Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað Handklæðaofnar og sturtuþil á baðkar EURO handklæðaofn kúptur króm 50x80 cm 13.490 VOTTUÐ GÆÐAVARA KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ MARGAR STÆRÐIR Sturtuglerþil á baðkar 21.900 Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laugard. 11-16. „Ég hef ekkert upp á Ólínu að klaga. Hún hefur verið góður félagi í pól- itík í rúmlega 20 ár og á milli okk- ar ríkir engin misklíð,“ segir Mörður Árnason, formaður umhverfisnefnd- ar. Greint var frá því á fimmtudag að Ólína Þorvarðardóttir, þingmað- ur Samfylkingar, hafi stormað út af fundi umhverfisnefndar „í nokkrum þjósti þar sem henni ofbauð fundar- stjórn Marðar“ eins og það var orðað í frétt Eyjunnar. Ólína sagði í samtali við DV að hún vildi ekki tjá sig frekar um málið við fjölmiðla, málið væri „á milli mín og Marðar.“ Fundarstjórn Marðar komst í fréttirnar á mánudag þegar Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar- flokksins, gekk út af fundi umhverf- isnefndar og sagði sig í kjölfarið úr nefndinni. Sættir náðust þó á milli Vigdísar og Marðar, eftir að Mörður skrifaði afsökunarbréf. Mörður steig einnig í pontu á þingfundi á þriðju- dag og baðst afsökunar. „Ég vil ... nefna það hér að ég hef sent þing- manninum bréf, hann situr með mér í umhverfisnefnd, og beðið hann af- sökunar á harðneskjulegri fundar- stjórn í morgun. Þannig er það bara og ætla ekki að nefna mér neitt til af- bökunar í því efni . Ég vil hinsvegar taka fram að ég tel að orð háttvirts þingmanns um að formaður um- hverfisnefndar geri pólitískan mis- mun í starfi og í fundarstjórn, að þau séu vanhugsuð.“ Vigdís féllst á afsökunarbeiðn- ina og tókust hún og Mörður í hend- ur að þingfundi loknum. Í kjölfarið dró Vigdís afsögn sína úr umhverfis- nefnd til baka. bjorn@dv.is Ólína sögð hafa stormað út af fundi umhverfisnefndar: „Milli mín og Marðar“ Ólína og Mörður Fundarstjórn Marðar hefur verið gagnrýnd nokkuð að undanförnu. Útlendingar meðvitaðir um rétt sinn: Bætur með börnum sem búa í útlöndum Erlendir ríkisborgarar af EES-svæð- inu, sem eru í vinnu hér á landi, eiga rétt á barnabótum frá íslenska ríkinu þrátt fyrir að börnin hafi bæði lögheimili og aðsetur í heima- landinu og aldrei komið hingað til lands. Það gildir bæði um einstæða foreldra og hjón þar sem annar að- ilinn býr í heimalandinu og sér um börnin. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra er um að ræða jafn- háar bætur og ef börnin byggju hér á landi. Það gilda sömur reglur og skerðingarmörkin eru þau sömu. Ef um er að ræða einstætt foreldri þá eru reiknaðar barna- bætur fyrir árið 2011 með einu barni 253.716 krónur. Með hverju barni umfram eitt barn bætast við 260.262 krónur. Sé um að ræða börn yngri en sjö ára bætast 61.191 króna með hverju barni. Ef um hjón er að ræða eru bæt- urnar 152.331 króna með einu barni en 181.323 krónur með hverju barni umfram það. Viðbót- arbætur fyrir börn yngri en sjö ára eru þær sömu. Einstætt foreldri með þrjú börn undir sjö ára aldri á því rétt á 957.813 krónum á ári í barna- bætur, séu tekjur þess undir 1,8 milljónum króna á ári, þrátt fyrir að börnin séu í umsjá annarra aðila í heimalandinu á meðan foreldrið er í vinnu hér á landi. Starfsmaður á skrifstofu rík- isskattstjóra segir útlendingana venjulega vera mjög meðvitaða um þennan rétt sinn þrátt fyrir að hann sé ekki kynntur sértaklega nema á vef ríkisskattstjóra og í bæk- lingi sem gefinn var út á nokkrum tungumálum. Starfsmaðurinn segir ástæðuna líklega vera að félags- málayfirvöld í heimalandinu séu fljót að láta skjólstæðinga sína vita af þessum rétti sínum í vinnuland- inu. Það má því ætla að flestir er- lendir ríkisborgarar sem eru í vinnu hér á landi nýti sér þennan rétt. Ingibjörg Pálmadóttir athafnakona tapaði rúmum fjórtán milljónum króna á rekstri 101 Hótels við Hverfis- götu 8 til 10 árið 2009. Þetta kemur fram í ársreikningi rekstrarfélags hót- elsins, 101 Hótels ehf., sem skilað var til ársreikningaskrár þann 7. janúar síðastliðinn. Ingibjörg er eiginkona fjárfestisins Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar og eiga þau fasteignina í sam- einingu. Rekstrarfélag hótelsins er hins vegar skráð á Ingibjörgu eina. Í ársreikningnum kemur fram að eignir félagsins nemi tæpum 70 millj- ónum og að eigið fé félagsins sé nei- kvætt um sem nemur rúmum 152 milljónum króna. Staða félagsins er því alls ekki góð. Í skýrslu stjórnar kemur fram að félagið eigi í viðræðum við lánardrottna sína um „fjárhags- lega endurskipulagningu og eftirgjöf skulda“. Jafnframt kemur fram að Ingi- björg hafi ætlað að leggja félaginu til aukið hlutafé og að stefnt hafi verið að því að eiginfjárstaðan yrði jákvæð í lok árs 2010. Rúmlega 220 milljóna skuldir Heildarskuldir eignarhaldsfélags- ins nema nærri 222 milljónum króna samkvæmt ársreikningnum. Á móti þessum skuldum eru eignir sem nema 69 milljónum – félagið á ekki fasteign- ina sem hýsir hótelið líkt og áður seg- ir heldur er hún skráð á Ingibjörgu og Jón Ásgeir persónulega. Stærstu eign- ir félagsins eru viðskiptakröfur upp á rúmar 40 milljónir og og handbært fé upp á nærri 19 milljónir króna. Félagið IP Studium, sem er í eigu Ingibjargar, átti fasteignina áður en hún var færð yfir á hana og Jón Ásgeir í ársbyrjun í fyrra. IP Studium er jafn- framt einn af lánardrottnum rekstr- arfélags hótelsins en í ársreikningi þess félags fyrir árið 2008 kemur fram að það á 185 milljóna króna kröfu á hendur 101 Hóteli ehf. 197 milljóna kyrrsetningargerð bætist við Í veðbandayfirliti fasteignarinnar kemur fram að hún er veðsett upp á nærri 1,4 milljarða króna hjá Arion banka, Landsbankanum og Glitni. Á eigninni hvílir veðskuldabréf frá Ar- ion banka upp á 350 milljónir króna, 7 milljón dollara tryggingabréf frá Nýja-Landsbankanum og nærri 197 milljóna kyrrsetningargerð frá Glitni frá því um mitt ár í fyrra. Tvö síðast- nefndu veðböndin eru tilkomin vegna þess að Jón Ásgeir veðsetti íbúð sem hann keypti í New York með láni frá Landsbankanum árið 2007 án þess að bankinn vissi af því og krafðist bank- inn þess í kjölfarið að tryggingabréfið yrði fært yfir á hótelið. Hins vegar er 197 milljóna króna kyrrsetningargerð- in tilkomin vegna þess að Glitnir kyrr- setti eignir Jóns Ásgeirs til tryggingar á 6 milljarða króna skaðabótakröfu sem bankinn telur sig eiga á hendur hon- um og fleirum. Athygli vekur að í ársreikningi IP Studium kemur fram að veðsetning- in á hótelinu sumarið 2009 var láns- veðsetning í þeim skilningi að félag- ið lánaði fasteignina á Hverfisgötu sem veð fyrir tryggingabréfinu frá Landsbankanum. Í ásreikningnum segir: „Þann 30. júní 2009 veitti fé- lagið lánsveð að fjárhæð 7 millj. USD í fasteign félagsins að Hverfisgötu 8–10.“ Af þessu sést að fasteignin er afar veðsett og er stærsta veðsetn- ingin tilkomin vegna annarrar veð- setningar í New York. n Rúmlega 14 milljóna tap á 101 Hóteli 2009 n Eigið fé rekstrarfélagsins neikvætt um rúmar 150 milljónir n Hótelið var fært á nöfn Ingibjargar Pálmadóttur og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í ársbyrjun 2010 n 1,4 milljarðar króna hvíla á fasteigninni INGIBJÖRG TAPAR Á REKSTRI HÓTELSINS „Þann 30. júní 2009 veitti félagið láns- veð að fjárhæð 7 millj. USD í fasteign félagsins að Hverfisgötu 8-10. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 1,4 milljarðar hvíla á hótelinu 1,4 millj- arðar króna hvíla á fasteigninni á Hverfisgötu 8 til 10. Þar af er kyrrsetningargerð á hendur Jóni Ásgeiri upp á nærri 200 milljónir króna. Taprekstur á hótelinu Ingibjörg Pálmadóttir tapaði rúmum fjórtán milljónum króna á rekstri 101 Hótels árið 2009. Eigin- maður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, á hótelið með henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.