Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Qupperneq 21
Helgarblað 28.–31. mars 2014 Fréttir 21 Réttur til afskipta Aðgerðir Brésnevs eru í samræmi við kenningu sem nefnd hefur verið eftir honum: „Brésnev-kenningin.“ Hún gengur í sem stystu máli út á að Sovét ríkin tóku sér þann rétt að skipta sér af innanlandsmálum á áhrifa- svæði sínu í Austur-Evrópu og Asíu. Þau gerðu það líka án þess að hika. Leoníd Brésnev var við völd í Sovét- ríkjunum frá 1964 til 1982. Í ljósi þess sem lýst hefur ver- ið er því áhugavert að skoða hina nýju kenningu Pútíns; „Pútín-kenn- inguna.“ Segja má að hún gangi út á svipaða hluti, en í henni sé þá meiri áhersla á að vernda Rússa, rússneska hagsmuni og stuðla að öryggi Rússa á því sem kalla mætti „nær-svæðin“ við Rússland (e. near-abroad). Þessi svæði er að finna allt frá Eystrasaltslöndunum til fyrrverandi Asíulýðvelda gömlu Sovétríkjanna og allt niður að landamærum Georgíu og Tadsjikistan. Rússar eru dreifðir um víðan völl og þar sem þeir eru líta þeir alltaf á sig sem herraþjóðina og skilgreina hagsmuni sína sterkt í sam- skiptum við aðrar þjóðir og þjóðar- brot. En hvernig er líklegt að samskipti Rússa við umheiminn þróist? Stóra spurningin er sú hvort Pútín láti stað- ar numið, eða hvort hann lætur til sín taka á öðrum svæðum þar sem „rúss- neskir hagsmunir“ eru á ferðinni? Nærtækasta dæmið er hópur Rússa sem býr í lýðveldinu Transnistríu í Moldóvu, en þar kom til blóðugra þjóðernisátaka árið 1992. Í ágætri fréttaskýringu síðastliðinn þriðjudag hér í DV er bent á að þar sé ástandið mjög eldfimt og að aðgerðir öryggis- lögreglunnar í lýðveldinu hafi verið að aukast. Það er því spurningin hvort það séu að fara í gang einhvers kon- ar „dómínó-áhrif“ vegna Úkraínu og að hópar Rússa á hinum og þessum svæðum láti nú heyra enn frekar í sér. Það verður að teljast líklegra en ekki. Pútín mjög vinsæll Aðgerðir Pútíns hafa aukið vinsældir hans og því hlýtur það að vera freisting fyrir hann að láta sig „fljóta“ á mikilli öldu vinsælda sem skap- ast hefur í Rússlandi eftir innlim- un Krímskaga. Með þessu þaggar Pútín einnig niður í æstum þjóðern- issinnum, sem líkar aðgerðir hans, sem miða að því að sameina Rússa í rússnesku ríki. Og Pútín lætur ekk- ert stoppa sig, hann er „markmiðs- drifinn“ stjórnmálamaður; hann tekur ákvarðanir, hann hugsar „stra- tegískt“ (enda júdókappi!) og í því upplausnarástandi sem skapaðist í Úkraínu með landflótta sitjandi for- seta, Viktors Janúkóvits, sá hann sér greinilega leik á borði. Og lék hann til enda! Umheimurinn horfir hins vegar á þetta og getur lítið gert annað en að lýsa yfir vanþóknun sinni og beita efnahagsþvingunum. Sem hefur ver- ið gert í formi ferðabanns á mikil- væga aðila í Rússlandi, frystingu á bankastarfsemi og öðru slíku. „Þetta breytir engu fyrir okkur,“ var haft eftir utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sem er einn lykilmaðurinn í rússneskum stjórnmálum. Þetta breytir því hins vegar ekki að samskipti Rússa og umheimsins hafa sjaldan eða aldrei verið kaldari en einmitt nú og í grein á BBC er þegar byrjað að tala um nýtt kalt stríð eða „Kalda stríðið 2.“ Þó svo að rússneskir ráðamenn séu brattir um þessar mundir og afskrifi aðgerðir Vesturlands sem bitlausar, þá er spurning hvort staðan verði slík að eilífu. Líklega ekki. Viðskipti Rúss- lands við Evrópu sérstaklega, sem og Bandaríkin, skipta Rússa miklu máli. Því er mikilvægt fyrir Rússa að hafa þessa aðila góða. Rússar þurfa á vin- veittum umheimi að halda, þó svo að hið gagnstæða sé ráðandi núna og verði líklega um sinn. Einnig er líklegt að vinsældir Pútíns haldist ekki í þeim hæðum sem þær eru í að eilífu. Og hvað ger- ir hann þá? Skipar hann hernum inn á nýtt svæði að „verja rússneska hags- muni“ ef svo ber undir? Getur breytt Bandaríkjunum í öskuhrúgu! Í fréttaskýringu frá hugveitunni Strat- for Global Intellingence kemur fram að Rússar líti svo á að atburðirnir í Úkraínu séu til komnir fyrir atbeina Bandaríkj- anna og Rússar verði að verjast fram- ferði Bandaríkjamanna. Þar er fullyrt að löndin standi í raun andspænis hvort öðru með álíka hætti og í kalda stríðinu. Málfæri manna er einnig orðið mjög í anda kalda stríðsins og til dæmis sagði einn helsti fréttaþulur Rússlands nýlega að Rússland „væri eina ríkið sem gæti breytt Bandaríkjunum í öskuhrúgu,“ og vísaði þar til kjarnorkuvopnabúrs og kjarnorkugetu Rússa. Þegar orðfærið er komið á þetta stig er ljóst að harkan í samskiptum Rússlands og Bandaríkj- anna er orðin mikil. Þá þenjast taugarn- ar og þegar út í það er komið getur í raun margt gerst. n Hér er réttlætingin Aðgerðir í samræmi við öryggismálastefnu Rússlands n Þegar um stórveldi á borð við Rússland er að ræða er nauðsynlegt að slíkt ríki hafi þjóðaröryggistefnu. Í umfjöllun á heimasíðu sænsku utanríkismálastofnunarinnar (Utrikespolitiska Institutet) skrifar blaðamaðurinn Per Jönsson grein um Rússland og Úkraínu, en hann er einn fremsti blaðamaður Svíþjóðar. Í greininni segir hann að aðgerðir Rússa séu í fullkomnu samræmi við öryggismálastefnu landsins sem var sett saman árið 2009 og á að vera í gildi til 2020. Í henni eru ræddar þrjár forsendur sem geta leitt til þess að Rússaland beiti hervaldi. Þessar forsendur eru: 1) Að vernda líf og hagsmuni rússneskra þegna erlendis. 2) Að hindra að lönd sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og eru á hinu svokallaða „nær-svæði“ komist undir stjórn fjandsamlegra, útlenskra afla og 3) Að koma í veg fyrir alla þá þróun sem getur teflt kjarnorkumætti Rússlands í hættu og getu landsins til þess að svara fyrir sig með kjarnorkuvopnum. Það er því ljóst að inngrip Rússa í Úkraínu er að minnsta kosti í samræmi við fyrsta skilyrðið. Ekki í ástandi til að fljúga Samband flugmanns Malaysia Airlines og eiginkonu hans var í uppnámi É g er enginn sérfræðingur, en miðað við allt sem var í gangi var hann ekki í neinu ástandi til að fljúga,“ segir góður vinur Zaharie Ahmad Shah, flugmanns vélar Ma- laysia Airlines, MH370, sem saknað hefur verið síðan 8. mars síðastliðinn. Í viðtali við New Zealand Herald segir vinur Shah, sem einnig er flugmaður, að eiginkona Shah hefði ákveðið að yfirgefa hann fyrir skemmstu. Þeirri kenningu hef- ur verið haldið á lofti að Shah hafi framið sjálfsvíg og segist vinur hans ekki útiloka þá kenningu. Hann hafi virst fjarlægur í aðdraganda flugsins þann 8. mars síðastliðinn og verið í tilfinningalegu ójafnvægi. Fyrir liggur að vélin flaug upp í 43 til 45 þúsunda feta hæð sem er töluvert meiri hæð en ráðlagt er fyrir vélar af sömu tegund, Boeing 777-200ER. Heimildarmaður Mail Online segir að vélinni hafi verið flogið í þessari hæð í 23 mínútur áður en hún lækkaði aftur flugið. Hafi þrýstingi verið létt handvirkt af farþegarýminu þýðir það að súrefn- isbirgðir vélarinnar hafa verið á þrot- um eftir tólf mínútur. Líklega hafi allir um borð fallið í yfirlið að þeim tíma liðnum. Þetta hefði ekki nein áhrif á vélina, hún hefði haldið áfram að fljúga á sjálfstýringu áður en hún varð eldsneytislaus. Hvað nákvæmlega gerðist þó er öllum hulin ráðgáta en þær ályktanir hafa verið dregnar, miðað við stefnu vélarinnar þegar síðast spurðist til hennar, að hún hafi hrapað í Ind- landshafi – um 2.500 kílómetra und- an vesturströnd Ástralíu. Leit að vélinni stendur yfir á Ind- landshafi og beina leitarflokkar sjónum sínum að þremur svæð- um. Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, hefur látið hafa eftir sér að leit muni ekki halda áfram út í hið óendanlega. n einar@dv.is Harmleikur Talið er næsta víst að vélin hafi brotlent í Indlandshafi. Vinur flugmannsins segir hann ekki hafa verið í ástandi til að fljúga. RússaR valta yfiR úkRaínumenn n Yfirtaka Rússa á Krímskaga heldur áfram n Blása á refsiaðgerðir n Aðgerðir samkvæmt „Pútín-kenningunni“ n Nýnasistaleiðtogi fannst látinn Nýnasistaleiðtogi myrtur Var eftirlýstur af Rússum vegna stríðsglæpa n Einn þekktasti nýnasista- leiðtogi Úkraínu, Oleksandr Muzychko, einnig þekktur sem Sashko Billy, lést eftir skotbardaga við lögreglu í bænum Rivne, í vesturhluta Úkraínu síðastliðinn þriðju- dag. Tvennum sögum fer að því hvernig dauða hans bar að, og segja stuðningsmenn hans að hann hafi verið myrtur. Aðstoðarinnanríkis- ráðherra Úkraínu, sagði í samtali við BBC að Sashko hefði skotið á lögregluna, hún hefði svarað í sömu mynt. Á fréttamyndum hefur mátt sjá illa leikið lík Sashko liggja á víðavangi. Hann var fæddur árið 1962 og var leiðtogi hóps sem kallar sig „Hægri armurinn“ ef þannig má að orði komast. Rússar hafa löngum litið á hann sem glæpamann og hann hefur komist í kast við lögin, var dæmdur í fangelsi árið 1999 fyrir fjárkúgunarstarfsemi og sat inni í nokkur ár. Þá hafa Rússar einnig haft horn í síðu hans vegna ódæðisverka sem þeir telja að hann hafi framið í stríðinu í Tsjetsjeníu á árunum í kringum 2000. Samkvæmt frétt frá rússnesku fréttastofunni Rianovosti ásökuðu rússnesk yfirvöld hann um að hafa staðið fyrir morðum á 20 hermönnum Rússa. Hér er því komin enn ein tengingin við þau skuggalegu átök, þar sem ólýsanleg grimmdarverk og mannréttindabrot voru fram- in af öllum aðilum. Árið 2007 lét hann til dæmis þau ummæli falla að hann „… myndi berjast gegn gyðingum, Rússum og kommúnistum á meðan blóðið rynni í æðum hans.“ Sashko Billy var í raun stríðsnafn hans og tóku hann og hreyfing hans virkan þátt í mót- mælunum á Maidan-torginu í Úkraínu, sem leiddu til landflótta Viktors Janúkóvits, for- seta landsins fyrir skömmu. Í fréttum og myndskeiðum sem til eru af honum sést hann víða heilsa með nasistakveðju, sem undirstrikar hugmyndafræðilega afstöðu hans. Á meðfylgjandi mynd sést Oleksandr Muzychko (Sashko Billy) hella sér í reiðikasti yfir ungan saksóknara í Úkraínu. Augnabliki síðar á myndbandinu hendir hann manninnum frá sér. Á minni myndinni er Sashko í herklæðum á blaðamannafundi. Oleksandr fannst látinn á víðavangi í vesturhluta Úkraínu síðastliðinn þriðjudag. Bara áhorfandi! Úkraínskur hermaður fylgist niðurlútur með útsendingu rússneska sjónvarpsins, þar sem Vladimír Pútín tilkynnir innlimun Krímskaga í Rússland. Mynd ReuteRs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.