Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Page 40
Helgarblað 28.–31. mars 201432 Fólk Viðtal É g er ekki hættur í tónlist þótt ég sé ekki mikið að koma fram sem söngvarinn Snorri Snorrason,“ segir tónlistar- maðurinn Snorri Snorrason sem sigraði í Idol-stjörnuleit árið 2006. Þjáist af félagsfælni Snorri var þriðji sigurvegari keppninnar sem var geysivinsæl á sínum tíma. Þrátt fyrir væntingar um farsælan frama hefur hins vegar farið lítið fyrir honum síð- ustu árin. Hann rekur þó sitt eig- ið fyrirtæki, Fjarupptokur.is, en starfar samhliða því sem sölumað- ur. „Þetta gekk vel til að byrja með og ég var bókaður úti um allt. En svo fór að lægja. Vissulega hefði ég getað teygt mig eftir því að halda áfram en ég var þegar byrjaður í stúdíóbransanum og fílaði mig betur á hliðarlínunni. Það er ekki fyrir alla að verða svona almenningseign. Ég hef þjáðst af félagsfælni síðan ég var krakki og hef helst viljað læðast meðfram veggjum. Það gat ég ekki lengur. Athyglin var gríðarleg og það átti illa við mig. Best fannst mér þegar mesti æsingurinn var liðinn og áhuginn orðinn eðlileg- ur. Ég upplifði að ég hefði misst alla stjórn; að mér hefði verið hent út í hringiðuna. Eftir sigurinn var rusl- að í plötu og „gigg“, sem kannski hentuðu mér ekki, plönuð. Allt átti að gerast svo hratt,“ segir Snorri sem segir teymið í kringum hann hafa haft aðra framtíðarsýn en hann. „Maður var ekki alveg þessi barnastjörnutýpa.“ Missti föður sinn Snorri ólst upp í Breiðholtinu en segist ekki hafa verið einn af hin- um svokölluðu Breiðholtsvilling- um. „Ég hef alltaf verið rólegur. Ég var mjög feiminn sem krakki og lét lítið fyrir mér fara. Ég byrj- aði snemma í tónlist og var til að mynda í hljómsveitinni Mary Poppins með Gunnari Bjarna en sú sveit átti nokkur vinsæl lög,“ segir Snorri sem er langyngstur í hópi þriggja systkina. Foreldrar hans, Snorri Þorláks- son og Fjóla Stefánsdóttir, skildu þegar hann var átta ára en faðir hans lést árið 2007 eftir stutta bar- áttu við briskrabbamein. „Pabbi greindist stuttu eftir Idolið og dó nokkrum mánuðum síðar. Andlát hans fékk mikið á mig. Hann var minn helsti stuðningsmaður. Við vorum góðir vinir, hann var mað- urinn sem ég gat leitað til með allt. Hann tók mikinn þátt í Idolinu og var „all-in“ í því með mér. Dauði hans breytti mér. Þegar hann fór upplifði ég fyrsta stóra áfallið í mínu lífi. Þetta var mjög erfitt,“ segir Snorri og bætir við að hann hafi þurft að halda andlitinu fyrir synina. „Þeir voru að missa afa sinn. Þeir voru mjög nánir. Pabbi bjó hjá okkur undir það síð- asta svo strákarnir voru mikið í kringum hann. Að missa foreldri er svo mikill endir; þegar leiðir skilur svona. Og ég held að það skipti engu máli hvað maður er gamall þegar það gerist; þetta er alltaf erfitt. Þó vissulega sé það líklega enn erfiðara fyrir barn.“ Tvítugur þriggja barna faðir Snorri varð faðir ungur en hann og fyrrverandi eiginkona hans, Inga Þóra, fóru að vera saman árið 1993 þegar hann var aðeins 16 og hún 14. Þremur árum síðar höfðu þau eignast son og svo komu tvíbura- drengir í heiminn árið 1998. Snorri var því orðinn þriggja barna faðir um tvítugt. „Tvíburarnir fæddust tveimur og hálfum mánuði fyrir tímann og voru ekki nema sex merkur. Þeir voru lengi í öndunarvél og hita- kassa og það var tvísýnt um ann- an þeirra um stund. Þetta var mjög erfitt en þetta blessaðist allt saman. Þetta eru heilbrigðir strák- ar í dag.“ Elsti sonurinn er jafn gamall og Snorri þegar hann varð faðir, 18 ára. „Við vorum ung komin í pakk- ann en við stóðum okkur vel. Við áttum góða að og fengum þá hjálp sem við þurftum. Mér fannst ég voðalega fullorðinn en kannski eru tímarnir breyttir því ef ég horfi á krakka á þessum aldri í dag get ég ekki ímyndað mér þá standa í svona löguðu. En einhvern veginn tæklaði maður þetta.“ Þunglyndi eftir skilnað Hann og barnsmóðir hans skildu í fyrra. „Við vorum bara börn þegar við byrjuðum saman og höfðum vaxið í sundur í langan tíma. Við höfðum barist hlið við hlið í þessum pakka, að ala upp börn- in og koma okkur upp heimili en gleymdum okkur sjálfum. Þetta heitir að rækta ekki sambandið,“ segir hann og bætir við að ósk hennar um skilnað hafi þó kom- ið honum í opna skjöldu. „ Maður átti svo sem að sjá þetta fyrir og þegar ég horfi til baka sé ég að það hlaut að koma að þessu. Einhver varð að taka fyrsta skrefið. Við vorum komin langt frá hvort öðru fyrir mörgum árum,“ segir Snorri sem átti um tíma erfitt með að sætta sig við skilnaðinn. „Maður hefur þurft að fara í gegnum alls kyns tilfinningar og pælingar um lífið, börnin og allt það sem maður hefur byggt. Þetta hrundi allt. Þótt strákarnir séu engin börn leng- ur þá er að sjálfsögðu erfitt fyrir þá að sjá heimilið tvístrast. Þetta tók á alla og sjálfur sökk ég djúpt í þunglyndi.“ Fann ástina í Heiðu Snorri hefur barist við þunglyndi en segist aldrei hafa verið jafn þungur og eftir að þau skildu. „Ég var bara ráfandi um í villu og rugli og gat ekki mætt í vinnu fyrstu dagana á eftir, lá bara undir sæng og notaði áfengi til að deyfa mig. Ég vildi helst vera út úr heiminum. Þetta var helvíti súrt. Á einhverjum tímapunkti verð- ur maður svo að standa upp og eft- ir tvo, þrjá mánuði gerði ég það. Í dag líður mér miklu betur og er „Ég sé ekki eftir neinu“ Tónlistarmaðurinn Snorri Snorrason var á allra vörum eftir að hafa sigrað í Idol-stjörnuleit árið 2006. Lítið hefur hins vegar farið fyrir Snorra opin- berlega en átökin hafa verið þeim meiri í einkalífi hans. Snorri ræðir hér um þungbæran föðurmissi, frægðina sem hann höndlaði ekki, erfiðan skilnað og þunglyndið sem fylgdi í kjölfarið, félagsfælnina sem hefur hrjáð hann frá unga aldri og ástina sem hann hefur fundið að nýju. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Það fór mér illa að vera of þekktur og á milli tannanna á fólki. Sigurvegarar Idol-stjörnuleit 2003–2004 Kalli Bjarni 2004–2005 Hildur Vala Einarsdóttir (Aðalheiður Ólafsdóttir lendir í öðru sæti) 2005–2006 Snorri Snorrason 2009 Hrafna Hanna Elísa Herberts- dóttir „Ég vildi helst vera út úr heiminum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.