Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 42
42 | Lífsstíll 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað Litríkt vor og sumar Hvernig tækla má litríka tísku: Vorið og sumarið verða einstak- lega litrík ef marka má sýningar hátískuhúsanna. Vorlína tísku- hússins Gucci sló öll met hvað þetta varðar og lína þeirra skart- aði flíkum í hinum vandmeðfarna appelsínugula lit. Fyrir þær allra íhaldssömustu gæti verið erfitt að færa sig úr hefðbundnari lita- pallettu yfir í æpandi gula, rauða, appelsínurauða og bláa liti. Hér eru nokkrar hugmyndir að lita- gleði fyrir þær sem telja litagleð- ina ókannaðan heim. Töskur og skór frá Ed Hardy Nú er hægt að fá skó og töskur frá Ed Hardy og Christian Audigi- er á Íslandi. Vörur þessa merkis eru einstaklega litríkar og skrautlegar. Skær augnmálning Notaðu skæra liti á augnlokið og annan skæran lit sem augnlínublýant. Til að mynda bleikan og grænan eins og hér er sýnt. Ef þú vilt ganga enn lengra geturðu notað litaðan maskara en plómulitaður maskari kemur sterkur inn í ár. Skærir varalitir Veldu þér skæran varalit í bleikum, fjólubláum og appelsínurauðum tónum til að undirstrika litagleðina. Skærlitur klæðnaður Fáðu þér nokkrar flíkur í skærum litum, hárauðar gallabuxur eða flauelsbuxur. Bleikan síðan bol og þá smellpassa skórnir frá Kron Kron þar sem litagleðin ræður ríkjum inn í þessa tísku. Hausttískan 2011 er sýnd um þessar mundir á tísku- vikunni í New York. Hæst bar sýningu Marc Jacobs þar sem hann sýndi latex-doppur og þröng snið. Fyr- irsæturnar báru litla hatta sem segja má að hafi sett doppuna yfir i-ið. Sýning Tommys Hilfiger þótti enn fremur velheppnuð en rísandi stjörnur ársins eru þó án efa Olsen-systur sem stimpluðu sig vandlega inn með herralegum, dramatískum og mystískum fatnaði. Það besta á tískuvikunni í New York Tommy Hilfiger Kvenfatnaðurinn frá Tommy Hilfiger hefur á sér herralegan blæ eins og vant er en kjólar hans sem minna á náttföt komu skemmtilega á óvart. The Row Mary-Kate og Ashley Olsen fengu mikið lof fyrir dömulega og mystíska útfærslu sína á herrafatnaði. Merki þeirra The Row er það heitasta í Stóra eplinu um þessar mundir. Rebecca Taylor Klassískur kvenleiki var það sem Rebecca Taylor gekk út frá. Bleiki liturinn og mynstur fengu óskipta athygli á sýningu hennar en þess utan sýndi hún fínlegar buxur sem minntu á stíl Grace Kelly og Audrey Hepburn. Jason Wu Aðdáendur Audrey Hepburn fengu gæsahúð á sýningu Jason Wu sem sýndi meistaralega útfærslu af dömulegum svörtum kokkteilkjól með hvítu undirpilsi. Marc Jacobs Marc Jacobs kom verulega á óvart með því að nota latexefni, pallíettur, þröng snið, pils og stíl sem minnti helst á glys-fant- asíu um kvikmyndina Secretary með Maggie Gyllenhaal í aðalhlutverki. Wes Gordon Wes er á hraðferð upp metorðastigann í New York. Tískudrottningin Alexa Chung hefur dálæti á hönnun hans. Wes notaði leður í líningar til þess að skapa gróf áhrif. Prabal Gurung Rauður satínkjóll úr smiðju Prabals Gurung er meistaralega vel sniðinn og féll vel að smekk áhorfenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.