Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Side 32
4 Heimili og hönnun Helgarblað 28.–31. mars 2014 Undurfalleg heimili um víða veröld n Sundlaug, svartir veggir og arabískar nætur H vað er líkt með Marokkó, Íslandi og Danmörku? Þegar kemur að innan- hússhönnun er það bara nokkuð mikið. Dökkir veggir og framandi hús- gögn sem virðast hafa gengið í arf á milli kynslóða svo öldum skiptir, eru vinsæl hér á landi sem og víða í heiminum. Þórunn Högnadóttir, ritstýra Home Magazine, á ekki erfitt með að næla sér í innlit um allan heim. Þórunn hefur starfað lengi sem stílisti og á síðustu árum hefur hún verið iðin við að kenna landsmönn- um að betrumbæta híbýli sín. Þessa dagana er hún að leiðbeina við- skiptavinum Húsasmiðjunnar um litaval ásamt því að ritstýra Home Magazine og stjórna nýjum sjón- varpsþætti fyrir nýju sjónvarpsstöð- ina, Miklagarð. Blaðamaður hitti Þórunni á dögunum og spurði hana út í nýjustu tískustrauma í innan- hússhönnun. Dökkt skal það vera „Nýjustu straumar eru klárlega dökkir litir, svart grátt og brúnir tón- ar, tekkið, hnotan og svört eik er mjög vinsælt í húsgögnum. Svo er auðvitað alltaf fallegt að hafa hvíta litinn með. Klassísk hönnun er að sjálfsögðu alltaf vinsæl og verður áfram, og myndi ég segja að það væri en meiri vakning þar og fólk vil hafa fallega hluti í kringum sig. Sama má segja með liti í málningu, náttúrulegir tónar eru mjög vinsæl- ir núna, gráir, ljósbrúnir og jafnvel svartur, sem er pínu frekur en samt töff,“ segir Þórunn þegar hún er spurð út í nýjustu strauma í innan- hússhönnun. En hver skyldi uppáhalds- hönnuður í húsgagnahönnun og munum vera og af hverju? „Ég get ekki gert upp á milli þeirra Arne Jacobsen og Eames-hjónanna, ég er svo heppin að eiga húsgögn eftir þessa stórkostlegu hönnuði. Mér finnst hönnun þeirra beggja vera klassísk og þægileg. Drauma- stólarnir mínir eru hægindastóllinn frá Eames og koníaksbrúnn svanur eftir Arne Jacobsen.“ Hvernig myndir þú lýsa stíl þín- um? „Hann er pínu hrár en samt hlý- legur.“ Draumahúsið þitt er? „Væri alveg til í að eiga hús við sjávarlóð, með risagluggum og út- sýni yfir hafið.“ Viltu segja mér frá Marrakesh- innlitinu? „Maryam Mountugue býr Marrak esh ásamt fjölskyldu sinni, þau búa í yndislegu húsi sem hún kallar ólífulund. Þar tekur hún líka á móti fólki í gistingu, bara spennandi. Mæli með að kíkja inn á síðuna hennar Peacock Pavilions.“ Nú eru dökkir litir ráðandi, en er bannað að mála lítil rými dökk að þínu mati? „Bara alls ekki, mér finnst lítil rými sem eru með dökka liti verða meira kósí en þau sem eru ljós.“ Hvenær er tími fyrir útihúsgögn- in? „Sá tími fer að koma, ég myndi segja eftir miðjan apríl væri flott að setja húsgögnin út.“ Er komin 2007-stemming aftur í landann eða er fólk enn þá duglegt að endurvinna gömul húsgögn og nýta gamla muni? „Myndi kannski ekki segja að 2007 væri komið aftur, en fólk er klárlega byrjað aftur að spá í hvernig er heima hjá því. Og já, fólk er mjög mikið að gera upp gömul húsgögn og hluti og nýta það sem til er heima við.“ n Slökun Hér væri ekki amalegt að láta líða úr sér eftir annasaman dag. Betina og Simon Þau eru eigendur Bloomingville, og búa í fallegu húsi í Herning í Danmörku. MynD BlooMingville.coM Þúsund og ein nótt Dökkt og rómantískt svefnherbergi hjá Maryam. MynD MaryaM Montague Fallegt Eldhúsið hennar Birgittu er smart og vel skipulagt. Íris Björk Jónsdóttir iris@dv.is Þórunn Högnadóttir Henni er margt til lista lagt og nýjasta verkefni hennar er sjónvarpsþáttur á sjónvarps- stöðinni Miklagarði. tímalaus hönnun Stofan er glæsileg í alla staði og hefur verið nostrað við hvert smáatriði MynD © FotograF cHriStian B / 2014 undurfallegt Allir munir passa afar vel saman í þessu glæilega rými. MynD © FotograF cHriStian B / 2014 Stílhreint og smart Þetta er svefnherbergi Birgittu Svein- björnsdóttur, sem er dansari og stílisti hjá NTC. Hún býr i fallegu húsi í Brekkugerði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.