Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Page 42
34 Skrýtið Helgarblað 28.–31. mars 2014 n Suður-Kóreumenn drekka mest af sterku áfengi n Hollendingar þamba kaffi H ollendingar drekka miklu meira kaffi en nokkur önn- ur þjóð í heiminum. Engir slá Suður-Kóreumönnum við þegar kemur að neyslu sterks áfengis og Tyrkir bera höfuð og herðar yfir aðra þjóðir þegar kemur að neyslu tes. Vefsvæðið Quartz, eða qz.com, heldur utan um skemmtilega tölfræði um allt á milli himins og jarðar. Forvitnilegt er að skoða hverjir það eru sem drekka mest, og rýna í ástæðurnar sem liggja að baki. Drekka Soju Þegar kemur að sterku áfengi eru Suður-Kóreumenn í sérflokki. Þeir dreka tæplega 14 skot á viku, eða tvö á meðaltali að dag. Tölurnar byggja á gögnum frá Euromonitor, gagna- grunni sem býr yfir gríðarmiklum upplýsingum um neyslu og mark- aði. Rússar eru sú þjóð sem inn- byrðir næst mest af áfengum sterk- um drykkjum – af þeim 44 löndum sem til skoðunar eru. Rússar drekka 6,3 skot að meðaltali á viku – enda frægir fyrir neyslu sína á vodka. Fillipseyingar eru í þriðja sæti og Taílendingar í því fjórða. Mikilli neyslu áfengis fylgja alla jafna nokkur vandræði. Suður- kóresk stjórnvöld fóru árið 2011 í herferð gegn neyslunni. „Vanda- málið við drykkjuna er að Suður- Kóreumenn verða fullir of hratt,“ hafði New York Times eftir yfir- manni suðurkóreskrar rannsóknar- stofnunar um áfengisneyslu árið 2012. Vandamálið er Íslendingum kannski ekki alveg framandi, þótt þeir hafi ekki verið með í úttektinni. Í Suður-Kóreu eru slagsmál vegna neyslu sterkra áfengra drykkja tíð. Vandamálið þykir stórt en það má að mestu rekja til neyslu drykkj- ar sem kallaður er Soju. Raunar má rekja 97 prósent neyslu sterks áfeng- is til neyslu á Soju – sem fæst af ýms- um bragðtegundum. Mikil drykkja í Tyrklandi Engin þjóð drekkur meira magn af tei en Kínverjar. Sú mynd breytist hins vegar þegar horft er til neyslu á hvern íbúa. Tyrkir og Írar og Bret- ar drekka mest allra þjóða þegar te- drykkjunni er deilt niður á íbúa- fjölda. Hver Tyrki notar að jafnaði 3,5 kíló af tei. Írar og Bretar nota á bilinu 2 til 2,5 kílóa á ári – að meðal- tali en þessar þrjár þjóðir eru í nokkrum sérflokki. Hollendingar þamba kaffi Norðurlandaþjóðirnar raða sér í nokkur af efstu sætunum þegar kemur að kaffidrykkju. Aðeins Hol- lendingar drekka meira en Finnar, Svíar og Danir – og raunar drekka þeir miklu meira. Dæmigerður Hollendingur drekkur að meðaltali 2,4 bolla af kaffi á dag. Engin þjóð kemst með tærnar þar sem þeir hafa hælana. n Þessir drekka mest Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Skot Skot pund pund pund pund pund pund pund pund pund pund Skot Skot Skot Skot Skot Skot Skot Bollar Bollar Bollar Bollar Bollar Bollar Bollar Bollar Bollar Bollar Sterkt áfengi Tedrykkja Kaffineysla B ra si lía Fjöldi skota á viku Neysla á ári í pundum Fjöldi bolla á dag S uð ur -K ór ea T yr kl an d Ír la nd R ús sl an d M ar ok kó N ýj a- S já la n d H ol la n d Fi n n la n d S ví þ jó ð D an m ör k Þ ýs ka la n d S ló va kí a Té kk la n d P ól la n d N or eg ur S ló ve n ía E g yp ta la n d P ól la n d Ja p an S ád i- A ra b ía S uð ur - A fr ík a R ús sl an d Fi ll ip se yj ar Ta íl an d Ja pa n B úl ga rí a Ú kr aí na Sl óv ak ía 13,7 7,0 4,3 3,0 2,7 2,6 2,4 1,8 1,4 1,2 1,2 1,2 1,2 1,2 1,1 1,1 2,3 2,2 2,1 2,0 1,8 6,3 5,4 4,5 4,4 3,9 3,9 3,8 3,6 Soju Þetta er vinsælasti sterki drykkurinn í Suður- Kóreu. Ölvun Áfengisdrykkja er mikið vandamál í Suður- Kóreu. MynD SHuTTerSTock Hollendingar öflugir Norðurlanda- þjóðirnar eru ofarlega þegar kemur að kaffi- drykkju. Enginn skákar þó Hollendingum. Böstuð með bjór og barn á brjósti Tasha Adams, 27 ára móðir í Ark- ansas í Bandaríkjunum, var hent í grjótið þegar hún var staðin að áfengisneyslu á sama tíma og hún gaf barni sínu brjóst. Atvikið átti sér stað á veitingastað í Conway í Arkansas, en gengilbeina til- kynnti málið til lögreglu. Adams var kærð fyrir að stofna heilsu barns síns í hættu. Þar með er ekki öll sagan sögð því málið gegn henni var látið niður falla, enda ekkert í lögum Arkansas- ríkis sem kveður á um að ekki megi neyta áfengis með barn á brjósti. Var ekki talið að Adams stofnaði barni sínu í hættu þótt hún hafi fengið sér bjór með matnum á veitingastaðnum. „Ég drakk og ég gaf brjóst,“ viðurkennir hún. „Ég vissi ekki að þetta væri ólöglegt, hefði ég vitað það hefði ég aldrei gert þetta,“ segir Adams við ABC- fréttastöðina. Gleypti gaffal Rúmeninn Radu Calincescu komst í hann krappan á dögun- um þegar hann ákvað að taka óvenjulegri áskorun frá vinum sínum. Áskorunin fólst í því að gleypa gaffal, eins eðlilegt og það hljómar. Eins og kannski gefur að skilja gekk þetta ekki áfalla- laust fyrir sig og var þessi 25 ára Rúmeni fluttur á sjúkrahús vegna brjóstverkja í kjölfarið. Eins og sést á meðfylgjandi röntgenmynd sat gaffallinn kyrfilega fastur inni í honum. Burger King- barn fann móður sína Fyrir 27 árum var Katheryn Deprill skilin eftir á baðher- bergi Burger King-veitinga- staðar í Bandaríkjunum, aðeins nokkurra mínútna gömul. Ekki alls fyrir löngu biðlaði Deprill til Facebook-samfélagsins um að hjálpa henni við leitina að móður sinni. Ekki stóð á viðbrögðunum og deildu tugþúsundir stöðuupp- færslu Deprill, sem fékk í kjöl- farið viðurnefnið Burger King- barnið. Óhætt er að segja að leitin hafi borið árangur því á mánudag hitti Deprill móður sína í fyrsta skipti síðan þennan örlagaríka dag árið 1986. Ekki liggur fyrir hvað fór þeim á milli á fundin- um. Í stöðuuppfærslunni, þegar hún lýsti eftir móðir sinni, sagðist hún þó vilja spyrja hana nokkurra spurninga. „Í fyrsta lagi vil ég þakka þér fyrir að hafa ekki hent mér í ruslið og í öðru lagi fyrir að hafa fætt mig inn í þetta líf,“ sagði hún. Fyrst og fremst vildi hún þó vita hvers vegna móðir hennar kaus að yfirgefa hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.