Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 20
T
æki maður mark á heiftúð-
ugri umræðunni eins og fram
fer á bloggsíðum og á Alþingi
gæti maður haldið að íslenska
hagkerfið væri löngu búið að bræða
endanlega úr sér. Og að samfélagið í
heild sinni hefði fyrir nokkru molnað
í sundur og lægi nú mélinu smærra
í göturæsinu. Því rekur mann eigin-
lega í rogastans þegar í miðju volæð-
inu dúkkar allt í einu upp frétt um
að skuldir þjóðarbúsins séu ekkert
svo ógurlegar eftir allt saman, eins
og hermt er í nýrri skýrslu Seðla-
bankans um efnahagsmál sem kynnt
var á miðvikudag. Við sem héldum
að þjóðin hefði sokkið ofan í dýpra
skuldafen en þekkist í veröld. Fleira
gerðist þessu tengt í vikunni því
þennan sama miðvikudag samþykkti
Alþingi loksins Icesave-helvítið eftir
tveggja ára leiðindi – sem höfðu legið
eins og lömunarmara á þjóðinni.
Moðreykur
Fyrir viku ræddi ég á þessum stað hvað
þjóðmálaumræðan væri orðin hrút-
leiðinleg. Frá hruni höfum við snúist í
endalausa hringi og spólað okkur föst
ofan í hjólför skítkastsins og almennra
leiðinda. Svo nú má spyrja hvort verið
geti að við höfum látið eigin moðreyk
blinda okkur sýn á raunverulega stöðu
þjóðarbúsins. Getur verið að ástand-
ið sé smám saman að færast í skikk-
anlegra horf? Svo virðist allavega vera
ef marka má þessa skýrslu Seðlabank-
ans. Og þó. Vandræðagangurinn við
að leiða brýnustu eftirhrunsmálin til
lykta hlýtur að setja strik í reikning-
inn. Skjaldborgin svokallaða reynd-
ist aðeins næfurþunn og illa stagbætt
tjaldborg, skilanefndir og slitastjórnir
voma enn eins og slafrandi hrægamm-
ar yfir föllnum fyrirtækjum, stjórnar-
skrármálið er í uppnámi, ekkert geng-
ur með að veita þjóðinni tilhlýðilega
hlutdeild í ágóða sjávarauðlindarinnar
og svo veit enginn almennilega hverj-
ir mega nýta orkuauðlindina. Svona
mætti áfram telja.
Þokunni létt
Í miðju hávaðarifrildinu er samt eins
og þokunni hafi eilítið létt af hjólum
efnahagslífsins sem virðast þrátt fyr-
ir allt enn malla í sæmilegum gangi
undir niðri. Útflutningsfyrirtækin skila
góðum afgangi og samkvæmt Seðla-
bankanum hefur hrein skuldastaða
þjóðarbúsins ekki verið skárri frá því
árið 1987. Ísland hefur raunar alltaf
verið ákaflega skuldsett en á áratugn-
um fyrir hrun urðu skuldirnar ósjálf-
bærar, voru þá orðnar 210 prósent af
landsframleiðslu. Samkvæmt skýrslu
Seðlabankans eru þær nú aðeins 18
til 38 prósent ef skuldir Actavis, sem
mestmegnis er í erlendri eigu, eru
skornar frá. Áætlað er að við fall fjár-
málakerfisins hafi ríkissjóður þurft að
taka á sig skuldir sem nema um það
bil 70 prósentum af vergri landsfram-
leiðslu, þrettán prósent eru erlend-
ar skuldir. Þar af skrifast hálft til fimm
prósent á Icesave-helvítið.
Sturtað yfir útlendinga
Seðlabankinn segir að skuldirnar séu
nú fyllilega sjálfbærar og bendir á að
þrátt fyrir að ríkið taki á sig auknar
byrðar fyrir fjármálastofnanir í einka-
eigu hafi tekjubólan í gróðærinu rak-
að skatttekjum til ríkisins sem hafi af
þeim sökum getað greitt niður erlend
lán. Hrein áhrif fjármálahrunsins nemi
í raun aðeins 40 prósentum af lands-
framleiðslu. Auðvitað mætti halda því
fram að skuldasöfnun einkaaðila komi
okkur hinum ekki hætishót við og því
sé hér verið að rugla í röngum efna-
hagsreitum en reynsla Íslands sýnir jú
einmitt hvað skuldasöfnun einkafyrir-
tækja getur komið illa niður á almenn-
ingi, til að mynda með falli krónunn-
ar. En semsé, góðu fréttirnar eru þær
að samkvæmt skýrslu Seðlabankans
erum við í svolítið skárri málum en við
héldum. Áratuginn fyrir hrun var tryllt-
ur halli á viðskiptum við útlönd eins og
glöggt mátti sjá á götum borgarinnar en
nú er góður viðskiptaafgangur á hverju
ári. Allt bendir því til að við náum jafn-
vægi fljótlega. Vissulega tókum við ekki
öll þátt í vitleysunni en öll erum við
samt sem áður dæmd til að taka þátt
í aðhaldinu. Það er auðvitað svínslega
svekkjandi en höfum þá í huga að obb-
anum af skuldunum var sturtað yfir út-
lendinga sem greiða langmest af rall-
andi óráðsíunni hér heima.
Fyrir sex árum kynnti Halldór Ás-grímsson, þá forsætisráðherra, draum sinn um að Ísland yrði
„alþjóðleg fjármálamiðstöð“. „Þetta
þarf í raun ekki að vera flókið,“ sagði
Halldór og vísaði til mannauðs okkar.
„Með samstilltu átaki getum við gert
þennan draum að veruleika.“ Næstu ár
á eftir varð það rétttrúnaður á Íslandi
að við værum einstaklega fær í fjár-
málum. Horft var fram hjá skuldum og
ekki spurt hvaðan peningarnir kæmu.
Gagnrýnendur voru útskúfaðir.
Nú endurómar ný blekking um
landið, en aðallega borgina. Þetta byrj-
aði á því að Katrín Júlíusdóttir iðnað-
arráðherra flutti ávarp í Bíó Paradís á
fullveldisdaginn. Bíóið er niðurgreitt
um minnst 27 milljónir króna úr rík-
issjóði og borgarsjóði til að sýna kvik-
myndir sem of fáir vilja sjá til að það
standi undir sér. Þar tilkynnti Katrín
að veltan af skapandi greinum væri
190 milljarðar, „meiri en af sjávarút-
vegi og landbúnaði til samans.“ Síðan
þá hefur verið gengið lengra og lengra.
Skapandi greinar eru „… burðarstoð
atvinnulífs,“ sagði hin vinstri græna
Kolbrún Halldórsdóttir í kjölfarið. Og
„… skapandi greinar hafa burði til að
verða arftaki stóriðjunnar sem aflstöð
íslensks atvinnulífs,“ sagði Skúli Helga-
son, þingmaður Samfylkingar. Bubbi
Morthens tónlistarmaður sagði nýlega
að fólk, sem vildi skera niður fram-
lög til lista, væri eins konar „hálfvitar“,
vegna þess hversu miklu listir velta.
Hugtakið „skapandi greinar“ hef-
ur mjög óljósa tilvísun. Það býður
upp á að vera misnotað, vegna þess
hvað það vísar til margs konar ólíkr-
ar starfsemi. Það er til dæmis grund-
vallarmunur á því sem stendur undir
sér sjálft, eins og til dæmis hugbún-
aðarfyrirtækið CCP, og því sem
stjórnmálamenn ákveða að niður-
greiða með því að leggja skatta á
annað fólk.
Ef menningarstarfsemi á að vera
lykilatriðið í að viðhalda lífsgæðum,
sem eru miklu meiri en víðast hvar í
heiminum, verðum við að vera sam-
keppnishæfari í menningu en aðrar
þjóðir. Aðstæður hérna þurfa á ein-
hvern hátt að vera betri en annars
staðar og það verður að vera hægt að
selja menninguna. Sótt er í að reisa
hér álver vegna þess að orkan er
ódýr. 82% ferðamanna koma hingað
til lands fyrir náttúruna. Það er freist-
andi að halda annað, en útlending-
um finnst náttúran miklu merkilegri
en fólkið hérna og menningin. Hug-
myndin um að við séum einstak-
lega skapandi þjóð sprettur úr sömu
þjóðernishyggju og sú að við séum
viðskiptasnillingar.
Í öllu þessu heyrist sjaldan
hvernig þetta er í raun og veru og
hefur verið í margar aldir. Sjávar-
útvegurinn hagnaðist um 45 millj-
arða í fyrra. Hann skapar um 200
milljarða í útflutningstekjur, sem
halda uppi samfélaginu. Þar höfum
við auðlindina, þekkinguna, tækn-
ina og hefðina. Hann er að bjarga
okkur í gegnum kreppuna. Og þetta
eru raunveruleg verðmæti og út-
flutningur, sem eru forsenda menn-
ingarstarfsemi.
Auðvitað á að skapa sem best-
ar aðstæður fyrir hvers kyns sprota-
starfsemi, og sérstaklega á arðvæn-
legum sviðum sem við þekkjum
betur en aðrir. Að gefnu tilefni ætt-
um við hins vegar að muna hvað-
an raunverulegu peningarnir koma.
Sjálfsblekkingin má ekki hlaupa með
okkur aftur í gönur. Það er blanda
af óskhyggju og afneitun að menn-
ingarstarfsemi sé nálægt því að vera
jafnmikilvæg og sjávarútvegur, hvað
þá mikilvægari.
Það þykir hins vegar ekki nógu
fínt í 101 Reykjavík. Þar er nú reynt að
reisa nýja skýjaborg á rústum alþjóð-
legu fjármálamiðstöðvarinnar.
Eldri maður, bæði lúinn og fá-tækur, kom að máli við mig um daginn. Hann bölvaði þjóðinni
af guðdómlegri einlægni, sneri sér
svo að alvarlegu málunum og spurði:
-Hvernig er það með þetta fólk hérna
á þessu skeri lengst norður í rassgati,
er ekki að finna hérna nema örfáar
heiðarlegar sálir?
Ég hikaði, einsog ég ætti von
á framhaldi. Og framhaldið kom:
-Hvernig er það, til dæmis með þetta
skítapakk þarna í Keflavík, getur
þessi andskotans lýður bara stolið
öllu úr Sparisjóðnum um hábjart-
an dag? Svo kemur Steingrímur bara
með fleiri seðlabúnt, bara rétt sís-
ona, svo þessi álappalegi slúbberta-
hópur geti haldið áfram sjálftökunni.
Á maður bara að leyfa þessu liði að
stela öllu steini léttara? Andskotinn
hirði alla þessa helvítis þjófa!
Ég verð eiginlega að taka það
skýrt fram, að þetta er nánast orð-
rétt haft eftir þessum gamla og
strangheiðarlega manni. En svo
ég segi ykkur kannski nokkur deili
á þessum vini mínum, þá er hann
ekkill, kominn af besta skeiði og lif-
ir núna – eftir 60 ára starfsævi – á líf-
eyri sem ekki dugir til að framfleyta
einstæðum ketti. Gamli maðurinn
á í dag ekki bót fyrir boruna. Okk-
ar yndislega samfélagi hefur tekist
að hirða af honum íbúðarholuna
og það litla sem hann á, er lítil ljós-
glæta; tíra í sálinni. Meira að segja
kötturinn er farinn frá honum og
veiðir nú þresti í stað þess að svelta
í fleti öldungsins.
En þessi aldni, hrumi, útjaskaði
og sárfátæki vinur minn spyr mig
sumsé að því hvort sparisjóðssukk-
ið í Keflavík sé enn eitt glæpamál-
ið sem við ætlum láta viðgang-
ast án þess að krefja menn um að
standa reikningsskil. Og það eina
sem ég gat gert var að yppa öxl-
um, hnoða saman vísu og bíða eftir
næstu spurningu. Og auðvitað kom
næsta spurning: –Getum við ekki
bara breytt helvítis varnarliðspytt-
inum í fangelsi? Þá myndi það alla-
vega skapa atvinnu handa þessu
liði sem heldur að frændi hans
Árna Johnsen sé Guð almáttug-
ur, skapari himins og jarðar. Þessir
andskotar fá bara lán á lán ofan og
þurfa ekki að leggja fram nein hel-
vítis veð.
Aftur verð ég að taka fram að
hér er um nánast orðréttar tilvitn-
anir að ræða. Ekki ætla ég þó að af-
saka orðbragð öldungsins, hann er
allajafna afar orðvar og kurteis. En
hann hélt áfram og sagði: –Þegar
hún Sigga mín veiktist þá þurfti ég
að taka lán og þeir heimtuðu íbúð-
ina sem veð. Og þegar ég gat ekki
borgað, var mér hent útá götu.
Um stræti Frónar flækist lið
með frekar léleg kjörin,
spurninganna spyrjum við
en spáum vart í svörin.
20 | Umræða 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað
„Sorrý að ég skuli
vera til.“
n Sölvi Tryggvason
fjölmiðlamaður svaraði
gagnrýni á pistil sem hann
skrifaði um menningu. – Pressan
„Þetta var eitt af
því sem nagaði
mig, að ég náði
ekki að vinna með
þetta.“
n Ragna Árnadóttir, fyrrverandi
dómsmála- og mannréttindaráðherra,
um málefni ungra stúlkna í fíkniefna-
neyslu. – DV
„Ég lyfti upp bolnum og
hún sagði: Ég vissi það! Þú
ert of feit, þú ert of feit.
Þú mátt fara heim!“
n Kolbrún Ýr Sturludóttir, sigurvegari
Ford-keppninnar á Íslandi, um þegar hún
var sögð of feit fyrir tískusýningu, þá 14
ára. – Monitor
„Það er mjög
óvenjulegt.“
n Örnólfur Thorsson
forsetaritari um að
Icesave-frumvarpið hafi verið
komið á borð forseta klukkutíma eftir
afgreiðslu. – Fréttablaðið
„Mamma var að bjarga
okkur.“
n Ungur drengur skrifaði bréf til
íslenskra þingmanna um föður sinn sem
beitti fjölskyldu sína ofbeldi. – DV
Nýja blekkingin okkar
Leiðari
Bókstaflega
Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar.„Hugmyndin um
að við séum ein-
staklega skapandi þjóð
sprettur úr sömu þjóð-
ernishyggju og sú að við
séum viðskiptasnillingar.
Þegar stórt er spurt …
Skáldið skrifar
Kristján
Hreinsson
„Á maður bara að
leyfa þessu liði að
stela öllu steini léttara?
Bingi segir nei
n Eyjubloggarinn Einar Steingríms-
son hefur krafið Björn Inga Hrafnsson,
nýjan útgefanda vefsíðunnar,
skýringa á fjár-
málabralli fyrri
ára. Sendi Einar
Birni Inga póst
með áskorun
um að hann
gerði hreint
fyrir sínum
dyrum. Björn
Ingi á félagið
Caramba sem ekki hefur um árabil
skilað ársreikningi. Hann fékk
milljónatugi að láni hjá Kaupþingi
með vafasömum tryggingum. Svar
Björns við ítrekuðum spurningum
bloggarans um það hvort hann
hygðist ekki gera grein fyrir brallinu
var einfalt: „Nei.“ Viðbúið er að
Einar fylgi í kjölfar þeirra bloggara
sem yfirgefið hafa Eyjuna vegna
húsbóndaskiptanna.
Gylfi fjárfestir ekki
n Á Flateyri er fólk almennt ánægt
með nýja eigendur að hinni gjald-
þrota fiskvinnslu Eyrarodda. Lykil-
maður í kaupun-
um er Sigurður
Aðalsteinsson
útgerðarmaður
sem hyggst hefja
vinnslu á Flat-
eyri á næstunni.
Það hefur flogið
fyrir að á meðal
bakhjarla vinnsl-
unnar sé sonur Sigurðar, Gylfi Sig-
urðsson, öflugasti knattspyrnukappi
Íslands. Gylfi spilar með þýska úr-
valsdeildarliðinu Hoffenheim og
er annar markahæsti leikmaður
liðsins. Þegar DV hafði samband við
hann vegna málsins þvertók hann
fyrir að vera fjárfestir með föður
sínum.
Heilsukóngur í stuði
n Björn Kristmann Leifsson, eigandi
World Class, vakti athygli á veit-
ingastaðnum Austri á föstudags-
kvöldið. Heilsukóngurinn var þar
ásamt eiginkonu sinni, Dísu. Fór
kappinn mikinn í hömlulítilli gleði
sinni. Vakti framganga hans mikla
athygli annarra gesta og dyravarða
staðarins. Dvaldi Björn á staðnum
fram eftir kvöldi en hvarf síðan
snögglega á braut ásamt konu sinni.
Vinsæll mágur
n Georg Lárusson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, má vel una við þá
niðurstöðu MMR að almenningur
treysti Gæslunni
best af stofnun-
um ríkisins. Hins
vegar hlýtur það
að vera mönnum
áhyggjuefni að
fæstir treysta
Hæstarétti en
þriðjungur svar-
enda ber lítið eða
mjög lítið traust til réttarins. Eflaust
ræður þar miklu að hluti dómaranna
við réttinn er skipaður pólitískt þar
sem tengslin við Davíð Oddsson,
fyrrverandi forsætisráðherra, virtust
skipta mestu máli. Vinsældir Georgs
í þessu samhengi eru skondnar þar
sem hann er mágur Davíðs.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Spólað upp úr förunum
Kjallari
Dr. Eiríkur
Bergmann