Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Síða 36
36 | Fókus 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað Háskóli Íslands fagnar aldarafmæli um helgina: Háskóli í heila öld Háskóli Íslands fagnar aldarafmæli sínu á laugardaginn og verður ýmis- legt um að vera í tilefni af því. Við- burðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin í litríku og lifandi ljósi. Þá gefst gestum tækifæri til að skoða rannsóknastofur, tæki og bún- að skólans og kynna sér námsfram- boðið en á fjórða hundrað námsleið- ir eru í boði innan skólans. Dagskráin hefst með athöfn á Há- skólatorgi klukkan 11 þar sem Katr- ín Jakobsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra opnar árlegan kynningardag háskólanna. Á með- al þess sem er á dagskrá til 16.00 er tónlist, Pollapönk, atriði úr Ballinu á Bessastöðum, tónleikar trúbadors, dans, leikhópasýning og glímu- keppni á Háskólatorgi. Verkfræði- og náttúruvísindasvið verður í Öskju með tilraunir, stjörnuskoðun, sjáv- arlífverur og eldorgel. Hugvísinda- svið verður í aðalbyggingu og verður drekadans, karókí, frönsk og japönsk menning og fornleifafræði á með- al þess sem þar er tekið fyrir og þá verður félagsvísindasvið í Odda þar sem kannað verður hvort fötin skapi manninn. Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní árið 1911 en hann var ein- mitt stofnaður á öðru aldarafmæli – afmæli Jóns Sigurðssonar forseta. Fyrstu 29 árin var hann til húsa í Alþingishúsinu við Austurvöll. Við stofnun Háskóla Íslands voru Presta- skólinn, Læknaskólinn og Lagaskól- inn sameinaðir og mynduðu hver sína deild skólans, auk þess sem heimspekideild var bætt við. Á fyrstu árunum voru nemend- ur við skólann aðeins 45 en í dag eru þeir á fjórtánda þúsund. Hvað ertu að gera? mælir með... KVIKMYND The Kings Speech „Colin Firth er frábær í hlutverki óvænta krúnuerfingjans Georgs sjötta, eða Bertie eins og hann var kallaður. “ Jón Ingi Stefánsson TÖLVULEIKUR Little Big Planet 2 á PS3 „Það reynir á sköpunargáfuna í þessum leik sem reynist fjölskyldumeðlimum á öllum aldri spennandi.“ LEIKVERK Ballið á Bessastöð- um „Sem bókmenntaverk er leikritið ekki nema upp á svona tvær stjörnur, ef þá það. Sýningin slagar hins vegar hátt í fjórar.“ Atli Óskar Fjalarsson Hvað ertu að lesa? „Ég les voðalega lítið bækur. Ég les aðallega á netinu. Ég les voða mikið greinar og veftímarit. Þar á meðal bleikt.is.“ Hvert er uppáhaldskaffihúsið þitt? „Ég fer aldrei á kaffihús, en mér finnst mjög gaman á Kebab-húsinu. Kíkja kannski þangað í pool með strákunum. Ég drekk nefnilega ekki kaffi.“ Hvenær fórstu síðast á tónleika? „Ég fór seinast held ég á tribute tónleika á Dillon, ccr. Þeir voru æðislegir, hreint út sagt frábærir. Annars fer ég ekki mikið á tónleika en það er alltaf gaman. Kannski geri ég ekki nógu mikið af því.“ Hvernig er venjulegur sunnudagur hjá þér? „Ég vakna upp úr tvö og fæ mér kannski eitthvað gott að borða. Eitthvað djúsí. Svo er bara legið í leti. Kíki mjög oft í bíó á sunnudögum, það er svona bíódagurinn minn.“ Les ekki bækur mælir ekki með... KVIKMYND Sanctum „Ef þú gerir lélega mynd og hún er í þrívídd þá er hún áfram ekkert annað en léleg mynd í þrívídd. Leiðindi í þrívídd eru ennþá leiðindi.“ Erpur Eyvindarson Sprengjugengið Sýnir listir sínar um helgina. S elma Björnsdóttir er með eindæm- um fjölhæf kona. Hún er afbragðs söngkona, leikkona og leikstjóri. Hún hefur einbeitt sér að anna- sömu leikhúslífinu síðustu ár og verið gíf- urlega afkastamikil. Framtakssemi hennar hefur vakið athygli en árið 2009 leikstýrði hún þremur risastórum verkum í leikhús- unum, Kardimommubænum, Grease og Oliver Twist og fékk lof fyrir. Selma hefur nú skipt um áherslur í líf- inu og hallar sér aftur að söngnum. Hún er heilluð af kántrítónlist og síðasta haust fékk hún tónlistarmenn til liðs við sig til að setja saman kántrídiskinn Alla leið til Tex- as. Miðnæturkúrekana skipa, auk Selmu, Vignir Snær Vigfússon, Pálmi Sigurhjart- arson, Benedikt Brynleifsson, Róbert Þór- hallsson og Matthías Stefánsson. Selma og Miðnæturkúrekarnir hafa slegið í gegn hjá landanum og verið dugleg að breiða út kántríboðskapinn. Á tónleikum sínum flytja þau kántrísmelli með Dolly Parton og Kenny Rogers, Johnny Cash og June Carter, Patsy Cline, Tammy Wynett og Lor- ettu Lynn ásamt lögum af diskinum Alla leið til Texas. Næstu tónleikar Miðnætur- kúrekanna verða á Akureyri á Græna hatt- inum nú um helgina, laugardaginn 19. febrúar. Einlægni og erfiðleikar hvunndagsins Selma segist helst heillast af þeirri ein- lægni sem einkennir tónlistina og sög- unum sem eru sagðar í lögunum. „Lögin fjalla oft um erfiðleika hvunndagsins, fá- tæktina, verkamannalífið, brostnar vonir, ástina og ástarsorgina. Svo heillast ég af söngstílnum sem er einstakur og það hef- ur verið mjög skemmtilegt að tileinka sér hann.“ Selma og Miðnæturkúrekarnir er ungt band og fleiri kúrekar alltaf að bætast í hópinn. „Það var stofnað í haust í kringum kántrídisk sem ég gerði. Ég fékk nokkra eðaltónlistarmenn til liðs við mig á diskn- um og það eru Vignir Snær Vigfússon, Benedikt Brynleifsson, Pálmi Sigurhjart- ar og Róbert Þórhalls. Mattíhas Stefáns- son hefur síðan bæst við og svo höfum við fengið Sigurgeir til að koma inn í og spila á steelgítar þegar við vorum með tónleika í Salnum. Þá hafa Ólöf Jara Skagfjörð og Jó- hanna Vigdís Arnardóttir troðið upp með okkur sem bakraddir. Þannig að við erum minnst sex, mest níu.“ Íslendingar vilja hlusta á kántrítónlist Selma segist merkja greinilegan kántrí- áhuga hjá landsmönnum því viðtökurn- ar hafa verið góðar. „Diskurinn Alla leið til Texas gekk vel í sölu, framar okkar björtustu vonum, og við fylltum Salinn í nóvember þannig að það er greinilega kántríáhugi hjá landsmönnum. Tónleik- arnir sem við höldum á Græna hattinum á laugardaginn eru þeir fyrstu eftir áramót og planið er að halda fleiri. Svo erum við með plön um að gera annan disk því okk- ur finnst þetta svo skemmtilegt.“ Gott að syngja aftur Eru þá mikil framtíðarplön í kántrísöngn- um hjá þér? „Græni hatturinn er það eina sem við höfum niðurneglt sem fullt band í augna- blikinu. Ég verð að syngja hér og þar líka og ætla að fara að bóka bandið á fleiri gigg bara strax þegar við komum að norðan. Veturinn er búinn að vera mjög skemmtilegur og hefur mest verið helg- aður söng og þessum diski. Það er gott að syngja aftur eftir að hafa verið nánast ein- göngu í leikhúsunum síðustu ár. Það gef- ur mér alltaf mikið að koma fram og fá að syngja fyrir fólk og ég vil endilega halda því áfram.“ Elskar Dolly Eitt vinsælasta lagið á plötu Miðnæturkú- rekanna er Litla dúfa, eða Little Sparrow með Dolly Parton, og á plötunni er ann- að lag úr smiðju Dolly; Litskrúðuga kápan, eða Coat of Many Colors. Selma er mikill aðdáandi Dolly Parton og er reyndar á leið á tónleika með henni næsta haust. „Ég hef verið mikill aðdáandi Dolly Parton síðan ég var lítil. Ég hlakka mjög mikið til að fara á tónleika með henni og fer með góðum vinkonum. Hún er blátt áfram, einlæg og óhrædd við að vera hún sjálf á allan mögu- legan hátt.“ Enginn bjánahrollur Lögin á Alla leið til Texas eru öll sung- in á íslensku. Selma segir það hafa verið áhættu en útkoman hafi reynst með ágæt- um. „Þau renna alveg fáránlega vel á okk- ar ylhýra, svona er alltaf áhætta en það er hvergi sem ég fæ bjánahroll þegar ég syng lög sem svo margir þekkja á íslensku. Sag- an sem sögð er í lögunum nýtur sín og skil- ar þeim tilfinningum sem hún á að gera.“ Aldrei liðið betur Selma segir að sér líði sérstaklega vel á sviði þegar hún syngur kántrítónlist. „Í raun og veru hefur mér aldrei liðið jafn- vel á sviði og þegar ég söng á útgáfutón- leikum mínum í haust. Maður verður svo afslappaður og einlægur. Lögin eru auð- vitað misjöfn en flest segja þau sögu sem vekur hughrif. Textinn er í fyrirrúmi og lögin laus við tilgerð. Maður fer inn í lögin á hjartanu.“ kristjana@dv.is Selmu Björnsdóttur leikkonu þykir það góð tilfinning að snúa sér að söngnum eftir að hafa nánast eingöngu verið í leikhúsunum síðustu ár. Hún syngur með kántrí- bandinu Miðnæturkúrekunum sem gaf út diskinn Alla leið til Texas í fyrra. Selma er gríðarlega hrifin af kántrítónlist, einlægninni sem einkennir hana og sögunum sem sagðar eru í lögunum sem oft eru um erfiðleika hvunndagsins, fátæktina, verkamannalífið og ástina. Hún fer létt með að tileinka sér söngstílinn og er einlægur aðdáandi drottning- ar kántrítónlistarinnar; Dolly Parton. Aldrei liðið betur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.