Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 46
38 Lífsstíll Helgarblað 28.–31. mars 2014 F yrir ofan okkur blasir við Siglufjarðarskarð. Hér á öld­ um áður helsta leið Sigl­ firðinga yfir í Fljótin og aðr­ ar byggðir. Ferðafélag Íslands er að leggja af stað í fjögurra daga ferð yfir í Héðinsfjörð og Hvanndali. Fyrsti dagur ferðarinnar hefst þó með göngu á fjöllin ofan við Siglufjarðar­ bæ. Siglufjarðarskarð var illræmt og oft erfitt yfirferðar. Fjölmargir fórust hér á leiðinni yfir skarðið. Ferðafélagið hef­ ur í mörg ár staðið staðið fyrir ferðum í Héðinsfjörð og Hvanndali. Hvann­ dalir er afskekktasta byggð sem hef­ ur verið á landinu og Héðinsfjörður er einn fallegasti eyðifjörður lands­ ins. Að þessu sinni hefur ferðaáætlun verið breytt nokkuð frá fyrri ferðum. Leiðin liggur um fáfarnar og illfær­ ar slóðir, sögulegar leiðir sem jafnvel hafa ekki verið farnar í 150 ár. Fyrsti dagur ferðarinnar hefst í Skarðsdal. Við tökum fyrsta stopp við upptök Leyningsár. Illviðrahnúkur Skriðan upp hrygginn ofan við skíða­ svæðið er brött og laus og nokkuð leiðinleg. Hryggurinn sá liggur á Illviðrahnúk. En nú er sól og blíða og útsýni sem er engu líkt. Í dag gæti Illviðrahnúkur heitið Sólskinstindur. Horfum yfir hrikafjöll Héðinsfjarðar og Hvanndala, yfir til Ólafsfjarðar og allan Tröllaskagann, yfir Eyjafjörð og enn lengra austur. Úlfsdalir eru til norðurs. Þangað komust við ekki nið­ ur snarbratta klettana, en klöngrumst áfram fram af fjallinu til austurs og höldum á Snók, þaðan sem póst­ kortamyndir eru teknar af Siglufirði. Fjörðurinn og síldarbærinn sögufrægi skarta sínu fegursta. Eftir útsýnisstopp er haldið áfram eftir eggjum Hafnarfjalls, á Hvann­ eyrarhyrnu og yfir á Stráka. Hluti hópsins fer niður í Hvanneyrarskál og niður í bæ. Aðrir ganga yfir á Stráka, út á ystu brúnir og niður í Engidal. Á öðrum degi er lagt af stað frá Siglufjarðarhöfn klukkan níu. Við stoppum stutt við á Siglunesi. Leiðin liggur yfir í Nesdal sem liggur á milli Hestfjalls og Siglunesmúla. Nesdalur er allstór og mikill dalur. Reyðará hlykkjast niður dalinn í mörgum sveigjum en annars er votlendi og mýrlendi og allhátt sef upp eftir daln­ um. Best er því að halda sig ofarlega við fjallsrætur í dalnum. Á meðan nestið er borðað leika skýin, eða haf­ goluþokan við fjöllin. Pútuskörð, nær okkur og allbrött, og Einbúaskarð innst í dalnum. Hvora leiðina eigum við nú að fara? er spurt. Sjáum til, seg­ ir fararstjórinn. Svo er lagt af stað. Þoka læðist yfir fjöllin. Kannski endar þetta bara með brölti í þokunni. Pútu­ skörð birtast sem hlið í þokunni og það er engu líkara en Pútuskörð séu að bjóða okkur velkomin. Besta leiðin upp brött fjöll er að ganga nógu hægt. Það er skrýtin for­ múla en þó margsönnuð að eftir því sem þú gengur hægar á erfið fjöll, því mun fljótari ertu á tindinn. Og nýtur ferðarinnar einnig margfalt betur. Við leggjum á brattann. Og blasir þá við Héðinsfjörður. Fegursti eyði­ fjörður landsins. Við horfum beint yfir til Víkur, þar ætlum við að hafa næturdvöl. Kyrrð og ró í Héðinsfirði, svartur sandurinn í flæðarmálinu og mikill rekaviður. Ferðin er bak­ pokaferð og því þátttakendur með allt sitt á bakinu til fjögurra daga. Í boði er þó ein grillveisla og er hún Vík og er því tekið við að tjalda og grilla. Fyrsta verk er þó að taka út kamarinn, kló­ settholu og verður líklega ekki fegurra útsýni af nokkru klósetti landsins. Yfir í Hvanndali um sögulegar slóðir Hvanndalir er eitt afskekktasta dal­ verpi landsins – girt reginfjöllum í all­ ar áttir nema til hafsins þar sem klett­ ar ganga fram í sjó. Dalurinn er allstór og víðari út til hafsins en þrengist inn eftir því sem hann hækkar og er þar innst kallað Vestara vik og Austara vik. Í Hvanndali eru nokkrar færar leiðir: frá Ólafsfirði er gengið frá Ytri­Á, út í Fossdal upp á Hvanndalabjarg, nið­ ur í Sýrdal og í Hvanndali. Einnig er hægt að ganga frá Ytri­Á, inn Ytriár­ dal, um Rauðskörð yfir í Víkurdal og yfir Víkurbyrðu niður í Hvanndali. Frá Siglufirði þarf að ganga í Héðinsfjörð að Vík og þá yfir Víkurbyrðu. Einnig var áður hægt að ganga undir Hvann­ dalabyrðu, hrikalegt fjall, þar efst með klettunum eftir kindaslóðum en eftir að sauðfé hvarf af svæðinu hafa slóðarnir máðst út. Þá er ótalin sú leið að ganga fjöruna undir Hvann­ dalaskriðu. Leið sem ung ófrísk kona, Guðrún Þórarinsdóttir, gekk 1857, úr Hvanndölum í Héðinsfjörð, um há­ vetur til að sækja eld í bæinn sinn. Í minningu þessarar konu og svona eins og til að leggja áherslu á virðingu fyrir dugnaði hennar er annar farar­ stjóri FÍ í ferðinni okkar komin fimm mánuði á leið. Að loknum góðum svefni, morgunverði og morgunleikfimi er tekið til við að ganga frá. Nú miðast ganga dagsins við sjávarföll og leggj­ um við því ekki af stað frá Vík fyrr en um hádegi. Höldum út fjörðinn. Það er sól og einmuna blíða líkt og verið hefur daga tvo á undan. Þokan skríð­ ur út með firðinum, líkt og hún vilji vera samferða okkur og Hesturinn birtist í allri sinni dýrð, eitt svipmesta fjall landsins. Við njótum útsýnisins og höldum áfram í rólegheitunum. Ekki laust við að eftirvænting ríki í hópnum. Nú skal farin leið sem enginn hópur hefur farið áður. Og jafnvel enginn síðan Guðrún gekk hér fyrir 150 árum. Þar sem leiðin niður í fjöru ligg­ ur frá brún eru um 30 metrar. Efst er mold og grjót en neðst er laus skriða og klettar. Neðsta hlutann er not­ ast við kaðalspotta. Þetta er töluvert bratt og hér fer einn í einu. Það tekur okkur um 30 mínútur að komast nið­ ur í fjöru. Og opnast hér nýr heimur, ægifagur og hrikalegur. Við horfum yfir Héðinsfjörð yfir á Hestinn sem rís reistur úr sjó. Og austur út með sjó að Hvanndölum eru snarbrattir klettar. Hér er flughált, svo ekki sé meira sagt. Flughálir sjávarsteinar, þari og þang, litadýrð kletta og sjávargróðurs og seiðandi sjávarniður. Það er nokkuð í háfjöru og við höfum um fjóra tíma til að ganga fjögurra kílómetra langa leið. Ekki líður á löngu þar til fyrsti göngugarpurinn liggur kylliflatur í hálu fjörugrjótinu. Og svo hver af öðr­ um. En við mjökumst áfram og inn á milli verður leiðin greiðfærari. En stundum líka torfærari. Á nokkrum stöðum þurfum við að príla niður eða láta okkur síga. Á öðrum stöðum þurfum við að vaða fyrir kletta. Vaða út í sjó fyrir forvaða. Og skiljum við nú betur orðtakið „Það fara að verða síðustu forvöð.“ Eftir um þriggja tíma brölt skynjum við að það er farið að flæða að. Við síðasta forvaðann færir lognaldan okkur í sjó upp að mitti. En þaðan er stutt i uppgönguna, upp færa leið um klettana. Ólétti fararstjórinn fer fyrstur og velur leið. Búin að brölta yfir flughált grjót, klifra, síga, stingast á hausinn, og vaða sjó upp að mitti. Líkt og Guðrún forðum. Úr gljúfrinu sem við göngum upp eru 1,2 kílómetrar í neyðarskýlið í Hvanndölum þar sem við sláum upp tjaldbúðum. Og hér upplifir hver og einn staðinn á sinn hátt. Fegurðin, kyrrðin, hrikaleikinn. Fjarlægðin, sólarlagið, sagan. Brim­ ið, fiskibátar og höfrungar. Var virki­ lega búið hérna? Úti við sjónarrönd sjáum við sólina hníga til viðar. Og lita himininn rauðan. Ævin týri dagsins er ljúka. Nýtt að hefjast. Hvanndalabjarg Hvanndalabjarg er hæsta standberg landsins sem rís beint úr sjó. Reynd­ ar hæst í Evrópu og það sem meira er hæsta standberg í heimi sem rís beint úr sjó. Sjö hundruð og áttatíu metr­ ar. Til samanburðar er Látrabjarg 380 metrar og Hornbjarg 420 metrar. Og Hvanndalabjarg er hrikalegt eftir því og hefur aldrei verið klifið frá sjó. Lokaáfanginn á þessari fjögurra daga gönguferð liggur úr Hvanndölum, yfir Hvanndalabjarg og til Ólafsfjarðar. Það er svartaþoka þegar við vöknum. Sér vart handa skil. Hvað þá til fjalla. En allt hefur sinn gang og tíma. Við gefum okkur góðan tíma til að vakna og taka okk­ ur til og vonumst til að þokunni létti. Hún liggur þó sem fastast yfir Hvann­ dölum og lítið annað að gera en leggja af stað. Við þokumst áfram áleið­ is upp í Selskál í þokunni og sjáum ekki neitt en finnum þegar leggjum á brattann. Í Selskál er fyrsta stopp. Og nú er mynduð lína og skal nú blásið burt þokunni. Hver bylgjan er tekin af annarri og blásið af miklum móð. Þetta á eftir að duga segir fararstjór­ inn og svo er haldið áfram í þokunni. Upp eftir rananum á Hádegisfjalli. Og það er kannski ágætt að það er þoka. Þá sjáum við ekki hvað það er bratt hérna fram af klettunum. Fyrir miðjum Sýrdal er óhemju stór og mikill steinn sem fallið hefur úr bjarginu. Frá honum er bein lína upp skarðið sem fært er upp á bjargið. Það eina af þremur úr Sýrdal sem fært er á Hvanndalabjarg. Við fáum okkur vatn og búum okkur undir að leggja í skriðuna, snarbratta, sem við sjáum ekki enn. Það veitir ekki af að fá sér tvo súkkulaðibita. Á móti okkur eru komnir tveir Ólafsfirðingar, ættaðir frá Ytri­Á og þekkja hér hvern stein. Það voru fagnaðarfundir að rekast á þá í þokunni. Og svo er lagt af stað á Hvanndalabjarg. Það er bratt fyrst, síðan verður það brattara segir annar Ólafsfirðingurinn. Eftir dágóða stund er eins og hann sé að rofa til. Hrikaleg snarbrött fjöllin birtast nú í öllu sínu veldi. Við erum um það hálfnuð upp bjargið. Snarbrött skriðan fram und­ an. Efst breytist laus skriðan í kletta og hér þarf aðeins að príla. Lína ligg­ ur niður af bjargbrúninni og gott að grípa í hana. Hér er töluvert grjóthrun og við skiptum hópnum í nokkra smærri og hinir fyrstu komast upp og svo koll af kolli. Loks eru allir komnir á Hvanndalabjarg. Og nú duga fá orð til lýsingar. Við höldum áfram. Niður í Fossdal, út á Kleifar og til Ólafsfjarðar. Út á höfn og þar bíður okkar bátur­ inn sem siglir með okkur til baka til Siglufjarðar. Í siglingunni sjáum við leiðina alla sem höfum gengið. Og fyllumst lotningu. En um leið stolti. Fór ég þarna. Þarna niður. Og þarna upp. Ég ætla aftur. Strax næsta sumar. Páll Guðmundsson fararstjóri og framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands Fegurðin, kyrrðin og hrikaleikinn Fjögurra daga gönguferð í Héðinsfjörð og Hvanndali Undir Hvanndalaskriðum Myndin er tekin undir Hvann- dalaskriðum á leið í Hvanndali. Héðinsfjörður Kyrrð og ró tók á móti hópnum í Héðinsfirði. Í Hvanndölum Hvanndalir er enn af- skekktasti dalur landsins. Kaffipása Hópurinn hvílir lúin bein innan um rekavið í Héðinsfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.