Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Side 25
11. desember 2009 föstudagur 25 SKÖMM TIGERS WOODS ATbuRðARáSIn í GRófuM DRáTTuM 27. nóvember Tiger Woods slasast eftir að hafa ekið á brunahana og tré fyrir utan heimili hans á Flórída. Lögreglan lýsir yfir að áfengi hafi ekki átt þátt í óhappinu Vangaveltur vakna á slúðurvefsíðum í Bandaríkjunum að óhappið kunni að tengjast eldri fréttum National Enquirer um meint ástarsamband Tigers og Rachel Uchitel, móttökudömu á næturklúbbi í New Yorkæ. 28. nóvember Þjóðvegalögregla Flórída staðfestir að ekki hafi tekist að ræða við Tiger Woods og Elinu, eiginkonu hans. 29. nóvember Tiger Woods viðurkennir að bera fulla ábyrgð á óhappinu. 30. nóvember Woods tilkynnir að hann muni ekki taka þátt í eigin góðgerðargolfmóti, Chevron World Challenge. 1. desember Tiger Woods er afhent áminning vegna gáleysislegs aksturs og sektaður um 164 dali. Rannsókn er lokið að sögn lögreglunnar. Í yfirlýsingu frá þjóðvegalögreglu Flórída segir: „Enginn hefur lagt fram kærur vegna heimilisofbeldis.“ 2. desember Tímaritið US Weekly birtir viðtal við þjónustustúlkuna Jaimee Grubbs sem fullyrðir að hún hafi átt í sambandi við Tiger Woods. Woods biðst afsökunar á óskilgreindum syndum. 4-10 desember Fleiri konur, þeirra á meðal klámmyndaleikkonur, segjast hafa átt í ástarævintýr- um með kylfingnum. 8. desember Barbro Holmberg, tengdamóðir Tigers, er flutt af heimili hans á sjúkrahús vegna kviðverkja. góðum eiginleikum [...] Þegar þú ert dæmd af þjóðinni þá er það verulega erfitt. Það er hræðilegt,“ sagði Uchit- el, sem ku hafa misst unnusta sinn í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 2001, í viðtali sem birt verður í næsta tölublaði tímaritsins OK. Ein klámmyndaleikkona í viðbót Klámmyndaleikkonan Holly Samp- son bættist í hóp nefndra ástkvenna Woods fyrir nokkrum dögum og nú hefur ein klámmyndaleikkona í við- bót verið nefnd til sögunnar, Veroni- ca Siwik-Daniels, betur þekkt sem Jo- slyn James. Um leiklistarafrek hennar verður ekki fjölyrt hér, en á vefsíðunni radaronline.com segir hins vegar að hún sé eftirlýst í Washington vegna ógreiddra meðlagsgreiðslna upp á 12.000 dali. Nýjustu fréttir herma að Woods óttist nú að kynlífsmyndband með honum endi á netinu, og kannski ekki að undra í ljósi þess að á meðal meintra ástkvenna hans er að finna tvær fagmanneskjur í þeim bransa. Í sumum tilfellum hefur myndband af þeim toga aukið frægð aðalleikar- anna en hætt er við að slík auglýsing hugnist Woods ekki. Myndbandið fengi án efa titilinn Hola í höggi. Vinsældir Woods hverfandi Jaimee Grubbs, sem nefnd var í kjöl- far Rachel Uchitel, iðrast að eigin sögn og biður Elinu afsökunar. „Ég gæti ekki lýst hve mjög ég iðrast þess að hafa sært fjölskyldu hennar [El- inar] og hana tilfinningalega,“ sagði Grubbs í viðtali í þættinum Extra sem sérhæfir sig í fréttum af fræga fólk- inu. En Jaimee Grubbs bætti því reynd- ar við, sjálfri sér til varnar, að ef það hefði ekki verið hún „þá hefðu það orðið hinar stúlkurnar.“ Vinsældir Tigers Woods hafa tek- ið algjöran viðsnúning. Fyrir tveimur árum höfðu 83 prósent Bandaríkja- manna jákvætt viðhorf til Woods, fyr- ir viku var það hlutfall komið niður í 56 prósent og á fimmtudaginn var hlutfallið 38 prósent og að mati al- mannatengslasérfræðingsins How- ards Rubinstein er Tiger í slæmum málum og almannahylli hans beðið varanlegan skaða. Eins og oft vill verða er dómur göt- unnar miskunnarlaus og á vefsíðu Tigers, tigerwoods.com, hafa aðdá- endur, eða fyrrverandi aðdáendur, látið skoðun sína í ljós. „Þú ættir að fjarlægja þessa vefsíðu og fela þig í skömm,“ segir einn reiður einstakl- ingur. „[...] Allt sem þú segir héðan í frá mun fá mig til æla. [...] Skömm skömm skömm. Aldrei aftur mun ég styðja þig,“ segir annar á vefsíðu Tigers. Veronica Siwik-Daniels Sena úr ónefndri mynd með klámmyndaleikkon- unni Joslyn James. fréttir Lífrænar mjólkurvörur Lífræn jógúrt 6 ferskar bragðtegundir Múslí Kókos Mangó Kaffi Hrein Jarðarberja Brettapakkar HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.