Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Síða 64
Helgarblað 28.–31. mars 2014 25. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Kaffihús fyrir 5–10 einstak- linga? Nóg af Bond n „Guð hjálpi mér allir heilagir. Það er búið að ræða þetta svo mikið að ég held að það ætti að hætta tökum á James Bond. Þetta eru yfirleitt allt einhverj- ir geðveikir vísindamenn, ein- hverjir ofurmenn á sviði ill- virkjanna. Ég get ekki svarað því hvernig hún ætti að vera,“ svarar Jón Magnússon, lögmað- ur og fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, aðspurð- ur hvernig hann vilji hafa næstu James Bond-kvikmynd í Radio- Stam, netvarpi sem bein- ir athygli að stömurum. Spyrill, Árni Heimir Ingi- mundarson, stamar og fær viku- lega þjóð- þekkt fólk í við- tal. „Hagfræðinörd“ flytur til London n Stjörnuhagfræðingurinn Haf- steinn Gunnar Hauksson leggur land undir fót í haust og flytur til London þar sem hann hyggst fara í framhaldsnám við London School of Economics. Hafsteinn, sem er 24 ára, hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann vakti athygli fyrir skarpar grein- ingar og lifandi fréttir sem frétta- maður hjá Stöð 2 áður en hann var ráðinn sem sérfræðingur í greiningar- deild Arion banka. Í viðtali við DV árið 2012 sagði Hafsteinn að hann væri „eiginlega bara algjört hag- fræðinörd“. „Ömurleg stjórnmálakona“ n Sóley Tómasdóttir, borgarfull- trúi Vinstri grænna, segist á Face- book-síðu sinni vera stolt af því að vera ömurleg stjórnmálakona. „Ef skilgreining á góðu stjórn- málafólki krefst fagurgala, þá er ég hreint ömurleg stjórnmála- kona,“ skrifar hún. Vitnar hún þar í pistil Óla Gneista Sóleyjarsonar þar sem hann segir hana lélegan stjórnmálamann vegna þess að hún tjái sig um umdeild málefni. „Góðir stjórnmálamenn hafa vit á að tjá sig ekki um umdeild málefni ef þeir komast hjá því. Sóley hefur ekki vit á því. Við vitum nákvæm- lega hvar hún stendur af því að hún segir okkur það,“ skrifar Óli Gneisti. Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við sölumenn okkar. Svíf þú inn í svefninn RÚMDalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Þ eir leyfa mér að vera með af því að ég er búinn að suða svo mikið í þeim að fá að opna þetta,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, fjöl- miðlamaður og fyrrverandi borgar- fulltrúi, aðspurður um kaffihúsið sem hann og þrír vinir hans munu opna á Melhaga í Vestur bænum í Reykjavík á næstu mánuðum. Gísli Marteinn segir að hann muni einungis eiga lítinn hlut í kaffihús- inu í gegnum eignarhaldsfélag sem heitir Ferdinand ehf., um 2,5 pró- sent. Aðaleigandi kaffihússins verður eignarhaldsfélag sem tengist KEX hostel en tveir vinir Gísla Marteins, Pétur Marteinsson og Kristinn Vil- bergsson, eru tveir af eigendum þess. Félagið heitir Sæmundur á spari- fötunum ehf. Þá mun Einar Örn Ólafs- son, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, einnig koma að eignarhaldi og rekstri kaffihússins. Fá kaffihús eru á þessu svæði í Vestur bænum og segir Gísli Marteinn, sem sjálfur býr á Melhaga, að hann hafi oft þurft að fara á Kaffitár í Þjóðminjasafninu eða í kaffiaðstöðuna í Neskirkju þegar hann hefur viljað fara á kaffihús í nágrenninu. „Það eru alltaf fimm til tíu einstaklingar í Þjóðminjasafninu sem segja: Það verð- ur að fara að opna kaffihús í Vestur- bænum.“ Gísli Marteinn telur því að mikil stemning sé fyrir kaffihúsinu í hverfinu og segist hann hafa gengið hús úr húsi í hverfinu og spurst fyrir um áhuga íbúa. „Ég hef mikla trú á þessu; að opna svona kaffihús í hverfinu.“ Kaffihúsið verður á horni Melhaga og Hofsvallagötu, beint á móti Vestur- bæjarlauginni, þar sem lyfjaverslunin Apótekarinn hefur verið til húsa. Gísli Marteinn segir að ekki liggi fyrir hvort hann komi á rekstri kaffihússins. Hann segir að um verði að ræða 30 sæti en að ekki séu komnar teikningar að rýminu ennþá. „Markmiðið er bara að ná að opna og reka þarna kaffihús. Þetta er mjög lítið og sætt verkefni.“ n „Ég er búinn að suða svo mikið í þeim“ Gísli Marteinn Baldursson opnar kaffihús í Vesturbænum ásamt vinum sínum Þörf á kaffihúsi Gísli Marteinn segir að þörf sé á kaffihúsi í Vesturbænum. Mynd SIGTryGGur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.