Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Side 52
Helgarblað 28.–31. mars 201444 Menning É g veit meira en þið haldið,“ segir Steinunn Eldflaug Harðardóttir þegar hún ljóstrar því upp við eldhúsborðið á heimili sínu í Hlíðunum að hún sé 26 ára. Steinunn Eldflaug er manneskjan á bak við dj. flugvél og geimskip sem hefur vakið fáheyrða athygli síðustu mánuði og skapað miklar umræður eftir að platan Glamúr í geimnum kom út í fyrra. Steinunn veit einmitt meira en við höldum. Hún hefur til dæmis fylgst með því sem sagt er um hana á förnum vegi og á veggjum samfélags- miðla. En meira um það síðar. Steinunn er með brennandi áhuga á geimnum en þarf enn sem komið er að sætta sig við fábrotið líf á jörðinni sem hún nær þó að slíta sig frá í gegn- um tónlistina. Á heimili hennar í fjöl- býlishúsi í Hlíðunum býður hún upp á kaffi, suðusúkkulaði og smákök- ur af ýmsu tagi. Kaffið er ekki borið fram í neinum venjulegum bollum, heldur sparibollunum sem eru ætlað- ir gestum. Þetta er allt að því sami fíl- ingur og að mæta í kaffi til ömmu og afa, nema hvað amma og afi eru jafn- an ekki með mikið safn kvikmynda á myndbandsspólum í stofunni. Inni í þessu safni leynast rússneskar „sci- fi“-myndir sem hún fær frá aðdáanda sínum í Rússlandi í skiptum fyrir tón- list dj. flugvélar og geimskips. Í stof- unni eru einnig málverk og plaköt af nokkrum af sígildustu kvikmyndum sögunnar, eins og kvikmyndin Blade Runner sem innihélt framandi tónlist gríska raftónskáldsins Vangelis, eitt- hvað sem rímar afskaplega vel við dj. flugvél og geimskip. Það er reyndar ekki stofan sem fangar fyrst athygli gesta þegar inn er komið. Það er herbergið sem hún hef- ur breytt í hljóðver. Það er hlaðið fá- gætum hljómborðum af öllum stærð- um og gerðum. Reykelsislykt leggur frá herberginu og heyrast framandi hljóð inni í mikilli litadýrð. Vill nafnabreytingu En Steinunn Eldflaug er ekki nafnið sem foreldrar hennar gáfu henni. Það var einfaldlega Steinunn Harðar- dóttir en hún á sér þá ósk heitasta að fá millinafnið Eldflaug samþykkt af mannanafnanefnd. „Ég reyndi að fá það samþykkt en það gekk ekki upp. Í fyrsta lagi segir mannanafnanefnd ekki vera hefð fyrir því að fólk sé nefnt eftir manngerðum farartækjum. Að undanskildu nafninu Vagn sem hefur unnið sér sess í íslensku tungu- máli. Í úrskurði mannanafnanefnd- ar kom einnig fram að ef Eldflaug yrði samþykkt sem nafn þá gætu aðrir nefnt börnin sín Eldflaug og mannanafnanefnd þarf að taka tillit til þess að nafnið gæti orðið barninu til ama. Sem er svo sem skiljanlegt. En ég var kölluð Steinunn Kleinunn í æsku og það er alveg hægt að snúa út úr hverju sem er, held ég. Þannig að það er svolítil synd. Mér finnst þetta nafn eiga mjög vel við. Það er kúl og það minnir mig á skemmtilega hluti eins og að það er hægt að fara út í geim á eldflaug. Það er gott að heita í höfuðið á uppáhaldinu sínu.“ Hún ætlaði ekki lengra með þetta mál en eftir að hafa hitt Ketil Larsen á kaffihúsinu Mokka í miðbæ Reykja- víkur í vikunni snerist henni hugur. Steinunn hafði ráðgert að hitta annan mann á kaffihúsinu, Bjarna Bernharð, en það varð ekki af því. Á leiðinni út af Mokka hóar Ketill í hana og seg- ir: „Ég myndi nú ekki fara strax.“ Úr varð að Steinunn fékk sér kaffi með Katli sem er margfrægur sögumaður og lífskúnstner. Ketill sýndi Steinunni hvernig hann getur spilað á penna og notaði hann meðal annars sem flautu. Hann dró einnig fram annan penna og spilaði á þessa tvo penna í einu, annan notaði hann sem hljóðfæri og hinn sem boga. „Það komu endalaus hljóð úr pennunum,“ segir Steinunn sem segir Ketil síðan hafa bent henni á að gefast ekki upp á nafna- breytingunni. „Hann sagði að ég gæti örugglega prufað að finna latneskt orð yfir eldflaug og bera það sem nafn. Það gæti mögulega gengið því krakk- ar skilja ekki latnesku og geta ekki eins auðveldlega gert grín að nafninu. Ég ætla heldur ekki að gefast upp. Það eru líka öðru hverju mannabreytingar í mannanafnanefnd, þannig að kannski mun þetta takast einhvern tímann. Ég ætla að halda áfram. Mér þætti leiðinlegt að hætta við og heita bara venjulegu nafni.“ Leiðinlegt að spila lög eftir aðra Steinunn stendur því næst upp frá eldhúsborðinu og nær í penna fyrir viðstadda þannig að þeir geti teikn- að meðan á viðtalinu stendur. „Mér finnst það mjög fínt að fá að teikna á meðan.“ Hún segir okkur því næst frá því hvenær tónlistaráhuginn kviknaði. Eins og hálfs árs gömul var hún farin að halda rapptón- leika heima hjá sér og úr varð að foreldrarnir keyptu handa henni Fis- her Price-segulbandstæki sem hún notaði til að hljóðrita allt að því allt sitt líf. Fjögurra ára hóf hún fiðlunám við Suzuki-skólann í Reykjavík. „Það var bæði skemmtilegt og leiðinlegt í senn. Mér finnst voða leiðinlegt að spila lög sem er búið að semja áður,“ segir Steinunn en þar á meðal var hið víðfræga Kópavogur hopp stopp sem margir foreldrar þekkja alltof vel. „Pabbi og mamma sögðu mér frá því að á fyrstu tónleikum mínum ætti ég að spila Kópavogur hopp stopp. Þá fór ég upp á svið og sagðist ætla að spila lög sem ég samdi sjálf og heita Smjör og Gluggi læðist út um nótt. Svo gerði ég einhverja vitleysu og kennar- inn þurfti að stoppa þetta af,“ segir Steinunn. „Það var samt gott að læra á fiðlu. Ég held að það hafi alveg gagn- ast við að gera meiri tónlist í framtíð- inni.“ Þegar grunnskólagangan hófst var hún ófeimin við að auglýsa tónleika í frímínútum fyrir samnemendur sína þar sem hún söng frumsamin lög á staðnum um hluti sem krökkunum í skólanum datt í hug þá stundina. Líf hennar hefur því verið umvafið tónlist og ósköp skiljanlega enda faðir henn- ar Hörður Bragason sem hefur gert garðinn frægan meðal annars með Júpíters og Apparat Organ Quartet. Heima fyrir kynntist hún því Vildi að hún væri úr geimnum Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Steinunn Eldflaug er manneskja sem hefur verið töluvert á milli tannanna á fólki undanfarið fyrir tónlist sína undir merkjum dj. flugvélar og geim- skips. Steinunni finnst öll sú umræða mjög merkileg, sér í lagi sú sem snýst um hvort hún sé annaðhvort geðveik eða skemmtileg. DV ræddi við Steinunni um tónlistina, umtalið og endimörk alheimsins. „Ég er samt aðallega hissa á fólki sem finnst tónlistin mín leiðinleg, mér finnst það skrýtið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.