Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Side 64
Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 11. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Skapti og Skafti? „Nakið fólk hefur engin áhrif“ n Sessunautarnir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, og Kjartan Hreinn Njálsson mættu fyrir tilviljun eins klæddir í vinnuna. Þorbjörn setti mynd af sér og Kjartani á netið, þar sem má sjá þá í eins jakka og skrifaði Þorbjörn við myndina að hann „hafi verið á undan“. Þorbjörn, sem hefur vakið mikla athygli á sjónvarpsskjánum, vitnar í Oscar Wilde í athugasemd við myndina sem segir að „fötin skapi mann- inn. Nakið fólk hefur lítil sem engin áhrif á samfélagið.“ Keppa í bloggskrifum n Sagnfræðingurinn Stefán Páls­ son hefur nú hafið samkeppni við stærðfræðinginn Pawel Barto­ szek í að skrifa hundrað færslna bloggbálk. Bálkur Pawels nefnist „Þegar ég var átta ára undir stjórn Jaruzelskis“ meðan bálkur Stef- áns heitir „Fótboltasaga mín“. Segja má að rígur þeirra hafi hafist þegar Stefán spáði því að árið 2014 myndi Pawel skrifa pistil sem byrj- aði ekki á orðunum: „Þegar ég var átta ára undir stjórn Jaruzelskis“. Heldur hallar þó á Stefán í fjölda blogga og ef hann ætlar að ná Pawel þarf hann að gefa í. Stefán hefur skrifað ellefu af hundrað meðan Pawel er búinn með tuttugu og sex. Íhugar pásu í femínisma n Hildur Lilliendahl greindi frá því á miðvikudaginn að deilur hennar við Frosta og Mána, um- sjónarmenn útvarpsþáttarins Harmageddon á X-inu 977, hafi tekið svo á að hún íhugi að taka sér hlé í femínisma. „Harmageddon- mál hið síðara er svo óendanlega og viðbjóðslega leiðinlegt að ég er mikið að spá í að taka þennan kall í kvöld,“ skrifar Hild- ur og deilir tengli á grínsíðuna On- ion þar sem sagt er frá konu sem tekur sér pásu í femínisma með- an hún horfir á sjónvarpsþátt. „Ískalt og fullt af útlendingum“ Leoncie er flutt aftur til Íslands og heldur tónleika á laugardag S öngkonan Leoncie flutti nýverið aftur til Íslands frá Bretlandi og heldur hún sína fyrstu tónleika í langan tíma næstkomandi laugardag. Í samtali við DV lofar hún nýju efni og leggur hún áherslu á að tónleikagestir mæti tímalega, en tón- leikarnir fara fram á Gamla Gauknum. „Ég veit ekki klukkan hvað tónleikarn- ir byrja en ég ætla að vera akkúrat á réttum tíma. Seinast þegar ég hélt tón- leika á Gauknum þá kom ég á réttum tíma en var svo látin bíða í tvo klukku- tíma. Það er ég sem er alltaf stundvís. Núna ætla ég að spila á slaginu,“ segir Leoncie. Leoncie segir margt breytt síðan hún var á Íslandi síðast. „Það eru all- ir með jeppadellu í dag. Þetta er eitt- hvað nýtt,“ segir poppprinsessan. Hún segist auk þess hafa tekið eftir því að það sé mikið meira um útlendinga á Íslandi í dag. „Það er ískalt hérna og fullt af útlendingum. Stundum þegar ég fer út að versla í búðum fyrir hitt og þetta þá skil ég ekki hvað fólk er að segja. Þau tala ekki íslensku. Mað- ur þarf að leita að Íslendingum sem skilja mann,“ segir Leoncie. Hún leggur auk þess áherslu á það að götur á Íslandi séu hrein- legar í samanburði við breskar götur sem hún segir vera ógeðslegar. Leoncie segir sömuleiðis að íslensk hús séu mikið sterkbyggðari og fallegri en þau bresku. „Þau eru öll byggð á leir í Bretlandi svo þau sökkva niður. Þau eru líka öll skökk og við- bjóðsleg,“ segir hún í sam- tali við blaðamann. n hjalmar@dv.is Poppprinsessa Leoncie segir erfitt að gera sig skilj- anlega við af- greiðslufólk í búðum á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.