Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Síða 6
6 Fréttir Helgarblað 28. febrúar 2014 Gæluverkefni forsætisráðherra n Forsætisráðuneytið valdi þá sem fá styrki n Einkaaðili í Árborg styrktur T íu milljónum króna verður varið í verkefni á Ísafirði, sem forsætisráðherra átti sjálfur hugmynd að fyrir nokkrum árum. Útbúa á sérstakt þrívíddarlíkan af bæjar- kjörnunum fimm sem tilheyra Ísa- fjarðarbæ, en Sigmundur vann verkefnið þegar hann var í námi er- lendis. Það verður nú að veruleika, vegna styrks sem forsætisráðu- neytið útdeilir og ekki þurfti að sækja sérstaklega um. Styrkurinn kemur úr sjóði atvinnuskapandi verk efna, en ríkisstjórnin tilkynnti nýlega hvaða verkefni það væru sem hlytu styrki. Sigmundur hringdi í bæjarstjórann Minjastofnun Íslands sér um út- hlutunina og eftirfylgni fyrir hönd for- sætisráðuneytisins, en listi yfir verk- efnin og upphæðir sem þau hljóta var birtur í byrjun mánaðar. Sigmund- ur skrifar undir bréfin til styrkþega, en í þessu tilfelli fær Ísafjarðarbær fjármunina sem eru eyrnamerkt- ir verkefninu. Yfirvöld sóttu hins vegar aldrei um styrkveitinguna, ekki frekar en aðrir styrkþegar. Samkvæmt heimildum DV hringdi Sigmundur í Daníel Jakobsson, bæjarstjórann á Ísafirði, þegar verið var að undirbúa úthlutun styrkjanna og tilkynnti hon- um að milljónum yrði varið í þetta ákveðna verkefni. Fulltrúar í bæjarstjórn fengu hins vegar engar formlegar tilkynningar um slíkt. Arna Lára Jónsdóttir, bæjar- fulltrúi Í-lista sagði í samtali við Vísi í janúar, að þetta væri sérkennileg stjórnsýsla. „Við erum þakklát og þetta eru góð verkefni. Hins vegar er búið að skera niður fjárveitingu til annarra verkefna hér á Vestfjörð- um sem sammælst hefur verið um að séu afar mikilvæg og gæluverkefni ráðherra eru fjármögnuð í staðinn,“ sagði Arna við Vísi. Athygli vekur að verkefnið er merkt sem atvinnuskap- andi, en erfitt er að sjá að meira en eitt eða tvö störf verði til vegna þess. Þá er ekki víst hvort hægt sé að fá að- ila á Vestfjörðum til að vinna verk- efnið og líklegt er að leitað verði til verkfræðistofu, arkitekts eða annars á höfuðborgarsvæðinu sem getur tekið verkefnið að sér. „Fullkomlega eðlilegt“ Þá hafa bókanir fulltrúa í minni- hluta sveitarstjórnar Árborgar vakið athygli, þar sem þeir hafa lýst undrun á því hvernig staðið er að styrkveiting- um. Sveitarfélagið fékk sent bréf þar sem greint er frá því að það muni fá styrk úr ríkissjóði vegna verkefna sem eru á listanum, en sem fyrr seg- ir sótti það ekki sérstaklega um hann. Sveitarfélagið Árborg fær þannig fimm milljónir króna í styrk vegna byggingar sökkuls og endurbóta á húsinu Ingólfi, sem er sögufrægt hús. Það er þó í einkaeigu, en til stendur að flytja húsið á lóð á Selfossi sem er í eigu Árborgar. Í bókun fulltrúa Samfylkingar seg- ir að það hljóti að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutað óumbeðn- um styrk upp á fimm milljónir króna til uppbyggingar á húsi í eigu einka- aðila. Eyþór Arnalds, formaður bæj- arráðs, segir ekkert óeðlilegt við þetta. „Með þessu móti höfum við umsjón með peningunum og getum séð til þess að þeir fari í rétt viðhald hússins. Við eigum lóðina, og ef að sá aðili sem á húsið fengi styrkinn gæti hann end- að í öðru sveitarfélagi. Nú getum við tryggt að húsið fari á réttan stað. Þetta er fullkomlega eðlilegt,“ segir Eyþór. n Gæluverkefni Sigmundar Tíu milljónum króna verður varið í gerð þrívíddarlíkans af bæjarkjörnunum fimm sem til- heyra Ísafjarðarbæ. Hugmyndin að verkefninu er komin frá forsætisráðherra. Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Gæluverkefni ráðherra eru fjármögnuð í staðinn. Nýtt hótel á Siglufirði Ekkert lát er á byggingu nýrra hótela en á Siglufirði hafa verktakar byrjað að reisa Hót- el Sunnu. Þetta kemur fram á vef blaðsins Akureyri Viku- blað. Það er fyrirtækið Rauðka ehf. sem á hótelið, en fyrirtæk- ið rekur kaffihús og veitinga- stað í bænum. Alls verða 64 herbergi í hótelinu, sem rís sunnan megin við miðbæ Siglufjarðar, við sjávarmálið. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Siglufirði á síðustu árum, en gistinóttum á Norðurlandi hefur fjölgað síðustu ár, líkt og annars staðar. Einar fær ekki bætur Máli Einars „Boom“ vísað frá og óvíst um áfrýjun M áli Einars Inga Marteins- sonar, „Boom“, fyrrverandi formanns Hells Angels á Ís- landi, var á fimmtudags- morgun vísað frá dómi. Einar Ingi krafðist þess að fá 75 milljónir í miska- og skaðabætur frá ríkinu fyrir gæsluvarðhald sem hann sætti í fimm mánuði á árun- um 2011–2012 grunaður um að hafa skipulagt stórfellda líkamsárás í des- ember 2011. Einar var sýknaður bæði í héraðsdómi og fyrir Hæsta- rétti og krafðist skaðabóta eftir það sem hann kallaði ómannúðlega vist í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg og vegna áfallastreituröskunar. Einar og heimilislæknir hans telja að hann þjáist af áfallastreiturösk- un og þunglyndi eftir gæsluvarð- haldið. Þá hafa börn Einars og eigin- kona einnig höfðað mál gegn ríkinu vegna varðhaldsvistar Einars. Þau krefjast einnig skaðabóta vegna varðhaldsins og segjast hafa upplif- að mikla vanlíðan og óöryggi á með- an að faðir þeirra og eiginmaður var í varðhaldi. Ekki liggur fyrir hvort ís- lenska ríkið krefst þess að málun- um þremur verði einnig vísað frá. „Hann var verulega reiður á þessum tíma, taldi að hann væri hnepptur í gæsluvarðhald án nokkurra raun- verulegra sönnunargagna og hann sæti þar vegna orðspors síns en ekki raunverulegra gjörða,“ sagði í stefnu Einars en lögmaður íslenska ríkis- ins sagði hana vanreifaða fyrir dómi í síðustu viku og sagði mál Einars skorta sannanir. Málinu var vísað frá á fimmtudag, en áður hefur komið fram að íslenska ríkið hélt því fram að málið væri van- reifað. Lögmaður Einars sagði ekki á hreinu hvort málinu yrði áfrýjað, eða hvort Einar myndi stefna aftur. Hann kvaðst ætla að skoða úrskurð dómar- ans og ræða við umbjóðanda sinn. Allur málskostnaður fellur á íslenska ríkið. n astasigrun@dv.is Engar bætur Óvíst er hvort Einar áfrýjar dómnum til Hæstaréttar. Mynd SiGtRyGGuR ARi Helmingur til kjördæmis for- sætisráðherra Tæplega helmingur alls fjár sem deilt hefur verið út í sér- stök atvinnuskapandi verk- efni forsætisráðuneytisins, sem fjallað er um hér á síðunni, fór í Norðausturkjördæmi. Það er kjördæmi Sigmundar Davíðs forsætisráðherra en alls fengu verkefni í kjördæminu styrk upp á 97 milljónir króna. Í heild verða 202 milljónir settar í verk- efnin, sem tengjast minjavernd. Ekki var sérstaklega hægt að sækja um styrkina, heldur sér forsætisráðuneyti um að deila þeim út í verkefni sem talin eru atvinnuskapandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.