Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 30
Skúli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Vogaskóla, Héraðsskólanum í Reykjanesi, stundaði nám við Menntaskólann á Ísafirði og Ármúlaskóla, lauk kenn- araprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1992 og stundaði nám í sálfræði við Háskóla Íslands í tvö ár. Skúli starfaði í mörg ár á sambýli fyrir einhverfa og á sambýli fyrir fjöl- fatlaða. Þá starfaði hann um árabil við Kleppsspítalann og á unglingageð- deild. Hann kenndi við Einholtsskóla í Reykjavík 1994–96 og síðan við Dal- víkurskóla 1997–2001, við Grunnskól- ann í Sandgerði 2001–2004, við Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði 2004–2008 en hefur starfað hjá Námsmatsstofnun síðan. Skúli hefur sungið með ýmsum kórum, s.s. Kór Menntaskólans á Ísa- firði, Kór Fjölbrautaskólans í Ármúla, Samkór Svarfdæla og í Karlakórnum Víkingum á Suðurnesjum. Fjölskylda Skúli kvæntist 11.7. 1998 Lindu Björk Holm, f. 18.6. 1961, sjúkraliða og við- skiptafræðingi og forstöðumanni við sambýli. Hún er dóttir Jóns H. Holm, fyrrv. leigubifreiðarstjóra í Danmörku, og Eddu Vilborgar Guðmundsdóttur, forstöðukonu við sambýli í Reykjavík. Börn Skúla og Lindu Bjarkar eru Þórdís Edda Holm Skúladóttir, f. 20.4. 1992, nemi; Sturla Holm Skúlason, f. 26.6. 1995, nemi. Systkini Skúla eru Sigurður Péturs- son, f. 30.1. 1955, d. 1.1. 1983, prent- ari, var búsettur í Reykjavík; Ásta Pét- ursdóttir, f. 13.4. 1956, nú látin, var búsett í Bandaríkjunum; Margrét Pét- ursdóttir, f. 3.11. 1966, aðstoðarmað- ur tannlæknis og vþm., búsett í Hafn- arfirði. Foreldrar Skúla: Pétur Sigurðs- son, f. 2.7. 1928, d. 16.12. 1996, for- stjóri Hrafnistu og alþm., og Sigríður Sveinsdóttir, f. 1.7. 1931, skrifstofu- maður. Ætt Pétur var sonur Sigurðar, kaup- manns í Keflavík Péturssonar, sjó- manns í Keflavík Jónssonar, frá Kata- dal í Húnavatnssýslu Jónssonar. Móðir Sigurðar var Ingibjörg, systir Þórðar, langafa Jóns Guðmundsson- ar, oddvita á Reykjum í Mosfellssveit, og langafa Vigdísar, móður Láru Ragnarsdóttur, fyrrv. alþm. Þórður var afi Erlendar Ó. Péturssonar, for- manns KR, sem var móðurbróðir Péturs Guðfinnssonar, fyrrv. fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins. Ingi- björg var dóttir Jóns, b. og skipa- smiðs í Engey Péturssonar, b. í Engey Guðmundssonar. Meðal barna Pét- urs í Engey voru Guðrún, langamma Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra og Sveins, afa Bjarna Bene- diktssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, Sigríður, langamma Péturs Sigurgeirssonar biskups og Péturs Sigurðssonar, fyrrv. forstjóra Land- helgisgæslunnar, og Halldóra, lang- amma Gunnars í Þórshamri, föður Þorsteins, leikara og arkitekts. Móðir Péturs var Birna Ingibjörg, dóttir Hafliða, sjómanns í Reykja- vík, bróður Bjarna vígslubiskups, afa Guðrúnar Ágústsdóttur, fyrrv. for- seta borgarstjórnar. Hafliði var son- ur Jóns, tómthúsmanns í Mýrarholti í Reykjavík Oddssonar, b. á Vind- ási í Kjós Loftssonar. Móðir Jóns var Kristín Þorsteinsdóttir, systir Kristín- ar eldri, langömmu Þuríðar Pálsdótt- ur óperusöngkonu og Jórunnar Viðar tónskálds, móður Katrínar Fjeldsted, læknis og fyrrv. borgarfulltrúa og alþm. Móðir Hafliða var Ólöf, systir Guðnýjar, ömmu Jóhannesar Zoega hitaveitustjóra, föður Tómasar Zoega yfirlæknis, Guðrúnar Zoega verk- fræðings og Benedikts Jóhannesson- ar forstjóra. Ólöf var dóttir Hafliða, tómthúsmanns í Nýjabæ í Reykjavík Nikulássonar og Guðfinnu Péturs- dóttur, systur Jóns í Engey, afa Sigurð- ar, föður Péturs. Sigríður er dóttir Sveins, bróður Fannýjar Kristínar, móður Ingvars Gíslasonar, fyrrv. alþm. og ráðherra. Sveinn var sonur Ingvars, alþm. á Ekru Pálmasonar, b. á Ásum í Aust- ur-Húnavatnssýslu Sigurðssonar. Móðir Pálma í Ásum, var Ingibjörg, systir Elísabetar, langömmu Árna Elfar, tónlistarmanns og myndlist- armanns. Bróðir Ingibjargar var Er- lendur, hreppstjóri í Tungunesi, afi Sigurðar, skólameistara á Akureyri, föður listmálaranna Steingríms og Örlygs, föður Sigurðar myndlistar- manns. Annar bróðir Ingibjargar var Jón, alþm. í Stóra-Dal, faðir Þor- leifs alþm. og Pálma, föður Jóns al- þingisforseta, föður Pálma, fyrrv. alþm. og ráðherra. Móðir Ingvars á Ekru var Guðrún Björg Sveinsdótt- ir. Móðir Sveins Ingvarssonar var Margrét Guðmundína, dóttir Finns Guðmunssonar og Önnu Margrétar Guðmundsdóttur. Móðir Sigríðar var Ásta Fjeldsted. 30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað Guðni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1961, fyrrihluta- prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1964, lokaprófi í eðlisfræði (Dipl. Phys.) með sérhæfingu í kjarneðlis- fræði frá TU Karlsruhe 1968, dokt- orsprófi frá sama skóla (Dr. rer.nat.) 1972, en ritgerðin fjallaði um hnignun óhlaðinna miðeinda. Guðni stundaði rannsóknir í ör- eindaeðlisfræði við TU Karlsruhe 1969–72, þar af í eitt ár við CERN, Kjarneðlisfræðistofnun Evrópu í Genf, stundaði rannsóknarstörf í samvinnu við rússneska vísindamenn í Serpu- khov í Rússlandi 1973–74, var verk- fræðingur hjá CERN við uppsetningu tölvubúnaðar og gerð forrita til stjórn- unar og gagnasöfnunar fyrir neutrino- geisla frá prótónusynchroton (SPS) 1974–79, var síðan sérfræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands 1979–82 en réðst þá til hugbúnaðar- fyrirtækisins Tölvars ehf. Hann starf- rækti það fyrirtæki lengi í samstarfi við aðra en er nú einn eigenda. Starfssvið Tölvars ehf. er einkum gagnagrunns- forritun og rauntímakerfi, en við- skiptavinir eru opinberir aðilar, verk- fræðistofur og iðnfyrirtæki. Guðni fékkst um árabil við stunda- kennslu og prófdómarastörf í eðlis- fræði við Háskóla Íslands og hefur einnig setið í dómnefndum vegna stöðuveitinga við skólann. Guðni hefur starfað í Sjálfstæðis- flokknum, var m.a. í allmörg ár í stjórn Sjálfstæðisfélags Seltirninga og hefur setið í nefndum og ráðum fyrir flokk- inn á Seltjarnarnesi og í Reykjanes- kjördæmi. Fjölskylda Guðni kvæntist 12.10. 1963 Þóru Th. Hallgrímsson, f. 9.10. 1943, en hún er dóttir Thors G. Hallgrímssonar, fram- kvæmdastjóra í Reykjavík, og k.h., Ólafíu Guðlaugar Jónsdóttur. Þóra hefur starfað lengi að ferðamálum, var. m.a. í mörg sumur leiðsögumað- ur erlendra ferðamanna um Ísland. Börn Guðna og Þóru eru Þóra, f. 24.3. 1964, BA í ensku og frönsku, en eiginmaður hennar er Vilhelm Stein- sen, löggiltur dómtúlkur og skjala- þýðandi, og eiga þau hjón og reka Þýðingarstofuna í Reykjavík en börn þeirra eru Ásta Kristensa, f. 1.3. 1994, Una Kamilla, f. 17.12. 1996, og Garð- ar Thor, f. 10.5. 1998; Gunnar, f. 3.2. 1968, PhD í rafmagnsverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn en kona hans er Sigríður Hilda Radomirsdóttir, raf- magnsverkfræðingur og framhalds- skólakennari í Kaupmannahöfn og er sonur þeirra Egill Milan, f. 23.6. 1998; Kjartan, f. 13.11. 1972, slagverksleikari og tónlistarkennari, en dóttir hans og Karenar Maríu Jónsdóttur, sviðsstjóra við Listaháskóla Íslands, er Gígja, f. 7.11. 2000. Bræður Guðna eru Benedikt Gunnar Sigurðsson, f. 22.1. 1945, fyrr- verandi starfsmaður Landsvirkjun- ar, kvæntur Áslaugu Þorleifsdóttur húsmóður og eiga þau tvö börn, Ástu Sigríði og Sigurð Gunnar; Ingibergur Sigurðsson, f. 17.5. 1947, vörubifreið- arstjóri á Þrótti, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Guðna: Sigurður Bene- diktsson, f. 22.9. 1908, d. 4.11. 1976, bifreiðarstjóri í Reykjavík, og kona hans, Ásta Guðnadóttir, f. 12.9. 1915, d. 1.2.2008, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Benedikts, sjó- manns og verkamanns í Reykjavík, bróður Kristbjargar, móður Marteins, verkfræðings á Selfossi, föður Björns, verkfræðings og arkitekts. Krist- björg var einnig móðir Erlends, fyrrv. sýslumanns og bæjarfógeta á Seyð- isfirði, föður Jóns lögmanns. Bene- dikt var einnig bróðir Þóru, móður- ömmu Ingjalds Hannibalssonar. Þá var Benedikt bróðir Soffíu, ömmu Georgs Ólafssonar, fyrrverandi for- stöðumanns Samkeppnisráðs. Bene- dikt var sonur Péturs, b. í Miðdal í Kjós Árnasonar, b. í Hagakoti, bróður Guð- mundar, langafa Guðmundar, föður Einars Más rithöfundar. Árni var son- ur Árna, b. á Vatnsenda Pétursson- ar, vefara á Vatnsenda Jónssonar, b. á Rauðará Ólafssonar. Móðir Péturs í Miðdal var Guðný Magnúsdóttir, b. á Stærribæ í Grímsnesi Bjarnasonar, b. í Efstadal Jónssonar. Móðir Bendikts var Margrét, dóttir Benjamíns Jóns- sonar, b. í Miðdal og Flóakoti í Kjós, og Kristínar Þorkelsdóttur, b. í Prestshús- um í Húnavatnssýslu Þorlákssonar. Móðir Sigurðar var Guðrún Þór- arinsdóttir, b. á Harðbala í Kjós, Ingj- aldssonar, b. í Eyjum og á Eyjahóli, Ingjaldssonar og Guðrúnar Gríms- dóttur. Móðir Hólmfríðar var Jón, b. í Bæ, Ólafsson og Hólmfríður Þórð- ardóttir. Ásta, móðir Guðna, var dóttir Guðna, kolakaupmanns í Reykjavík Einarssonar, b. að Hömrum í Eystri- hreppi Jónssonar, b. að Minna-Hofi Gíslasonar. Móðir Einars var Guðný Einarsdóttir, b. að Svínavatni í Gríms- nesi, langafa Sigurðar Hlíðars yfir- dýralæknis. Móðir Guðna kolakaup- manns var Guðrún Björnsdóttir, b. á Hjallanesi á Landi Björnssonar, b. þar Gíslasonar. Móðir Ástu var Jóna Ása Eiríks- dóttir, stýrimanns í Reykjavík Eiríks- sonar. Guðni Georg Sigurðsson Eðlisfræðingur 85 ára 85 ára Skúli Pétursson Kennari og starfsmaður Námsmatsstofnunar 70 ára á föstudag 50 ára á laugardag Viggó fæddist á Húsavík og ólst þar upp hjá móður sinni og þremur systkinum. Hann fór fjórtán ára til Reykjavíkur, var vinnu- maður og kúskur á Blikastöðum í Mosfellsbæ og hóf sautján ára störf við matvöruverslun Sláturfélags Suð- urlands við Laugaveg 42 þar sem hann var verslunarstjóri um árabil. Viggó stofnaði, ásamt vini sín- um, verslanirnar Hlíðakjör og Litla- kjör sem þeir ráku saman í fyrstu. Viggó og fjölskylda hans ráku síð- an þessar verslanir í mörg ár. Hann stofnaði einnig, ásamt öðrum, kjöt- iðnaðarstöðina Kjötver hf. og var framkvæmdastjóri og stjórnarfor- maður hennar fyrstu tíu árin. Þá stofnaði hann og rak heildverslunina Sæfell sf. sem stundaði inn- og út- flutning. Viggó hætti smásölurekstri 1973. Viggó stofnaði Jógastöðina Heilsu- bót, Hátúni 6a, 1974, og veitti hennar forstöðu í fjórtán ár er nýir eigendur tóku við. Hann lauk síðan löngum og annasömum starfsferli sem fulltrúi hjá Verðlagsstofnun. Viggó var formaður Félags kjöt- verslana í Reykjavík um skeið og var frumkvöðull að og framkvæmdastjóri við stofnun og rekstur Innkaupa- sambands matvöruverslana, IMA, sem var starfrækt um langt árabil. Þá stundaði hann hestamennsku og jarðrækt á jörð sinni á Snæfellsnesi. Fjölskylda Viggó kvæntist 20.3. 1954 Kolbrúnu Guðmundsdóttur, f. 21.12. 1932, snyrtisérfræðingi og sjúkraliða. Hún er dóttir Guðmundar Halldórssonar, framkvæmdastjóra Brúar og forseta Landssambands iðnaðarmanna, og k.h., Jóhönnu Lovísu Jónsdóttur hús- móður. Börn Viggós frá fyrra hjónabandi og Hjördísar Georgsdóttur, eru Kol- brún María Viggósdóttir, f. 11.2. 1950, framkvæmdastjóri í Hafnarfirði; Ben- óný Bergmann, f. 10.5. 1951, rafeinda- virki í Reykjavík. Börn Viggós og Kolbrúnar eru Egill, f. 1.10. 1953, guðfræðingur og fyrrv. sjúkraflutningamaður, búsettur í Hveragerði; Jóhanna Lovísa, f. 22.10. 1954, d. 15.4. 2010, var frumumeina- tæknir í Reykjavík; Sigurður Viðar, f. 15.7. 1958, húsasmíðameistari í Nor- egi. Sonur Kolbrúnar og uppeldisson- ur Viggós er Guðmundur Björnsson, f. 29.4. 1951, sölustjóri hjá Skeljungi. Systkini Viggós: Gunnar Berg- mann, f. 15.10. 1922, nú látinn, fram- kvæmdastjóri Sameinaða gufuskipa- félagsins; Vigfús, f. 18.1. 1924, nú látinn, leigubifreiðarstjóri í Reykjavík; Áslaug Bergmann, f. 21.6. 1927, hús- móðir í Hastings í Minnesota í Banda- ríkjunum. Foreldrar Viggós voru Jónína M. Gunnarsdóttir, húsmóðir og fyrir- vinna fjöldskyldunnar, af Buchsætt, búsett á Húsavík en síðustu ár sín í Reykjavík, og Sigurður Vigfússon frá Kálfárvöllum í Staðarsveit, forstöðu- maður trúfélagsins ZION, heimatrú- boðs leikmanna og útgefandi kristi- legs vikurits. Viggó M. Sigurðsson Fyrrv. framkvæmdastjóri 85 ára á sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.