Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 19
Erlent | 19Helgarblað 18.–20. febrúar 2011 25% afsláttur af hvítum háglans innréttingum Sérhæfum okkur í innréttingum fyrir heimili á lágmarksverði Varnarmálaráðherra Þýskalands, Karl-Theodor zu Guttenberg, virð- ist hafa stundað grófan ritstuld við gerð doktorsritgerðar í lögfræði sem hann skilaði árið 2006. Þýska dag- blaðið Süddeutsche Zeitung greindi frá þessu á miðvikudag. Málið hef- ur vakið mikla athygli í Þýskalandi en Guttenberg hefur undanfarin tvö ár verið vinsælasti stjórnmálamað- ur Þýskalands samkvæmt skoðana- könnunum. Ritgerð Guttenbergs fjallaði um stjórnarskrár Bandaríkj- anna og Evrópusambandsins og var henni skilað til háskólans í Bayreuth og hlaut hann ágætiseinkunn fyr- ir verkið. Nú er hins vegar ljóst að maðkur var í mysunni, en háskóla- ráð Bayreuth-háskóla hefur nú tekið málið til rannsóknar. Hefði verið heiður Klara Obermüller, 70 ára bókmennta- fræðingur frá Sviss, er á meðal þeirra sem hafa stigið fram og bent á að Gutt enberg hafi tekið frá henni efni án þess að geta heimilda. „Mér finnst þetta bæði neyðarlegt og hræðilegt, en ætli maður verði ekki að reikna með að slíkt geti gerst nú til dags,“ sagði Obermüller. „Það hefði verið lítið mál fyrir hann að setja tilvísunarnúmer við textann og benda á hvaðan hann var tekinn í neðanmálsgrein. Hefði hann gert það, hefði mér fundist heiður af.“ Textinn sem Guttenberg tók ófrjálsri hendi birtist fyrst í grein Obermüller í svissneska blaðinu Neue Zürcher Zeitung (NZZ) árið 2003. Obermüller sagði að hún myndi þrátt fyrir allt ekki fara fram á neinar skaða- bætur, en ritstjóri NZZ, Felix Müller, sagði að hann myndi í það minnsta sækjast eftir afsökunarbeiðni frá Gutt- enberg. Fjöldi annarra dæma Tilfelli Obermüller verður að telj- ast grafalvarlegt þar sem Gutten- berg minnist ekki á hana einu orði í heimildaskrá. Það sama gildir um ritstuld frá Wilfred Marxer, rann- sóknarstjóra Liechtenstein-stofn- unarinnar í lögfræði. Guttenberg tók orðrétt fjölda kafla úr ritgerð Marxer um ríkisatkvæðagreiðslur í Bandaríkjunum. „Hann hefði auð- veldlega geta umorðað þessa kafla og gert þá að sínum,“ sagði Marxer. Aðrir höfundar eru nefndir á nafn í heimildaskrá Guttenbergs, en fjöldi þeirra hefur kvartað yfir því að varnarmálaráðherrann hafi engu að síður ekki farið rétt að við heimildaskráningu. Hann hafi til að mynda getið heimilda á einum stað, en nýtt sömu heimild ann- ars staðar án þess að geta hennar. Stjórnmálafræðingurinn Barbara Zehpfennig er einn þessara höf- unda. „Þetta er klárt brot á reglum fræðimanna.“ Málið til rannsóknar Leiðbeinandi Guttenbergs við ritgerð- ina, Peter Päberle, kom skjólstæðingi sínum til varnar og sagði verk hans einfaldlega fyrsta flokks. Segja frétta- skýrendur í Þýskalandi að frægð Gutt- enbergs og vinsældir gætu hjálpað honum við að verjast ásökunum um ritstuld. Mál hans er þrátt fyrir það til rannsóknar í háskólanum í Bayr- euth og einnig í Sambandi þýskra há- skóla (Deutsche Hochschulverband). Talsmaður sambandsins sagði á mið- vikudag að „frægð eigi ekki að vera varnarskjöldur.“ Nái háskólaráð Bayr- euth-háskóla að sanna að um ritstuld hafi verið að ræða, verður Guttenberg að taka afleiðingunum. Hann verður væntanlega sviptur doktorsgráðunni. Varnarmálaráðherra Þýskalands, Karl-Theodor zu Guttenberg, er sak- aður um ritstuld n Hefur verið vinsælasti stjórnmálamaður Þýskalands undanfarin tvö ár n Verður líklega sviptur doktorsgráðu í lögfræði RITSTULDUR RÁÐHERRA „Þetta er klárt brot á reglum fræðimanna. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Karl-Theodor Freiherr zu Guttenberg. Varnarmála- ráðherra Þýskalands er af aðalsættum og er vinsælasti stjórnmálamaður Þýskalands. Það kann nú að breytast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.