Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Qupperneq 6
6 Fréttir Helgarblað 28. febrúar 2014 Gæluverkefni forsætisráðherra n Forsætisráðuneytið valdi þá sem fá styrki n Einkaaðili í Árborg styrktur T íu milljónum króna verður varið í verkefni á Ísafirði, sem forsætisráðherra átti sjálfur hugmynd að fyrir nokkrum árum. Útbúa á sérstakt þrívíddarlíkan af bæjar- kjörnunum fimm sem tilheyra Ísa- fjarðarbæ, en Sigmundur vann verkefnið þegar hann var í námi er- lendis. Það verður nú að veruleika, vegna styrks sem forsætisráðu- neytið útdeilir og ekki þurfti að sækja sérstaklega um. Styrkurinn kemur úr sjóði atvinnuskapandi verk efna, en ríkisstjórnin tilkynnti nýlega hvaða verkefni það væru sem hlytu styrki. Sigmundur hringdi í bæjarstjórann Minjastofnun Íslands sér um út- hlutunina og eftirfylgni fyrir hönd for- sætisráðuneytisins, en listi yfir verk- efnin og upphæðir sem þau hljóta var birtur í byrjun mánaðar. Sigmund- ur skrifar undir bréfin til styrkþega, en í þessu tilfelli fær Ísafjarðarbær fjármunina sem eru eyrnamerkt- ir verkefninu. Yfirvöld sóttu hins vegar aldrei um styrkveitinguna, ekki frekar en aðrir styrkþegar. Samkvæmt heimildum DV hringdi Sigmundur í Daníel Jakobsson, bæjarstjórann á Ísafirði, þegar verið var að undirbúa úthlutun styrkjanna og tilkynnti hon- um að milljónum yrði varið í þetta ákveðna verkefni. Fulltrúar í bæjarstjórn fengu hins vegar engar formlegar tilkynningar um slíkt. Arna Lára Jónsdóttir, bæjar- fulltrúi Í-lista sagði í samtali við Vísi í janúar, að þetta væri sérkennileg stjórnsýsla. „Við erum þakklát og þetta eru góð verkefni. Hins vegar er búið að skera niður fjárveitingu til annarra verkefna hér á Vestfjörð- um sem sammælst hefur verið um að séu afar mikilvæg og gæluverkefni ráðherra eru fjármögnuð í staðinn,“ sagði Arna við Vísi. Athygli vekur að verkefnið er merkt sem atvinnuskap- andi, en erfitt er að sjá að meira en eitt eða tvö störf verði til vegna þess. Þá er ekki víst hvort hægt sé að fá að- ila á Vestfjörðum til að vinna verk- efnið og líklegt er að leitað verði til verkfræðistofu, arkitekts eða annars á höfuðborgarsvæðinu sem getur tekið verkefnið að sér. „Fullkomlega eðlilegt“ Þá hafa bókanir fulltrúa í minni- hluta sveitarstjórnar Árborgar vakið athygli, þar sem þeir hafa lýst undrun á því hvernig staðið er að styrkveiting- um. Sveitarfélagið fékk sent bréf þar sem greint er frá því að það muni fá styrk úr ríkissjóði vegna verkefna sem eru á listanum, en sem fyrr seg- ir sótti það ekki sérstaklega um hann. Sveitarfélagið Árborg fær þannig fimm milljónir króna í styrk vegna byggingar sökkuls og endurbóta á húsinu Ingólfi, sem er sögufrægt hús. Það er þó í einkaeigu, en til stendur að flytja húsið á lóð á Selfossi sem er í eigu Árborgar. Í bókun fulltrúa Samfylkingar seg- ir að það hljóti að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutað óumbeðn- um styrk upp á fimm milljónir króna til uppbyggingar á húsi í eigu einka- aðila. Eyþór Arnalds, formaður bæj- arráðs, segir ekkert óeðlilegt við þetta. „Með þessu móti höfum við umsjón með peningunum og getum séð til þess að þeir fari í rétt viðhald hússins. Við eigum lóðina, og ef að sá aðili sem á húsið fengi styrkinn gæti hann end- að í öðru sveitarfélagi. Nú getum við tryggt að húsið fari á réttan stað. Þetta er fullkomlega eðlilegt,“ segir Eyþór. n Gæluverkefni Sigmundar Tíu milljónum króna verður varið í gerð þrívíddarlíkans af bæjarkjörnunum fimm sem til- heyra Ísafjarðarbæ. Hugmyndin að verkefninu er komin frá forsætisráðherra. Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Gæluverkefni ráðherra eru fjármögnuð í staðinn. Nýtt hótel á Siglufirði Ekkert lát er á byggingu nýrra hótela en á Siglufirði hafa verktakar byrjað að reisa Hót- el Sunnu. Þetta kemur fram á vef blaðsins Akureyri Viku- blað. Það er fyrirtækið Rauðka ehf. sem á hótelið, en fyrirtæk- ið rekur kaffihús og veitinga- stað í bænum. Alls verða 64 herbergi í hótelinu, sem rís sunnan megin við miðbæ Siglufjarðar, við sjávarmálið. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Siglufirði á síðustu árum, en gistinóttum á Norðurlandi hefur fjölgað síðustu ár, líkt og annars staðar. Einar fær ekki bætur Máli Einars „Boom“ vísað frá og óvíst um áfrýjun M áli Einars Inga Marteins- sonar, „Boom“, fyrrverandi formanns Hells Angels á Ís- landi, var á fimmtudags- morgun vísað frá dómi. Einar Ingi krafðist þess að fá 75 milljónir í miska- og skaðabætur frá ríkinu fyrir gæsluvarðhald sem hann sætti í fimm mánuði á árun- um 2011–2012 grunaður um að hafa skipulagt stórfellda líkamsárás í des- ember 2011. Einar var sýknaður bæði í héraðsdómi og fyrir Hæsta- rétti og krafðist skaðabóta eftir það sem hann kallaði ómannúðlega vist í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg og vegna áfallastreituröskunar. Einar og heimilislæknir hans telja að hann þjáist af áfallastreiturösk- un og þunglyndi eftir gæsluvarð- haldið. Þá hafa börn Einars og eigin- kona einnig höfðað mál gegn ríkinu vegna varðhaldsvistar Einars. Þau krefjast einnig skaðabóta vegna varðhaldsins og segjast hafa upplif- að mikla vanlíðan og óöryggi á með- an að faðir þeirra og eiginmaður var í varðhaldi. Ekki liggur fyrir hvort ís- lenska ríkið krefst þess að málun- um þremur verði einnig vísað frá. „Hann var verulega reiður á þessum tíma, taldi að hann væri hnepptur í gæsluvarðhald án nokkurra raun- verulegra sönnunargagna og hann sæti þar vegna orðspors síns en ekki raunverulegra gjörða,“ sagði í stefnu Einars en lögmaður íslenska ríkis- ins sagði hana vanreifaða fyrir dómi í síðustu viku og sagði mál Einars skorta sannanir. Málinu var vísað frá á fimmtudag, en áður hefur komið fram að íslenska ríkið hélt því fram að málið væri van- reifað. Lögmaður Einars sagði ekki á hreinu hvort málinu yrði áfrýjað, eða hvort Einar myndi stefna aftur. Hann kvaðst ætla að skoða úrskurð dómar- ans og ræða við umbjóðanda sinn. Allur málskostnaður fellur á íslenska ríkið. n astasigrun@dv.is Engar bætur Óvíst er hvort Einar áfrýjar dómnum til Hæstaréttar. Mynd SiGtRyGGuR ARi Helmingur til kjördæmis for- sætisráðherra Tæplega helmingur alls fjár sem deilt hefur verið út í sér- stök atvinnuskapandi verk- efni forsætisráðuneytisins, sem fjallað er um hér á síðunni, fór í Norðausturkjördæmi. Það er kjördæmi Sigmundar Davíðs forsætisráðherra en alls fengu verkefni í kjördæminu styrk upp á 97 milljónir króna. Í heild verða 202 milljónir settar í verk- efnin, sem tengjast minjavernd. Ekki var sérstaklega hægt að sækja um styrkina, heldur sér forsætisráðuneyti um að deila þeim út í verkefni sem talin eru atvinnuskapandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.