Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 28.–31. mars 20142 Fréttir
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121
Algjört orku- og næringarskot
„ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan
eykst krafturinn yr daginn í vinnunni og ængar
seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru
jótari að ná sér eftir ængar. Það að taka auka
Spirulina sem er lífrænt ölvítamín, fyrir leik
er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er
líka frábær vörn gegn kve og ensum.“
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir
leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí.
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
TREYSTI Á
LIFESTREAM
BÆTIEFNIN!
Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir og Fríhöfnin.
E
inar Örn Ólafsson, forstjóri
Skeljungs, mun hætta hjá
olíufélaginu í kjölfar kaupa
íslenskra lífeyrissjóða, og
annarra aðila, á félaginu í gegnum
sjóðsstýringarfyrirtækið Stefni. Ein
ar Örn hefur stýrt olíufélaginu í fimm
ár.
Sjóður á vegum Stefnis keypti
Skeljung í desember í fyrra á um 10
milljarða króna og áttu hjónin Guð
mundur Þórðarson og Svanhild
ur Nanna Vigfúsdóttir 92 prósenta
hlut í félaginu. Einar Örn átti svo 3,5
prósenta hlut í félaginu sem hann
greiddi um 25 milljónir króna fyrir
á sínum tíma. Forstjórinn innleysti
því um 300 milljóna króna hagnað í
viðskiptunum. Svanhildur Nanna og
Guðmundur högnuðust hins vegar
um milljarða króna á sölunni sem
valin voru viðskipti ársins í Mark
aði Fréttablaðsins í fyrra. Kaupverð
félagsins á sínum tíma nam um 2,5
milljörðum króna.
Þegar salan var kynnt í desember
var greint frá því að Einar Örn myndi
halda áfram að stýra félaginu en af því
verður ekki. Ekki liggur fyrir af hverju
ákveðið var að hann muni ekki leiða
Skeljung áfram eftir eigendaskiptin.
Greint var frá starfslokum hans í til
kynningu á miðvikudaginn þar sem
fram kom að Einar Örn hafi hætt
sjálfur: „Ég tel þetta vera heppilegan
tímapunkt til að standa upp úr for
stjórastól Skeljungs. Mitt verkefni var
að treysta stoðir félagsins til langs
tíma og leiða stefnumótunarvinnu
þess. Staða fyrirtækisins er sterk og
stefnumótunarvinna á lokametrum.“
Hugsanlegt er hins vegar að aðrar
ástæður liggi á bak við starfslok hans. n
ingi@dv.is
Hættir með 300 milljóna söluhagnað
Verðmæti Skeljungs fjórfaldaðist í forstjóratíð Einars Arnar
n Þjóðleikhúsið lagði upp í kostnað n Hætt við dýra sýningu
Þ
jóðleikhúsið hefur hætt við
að setja upp leikritið Óperu
drauginn næsta haust, líkt
og til stóð. Leikhúsið var
búið að leggja út kostnað
upp á um eina milljón króna vegna
uppsetningarinnar, að sögn Ara
Matthíassonar, framkvæmdastjóra
Þjóðleikhússins. Ari segir að það sé
„mjög óvenjulegt“ að leikhúsið hætti
við að setja upp sýningar sem byrjað
er að vinna, líkt og í þessu tilfelli.
Vinnan við uppsetninguna var
þó ekki vel á veg komin að sögn Ara
og því var kostnaðurinn ekki orðinn
mikill. Ari segir að til að mynda hafi
ekki verið búið að ráða leikmynda
hönnuð og ekki var búið að skrifa
undir samning við leikstjóra. „Það er
einhver kostnaður sem fylgir því að
hætta við þetta en hann er ekki veru
legur. Þetta var komið af stað en ekki
af fullum þunga.“
Ari segir aðspurður að banda
rískur dansari og danshöfundur,
Sonia Tayeh, hafi átt að koma hing
að til lands til að taka þátt í uppsetn
ingunni. Framkvæmdastjórinn segir
að Tayeh muni eftir sem áður koma
til landsins og vinna með Þjóðleik
húsinu að öðrum verkefnum.
Vinsælasta sýning aldarinnar
Óperudraugurinn (e. Phantom of the
Opera) er upphaflega skáldsaga eftir
franska rithöfundinn Gaston Leroux
sem kom út í byrjun 20. aldar. Sagan
hefur verið kvikmynduð nokkrum
sinnum, síðast fyrir um tíu árum, og
hefur sömuleiðis verið sett á fjalir
leikhúsa víða um heim. Til að mynda
hefur söngleikur eftir Andrew Lloyd
Webber, byggður á verki Leroux, verið
sýndur í London samfleytt í tæp 30 ár.
Óperudraugurinn var vinsælasta
leikverk síðustu aldar í heiminum,
samkvæmt fréttum sem sagðar voru
í fjölmiðlum um síðustu aldamót,
en ekkert annað verk halaði inn eins
mikið í gegnum miðasölu.
Óperudraugurinn hefur einnig
verið sýndur hér á landi í nokkur
skipti en nokkuð er liðið síðan það
var gert síðast. Ari segir að stærsti
hluti kostnaðarins við ætlaða upp
setningu verksins sé kaup á réttinum
við að setja leikritið upp.
Dýr uppsetning
Ari segir að ýmsar ástæður séu fyrir
því að hætt hafi verið við að setja
leikverkið upp. Sú fyrsta sem hann
nefnir er að upphaflega hafi verið
talið að fleiri fastráðnir starfsmenn
Þjóðleikhússins hefðu getað tekið
þátt í uppsetningunni. „Þegar til átti
að taka voru þeir ekki jafnmargir og
við héldum. Þar af leiðandi hefðum
við þurft að ráða fleiri verkefnaráðna
að þessu verkefni en það hefði skap
að viðbótarkostnað.“
Önnur ástæða er sú að 18 tónlistar
menn hefði þurft til að spila tónlistina
í verkinu en upphaflega hafði verið
gert ráð fyrir fjórtán, að sögn Ara. Þetta
hefði því falið í sér aukinn kostnað.
Þá segir Ari að tækjabúnaður
Þjóðleikhússins sé ekki mjög góð
ur og að þar inn í spili niðurskurður
til stofnunarinnar á liðnum árum.
Hann segir að Þjóðleikhúsið fái
engar fjárveitingar til tækjakaupa á
þessu ári. „Staða tæknimála í Þjóð
leikhúsinu er mjög bágborin. Tækni
lega hefðum við því átt mjög erfitt
með að gera þetta […] Ef þú sérð ekki
fram á að geta sett slíkt verk upp al
mennilega og innan fjárhagsramma
þá ber þér lagaleg og siðferðileg
skylda til að hætta við.“
Orð Ara má því skilja sem svo að
betra sé að hætta við slíkar uppsetn
ingar fyrr en seinna, sjái leikhúsið ekki
fram á að geta unnið verkin með þeim
hætti sem stjórnendur þess vilja. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is „Ef þú sérð ekki
fram á að geta
sett slíkt verk upp al-
mennilega og innan fjár-
hagsramma þá ber þér
lagaleg og siðferðileg
skylda til að hætta við.
„Mjög
óvenjulegt
Hætt við söngleikinn
Ari Matthíasson segir að
kostnaðurinn við Óperu-
drauginn hafi verið kominn
upp í um milljón þegar
ákveðið var að hætta við
uppsetninguna.
Arðbær ár Einar Örn átti 3,5 prósenta hlut
í Skeljungi sem hann seldi fyrir meira en 300
milljónir króna. Hann hættir nú hjá olíufélaginu.
Ryð með
baunum
Dósir með bökuðum baunum
sem voru til sölu versluninni
Iceland hafa verið innkallaðar
af Heilbrigðiseftirliti Reykjavík
ur. Ástæðan ku vera að galli var
í húðun á innra byrði umbúð
anna og afleiðingarnar voru að
ryð fór að gæta innan dósanna.
Baunirnar eru merktar Crosse &
Blackwell og voru framleiddar
í Bretlandi. Dósirnar voru ekki
teknar úr hillum hjá Iceland fyrr
en 25. mars síðastliðinn. Heil
brigðiseftirlit Reykjavíkur bendir
þeim sem keypt hafa vöruna á
að skila henni í verslunina þar
sem hún var keypt.
Árituðu bolta
fyrir veikt barn
Á herrakvöldi Knattspyrnudeild
ar Keflavíkur, sem haldið var á
dögunum, var boðinn upp bolti
sem allir leikmenn meistaraflokks
karla höfðu áritað. Andvirði hans
rann til Hjartar Fjeldsted, fyrrver
andi félaga þeirra úr Keflavík, og
fjölskyldu hans.
Á vefsíðu Knattspyrnudeild
ar Keflavíkur er greint frá því að
Stefán Sölvi, sonur Hjartar og
Huldu Óskar Jónsdóttur, eigin
konu Hjartar, hefur glímt við erfið
veikindi en erfitt hefur reynst að
greina ástæður þeirra. „Með þessu
framlagi vildu Knattspyrnudeild
og leikmenn meistaraflokks styrkja
þau hjón á erfiðum tímum og sýna
þeim um leið samhug.“
Á herrakvöldinu var einnig
boðinn upp bolti sem Íslands
meistarar Keflavíkur árituðu árið
1964 en þeir fjölmenntu á herra
kvöldið. Á þessu ári eru einmitt 50
ár frá þessum fyrsta Íslandsmeist
aratitli Keflavíkur.
Enginn Óperudraugur