Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 18
18 | Erlent 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað Julian Assange, stofnandi og aðalrit- stjóri uppljóstrunarsíðunnar Wiki- leaks, hefur gripið til þess ráðs að ráða til sín lögfræðinginn Alan Dershowitz, einn þekktasta málafærslumann síð- ari tíma. Það þykir koma mjög á óvart að Dershowitz hafi samþykkt að ganga til liðs við lögfræðingateymi Assange, sérstaklega í ljósi þess að hann hefur opinberlega tekið undir með Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, um að alþjóðasamfélaginu staf- aði hætta af Wikileaks. Dershowitz hefur þó aldrei verið hræddur við að taka erfiða slagi í réttarsalnum, en frægasta málið sem hann hefur unnið er sennilega mál fyrrverandi ruðning- skappans O.J. Simpsons sem var sýkn- aður af ákæru um að hafa myrt fyrr- verandi eiginkonu sína og ástmann hennar. Ráðinn sem ráðgjafi í Bandaríkjunum Dershowitz var ráðinn af Assange sér- staklega til varnar stefnu bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fá uppgefin samskipti Assange á Twitter- samskiptasíðunni. Íslendingar ættu að kannast vel við málið því í sömu stefnu er farið fram á að Twitter láti af hendi öll gögn sem tengjast samskipt- um Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Hreyfingarinnar. Málið er tekið fyrir í Virginíu-ríki, en þangað mun Assange ekki fara. Hann er enn að bíða réttar- halda í Bretlandi, þar sem tekin verð- ur til umfjöllunnar beiðni sænskra yf- irvalda um að fá hann framseldan til Svíþjóðar þar sem Assange er grunað- ur um kynferðisglæpi. Vill vernda frjálsa fjölmiðlun Dershowitz hefur verið prófessor í lög- fræði við Harvard-háskóla síðan 1967, en hann var aðeins 28 ára gamall þeg- ar hann var skipaður prófessor – sá yngsti til að hljóta þann heiður í sögu skólans. Hann hefur ætíð lagt mikla áherslu á að vernda og upphefja fyrstu stjórnarskrárbreytingu (first amend- ment) bandarísku stjórnarskrárinnar, sem kveður meðal annars á um mál- frelsi og frjálsa fjölmiðlun. Dershowitz sagði í viðtali við vefsíðuna politico. com: „Ég vinn að þessu máli því ég tel að til að vernda fyrstu stjórnarskrár- breytinguna sé nauðsynlegt að vernda nýja rafræna miðla af fullum krafti.“ Dershowitz vakti mikla athygli á 7. áratug síðustu aldar þegar hann tók að sér að verja klámmyndaleikarann Harry Reems sem var ákærður fyr- ir að dreifa ósiðlegu efni – sem í hans tilfelli var hin fræga klámmynd Deep Throat. Reems var sakfelldur í Hæsta- rétti Bandaríkjanna en Dershowitz tókst hins vegar að fá dómnum hnekkt á grundvelli tjáningarfrelsis. Frægir skjólstæðingar Þeir félagar O.J. Simpson og Harry Reems eru ekki einu skjólstæðingar Dershowitz sem má kalla nafntogaða. Dershowitz tók einnig að sér mál Patty Hearst, erfingja Hearst-fjölmiðlaveld- isins, sem er ef til vill frægasta fórn- arlamb hins svokallaða Stokkhólms- heilkennis. Hearst var rænt árið 1974 af bandarísku byltingarsamtökunum SLA (Symbionese Liberation Army) en heillaðist síðar af málstað þeirra og gekk til liðs við samtökin. Hún að- stoðaði samtökin síðan við fjölmarga glæpi, aðallega bankarán. Dershowitz mistókst reyndar að fá Hearst sýknaða af glæpum sínum, rétt eins og honum mistókst að fá bandaríska hnefaleikakappann Mike Tyson sýknaðan af nauðgun. Tyson var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga Desiree Washington árið 1992, en var hins vegar sleppt eftir að hafa setið inni í þrjú ár. Dershowitz tókst hins vegar að ná sigri í máli Claus von Bülow, sem var sakaður um að hafa reynt að myrða eiginkonu sína, Sunny, árið 1982. Von Bülow var gefið að sök að hafa sprautað eiginkonu sína með óeðlilega miklu magni af insúlíni, sem skildi hana eftir í dauðadái. Var hann sakfelldur árið 1982, þar sem óvéfengjanlegar sannanir lágu fyrir um að hann hefði vissulega spraut- að Sunny með insúlíni. Dershowitz tók málið að sér og tókst að sýna fram á að sönnunargögnin sem not- uð voru gegn von Bülow hefði verið aflað með ólöglegum hætti. Von Bül- ow var í kjölfarið sýknaður af öllum ákærum, en Sunny náði aldrei aftur meðvitund og lést árið 2008 eftir 26 ár í dauðadái. Stuðningsmaður Ísrael Dershowitz er gyðingur og hefur löng- um stutt málstað Ísraels á alþjóðavett- vangi. Það kann því að skjóta skökku við að hann skuli taka að sér mál Ass- ange, en mikið af þeim skjölum sem hafa verið birt á Wikileaks hafa kom- ið ísraelskum stjórnvöldum einkar illa. Þá hefur Assange jafnframt verið sakaður um að hafa orðið sér úti um heimildarmann í Rússlandi sem er þekktur gyðingahatari sem neitar því að helför gyðinga í heimstyrjöldinni síðari hafi átt sér stað. Styður pyntingar Dershowitz vakti mikla athygli árið 2002 þegar hann gaf út grein í banda- ríska dagblaðinu San Francisco Chronicle þar sem hann lagði í raun blessun sína yfir pyntingar, reyndist leika grunur á yfirvofandi hryðjuverk- um. Greinin bar titilinn „Viltu pynt- ingar? Fáðu réttarheimild,“ þar sem hann færði rök fyrir því að stjórnvöld- um ætti að vera heimilt að beita pynt- ingum í hvert skipti sem svokallað „tif- andi tímasprengjuástand“ myndaðist. Gagnrýnendur voru fljótir að benda á brotalamir í málflutningi Dershowitz, en leiða mál líkur að því að hann hafi skrifað grein sína í miklu tilfinninga- uppnámi í kjölfar árásanna á tvíbura- turnanna í New York þann 11. sept- ember árið 2001. Elskar erfið mál Sú staðreynd að Dershowitz hafi sam- þykkt að ganga til liðs við lögfræði- teymi Julian Assange undirstrikar enn og aftur þá ástríðu sem hann er hald- inn þegar erfið mál eiga í hlut. Um Dershowitz hefur verið sagt að hann taki mál í rauninni ekki að sér nema allir aðrir telji þau „óvinnanleg.“ Þrátt fyrir það hefur hann til að mynda haft betur í 13 af 15 morðmálum sem hann hefur tekið að sér, en frægasta málið var tvímælalaust réttarhöldin yfir O.J. Simpson. Ljóst er að úrskurðurinn í máli O.J. Simpson kom flestum í Bandaríkjun- um, og í heiminum, í opna skjöldu. Sennilega þó ekki Dershowitz. Hann hefur látið hafa eftir sér að: „málsvörn skjólstæðings sem er bæði sekur og fyrirlitlegur, þar sem sigurlíkur eru nánast engar, er bæði áskorun og ein helsta köllun sem til er í minni starfs- stétt.“ Fari svo að Assange verði framseld- ur til Svíþjóðar, og þá jafnvel til Banda- ríkjanna, ætti hann að geta andað að- eins léttar – viti hann af Dershowitz í sínu horni. n Alan Dershowitz er einn frægasti málafærslumaður 20. aldar n Hann hefur samþykkt að ganga til liðs við lögfræði- teymi Julians Assange n Elskar erfið mál, sérstaklega ef skjólstæðingar eru sekir ASSANGE RÆÐUR STJÖRNULÖGFRÆÐING Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Alan Dershowitz Hann elskar erfið mál og kærir sig kollóttan um sekt eða sakleysi skjólstæðinga sinna. Julian Assange Hann bætist nú í hóp þekktra skjólstæðinga Dershowitz. „Málsvörn skjólstæð- ings sem er bæði sekur og fyrirlitlegur, er bæði áskorun og ein helsta köllun sem til er í minni starfsstétt. Skjólstæðingar Dershowitz HARRY REEMS Ákærður fyrir að dreifa klámi eftir að hann lék í Deep Throat. PATTY HEARST Ákærð fyrir aðild að banka- ránum og hryðjuverkum með SLA. CLAUS VON BÜLOW Ákærður fyrir morðtilraun á Sunny, eiginkonu sinni. MIKE TYSON Ákærður fyrir nauðgun á Desiree Washington. O.J. SIMPSON Ákærður fyrir morð á fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar. Sýknaður Sýknaður Sýknaður Sekur Sek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.