Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Síða 17
Helgarblað 28.–31. mars 2014 Fréttir 17 uðu hérna upp og virðast hafa tek- ið alls konar dót með sér líka,“ segir nágranni. „Það voru mikil læti í þeim, þau voru að koma hérna bæði á daginn og kvöldin. Þetta voru bara börn, alveg niður í 12 ára gömul,“ segir nágranninn en tek- ur fram að hún hafi ekki orðið vör við börnin síðan að neglt var fyrir glugga og dyr íbúðarinnar að innan. Það sést þó greinilega fyrir utan að börnin hafa komið en ekki haft ár- angur sem erfiði við að komast inn. Búið er að krota á plöturnar. „Þetta voru bara alls konar krakkar þarna, margir í stroki og vildu ekki láta finna sig,“ segir stelpa sem kann- ast við staðinn og fór þangað sjálf. „Það voru alveg 12–13 ára krakkar þarna líka, bara þessi hópur sem er að dópa.“ Komu alltaf aftur „Við notuðum sama inngang,“ segir Kristjana Þorgeirsdóttir, rekstrar- stjóri Baðhússins. Líkamsræktar- stöðin var nýverið flutt um hús- næði, frá Brautarholti, þar sem hún hafði verið starfrækt frá upphafi. Nú er Baðhúsið starfrækt í Kópavogi, en Kristjana segir að það hafi vissulega spilað inn í flutningana það ástand sem skapast hafi á efri hæðum hús- næðisins. Það er að segja umgang- ur fíkniefnaneytenda og ungmenna sem komið höfðu sér haganlega fyrir á efri hæðum húsnæðisins. Baðhús- ið leigði í Brautarholti af Dróma sem á allt húsið að sögn Kristjönu. „Þeir komu oft frá Dróma, lokuðu öllum gluggum og inngöngum,“ segir hún og bætir við: „en það dugði ekki. Þau voru komin aftur jafnvel klukku- tíma seinna. Það var bara búið að brjóta þetta upp aftur.“ Hún segir að ónæðið hafi ekki reynst Baðhúsinu mikið, en að það hafi valdið þeim áhyggjum að starfsfólk, sem mætti snemma og lokaði húsinu seint, gæti mætt fólki í annarlegu ástandi. n 12 ára börn í dópgreni í Reykjavík n Úrræðaleysi og harður heimur n Eldri menn fela stelpurnar n Börn sem vilja ekki láta finna sig „Þetta eru ekki skítugu börnin hennar evu“ „Ég var búin að vera týnd í fjóra daga þegar það var lýst eftir mér. Ég var bara á djamm- inu. Ég var heima hjá félaga mínum. Það var alls konar fólk að koma og fara í nokkra daga,“ segir stelpa sem er 17 ára og hefur einu sinni verið auglýst eftir í fjölmiðlum. Um er að ræða eina skiptið sem auglýst var eftir henni þó að hún hafi oft látið sig hverfa í nokkra daga í senn. Þá hefur hún verið í partíum víða um bæinn. „Þetta er oft í heimahúsum eða hjá krökkum sem eru ein heima,“ segir hún. Aðspurð á hvaða aldri fólkið sem sæki þessi teiti séu segir hún að það sé allur gangur á því. „Þetta eru ákveðnir hópar sem eru að dópa og það fylgir þeim fólk á öllum aldri. Það eru alveg krakkar niður í 12–13 ára og svo miklu eldra fólk.“ Hún segir ekki marga kippa sér upp við það að svo ung börn séu að nota eiturlyf. „Þau bara fylgja þessum hópum, eru kannski ekki mikið farin að hanga með eldra fólkinu fyrst en svo breytist það.“ Stelpan var í stroki í sex daga þangað til hún fannst. „Ég var með kveikt á símanum allan tímann en svaraði ekki. Ég vildi ekki finnast. Ég strauk úr meðferð og ég var ekki með neinn pening. Ég fékk fíkniefni hjá eldri strákum. Síðan fór ég niður í bæ og löggan fann mig strax.“ Hún segist hafa skammast sín fyrir þetta eftir á. „Ég skammaðist mín eftir að það var auglýst eftir mér og ég varð vör við það að fólk leit niður á mig. Vinkonur mínar voru reiðar út í mig. Það voru bara allir vonsviknir út í mig og það var vont.“ Hún segist hafa reynt að halda sér frá þessu „djammi“ eins og hún kallar það en er þó ekki alveg reiðubúin til þess að hætta. Hún er í því sem myndi flokkast undir dagneyslu þó hún nái dögum inn á milli þar sem hún notar ekki eiturlyf. „Mig langar að róa mig aðeins niður, hætta að djamma svona mikið. Eftir langt djamm líður manni ömurlega. Er kannski þunglyndur í heila viku og vill ekki tala við neinn.“ Eftir strokið fór hún í meðferð á Stuðla. „Þar gekk mér alveg alveg vel, náði að halda mér nokkuð edrú. Þar eru strangar reglur sem ég fór eftir. Þegar ég kom út þá tók við svo mikið frelsi og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég fór strax út í það sama,“ segir hún. Ég var bara á djamminu „Það voru bara allir vonsviknir út í mig og það var vont. Þetta eru týndu börnin Lögregla og barnaverndarnefndir hafa margoft lýst eftir börnum og unglingum í fjölmiðlum á undanförn- um mánuðum og árum. Vert er að taka fram að þau ungmenni sem DV ræddi við koma ekki fram undir nafni eða mynd, enda um að ræða viðkvæmt málefni. Myndirnar hér að ofan eru af ungmennum sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum, sumum jafnvel ítrekað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.