Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 28
28 | Viðtal 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað
Erfitt að vera saman í
hljómsveit
Hvernig ræktið þið sambandið?
Hvernig haldið þið ástinni ykkar fal-
legri og góðri?
„Við erum sálufélagar og við erum
alltaf svo skotin í hvort öðru. Við
erum saman í hljómsveit og við vinn-
um saman. Það er stundum erfitt og
við rökræðum og rífumst stund-
um um fáránlega hluti en við förum
aldrei ósátt að sofa. Við ræktum sam-
bandið með því að hafa gaman og
hlæja og hafa húmor fyrir lífinu. Ég
er ekkert mikið fyrir svona klisjulega
rómantík þannig að mér finnst litlu
hlutirnir skipta máli. Eftir að hafa
lent í bílslysi saman og vita ekki hvort
makinn þinn lifi af, það fær mann til
að líta lífið öðrum augum. Maður er
bara þakklátur fyrir hvern dag sem
við eigum saman.“
Glímir enn við afleiðingar
slyssins
Óneitanlega hefur sú lífsreynsla
að lenda í lífsháska mótað afstöðu
Svölu til lífsins síðustu ár. Hún minn-
ist slyssins:
„Steed Lord var að keyra upp á
Keflavíkurflugvöll 9. apríl 2008 kl.
6 að morgni, það var mikill snjór
og hálka á götunni og pabbi strák-
anna, Egill Eðvarðsson, keyrði okk-
ur. Við vorum að fara á Evróputón-
leikaferðalag. Ökumaður á bíl sem
kom úr gagnstæðri átt missti stjórn
á honum og lenti framan á bíln-
um okkar. Það varð að klippa nokk-
ur af okkur úr bílunum og við slös-
uðumst öll lífshættulega. Þetta voru
innvortis blæðingar, við vorum flutt
upp á gjörgæslu. Ég var á spítala í
tvær vikur en Einar var í fjóra mán-
uði því hann slasaðist svo mikið. Við
erum öll að díla við alls kyns líkam-
lega kvilla eftir slysið. Ég skaddaðist
á lifrinni, hún rifnaði og það blæddi
út frá henni, svo rifbeinsbrotnaði ég
og slasaðist í baki. Þannig að ég er að
díla við bakvesen alla daga. En ég vil
alls ekki kvarta því við lifðum þetta af
og maður á að vera fullur þakklætis
fyrir það.“
„Einar bjargaði lífi mínu“
Ertu kvíðin þegar þú sest upp í bíl?
„Já, ég er svakalega bílhrædd eftir
þetta. Ég get ekki keyrt bíl ein, þá fyll-
ist ég ofsakvíða. Ég get setið í bíl en
þá er ég samt alltaf hálfsmeyk og mér
líður ekki vel. Ég held að það muni
aldrei breytast. Þetta mun alltaf sitja
í mér.
Sem betur fer er búið að breyta
þessum vegarkafla og nú er ekki
keyrt á móti bílum á fullri ferð. Ég fæ
alltaf hroll þegar ég heyri um bílslys
hvar sem þau gerast. Manni dettur
aldrei í hug að maður lendi í alvar-
legu bílslysi, það er svo fjarri manni,
en svo þegar það gerist þá er það
svo óraunverulegt og skrýtið en það
breytir manni fyrir lífstíð. Það eina
sem bjargaði lífi okkar voru beltin.
Ég var nýbúin að spenna á mig belt-
ið þegar bíllinn kom á 100 km hraða
beint framan á okkur. Það var Einari
að þakka, hann suðaði í mér að fara
í belti aftur í. Sem betur fer gerði ég
það. Einar bjargaði lífi mínu.“
Langar að eignast barn
Svala segist hafa uppgötvað að fullu
hversu góðan mann hún á. „Það er
svo dásamlegt að búa með sálufélaga
sínum og geta unnið saman. Ein-
ar slasaðist lífshættulega þegar við
lentum í slysinu og hann var í önd-
unarvél í fjóra daga. Við vissum ekk-
ert hvort hann myndi lifa af aðgerð-
irnar. Þegar Einar vaknaði var ég svo
þakklát en við tók fjögurra mánaða
spítalavist og aðgerðir. Hann stóð sig
svo vel, var svo mikil hetja og allt-
af svo jákvæður og sterkur andlega.
Ég fattaði þá hvað ég væri heppin að
eiga svo yndislegan mann. Hann er
50% öryrki í dag en hann lætur ekkert
stoppa sig og það gerir mig svo stolta
af honum. Hann er algjör fyrirmynd.“
Langar ykkur að eignast börn?
Hefur það komið til tals?
„Við eigum kisubörn. En okkur
langar alveg að eignast eitt stykki al-
vöru barn. Það kemur bara þegar það
á að gerast.“
Ekki í keðjusöng við
matarborðið
Fjölskylda Svölu er náin og samheld-
in. „Það hefur alltaf verið þannig frá
því ég var krakki. Ég hef alltaf sagt
foreldrum mínum allt. Það er svo
mikið traust okkar á milli. Við erum
eins og íþróttalið, við stöndum svo
mikið saman. Við erum samt langt
frá því að vera fullkomin, við erum
ekkert alveg „Sound Of Music“-fjöl-
skyldan syngjandi keðjusöng við
matarborðið. Við fjölskyldan erum
rosalega hávær og það er rökrætt
um allt. Fólk heldur stundum að við
séum að rífast en við tölum bara svo
hátt og með miklum látum.“
Svala var líflegt barn með ríkt
ímyndunarafl og þau systkinin fengu
gott atlæti og að kynnast áhugaverðu
fólki sem varð á vegi föður þeirra.
„Æska mín var eðlileg og góð svona
almennt, ég bjó fyrst í Hafnarfirð-
inum og flutti síðan út á Seltjarn-
arnes. Ég var í ballett í Þjóðleik-
húsinu, átti frábærar vinkonur og
elskaði að leika mér úti í fjöru og
þykjast vera týnd prinsessa í álög-
um. Það voru alltaf tónlistarmenn,
leikarar og lið úr bransanum heima
hjá okkur, maður ólst upp í kringum
allt það dæmi. Ég og Krummi feng-
um að vera mikið í stúdíóinu hjá
pabba og fara á sjóin hans og ferð-
ast um heiminn og kynnast alls kyns
áhugaverðu fólki.“
Klæddi Krumma í kjól
Svala og Krummi eru sérstaklega
náin og deildu mörgum áhugamál-
um. „Áhugamálin voru tónlist, bíó-
myndir og að leika sér úti í ævin-
týraleikjum, segir Svala. „Eftir að
ég og Krummi sáum Neverending
Story lékum við okkur úti í margar
vikur í Neverending Story-leiknum.
Við lifðum okkur svo inn í allt, hvort
sem það voru bækur, bíómyndir eða
leikrit. Við settum upp leikrit í öllum
matarboðum sem foreldrar okkar
voru með og settum upp tískusýn-
ingar þar sem ég klæddi Krumma
bróður upp eins og stelpu með vara-
lit og allt.“
Djammaði og féll
Svala viðurkennir að unglingsár-
in hafi nú reynt aðeins á þolrif for-
eldra hennar. „Þegar ég varð ungl-
ingur elskaði ég að fara á rave, hlusta
á danstónlist, spreyja á veggi og gera
allt til að sjokkera foreldra mína.
Ég gekk í gulum, útvíðum buxum,
neongrænum Adidas-peysum og bjó
til hálsmen úr duplo-kubbum sem
ég gekk með um hálsinn. Ég litaði á
mér hárið í öllum regnbogans litum
og elskaði að dansa við teknótónlist.“
Varstu góð námskona? Gekkstu í
menntaskóla eða háskóla? Eða ein-
beittir þú þér strax að listum?
„Ég var rosalega góð í tungumál-
um og stafsetningu og lesfögum en
hræðileg í stærðfræði. Ég útskrifað-
ist úr Kvennaskólanum í Reykjavík.
Ég féll samt á fyrsta ári því ég var svo
mikið að sinna tónlistinni og djamm-
aði aðeins of mikið, þess vegna tók
það fimm ár að taka stúdentinn.“
Vinnur með danshöfundi úr
So You Think You can Dance
Framtíðin er björt hjá Svölu næstu
misserin. Hún hefur kynnst virt-
um danshöfundi, Sonyu Tayeh,
sem vann til að mynda í þáttunum
So You Think You Can Dance sem
danshöfundur og gestadómari. Með
henni hafa þau gert nýtt tónlistar-
myndband sem verður frumsýnt á
næstunni. „Hún hafði samband við
okkur fyrir mörgum mánuðum til að
tjá sig um hve mikill Steed Lord-að-
dáandi hún væri og að hana lang-
aði svo til að vinna með okkur og
fá að nota lögin okkar í þættinum.
Við ákváðum að hitta hana og það
má segja að þetta hafi verið „match
made in heaven“ því við náðum öll
svo vel saman. Það var eins og við
hefðum þekkst alla ævi. Við í Steed
Lord ætlum að vinna mikið með
Sonyu á þessu ári, ætlum að gera
fleiri vídeó og margt fleira spenn-
andi.“
Steed Lord ætlar auk þess taka
upp nýja plötu á þessu ári. „Það
verður erfitt en gefandi verkefni.
Við erum alltaf í samvinnu við
sænska fatafyrirtækið WeSC. Við
lékum í auglýsingum fyrir fyrirtæk-
ið og erum meðal annars andlit fyr-
irtækisins út á við ásamt fleiri frá-
bærum listamönnum. Ég er með
skemmtilegt blogg sem heitir Killa-
Kali og ég er að fara að hanna föt fyr-
ir mjög skemmtilegt verkefni í Jap-
an og Frakklandi. Annars er ég bara
að reyna að taka einn dag í einu og
njóta augnabliksins.“
Heilbrigð og hamingjusöm
Hvar sérðu þig eftir fimm ár? 15 ár?
50 ár?
„Úff, ég pæli aldrei svona langt
fram í tímann. Ég vona bara að eftir
5–10 ár verði ég heilbrigð og ham-
ingjusöm og enn að vinna við það
sem ég elska að gera. Meika ekki
að hugsa lengra en það. Maður veit
aldrei hvernig framtíðin verður. Mér
finnst gott að hafa hvern dag „sur-
prise“.“
„Við eigum kisubörn. En okkur
langar alveg að eignast eitt
stykki alvöru barn. Það kemur bara
þegar það á að gerast.
Björt framtíð í L.A. Svala hefur kynnst virtum danshöf-
undi, Sonyu Tayeh, sem vann til að mynda í þáttunum So
You Think You Can Dance sem danshöfundur og gestadóm-
ari. Með henni hafa þau gert nýtt tónlistarmyndband sem
verður frumsýnt á næstunni.