Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Helgarblað 18.–20. febrúar 2011 Niðurfelling á tekjuskatti lögaðila samkvæmt lögum um greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum nr. 24/2010. Alþingi samþykkti þann 18. desember 2010 lög sem heimila Tollstjóra að fella niður hluta tekjuskatts lögaðila að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Tollstjóra er heimilt að fallast á beiðni um niðurfellingu tekjuskatts að hluta, enda telji Tollstjóri hags- munum ríkissjóðs betur borgið með slíkri niðurfellingu. Athygli skal vakin á því að umsækjandi niður- fellingar skal vera í skilum með skatta og gjöld sem falla ekki undir greiðsluuppgjör. Fallist Tollstjóri á niðurfellingu hluta tekjuskatts munu eftirstöðvar hans ásamt öðrum skattskuldum sem falla undir greiðsluuppgjör samkvæmt lögum 24/2010 verða settar á skuldabréf. Skuldabréfið er til 5 ára með mánaðarlegum afborgunum og verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs en án vaxta. Fyrsta afborgun af skuldabréfinu er 1. júlí 2012. Á vef Tollstjóra eru ítarlegar upplýsingar um niðurfellingu tekjuskatts lögaðila ásamt umsóknareyðublaði. http://tollur.is/greidsluuppgjor/nidurfelling NIÐURFELLING TEKJUSKATTS LÖGAÐILA TOLLSTJÓRI, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, sími: 560 0300, fax: 551 6620, vefur: www.tollur.is Greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum einstaklinga og lögaðila sem eru og hafa verið í atvinnurekstri Alþingi samþykkti þann 18. desember 2010 lög sem breyta skilyrðum þess að einstaklingar og lög- aðilar geti sótt um greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum samkvæmt lögum nr. 24/2010. Sjá VI. kafla laga nr. 165/2010. Skilyrðum laganna hefur verið breytt á þann veg að nú geta lögaðilar og einstaklingar sem eru eða hafa verið í atvinnurekstri sótt um greiðsluuppgjör á virðisaukaskatti, staðgreiðslu tryggingagjalds, staðgreiðslu opinberra gjalda og þing- og sveitarsjóðsgjöldum sem gjaldféllu fyrir 1. janúar 2010. Athygli skal vakin á því að umsækjandi greiðsluuppgjörs skal vera í skilum með skatta og gjöld sem falla ekki undir greiðsluuppgjör. Í greiðsluuppgjöri felst að gjaldandi fær frest til greiðslu þeirra gjalda sem undir greiðsluuppgjörið falla til 1. júlí 2011. Gjöldin bera ekki dráttarvexti á freststímabilinu 1. janúar 2010 til 30. júní 2011. Að uppfylltum skilyrðum, sem fram koma í lögunum, getur gjaldandi skuldbreytt vanskilum gjalda sem undir greiðsluuppgjörið falla þann 1. júlí 2011, með því að gefa út skuldabréf til greiðslu vanskilanna. Skuldabréfið er til 5 ára með mánaðarlegum afborgunum og verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs en án vaxta. Fyrsta afborgun af skuldabréfinu er 1. júlí 2012. Á vef Tollstjóra eru ítarlegar upplýsingar um reglur og skilyrði greiðsluuppgjörs ásamt umsóknareyðublaði. http://www.tollur.is/greidsluuppgjor GREIÐSLUUPPGJÖR OPINBERRA GJALDA TOLLSTJÓRI, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, sími: 560 0300, fax: 551 6620, vefur: www.tollur.is sýna alvarlegan hegðunarvanda sem eiginlega enginn ræður almennilega við og þurfa þess vegna að fá sérúr- ræði. En þetta eru kannski örfáir ein- staklingar á hverjum tíma fyrir sig.“ Hann segir þessa umræðu oft hafa komið upp, hvort setja eigi upp stofnun sem væri á vegum Barna- verndarstofu en í náinni samvinnu við geðheilbrigðiskerfið, en bendir á að það væri þá mjög dýrt úrræði þar sem manna þyrfti mjög mörg störf fyrir örfáa einstaklinga. „Þessi stofn- un er ekki til í dag en í staðinn reyna menn að skraddarasníða fósturúr- ræði, það er styrkt fóstur með auk- inni mönnun, eða þá að þessi börn eru vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu til lengri tíma. Dýrt úrræði Ólafur segir að velferðarráðuneyt- ið mætti skoða hvort ekki borgaði sig að koma á fót langtímaúrræði í samvinnu barnaverndaryfirvalda og Barna- og unglingageðdeildar fyr- ir allra verstu tilvikin. „Það er ljóst að svoleiðis stofnun yrði örugglega eitt dýrasta úrræðið í kerfinu og ekki endilega efst á forgangslistanum. Það er því skiljanlegt að stjórnvöld stígi varlega til jarðar með að setja upp nýja stofnun sem yrði mjög dýr miðað við fjöldann sem nyti þjónust- unnar.“ Hér eftir sem hingað til þurfi starfsmenn Barnaverndar, fötlunar- þjónusta sveitarfélaganna, Barna- verndarstofa og BUGL að vinna sam- an að því að koma upp viðunandi ummönnun og meðferð í hverju til- viki þegar um er að ræða alvarlega andfélagslega hegðun og þroska- og geðraskanir. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á BUGL „Þessi stofnun er ekki til í dag en í staðinn reyna menn að skraddarasníða fósturúrræði.“ Karlmaður dæmdur fyrir kynferðislega misnotkun: Fimm mánaða fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi 45 ára karlmann fyrir kynferðislega áreitni síðastliðinn miðvikudag. Brotið átti sér stað aðfaranótt 19. júní í fyrra. Maðurinn viðurkenndi að hafa snert kynfæri konu innanklæða í kjallaraíbúð í Reykjavík. Maðurinn kveðst hafa talið að hún væri því samþykk og neitaði að um kynferð- isbrot hefði verið að ræða. Maðurinn sagði að samskipti þeirra um nóttina hefðu verið með þeim hætti að hann hefði talið að „eitthvað væri komið í gang“ á milli þeirra. Hann hefði talið að hún væri að reyna við sig og hon- um ekki fundist hann þurfa að spyrja hvort hann mætti snerta hana með þeim hætti sem hann gerði. Nefndi hann í þessu sambandi ýmis dæmi um kynferðislegt tal og látbragð sem konan hefði viðhaft um nóttina. Konan lýsti því fyrir dómi að hún hefði farið í teiti með mann- inum ásamt annarri konu eftir lok- un skemmtistaða. Þau hefðu setið að drykkju þegar hann sýndi þeim klámmynd í tölvu sinni. Konan segist hafa sofnað í sófa mannsins en vakn- að við að hann var að þukla á klofi sínu. Konan lýsti því að sér hefði ver- ið mjög brugðið og misboðið og hún stöðvað manninn. Hún hefði síðan hringt í Neyðarlínuna og beðið um aðstoð. Í upptökunni af símtalinu við Neyðarlínuna mátti heyra að konan var í miklu uppnámi. Dómnum fannst ekki líklegt að konan hefði gefið til kynna að hún hefði áhuga á kynferðislegu sam- bandi við manninn. Fór svo að hann var dæmdur í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða konunni 300 þúsund krónur. hanna@dv.is Erfið mál Ólafur segir að stundum hafi foreldrar miklar áhyggjur af því hvar börnin eigi að vera. Þeir treysti sér ekki til að hafa þau heima vegna erfiðleika. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.