Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Page 26
26 | Viðtal 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað L ífið hjá Svölu í L.A. er anna- samt. Þegar blaðamaður heyrir í henni er hún á kafi í tónleikahaldi. „Það er bara brjálað að gera um þessar mund- ir,“ segir hún og segir bransann vera mikið hark og að mikil vinna sé á bak við hvern áfangasigur. Hljómsveit- inni gengur vel um þessar mundir þótt Svala segist meðvituð um að þau séu litlir fiskar í stórum polli, nýlega var fjallað um hana á bloggi MTV og myndbandið við lag þeirra 123 If you want me hefur vakið mikla athygli þar ytra. Elskar frelsið Dæmigerður dagur í lífi Svölu er langur en litríkur. „Ég vakna snemma á morgnana yfirleitt en það er samt breytilegt eftir því hve lengi ég vann kvöldið áður. Stundum er maður að spila langt fram á nótt eða að vinna í stúdíói alla nóttina. Svo fer dagur- inn soldið mikið eftir því hverju við Steed Lord erum að vinna að hverju sinni. Ef við erum að vinna í stúdíói og erum að taka upp þá eyðum við dögum þar við að semja lög og taka þau upp. Stundum erum við að gera myndbönd og þá erum við að vinna í því. Við gerum allt það sjálf sem við- kemur Steed Lord þannig að það er mikil vinna. Við markaðssetjum okk- ur sjálf, sjáum um alla grafík og einn- ig ljósmyndir af okkur og erum okkar eigið plötufyrirtæki. Þú getur ímynd- að þér hvað það er mikil vinna fyrir aðeins þrjár manneskjur. Hver dagur er misjafn því við vinnum við að vera í hljómsveit og fyrir þá sem þekkja það þá eru dagarnir fjölbreytilegir en alltaf skemmtilegir. Þetta er samt mikið hark og maður þarf að vinna ótrúlega mikið til þess að uppskera eitthvað og geta lifað á þessu. En ég myndi ekki vilja lifa lífi mínu á neinn annan hátt. Ég elska að geta verið að skapa alla daga, semja og syngja tón- list, ferðast um heiminn og spila og vera algjörlega minn eigin yfirmað- ur.“ Skaut rótum í Bandaríkjunum Svala hefur alltaf haft tengingu við Bandaríkin svo það er engin tilviljun hversu vel henni gengur að aðlagast lífinu þar ytra. Hún dvaldi þar mikið sem barn. „Ég hef alltaf verið mikið í Banda- ríkjunum síðan ég var pinkulítið barn. Systir pabba, Helga, bjó í Bandaríkjunum í rúm 30 ár og við eyddum miklum tíma hjá henni. Þannig að ég átti ameríska vini og leið alltaf eins og ég væri komin heim þegar ég var í Bandaríkjunum. Síðan flutti ég til Los Angeles rétt eftir að ég útskrifaðist úr Kvennaskólanum því ég skrifaði undir plötusamning við EMI/Priority Records. Ég bjó í L.A. í eitt og hálft ár en var samt með ann- an fótinn erlendis í einhver fjögur ár meðan ég var á samningi hjá plötu- fyrirtækinu. Ég eignaðist auðvitað fullt af góðum vinum þar og leið allt- af dásamlega í L.A. og þegar ég flutti aftur heim til Íslands var alltaf í plan- inu hjá mér að flytja aftur út. Það tog- aði alltaf í mig að fara aftur til L.A. því þar leið mér vel og ég var búin að skjóta smá rótum eftir að hafa búið þar áður.“ Hönnuðu fatalínu fyrir H&M Þótt bransinn sé hark geta Svala og félagar lifað af tónlistinni og ýmsu öðru henni tengdu og þess vegna njóta þau sín í botn. „Hérna í Bandaríkjunum getum við lifað af tónlistinni okkar, spil- að úti um allan heim og unnið með alls kyns fólki sem er að gera svip- aða hluti og við. Markaðurinn er svo miklu stærri erlendis en á Íslandi. Það er svo endalaust hægt að gera alls kyns hluti sem tengjast tónlist, hönnun, myndbandagerð og þess háttar. Steed Lord er ekki bara hljóm- sveit sem semur lög og spilar þau, við erum svokallað „lista-projekt“ því við gerum svo margt annað líka. Við ger- um okkar eigin tónlistarmyndbönd, ég hanna sviðsbúningana mína, við hönnuðum fatalínu fyrir H&M, við gerum alla markaðssetningu tengda Steed Lord, sem sagt allar ljósmynd- ir, plötukover, platköt, heimasíður og grafík og „visuals“ fyrir „live show“-in okkar.“ Litlir fiskar í stórum polli „Við erum samt litlir fiskar í stór- um polli hérna í Bandaríkjunum því hérna búa yfir 300 milljónir og sam- keppnin er svo miklu meiri en á Ís- landi. En um leið eru svo miklu fleiri möguleikar og tækifæri fyrir skrýtna íslenska hljómsveit eins og Steed Lord. Okkar markmið er ekki að verða fræg og rík heldur að geta lifað á því að gera tónlist og fleiri hluti sem eru tengdir listum.“ Er sjö ára inni í sér Svala er augljóslega mjög hrifin af tísku, hún klæðir sig á ævintýralegan máta og fyrir henni er tíska tilfinn- ingaríkt tjáningarform. „Ég elska second hand/vintage föt. Ég safna second hand-fötum frá hinum ýmsu hönnuðum og hef gert í mörg ár. Það er alltaf svo mik- il nostalgía og ævintýraþrá í mér og ég hrífst mikið af þannig fötum frá gamla tímanum. Ég elska gamlar bíómyndir og fæ mikinn innblástur frá þeim. Þá sérstaklega gömlum „sci fi“ 70‘s og 80‘s myndum og ævintýra- myndum. Svo hef ég alltaf saumað mikið á sjálfa mig og ég hef rosalega gaman af því. Þegar ég klæði mig er ég að tjá soldið sjálfa mig og hvern- ig mér líður. Fatastíll er form af tján- ingu en ég er líka alltaf að prófa mig áfram í fatastíl og elska að uppgötva nýja hönnuði og nýa nálgun á tísku. Ég tek þetta samt ekkert of alvarlega, þetta eru bara föt. Svo held ég líka að ég sé alltaf bara sjö ára inni í mér að klæða mig upp á í skvísufötunum hennar ömmu.“ Húðflúrið minnir á gildi þess að vera á lífi Svala tjáir ekki eingöngu líðan sína með tísku því hún skreytir sig líka með húðflúrum. Hún fékk sér stórt húðflúr sem minnir hana á að taka lífinu fagnandi og af hugrekki eftir að hafa lent í lífsháska. „Ég fékk mér mitt stóra húðflúr ári eftir að ég lenti í mjög alvarlegu bílslysi. Ég var með tvö húðflúr fyr- ir sem ég hafði fengið mér þeg- ar ég var rúmlega tvítug. Mig lang- aði alltaf í svona húðflúr-ermi en þorði því aldrei. Síðan, eftir að hafa lent í svona svakalegu bílslysi, þá langaði mig bara að gera allt sem ég hafði aldrei þorað að gera áður. Síðan kynntist ég dásamlegri konu sem heitir Sofia Estrella í gegnum Krumma bróður og við urðum mjög nánar vinkonur en hún er svakalega hæfileikaríkur tattúlistamaður. Hún bauðst til þess að gera þetta á mig og við hönnuðum verkið í samein- ingu. Ég elska geisjur og allt sem er asískt þannig að ég fékk mér fallega geisju og fullt af blómum og öldum. Ég fór alveg fjórum sinnum til henn- ar og hvert skipti í svona 6–7 klukku- stundir. Þetta var mjög vont en alveg þess virði.“ Svala er mun meðvitaðri um það seinni árin hversu mikilvægt það er að umkringja sig góðu fólki. Hún dregst að fólki með fallegt hjartalag en segist hafa brennt sig á fólki sem talar illa um náungann og kann ekki að samgleðjast öðrum. „Ég dregst að fólki sem er með ástríðu fyrir lífinu, góðu fólki með gott og fallegt hjarta. En fólk sem tal- ar illa um náungann og kann ekki að samgleðjast finnst mér ofsalega fráhrindandi. Ég hef alveg vingast við þannig fólk og brennt mig svo á því að hleypa því of nálægt mér. Ég er orðin aðeins betri mannþekkjari með árunum.“ Fjölskyldan og kærasti hennar, Einar Egilsson, standa Svölu næst í lífinu. Einar og Svala hafa verið sam- ferða í lífinu í nærri 18 ár og ást þeirra kviknaði við fyrstu sýn. „Ég sá Einar fyrst á skemmti- staðnum Tunglinu í desember 1993. Það var ást við fyrstu sýn. Við byrjuðum síðan saman 4. mars 1994 á stað sem hét Ingólfscafe þar sem ég var að syngja í fyrsta skipti Was That All It Was lagið með bandinu mínu Scope. Við Einar hættum reyndar saman nokkrum sinnum á menntaskólaaldrinum en gátum aldrei slitið sambandinu al- veg. Svo fórum við að búa saman í janúar 2002 og höfum búið saman síðan.“„Ég skaddaðist á lifrinni, hún rifnaði og það blæddi út frá henni, svo rifbeinsbrotnaði ég og slasaðist í baki. Þannig að ég er að díla við bakvesen alla daga. En ég vil alls ekki kvarta því við lifðum þetta af og maður á að vera fullur þakklætis fyrir það. Svala Björgvinsdóttir og fjölskylda hennar eru náin. Hún segir þau vera svolítið eins og íþróttalið þó að þau séu langt frá því fullkomin. Þau séu að minnsta kosti engin „Sound Of Music“-fjölskylda sem syngi keðjusöng við matarborðið. Þau rífast með látum og rökræða um alla hluti. Svala er þakk- lát fyrir hvern þann dag sem hún á með ástvinum sínum eftir að hafa upplifað lífsháska þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi. Hún og kærasti hennar, Einar Egilsson, og yngri bróðir hans, Eðvarð Egilsson, eru búsett í Los Angeles þar sem þau lifa sátt fjörugu bransalífi. Kristjana Guðbrandsdóttir heyrði í Svölu og fékk að heyra sögur frá æskuárunum, um afleiðingar bílslyssins og lífið í L.A. Glímir enn við afleiðingar slyssins Litlir fiskar í stórum polli „En um leið eru þá svo miklu fleiri möguleikar og tækifæri fyrir skrýtna íslenska hljómsveit eins og Steed Lord,“ segir Svala sem er að gera það gott þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.