Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Síða 37
Fókus | 37Helgarblað 18.–20. febrúar 2011 Árni Pétur Guðjónsson frumsýnir einleikinn Svikarinn í Tjarnarbíói: Æðir um á hælum og stuttum kjól Lab Loki frumsýnir Svikarann í Tjarnarbíói laugardaginn 19. febrú- ar. Verkið er einleikur, fluttur af Árna Pétri Guðjónssyni, en Rúnar Guðbrandsson leikstýrir. Leikgerðin er unnin upp úr verki franska rithöfundarins Jean Ge- net og byggir mjög á leikverki hans Vinnukonunum (Les Bonnes). Mikið mæðir á aðalleikaranum Árna Pétri sem leikur þrjár konur í verkinu og þarf að æða um sviðið á háum hælum, undirfötum og stutt- um kjólum í miklu melódrama. Árni segir verkið sem leikgerðin byggir á, Vinnukonurnar, hafa ver- ið fært upp í Hlaðvarpanum fyrir fimmtán árum. „Verkið Vinnukonurnar fjall- ar um tvær vinnukonur hjá fínni frú í París. Þeirra aðalskemmtun er að sviðsetja morðið á frúnni þegar hún bregður sér frá. Þá voru auðvit- að konur í öllum aðalhlutverkum. Tvær í hlutverki vinnukvennanna og ein í hlutverki frúarinnar. Við förum með þetta um víðan völl og í óreiðunni er ég, leikarinn, þunga- miðjan. Leikarinn er í raun sá sem leikið er á, sá sem kúgar og er kúg- aður, sá sem svíkur og er svikinn. Ég er einn á sviðinu og þetta eru heilmikil hátök, hlaupandi um á háum hælum og æðandi um í kjól- um. Skórnir eru númer 43, svo pönt- uðum við sérstaka skó frá Ameríku, svona dónaskó úr gleri sem ég reyni fimi mína á. Það er kannski vert að taka það fram að þetta er ekki drag- sjó,“ segir Árni og hlær. „Mér gengur alveg ótrúlega vel að djöflast um á sviðinu í alltof litlum kjólum.“ Verkið segir Árni snúast að miklu leyti um leikritið inni í leikritinu og persóna höfundar Vinnukvenn- anna, Jean Genet, kemur mikið við sögu. „Genet var mikill lygari og þjófur sem skrifaði svo merkilega bók í fangelsinu sem varð til þess að hann varð náðaður. Leikarinn lýgur líka á sviðinu og áhorfand- inn verður að vera vakandi til að greina hvað er í gangi í glímu hans við verkið.“ Hvað er að gerast? n Hera, Egill Ólafs og Stefán Hilmarsson í Hofi Tónleikar með lögum Sigfúsar Halldórs- sonar. Ótrúlega mörg laga Sigfúsar hafa tekið sér bólfestu í þjóðarsálinni og eru það mikil verðmæti fyrir fámenna þjóð að eiga tónskáld sem býr til lög sem þjóðin syngur án fyrirhafnar. Hljómsveitarstjóri er Björn Thoroddsen og söngvarar eru Egill Ólafsson, Hera Björk Þórhallsdóttir og Stefán Hilmarsson. Aðrir í hljómsveitinni eru Jóhann Hjörleifsson trommur, Jón Rafnsson kontrabassi og Pálmi Sigurhjartarson píanó. n Lights on the Highway í Hofi Lights on the Highway verða með tónleika í Hömrum, minni sal Hofs, laugardagskvöldið 19. febrúar kl. 22. Hljómsveitin hefur starfað frá árinu 2004 en meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Kristófer Jensson, Agnar Eldberg, Karl Daði Lúðvíksson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Þórhallur Stefánsson. n Heilsuveisla í Súlnasal Heilsuveisla verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, dagana 19.–20. febrúar. Þar verða matreiðslumenn og aðrir sem hafa þekkingu á mataróþoli, líkamlegu og andlegu heilbrigði. Meðal þeirra sem koma fram eru Yesmin Olsson og Edda Björgvinsdóttir. Aðalumræðan verður um grænan lífsstíl og hvernig má auka vellíðan og stilla líkama og sál af með náttúrulegum aðferðum. Aðgangseyrir er 4.500 krónur. n Kærleiksvikan tekur enda Kærleiksvikan sem haldin hefur verið í Mos- fellsbæ liðna viku tekur enda á sunnudag með guðsþjónustu í Lágafellskirkju þar sem Jógvan Hansen syngur um ástina og kærleikann. n Sirkus Sóley – aukasýning Sirkus Íslands setur upp aukasýningu á sunnudag í Tjarnarbíói en margir þurftu frá að hverfa þegar sirkusinn hélt sýningu í janúar. n Skoppa og Skrítla og Ballið á Bessastöðum Það er leikandi fjör í leikhúsunum um þessar mundir. Ballið á Bessastöðum og Skoppa og Skrítla eru á fjölum leikhúsanna og báðar sýningarnar eru skemmtilegar fjölskyldu- sýningar. 18 feb Föstudagur 19 feb Laugardagur 20 feb Sunnudagur„Lögin fjalla oft um erfiðleika hvunndagsins, fátækt- ina, verkamannalífið, brostnar vonir, ástina og ástarsorgina. Heillast af söngstílnum og sögunum Selma er kántrídrottning Íslands og breiðir út kántríboðskapinn með Miðnætur- kúrekunum. Árni fer hamförum á sviðinu Svikarinn verður á fjölum Tjarnarbíós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.