Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 24
24 | Viðtal 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað V iðbrögð Svandísar Svavars- dóttur umhverfisráðherra við dómi Hæstaréttar um skipulagsmál Flóahrepps og Urriðafossvirkjun í Þjórsá gætu bent til þess að hún hafi fyrir fram haft efasemdir um fjárhagsleg tengsl Landsvirkjunar við skipulagsmálin í hreppnum. Var það kannski svo að hún hefði fundið glufu í reglunum sem þjónað gat stefnumálum VG í umhverfismálum þegar virkjunar- áform í neðri Þjórsá komu á borð hennar? „Það er tiltekin regla sem allar at- hafnir mínar sem ráðherra verða að hvíla á og það er lögmætisreglan. Allt sem ég geri verður að eiga stoð í lög- um. Þegar ég fékk í hendur skipulag Flóahrepps með Urriðafossvirkjun, sem umboðsmaður Alþingis hafði gert alvarlegar athugasemdir við og samgönguráðuneytið hafði auk þess úrskurðað hluta samningsins ólögmætan, þá taldi ég að það væri ekki öruggt að ég hefði stoð í lögum til að staðfesta skipulagið. Þannig að ég kaus að gera það ekki. Virkj- unarhlutanum var vísað til baka og sveitarfélagið gat sent mér það aft- ur án virkjunarhlutans til staðfest- ingar. Það var síðan sveitarfélagið sem höfðaði mál til ógildingar minni ákvörðun. Sveitarfélaginu var frjálst að gera það. Sveitarfélagið taldi líka að það hefði unnið í samræmi við lög og samningurinn við Lands- virkjun væri það einnig þrátt fyrir að samgönguráðuneytið hefði gert þessar athugasemdir á fyrri stigum. Þegar héraðsdómur lá fyrir átti ég ekki annan kost en að ljúka málinu, að áfrýja til Hæstaréttar og dýpka skilninginn: Var það í lagi að Lands- virkjun greiddi umtalsverðar fjár- hæðir fyrir gerð skipulags? Þetta var ekki alveg ljóst hjá héraðsdómi en Hæstiréttur var í rauninni sammála mér um að það kynni að vera að þetta orkaði tvímælis. Almenning- ur gæti sem sagt lent í því að réttur hans við þessar aðstæður yrði fyrir borð borinn. En svo hefði hins vegar ekki verið í þessu tilviki. Hæstiréttur heldur því opnu að þetta geti verið matskennt í hverju einasta tilviki. Að hluta til stöndum við á sama stað og áður; að ráðherra þarf að meta það í hvert skipti hvort svo hafi verið. Síðan hefur breyting verið gerð á lögunum. Ég er ekki viss um að sú breyting dugi til þess að koma í veg fyrir að samningar verði gerðir á borð við þá sem þarna voru gerðir. En umhverfisnefnd Alþing- is er á öðru máli. Þetta er lítið mál í sjálfu sér, það er að segja samskipti Landsvirkjunar við sveitarfélagið. En þetta er lítið mál sem endurspeglar miklu stærri veruleika í íslenskum stjórnmálum.“ Lögin og pólitíkin Sumir segja að þú eigir að axla ábyrgð og segja af þér úr því dómurinn féll á þennan veg. „Hér gætir dálítils misskilnings varðandi það að brjóta lög eða brjóta ekki lög. Menn eru sennilega að rugla þessu saman við það að fremja refsi- vert athæfi, að ráðherrann sé sek- ur um eitthvað. Ákvörðun mín var dæmd ólögmæt og hvað geri ég þá? Þá fer ég að niðurstöðu réttarins og staðfesti skipulagið.“ Jafnvel gegn pólitískum vilja þín- um? „Að sjálfsögðu. Skárra væri það nú. Ég fer að lögum. Ef ég er ósátt við lögin get ég reynt að fá þeim breytt. Þingið er löggjafinn en ekki ég. Síðan eru þessi orð „að axla ábyrgð“ notuð nú í tíma og ótíma og búið að gengis- fella umræðuna um ábyrgðina. Það er gengið á ráðherraröðina og þeir eiga að segja af sér unnvörpum ef eitthvað bjátar á. Mál eins og þetta er ekk- ert einsdæmi. Mörg svipuð mál hafa verið rekin fyrir Hæstarétti þar sem ákvarðanir hafa verið dæmdar ógild- ar án þess að rædd hafi verið afsögn ráðherra. Það sem mér finnst miklu alvarlegra eru dæmi þar sem dómur hefur fallið og þing og ríkisstjórn hafa gert allt til þess að fara ekki að lögum að gengnum dómi Hæstaréttar. Slíkt kemur ekki til greina að mínu mati.“ Ert þú persónulega á móti virkjun- um í neðri Þjórsá? „Þessu get ég ekki svarað. Ef ég tjái mig um það verð ég vanhæf til að fjalla um málið á síðari stigum. Ef spurt er um stefnu Vinstri grænna eða ríkisstjórnarinnar þá liggur hún fyrir.“ Óeðlileg hagsmunatengsl Þú hefur talað um óeðlilega sam- skiptahætti milli hagsmunaðila og sveitarfélaga í þinginu. Eru tengsl- in óeðlileg og hefur þú áhyggjur af þessu? Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur verið í eldlínunni að undan- förnu og þurft að svara erfiðum spurningum. Annars vegar um díoxínmengun frá sorpbrennslum en hins vegar um dóm Hæstaréttar um skipulag Flóahrepps vegna Urriðafossvirkjunar. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar hennar en samherj- ar lýsa fullum stuðningi við hana. Í viðtali við Jóhann Hauksson útskýrir Svandís sjónarmið sín og ræðir meðal annars stjórnarsamstarfið og fjölskylduna. Eldskírn umhverfis- ráðherrans m y n d R Ó b eR t R ey n iS S o n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.