar og hvort þú æfir eða ekki. Ef þig vantar hvatn- ingu og stuðning þá getur líka verið sniðugt að fá vini þína til að fylgjast með. Til dæmis með því að stofna lítinn hóp á Face- book fyrir þá sem eru í sömu sporum og þannig getur fólk innan hópsins spjallað sín á milli um átakið. n Farðu þótt þig langi ekki Stundum langar mann bara alls ekki í ræktina. Ekki láta undan letinni heldur farðu af stað. Þótt þig langi ekki neitt þá áttu eftir að verða ánægð/ur að því loknu. Þótt þú sért ekki nema hálfan tíma þá fórstu samt og það er líka líklegra að þú farir aftur daginn eftir. n Jákvæðni Það þýðir ekkert annað en að temja sér jákvæðni. Þú kemst ekkert áfram á neikvæðninni. n Gerðu æfingarnar skemmtilegar Það skiptir máli að gera hluti sem þér finnst skemmtilegir. Ef þú átt börn, farðu þá með þau í gönguferðir og hjólaferð- ir. Farðu frekar fótgangandi út í búð heldur en að keyra. Taktu stigann í stað lyftunnar. Það eru líka litlu hlutirnir sem skipta máli. Settu smjör í kaffið S mjörkaffi er nýjasta æðið í hinum svokallaða „high fat diet“ sem, líkt og nafnið gefur til kynna, gengur út á það að borða mikið af fituríkum matvæl- um. Þrátt fyrir að hljóma framandi í eyru margra Vesturlandabúa hef- ur smjör verið notað út í te og kaffi víða í Suðaustur-Asíu og Afríku um langt skeið, sér í lagi á svæðum sem eru í mikilli hæð yfir sjávarmáli. Eftirfarandi uppskrift að smjör- kaffi var gerð af Dave Asprey, eiganda heilsu- og lífsstílsvefsíð- unnar The Bulletproof Executive. Asprey komst upp á lagið með smjörkaffi og -te eftir að hafa dval- ið í 5.500 metra hæð yfir sjávarmáli nálægt Kailash-fjalli í Tíbet. Þar drakk hann gjarnan te með bráðnu smjöri út í og ákvað í kjölfarið að út- búa sína eigin uppskrift að smjör- kaffi sem nú hefur farið sem eldur í sinu um netheima vestanhafs. Setjið tvær matskeiðar af ósölt- uðu smjöri, eina teskeið af pálma- olíu og kókosolíu (báðar innihalda miðlungs fitusýruhlekki og eru því hollari en aðrar olíur) og einn bolla af kaffi í blandara og hrærið saman þar til blandan verður létt og freyð- andi. Drekkið svo með bestu lyst, en að sögn Asprey er þessi drykkur full- komin byrjun á deginum og gefur bæði orku og eykur einbeitingu. n horn@dv.is Góð og öðruvísi byrjun á deginum Smjörkaffi Víða í Suð- austur-Asíu og Afríku setur fólk smjör út í kaffi og te.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.