Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Side 41
Helgarblað 28.–31. mars 2014 Fólk Viðtal 33 „Ég sé ekki eftir neinu“ sáttur við skilnaðinn,“ segir Snorri sem hefur fundið ástina að nýju í söng- og leikkonunni Aðalheiði Ólafsdóttur, betur þekktri sem Heiðu Idol. „Heiða kom inn í líf mitt á hárréttum tíma og reif mig upp þar sem ég bókstaflega lá hálf dauður haldandi að lífið væri búið. Við kynntumst þegar hún söng lag eftir mig á plötuna sína en fórum svo að dúlla okkur saman núna eftir áramótin. Ég gæti ekki verið ánægðari með lífið eins og það er í dag og er að springa úr hamingju. Hlutirnir hafa gerst mjög hratt en það er bara þannig þegar hlutirn- ir eru réttir. Heiða er svo hlý og góð mann- eskja og það heillar mig.“ Frægð er ofmetin Þegar Snorri er beðinn um ráð handa framtíðarsigurvegurum keppna í anda Idolsins nefnir hann einlægni. „Það er bara þetta týpíska; að halda áfram að vera þú sjálfur og muna að setjast niður í rólegheitum og pæla í hvað það er sem þig langar virkilega að gera. Það er um að gera að fara eftir eig- in hjarta en ekki rasa áfram í pen- ingatínslu. Ég vildi ráða sem mestu sjálfur en var stjórnað af útgáfufyrirtæk- inu sem auðvitað hafði skoðanir á því hvað færi út. Ég hefði viljað hafa meiri tíma. En svo hafa þessi hlut- ir eflaust breyst í dag. Ætli það séu nokkuð plötusamningar í verðlaun, núna er fólk meira á eigin vegum plús að ég held að svona þættir séu ekki lengur jafn vinsælir,“ segir hann og bætir við að frægð sé of- metin. „Ég gerði mér grein fyrir að ég yrði frægur ef ég kæmist langt en draumur minn var aldrei að verða frægur. Ég vildi bara geta lifað á tónlistinni. Ég fór ekki í þessa keppni til að öðlast frægð heldur vegna þess að vinur minn, Alexander Aron, dró mig með sér. Við fylgdumst að þar til hann datt út. Þetta var samt mjög skemmtilegt og ágætis til- breyting fyrir mann sem vill helst aldrei vekja á sér athygli. Ég hélt aldrei að ég myndi sigra. Ég ætlaði bara að hafa gaman af þessu.“ Hann viðurkennir að frægðin hafi reynt á fjölskylduna. „Öll þessi athygli sem flæddi yfir okkur tók á okkur Ingu en strákarnir voru svo litlir að þeir höfðu bara gaman af þessu.“ Lifði ameríska drauminn Þrátt fyrir skin og skúrir lítur Snorri sáttur til baka. „Ég held að það sé ekkert sem ég hefði viljað gera öðruvísi. Kannski hefði maður átt að hlúa betur að því sem maður átti en það er engin eftirsjá í sjálfu sér, það er enginn fullkominn. Ég sé ekki eftir neinu. Ég á þrjá heil- brigða stráka, átti raðhús og lifði þennan ameríska draum,“ segir hann brosandi og bætir við að varðandi tónlistina hafi hann ein- faldlega ekki fundið sig í skærasta sviðsljósinu. „Ég fór viljandi á bak við tjöldin. Það fór mér illa að vera of þekktur og á milli tannanna á fólki. Þótt maður hafi dregið sig til baka gleymist maður ekki svo auð- veldlega. Að sigra í þessari keppni hjálpaði mér mikið bæði með stúdíóið og svo væri heldur enginn að biðja mig að syngja í brúðkaup- inu sínu ef ég hefði ekki sigrað í þessu Idoli. Svo nei, ég sé ekki eft- ir neinu. Ég er búinn að gera yfir tíu plötur í hljóðverinu mínu, þótt þær séu fyrir aðra tónlistarmenn, og svo hef ég spilað mikið með Jet Black Joe og fleirum. Núna er ég að vinna með hljómsveit sem heitir Kvika og á lag í spilun á öll- um útvarpsstöðvum. Ég syng lítið og aðallega bara í jarðarförum og í brúðkaupum. En ég hef bara gam- an af því.“ Framtíðina segir hann óráðna. „Ég sé framtíðina með Heiðu. Von- andi verður þetta bjart og gott líf. Það er aldrei að vita nema maður byrji upp á nýtt og að í þetta skipti komi þrjár stúlkur. Annað eins hef- ur nú gerst.“ n 1977 Snorri fæðist 2005 Skráir sig í Idol- stjörnuleit 2010 Snorri gefur út lagið Æskuást 1993 Byrjar með æskuástinni 2006 Snorri sigrar í Idol-stjörnuleit 2013 Skilur við barnsmóður sína 1996 Elsti sonurinn fæðist 2006 Platan Allt sem ég á kemur út 2014 Snorri finnur ástina að nýju 1998 Tvíburarnir fæðast 2007 Faðir hans deyr eftir baráttu við krabbamein Tímalína Félagsfælinn Snorri segist helst alltaf hafa viljað læðast meðfram veggjum en það hafi ekki verið hægt eftir sigurinn. Mynd Sigtryggur Ari rekur sitt eigið fyrirtæki Snorra líður betur á hliðarlínunni en í eldlínunni, að eigin sögn. Mynd Sigtryggur Ari Feðgar Snorri var orðinn þriggja barna faðir tví tugur að aldri. Mynd Úr einkASAFni Með pabba Faðir Snorra lést eftir stutta baráttu við krabbamein. Mynd Úr einkASAFni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.