Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 15
Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Fréttir 15 Hefur alltaf forðast að viðurkenna veikindin n Erla Guðrún er með sóragigt n Hélt fyrst að um íþróttameiðsl væri að ræða n Getur lítið sem ekkert gert vegna verkja n Vonast eftir auknum bata með nýju lyfi ur á lyfjunum eftir að hún eignaðist dóttur sína. Þau virkuðu hins vegar ekki eins og þau höfðu gert. „Það var mjög lítill árangur af lyf- inu. Eftir að ég hafði verið á því í eitt og hálft ár var ég enn rúmliggjandi. Það hefur verið mjög erfitt því við reiknuðum ekki með því. Ég er kom- in á annað lyf núna sem ég vona að geri kraftaverk og ég finn strax mun á mér en ég er samt enn mjög slæm,“ segir Erla. Gæti ekki verið með barnið heilan dag Þrátt fyrir að nýja lyfið sé farið að virka þá getur hún lítið sem ekk- ert gert. „Ég skutla dóttur minni á leikskólann og sæki hana. Það er eigin lega það eina sem ég geri. Ég er mjög lengi að vakna á morgnana og er mjög stirð þegar ég vakna. Það tekur mig smá tíma að liðka fæt- urna og fara fram úr. Hingað til hef ég lifað með því að vera í algjörri afneitun og láta eins ég sé ekki veik, gera áætlanir eins og ég sé frísk. Það er svolítið það sem ég hef verið að gera í gegnum tíðina.“ Erla er búsett í Bandaríkjun- um með eiginmanni sínum og dóttur. Hún var heima með dóttur sína fyrsta árið og segist hafa getað það þar sem dóttir hennar hafi sof- ið mikið yfir daginn. „Ég gæti hins vegar ekki verið með hana ein heilan dag í dag. Við vorum heppin hversu róleg og vær hún var. Hún svaf mikið þannig að ég gat hvílt mig á meðan. Þegar maðurinn minn kom heim úr skólanum var hins vegar allt eftir. Hann þurfti að sjá um að kaupa inn, elda, taka til og allt þetta. Það hefur því verið mikið álag á honum.“ Fannst hún þurfa að sanna að hún væri veik Erla segist finna mikinn mun á heilbrigðisþjónustunni í Bandaríkjunum og hér heima. Henni hafi oft liðið eins og hún væri ein í heiminum með sjúkdóm sinn og þurfti sjálf að bera sig eftir allri hjálp. Því sé öðruvísi farið í Banda- ríkjunum. „Þegar ég veiktist fyrst fann ég mikið fyrir því að ég þurfti að bera mig sjálf eftir öllu og stund- um fannst mér læknarnir ekki trúa mér. Fyrst þegar ég veiktist fannst mér ég ekki mæta miklum skilningi, ég var auðvitað mjög ung en mér leið eins og ég þyrfti að sanna að ég væri veik og það var mjög skrýtin til- finning. Svo skipti ég um lækni og það var mjög mikil framför því hann trúði mér og sagði að ég væri best til þess fallin að segja hvernig mér liði. Það var mikill léttir. Það hefur spilað inn í að á þeim tíma var ég ung, hraust og það var ekkert sjáanlegt á mér og því ekkert skrýtið að þeir vildu gera rannsóknir á mér en það var samt mjög erfitt að mæta þessu viðhorfi.“ Hún segir að í raun hafi það ver- ið mikil lukka fyrir sig að flytja út því þar sem hún hafi mætt allt öðru viðhorfi. „Ég var sett á ný lyf og það kom læknunum strax mikið á óvart að það hefði ekki verið löngu búið að láta mig fara á annað lyf þar sem hitt hefði virkað illa. Ég var ítrekað búin að reyna að fá að skipta um lyf heima því árangurinn var svo lítil af hinu en það var ekki í boði. Það er því mjög gott að heyra að það sé fylgst með manni og ég sé ekki að standa ein í þessu.“ Þungt skref að verða öryrki Erla segir eitt það erfiðasta við veik- indin hafi verið þegar hún var úr- skurðuð öryrki. „Mér fannst rosa- lega erfitt að verða öryrki. Það var mjög þungt skref. Alþingismenn leyfa sér stundum að tala mjög illa um öryrkja – alls ekki allir en það er hluti sem talar mjög illa um okkur. Það voru mjög þung skref að verða öryrki og verða hluti af þessum hópi sem er á bótum. Mér fannst það mjög skammarlegt. Ég segi yfirleitt fólki ekki frá því að ég sé á bótum því við sem samfélag kunnum yfir- leitt illa að meta öryrkja. Fólk segir oft að það sé ekki að meina mig, ég sé raunverulega veik, það séu allir hinir að slæpast. En það er ekki satt – flestir sem eru öryrkjar eru það vegna erfiðra sjúkdóma. Það er nógu erfitt að þurfa takast á við það en svo bætist ofan á það gífurleg skömm yfir að vera baggi á samfé- laginu.“ Erla segir stuðning fjölskyldu og vina hafa verið sér afar dýrmætan. „Ég hef alltaf mætt miklum skilning minna nánustu, hvort sem það er fjölskylda, vinir eða vinnufélagar og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Ómetanlegur stuðningur Erla segir að þó það geti reynt mik- ið á andlegu hliðina að vera í þeirri stöðu sem hún er í þá hafi það hjálp- að henni mikið að hún sé glaðlynd að eðlisfari. „Ég hef yfirleitt get- að tekið þessu eins og þetta er. Það koma samt tímar sem eru erf- iðari en aðrir. Til að mynda eftir að ég átti dóttur mína þá fannst mér ég á tímabili hafa verið eigingjörn að eignast barn sem ég gæti ekki almennilega hugsað um. Það get- ur verið mjög erfitt en sem betur fer á ég góða að,“ segir hún og minn- ist þess þegar vinir hennar héldu styrktartónleika fyrir hana fljótlega eftir að hún veiktist. „Það var stuttu eftir að ég veiktist og ég var orðin mjög vonlítil um að ná að líða bet- ur. Ég er frá Blönduósi og fór heim um sumarið. Þar fékk ég vinnu en fyrrverandi vinnuveitendur mín- ir sérsniðu fyrir mig starf eftir mín- um þörfum. Ég vann í tvo tíma og fór heim að hvíla mig og kom svo aftur í tvo tíma. Það var algjörlega ómetan- legt að fá tækifæri til þess að vinna aftur og finnast maður vera hluti af samfélaginu,“ segir Erla og heldur áfram. „Þarna á sama tíma héldu vinir mínir styrktartónleika fyrir mig þar sem mætti fjöldi fólks. Það var algjörlega ómetanlegt að finna allan þennan stuðning og það gaf mér kraft til þess að halda áfram,“ seg- ir Erla og röddin brestur við að rifja upp góðmennsku vina sinna. „Fyrir peninginn sem safnaðist gat ég svo keypt mér sjálfskiptan bíl sem dugði mér í níu ár. Þarna var ég hætt að geta farið í strætó og það var of mikið álag fyrir mig að keyra beinskiptan. Þetta skipti mig því gríðarlega miklu máli.“ Góðs viti ef henni leiðist Næstu skref hjá Erlu er bara að bíða og sjá hvort nýju lyfin reynist henni það kraftaverk sem hún vonast eftir. Hún finnur mikinn mun á lyfjunum og hefur minni verki en áður. Áður verkjaði hana svo mikið að tíðum gat hún ekki hugsað. Hún segir erfitt að reyna útskýra hvernig það lýsi sér. „Ég segi stundum að ef ég hef tíma til að láta mér leiðast þá sé það góðs viti. Þá eru verkirnir minni og þá veit ég að þetta er í rétta átt.“ Hún veit þó að sjúkdómurinn mun fylgja henni til lífstíðar en von- ast til þess að geta komist á þann stað að hún geti lifað með honum án þess að hann hái henni of mikið. Á blogg- síðu sinni sagði hún frá því að hún hefði sett sér markmið að hlaupa fimm kílómetra í Húnahlaupi næsta sumar. Hún efast þó um að geta gert það. „Ég þarf að passa mig í öllu sem ég geri. Ég fór til dæmis í göngutúr fyrir nokkrum dögum og gleymdi mér aðeins. Það var svo gott veður og ég gekk í tíu mínútur eða svo. Ég var marga daga að jafna mig.“ Vonast til þess að geta lifað eðlilegu lífi Hún segist vonast til þess að hún verði það góð að hún geti gert venjulega hluti eins að vera með dóttur sinni, kaupa inn, jafnvel vinna aðeins. „Núna vonumst við eftir því að það sama gerist og síð- ast – þetta muni koma á endanum þannig maður nái að lifa nokkuð eðlilegu lífi eins og gerðist síðast. Það tók þrjú ár en eftir það þá gat ég ekki hlaupið eða neitt slíkt en ég gat gengið niður Laugaveginn og unnið aðeins. Lifað eðlilegu lífi að mestu leyti og ég vona að það ger- ist aftur.“ n Erfið barátta Erla greindist með sóragigt fyrir 10 árum. Eftir að hún eignaðist dóttur sína, Katrínu Önnu,virkuðu lyfin ekki eins og þau gerðu áður og hefur hún því verið mjög veik. „Eftir að ég átti dóttur mína þá fannst mér ég á tímabili hafa verið eigingjörn að eignast barn sem ég gæti ekki almennilega hugsað um. Hjallahraun 2 - 220 Hfj. s. 562 3833 - 852 4556 www.asafl.is asafl@asafl.is FPT bátavélar frá 20-825 hö. Um það bil 75% þeirra sem veikjast af sóragigt hafa þegar þekktan húðsjúkdóm, en hjá 15% virðist svo vera að liðsjúk- dómurinn byrji á undan húðsjúkdómnum, en 10% sjúklingahópsins fær húð- og liðeinkennin samtímis. En gera má ráð fyrir því að algengi sóragigtar sé 0,3-0,5% hérlendis. Flestir með þekktan húðsjúkdóm Psoriasis Um 75% þeirra sem eru með sóragigt eru líka með undirliggjandi húðsjúkdóma. Á myndinni er einstaklingur sem með psoriasis en sóragigt dregur nafn sitt af psoriasis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.