Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 25
11. desember 2009 föstudagur 25 SKÖMM TIGERS WOODS ATbuRðARáSIn í GRófuM DRáTTuM 27. nóvember Tiger Woods slasast eftir að hafa ekið á brunahana og tré fyrir utan heimili hans á Flórída. Lögreglan lýsir yfir að áfengi hafi ekki átt þátt í óhappinu Vangaveltur vakna á slúðurvefsíðum í Bandaríkjunum að óhappið kunni að tengjast eldri fréttum National Enquirer um meint ástarsamband Tigers og Rachel Uchitel, móttökudömu á næturklúbbi í New Yorkæ. 28. nóvember Þjóðvegalögregla Flórída staðfestir að ekki hafi tekist að ræða við Tiger Woods og Elinu, eiginkonu hans. 29. nóvember Tiger Woods viðurkennir að bera fulla ábyrgð á óhappinu. 30. nóvember Woods tilkynnir að hann muni ekki taka þátt í eigin góðgerðargolfmóti, Chevron World Challenge. 1. desember Tiger Woods er afhent áminning vegna gáleysislegs aksturs og sektaður um 164 dali. Rannsókn er lokið að sögn lögreglunnar. Í yfirlýsingu frá þjóðvegalögreglu Flórída segir: „Enginn hefur lagt fram kærur vegna heimilisofbeldis.“ 2. desember Tímaritið US Weekly birtir viðtal við þjónustustúlkuna Jaimee Grubbs sem fullyrðir að hún hafi átt í sambandi við Tiger Woods. Woods biðst afsökunar á óskilgreindum syndum. 4-10 desember Fleiri konur, þeirra á meðal klámmyndaleikkonur, segjast hafa átt í ástarævintýr- um með kylfingnum. 8. desember Barbro Holmberg, tengdamóðir Tigers, er flutt af heimili hans á sjúkrahús vegna kviðverkja. góðum eiginleikum [...] Þegar þú ert dæmd af þjóðinni þá er það verulega erfitt. Það er hræðilegt,“ sagði Uchit- el, sem ku hafa misst unnusta sinn í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 2001, í viðtali sem birt verður í næsta tölublaði tímaritsins OK. Ein klámmyndaleikkona í viðbót Klámmyndaleikkonan Holly Samp- son bættist í hóp nefndra ástkvenna Woods fyrir nokkrum dögum og nú hefur ein klámmyndaleikkona í við- bót verið nefnd til sögunnar, Veroni- ca Siwik-Daniels, betur þekkt sem Jo- slyn James. Um leiklistarafrek hennar verður ekki fjölyrt hér, en á vefsíðunni radaronline.com segir hins vegar að hún sé eftirlýst í Washington vegna ógreiddra meðlagsgreiðslna upp á 12.000 dali. Nýjustu fréttir herma að Woods óttist nú að kynlífsmyndband með honum endi á netinu, og kannski ekki að undra í ljósi þess að á meðal meintra ástkvenna hans er að finna tvær fagmanneskjur í þeim bransa. Í sumum tilfellum hefur myndband af þeim toga aukið frægð aðalleikar- anna en hætt er við að slík auglýsing hugnist Woods ekki. Myndbandið fengi án efa titilinn Hola í höggi. Vinsældir Woods hverfandi Jaimee Grubbs, sem nefnd var í kjöl- far Rachel Uchitel, iðrast að eigin sögn og biður Elinu afsökunar. „Ég gæti ekki lýst hve mjög ég iðrast þess að hafa sært fjölskyldu hennar [El- inar] og hana tilfinningalega,“ sagði Grubbs í viðtali í þættinum Extra sem sérhæfir sig í fréttum af fræga fólk- inu. En Jaimee Grubbs bætti því reynd- ar við, sjálfri sér til varnar, að ef það hefði ekki verið hún „þá hefðu það orðið hinar stúlkurnar.“ Vinsældir Tigers Woods hafa tek- ið algjöran viðsnúning. Fyrir tveimur árum höfðu 83 prósent Bandaríkja- manna jákvætt viðhorf til Woods, fyr- ir viku var það hlutfall komið niður í 56 prósent og á fimmtudaginn var hlutfallið 38 prósent og að mati al- mannatengslasérfræðingsins How- ards Rubinstein er Tiger í slæmum málum og almannahylli hans beðið varanlegan skaða. Eins og oft vill verða er dómur göt- unnar miskunnarlaus og á vefsíðu Tigers, tigerwoods.com, hafa aðdá- endur, eða fyrrverandi aðdáendur, látið skoðun sína í ljós. „Þú ættir að fjarlægja þessa vefsíðu og fela þig í skömm,“ segir einn reiður einstakl- ingur. „[...] Allt sem þú segir héðan í frá mun fá mig til æla. [...] Skömm skömm skömm. Aldrei aftur mun ég styðja þig,“ segir annar á vefsíðu Tigers. Veronica Siwik-Daniels Sena úr ónefndri mynd með klámmyndaleikkon- unni Joslyn James. fréttir Lífrænar mjólkurvörur Lífræn jógúrt 6 ferskar bragðtegundir Múslí Kókos Mangó Kaffi Hrein Jarðarberja Brettapakkar HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.