Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað „Án þess að geta tjáð mig um ein- staka mál, þá er það stundum þannig að væntingar foreldra eru óraunhæf- ar gagnvart sjúkrahúsi,“ segir Ólaf- ur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á Barna og unglingageðdeild Land- spítalans. DV greindi á miðvikudag frá 15 ára andlega veikum dreng og móður hans sem finnst hann ekki fá viðunandi hjálp við veikindum sín- um. Enginn býr á Landspítalanum „Hann er tifandi tímasprengja, fár- veikur og enginn vill hjálpa honum. Ef þetta heldur svona áfram endar þetta með ósköpum,“ sagði móðir drengsins á miðvikudag. Hann glím- ir bæði við geðraskanir og þroska- frávik og er greindur með ADHD með mikilli hvatvísi, þráhyggju og árátturöskun, fælni, tourette, mót- þróaþrjóskuröskun, einhverfu, mis- þroska og tornæmi, sykur sýki og hegðunarröskun. Þá sagði móðir hans að hann tæki reglulega æðis- köst þar sem hann eyðilegði allt sem á vegi hans yrði og beitti ofbeldi. Ólafur segir hlutverk Landspít- alans vera að veita þjónustu fyrir veikt fólk og í þeirra tilviki börn og unglinga með geðraskanir. „Stund- um er það þannig að helsti vandinn er til dæmis hvar barnið getur búið, að enginn treysti sér til þess að hafa viðkomandi barn. Hvorki fósturfjöl- skylda né stofnun á vegum Barna- verndar eins og styrkt fóstur eða meðferðarheimili. Það er ekki þannig að nokkur einstaklingur, hvorki barn né fullorðinn, búi á Landspítalanum en stundum hafa foreldrarnir mikl- ar áhyggjur af því hvar barnið þeirra eigi að vera því þeir treysta sér ekki til að hafa það heima út af erfiðleikum.“ Erfiðustu málin af andfélagslegum toga Erfiðustu málin eru oftast þau sem eru af andfélagslegri gerð, það er að segja tengjast ofbeldishegðun og skapofsa, en þau mál eru jafnframt barnaverndarmál. „Barnavernd hef- ur lögbundið hlutverk og foreldrar eiga kröfu á að fá úrræði í samræmi við vandann. En heilbrigðisþjónust- an, eins og í okkar tilfelli Barna- og unglingageðdeild, hefur það hlut- verk að veita bestu mögulegu heil- brigðisþjónustu sem völ er á á hverj- um tíma. Sú þjónusta getur verið á göngudeild, hún getur verið inn- lögn á deild með ákveðið markmið í huga, til dæmis skoðun eða „observ- ation“ á barni, þjálfun foreldra í at- ferlismótandi aðferðum eða endur- skoðun á greiningu og lyfjameðferð. En þegar foreldrar ganga með þær væntingar að barnið þeirra þurfi að vera til langframa á spítala, þá verða þeir fyrir vonbrigðum.“ Vöntun á ýmsu Aðspurður hvort honum finnist vanta stofnun sem býður upp á lang- tímaúrræði fyrir börn sem sýna al- varlega andfélagslega hegðun seg- ir Ólafur að það sé alltaf vandmetið hvað það sé sem vanti í kerfinu og bætir við: „Auðvitað vantar ýmislegt varðandi úrræði. Stjórnvöld hér eyða hlutfallslega mun minna fjármagni til geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn en til dæmis á Norðurlöndunum. Það eru vissulega til börn sem eru með geðraskanir og þroskafrávik og „En þegar foreldrar ganga með þær væntingar að barnið þeirra þurfi að vera til langframa á spítala, þá verða þeir fyr- ir vonbrigðum. ÞORA EKKI AÐ HAFA BÖRNIN HEIMA n Erfitt að eiga við börn með andfélagslega hegðun n Stofnun fyrir erfiðustu tilfellin dýrt úrræði Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Við höfum verið að bera saman hjá okkur fjölda tilkynninga á milli ár- anna 2009 og 2010 og það varð engin stökkbreyting á milli þessara tveggja ára. Það er þó tilfinning mín, þó erfitt sé að staðhæfa án þess að vera með tölurnar, að það sé kannski fjölgun á tilkynningum vegna ofbeldishegð- unar barna og ofbeldis á heimilum. En mér sýnist og heyrist á umræð- unni að það sé ákveðin ofbeldistitr- ingur í þjóðfélaginu,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, forstöðumað- ur Barnaverndar Reykjavíkur. Hálfgert gæsluvarðhald Hún segir að barnaverndarnefndir geti séð um vandamál á fystu stig- um. Þar séu þær sjálfbærar með úr- ræði og fái stuðning frá þjónustu- miðstöðvum og unglingaráðgjöfum. Eins eru þau með samning við For- eldrahús, Fjölskyldumiðstöð og SÁÁ. Hægt sé að beina fólki þangað með litlum fyrirvara og litlu skrifræði. „Í erfiðum tilfellum geta barna- verndarnefndir lítið annað gert en að biðla til Barnaverndarstofu eftir úrræðum,“ segir Halldóra. Hún segir lögin mjög ákveðin hvað varðar að Barnaverndarstofa þurfi að eiga úr- ræði fyrir ungmenni í vanda af þessu tagi. „Ef börnin eru það ofbeldisfull og hættuleg að loka þurfi þau af er það gert í nokkra daga. Það má þó ekki gera lengi, helst ekki lengur en í nokkra sólarhringa. Þetta er hálfgert gæsluvarðhald því þau eru innilok- uð,“ segir hún. Markmið að hafa börnin heima Í neyðarvistun Stuðla eru fimm pláss og á meðan börnin eru þar er far- ið yfir málin og metið í hvaða farveg hægt sé að setja þau. „Það hlýtur allt- af að vera aðalmarkmið að foreldrar geti veitt börnum sínum gott atlæti á heimilinu og síðasta úrræðið er að taka þau þaðan.“ Oft þurfa foreldrar að taka við börnunum sínum aftur á heimilið sem getur verið erfitt fyrir foreldra og önnur börn á heimilinu. Þá er hægt að sækja um fjölkerfa- meðferð en þá er barnið á heimil- inu og um nokkurra mánaða skeið er reynt að hjálpa foreldrunum að takast á við barnið. Halldóra segir að ef það gangi ekki komi til kasta með- ferðarheimila en það beri misjafnan árangur. Neysla, afbrot og ofbeldi fara oft saman Aðspurð hvort Stuðlar séu rétti stað- urinn fyrir börn með hegðunar- vandamál segir hún að þar sé neyð- arvistun. Það sé lokuð deild þar sem fram fari gæsla og mat. „Vissulega eru þar unglingar sem hafa verið í neyslu en neysla, afbrot og ofbeldi fari oft saman. Þegar börnin eru eldri og neyslan aðalvandamálið fara þau gjarnan á Vog á unglingadeildina,“ segir hún og bætir við að ýmsar leiðir séu í boði. Þau séu með skammtíma- heimili fyrir unglinga í Reykjavík en þau ráði ekki við unglinga í slæmu ástandi. „Þau börn og unglingar sem fá þar inni hafa til dæmis verið í neyðarvistun og eru orðin róleg og auk þess rekur Barnaverndarstofa það sem kallast styrkt fóstur á vist- heimili. Ef málið er hins vegar það al- varlegt að lögregla hafi þurft að fara inn á heimili barnsins vegna ástands þess getum við ekki hýst það.“ Yngri börn með ofbeldishegðun Það eru þó ekki einungis eldri börn sem eiga við þessi vandamál að stríða því oft heyrast sögur um yngri börn sem sýni ofbeldishegðun í skól- um. Í þeim tilfellum þurfi að vinna þéttar með skólunum, foreldrum og væntanlega BUGL. Hún bendir á að börn með þroskahamlanir og hegð- unarraskanir eigi rétt á að vera í skóla eins og önnur börn. Á hinn bóginn eiga hin börnin einnig rétt á því að fara í skólann án þess að eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi af hálfu skóla- systkina sinna. „Þetta er gríðarlega snúið og reynir mikið á samvinnu okkar við skólann sem þarf að haga sínum úrræðum eftir börnunum. Stundum þarf að færa barnið til eða kenna þeim einum. Fyrir þau verst stöddu þarf síðan önnur úrræði,“ segir Halldóra. Hún segir hræðslu foreldra skiljanlega því enginn vill fá barnið sitt slasað heim úr skólanum. Eins sé það erfitt fyrir börn að horfa upp á skólafélaga sína beita aðra ofbeldi. „Þeim getur liðið mjög illa með það og það má velta því fyrir sér hvernig brugðist sé við á vettvangi skólanna þegar ofbeldisverknaður á sér stað á skólatíma.“ gunnhildur@dv.is Foreldrar barna finna til úrræðaleysis í kerfinu: „Ofbeldistitringur í þjóðfélaginu“ Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir Segir aðalmarkmiðið að halda börnunum á heimilinu. MYND RÓBERT REYNISSON Samanburður milli ára á vímuefnaneyslu barna og fjölda barna sem beita ofbeldi: Vímuefnaneysla og ofbeldi Fjöldi tilkynn- inga ‘09 Fjöldi tilkynn- inga ‘10 Breyting milli ára í % Fjöldi barna ‘09 Fjöldi barna ‘10 Breyting milli ára í % Neysla barns á vímuefnum 236 300 27,1 153 204 33,3 Barn beitir ofbeldi 154 246 59,7 105 161 53,3 Upplýsingar frá Barnavernd Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.