Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Qupperneq 14
14 | Fréttir 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2011 59.873,4 milljónir 2010: 59.795,2 milljónir Heildartekjur: 59.982,5 milljónir 2010: 58.592,3 milljónir Skatttekjur: 48.427,3 milljónir 2010: 47.902,2 milljónir Aðrar tekjur: 11.555,2 milljónir 2010: 10.690,2 milljónir MenntASvið 16.774,4 milljónir 2010: 16.999 milljónir Grunnskólar 14.952,5 milljónir 2010: 14.970,3 milljónir tónlistarskólar 620,1 milljón 2010: 782,5 milljónir Skólahljómsveitir og annað 134,6 milljónir Yfirstjórn menntasviðs 275,4 milljónir Annað 221,6 milljónir Sérskólar 862,14 milljónir velFeRðARSvið 9.778,4 milljónir 2010: 8.978 milljónir Svona notar borgin peningana Hagræðingarkrafa eftir sviðum n Menntasvið 3% n Velferðarsvið 1,4% n Leikskólasvið 2,2% n Íþrótta- og tómstundasvið 5,0% n Miðlæg stjórnsýsla 4,5% n Umhverfis- og samgöngusvið 5,2% n Menningar- og ferðamálasvið 5,1% n Skipulags- og byggingarsvið 7,3% n Framkvæmda- og eignasvið 6,3% Útgjöld aðalsjóðs Ef aðeins er litið til nettó útgjalda mála- flokka aðalsjóðs, sem er kostnaður rekstr- arsviða vegna þjónustu við borgarbúa, eru áætluð heildarútgjöld 56.492 milljónir króna. Samkvæmt útkomuspá 2010 voru það 56.640 milljónir og lækka því um 147,9 milljónir. Hluti af þessum útgjöldum felst í innri leigu sem er nettuð út þegar aðalsjóður og eignarsjóður eru teknir saman. 15 milljarðar fráteknir fyrir Orkuveituna Í sjóðsstreymisyfirliti kemur fram að áætlað handbært fé er um 15 milljarðar. Er þetta fé bakábyrgð ef Orkuveitan getur ekki staðið við skuldbindingar sínar á gjalddaga, þar sem borgin er eigandi Orkuveitunnar og ábyrg fyrir rekstri hennar. Unnið er að endurfjármögnun Orkuveitunnar. Á meðan á því stendur verður borgin að geta sýnt fram á að hún hafi styrk til þess að standa undir rekstrinum ef til þess kemur. Megnið af þessu fé er lánsfé auk þess fellur einhver arður þar til líka. Hagræðingarkrafa þrátt fyrir aukin framlög Á leikskólasviði og fleiri sviðum eykst fjármagn til málaflokksins þótt skera eigi niður. Það á við þegar kostnaðarauki er fyr- irsjáanlegur, til dæmis þegar börnum fjölgar um fjögur hundruð í leikskólum borgarinnar. Þá er kostnaður endurmetinn, nauðsynlegu fjármagni bætt við og mismunur reiknaður út. Síðan er hagræðingarkrafan reiknuð út. Leikskólasvið fær því um 318 milljónum krónum meira í ár en í fyrra en þarf engu að síður að skera niður um 2,2%. Egilshöll og Mesthúsið kosta sitt Á íþrótta- og tómstundasviði eru ansi háir húsaleigu- og æfingastyrkir sem nema um 1.584,5 milljónum króna. Aukning milli ára skýrist af nýjum samningum vegna Egilshallarinnar í Grafavogi og Mesthússins í Norðlingaholti. Fjöldi starfsmanna í Ráðhúsinu Á skrifstofum í Ráðhúsi Reykjavíkur eru 224,3 stöðugildi. Þar af eru 11 á skrifstofu borgarstjóra, 8 á skrifstofu borgarstjórnar, 8 borgarlögmenn, 2 borgarhagfræðingar, 46 á fjármálaskrifstofu, 21 á innkaupa- skrifstofu, 30,4 á mannauðsskrifstofu, 46 á upplýsingatæknimiðstöð, 45,6 á þjónustuskrifstofu, 6,3 í innri endurskoðun og 7 á mannréttindaskrifstofu. nýbúakennsla 91,4 milljónir Forföll 126,9 milljónir Skólaakstur 150,2 milljónir Sameiginleg þjónusta grunnskóla 151,2 milljónir Styrkir til einkaskóla 362 milljónir Sérkennsla 715,4 milljónir 2010: 31 milljón Myndlistarskólinn í Reykjavík 12 milljónir Mismunur upp á 684 milljónir í sérkennslu Kostnaður vegna sérkennslu er áætlaður 715,5 milljónir árið 2011 en var árið 2010 31 milljón. Þessi gríðarlegi munur skýrist af því að í upphafi árs fer þessi upphæð öll í einn pott sem síðan er ráðstafað til mismunandi skóla og í lok árs er búið að dreifa útgjöldunum á skólana. Þetta er því ekki samanburðarhæft. 14.000 börn í grunnskólunum Reykjavíkurborg rekur 39 grunnskóla, þar af þrjá sérskóla. Í þeim stunda tæplega 14.000 börn og unglingar nám. Í borginni eru að auki sex sjálfstætt starfandi grunnskólar sem njóta framlaga frá borginni. Árið 2010 störfuðu 2002 einstaklingar við grunnskól- ana, þar af 1.244 grunnskólakennarar en ekki er áætlað hversu margir þeir verða árið 2011. Færri nemendur en fleiri fermetrar Nemendum í grunnskóla hefur fækkað um 1.500 frá árinu 2004, eða um 9%. Á sama tíma hefur skólahúsnæði aukist í fermetra- tali um 11%. Fjölmennustu skólarnir eru Árbæjarskóli og Rimaskóli með 660 nemend- ur en sá fámennasti er Ártúnsskóli með 153 nemendur. Dalaskóli, nýr skóli í Úlfarsárdal, hóf störf með 32 nemendur í 1.–5. Bekk. Í 13 skólum eru nemendur færri en 300 en í sjö skólum eru nemendur fleiri en 500. Barnavernd 697,1 milljón 2010: 656,5 milljónir Heimaþjónusta 1.236,9 milljónir 2010: 1.208,9 milljónir Þjónustuíbúðir 395,7 milljónir 2010: 414,9 milljónir Þjónustumiðstöðvar 3.503,2milljónir 2010: 3.497,8 milljónir Fjárhagsaðstoð 2.673,8 milljónir 2010: 2.057 milljónir Samningar, framlög og styrkir 977,7 milljónir Húsaleigubætur og framlög til félagsbústaða 1.174,7 milljónir Aðstoð vegna barna á framfæri 35 milljónir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.