Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 40
40 | Lífsstíll 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað Beikon er vinsæl matvara og hefur ver- ið órjúfanlegur partur af matarmenningu Vesturlandabúa. Áhugi fólks á beikoni hefur breyst og þróast í gegnum tíðina úr því að það sé ómissandi hluti bresks morgunverðar yfir í að vera snakk í niðursuðudós. Í hinum ýmsu vefverslunum, sem flestar eru ætlaðar karl- mönnum með tækjadellu, er hægt að finna hreint út sagt ótrúlegar beikonvörur. DV hef- ur tekið saman lista yfir nokkrar ótrúlegustu vörurnar. Beikontannkrem er eins og nafnið gef- ur til kynna tannkrem með beikonbragði. Tannkremið er hugsað fyrir þá sem elska beikon og vilja svífa inn í draumalandið með beikon bragð í munni. „Hin fullkomna leið til að halda tönnunum og gómnum heilbrigð- um á sama tíma og þú smyrð munninn með ljúffengu bragðinu af reyktu kjöti,“ segir um tannkremið í vefversluninni mcphee.com. Baconnaise er majónes með beikon- bragðefni. Vefverslunin ThinkGeek selur þessa athyglisverðu majónesblöndu en á vef verslunarinnar segir að blandan sé sú besta sem til er. Þeir hjá ThinkGeek mæla sérstak- lega með því að súkkulaði sé smurt á brauð ásamt baconnaise. Beikonmyntur eru einn- ig til sölu hjá ThinkGeek. Mynturnar eru fyrir þá sem ekki fá nóg af beikoni. „Beikonmynt- ur bragðast eins og myntulauf sem kysst hef- ur stökkt beikon,“ segir um beikonmynturnar á vef verslunarinnar. Beikonmyntur, beikontannkrem og beikon-majónes: Ótrúlegar beikonvörur Beikontannkrem Fyrir þá sem vilja sofna með beikonbragð í munninum. iPlunge fyrir iPhone Ef þú átt iPhone ættirðu að íhuga að kaupa þér iPlunge. Græjan er í laginu eins og drullusokkur en henni geturðu smellt aftan á iPhone-inn (alveg eins og litlum drullusokki) og látið símann þannig standa. Þetta er tilvalið tæki til að koma símanum vel fyrir ef þú þarft að hringja myndsímtöl, horfa á myndbönd eða nota símann sem hátalara. Græjuna færð þú hjá ThinkGeek- vefversluninni á rúmar eitt þúsund krónur. Tundurdufl í stofuna Mine Furniture er einstakur arinn sem þú getur komið fyrir heima hjá þér með tiltölulega lítilli fyrirhöfn – allavega miðað við venjulegan arin. Arnarnir eru búnir til úr gömlum tundurduflum sem voru í eigu sovéska hersins og geymd voru í herstöð á Naissaar-eyju undan ströndum Finnlands. Þú þarft ekkert að óttast að arinninn springi í loft upp í stofunni hjá þér þar sem allt sprengiefni hefur verið fjarlægt úr duflunum. M argir hafa ekki hug- mynd um að þeir þekki ógrynni af klassískri tón- list. Sumir setja klassíska tónlist í einhvers konar hámenn- ingarflokk og vilja ekki kannast við að hafa hlustað á slíka tónlist. Flest- ir ef ekki allir þeir sem eru á þessari skoðun hafa þó vissulega hlustað á slíka tónlist og mörgum líkað hún vel. Klassísk tónlist er nefnilega í fjöldanum öllum af sjónvarpsþátt- un, kvikmyndum og auglýsingum sem við sjáum í hverri viku, jafnvel á hverjum degi. O Fortuna úr Carmina Burana eftir Carl Orff Þessi tónlist hefur verið spiluð í ótrúlega mörgum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum. Oftast er hún notuð í atriðum þar sem hæg hreyfing er sýnd. Tónlist- in er úr upphafi Carmina Burana, tónverki Carls Orffs fyrir stórar strengjasveitir, kóra og einleikara. Þú gætir meðal annars hafa heyrt O Fortuna í kvikmyndunum Jack- ass, Cheaper by the dozen, Natural born killers og sjónvarpsþáttunum The Bachelor. Rhapsody in Blue eftir George Gershwin Þeir sem hafa séð myndirnar Fant- asia 2000 og Manhattan ættu að þekkja þetta lag Gershwins. Auk fyrrnefndra kvikmynda hefur lagið verið notað í fjölda sjónvarpsþátta. Dies Irae úr Requiem eftir Verdi Þó að þú þekkir ekki Requiem eft- ir Verdi ættirðu að þekkja Dies Irae. Þegar eltingaleikur er í gangi, eitt- hvað stórbrotið á sér stað eða ein- hver er á flótta – í kvikmyndum það er að segja – er ekki óalgengt að þetta lag sé spilað. Meðal kvik- mynda þar sem Dies Irae er notað til að magna upp stemninguna eru X-Men 2, Duplex og teiknimyndin The Incredibles. Habanera úr Carmen eftir Georges Bizet Seiðandi og ástríðufull tónlist sem er notuð í ógrynni af sjón- varpsauglýsingum en aðeins færri kvikmyndum. Þessi tónlist fest- ist í hausnum á þeim sem á hana hlusta og fær þig til að flauta búta úr laginu í langan tíma eftir að þú heyrir það. Ride of the Valkyries úr Die Walküre eftir Richard Wagner Þú værir líklegast að ljúga ef þú segðist ekki hafa heyrt þetta lag. Ótrúlega mögnuð uppbyggingin í þessari tónlist ætti að vera föst í hausnum á flestum um aldur og ævi. Lagið hefur verið notað í kvik- myndum, teiknimyndum, sjón- varpsþáttum, auglýsingum og í raun öllu þar sem hægt er að bæta við tónlist. Hafirðu séð kvikmynd- irnar Apocalypse Now, The Blues Brothers eða Full Metal Jacket ætt- irðu að kannast við lagið. Clair de Lune eftir Claude Debussy Þetta klassíska píanóverk, sem er af mörgum talið eitt það besta í heimi, ætti að vera öllum ung- lingsstelpum á Íslandi vel kunn- ugt. Ekki nóg með að það hafi verið spilað og talað um lagið í kvikmyndinni Twilight heldur var það líka notað í myndinni Note- book. Þá hefur það verið notað í fjölda annarra kvikmynda. 1812 Overture eftir Tsjaíkovskíj Pjotr Iljitsj Tsjaíkovskíj samdi 1812 Overture árið 1880 í tilefni af sigri Rússa á herjum Napóleons í bar- áttunni um Borodino árið 1812. Lagið hefur verið notað víða þar sem mikið er um að vera eða eitt- hvað mikilfenglegt á sér stað. Lagið var til að mynda notað í kvikmyndinni V for vendetta og tvívegis í sjónvarpsþáttunum The Simpsons. n Þú þekkir fleiri klassísk tónverk en þú heldur n Klassísk tónlist er mikið notuð í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum n Tsjaíkovskíj í Simpsons og Verdi í X-Men Klassík sem þú átt að þekkja Klassísk tónlist X-Men, Manhattan, Twilight og Notebook eru dæmi um kvikmyndir með klassískri tónlist. MYND PHOTOS Neyðarpakkinn Ef þú ert týpan til að stökkva úr flugvél niður í óþekktan frumskóg ættirðu að íhuga að fá þér Bear Grylls Ultimate Survival Kit. Pakkinn kostar um 9 þúsund krónur og hann inniheldur meðal annars vasahníf, eldspítur, teppi og nál og tvinna. Með pakkanum ættirðu að geta komist af ef þú lendir í einhverjum ógöngum sama hvar þú ert í heiminum. Pakkinn er líka það lítill að hann ætti ekki að þvælast fyrir þér sértu með hann á þér öllum stundum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.