Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 21
Umræða | 21Helgarblað 18.–20. febrúar 2011 Safnar fyrir ókunnugan Benedikt Finnbogi Þórðarson stendur fyrir söfnun fyrir myndavél fyrir Pétur Kristján Guðmundsson, sem slasaðist alvarlega á gamlárskvöld, en hann er kvikmyndagerðarmaður og hyggst halda þeim draumi til streitu þrátt fyrir breyttar aðstæður. Hver er maðurinn? „Benedikt Finnbogi Þórðarson, nemi í MS og áhugamaður um góðverk.“ Hvað heldur þér gangandi? „Jákvæðar fréttir, vinir og fjölskylda.“ Hvað borðarðu í morgunmat? „Hrökkbrauð, seríos og appelsínusafa. Þetta er svona týpískur morgunmatur en á sunnu- dögum eru það tvær ristabrauðsneiðar með spældum eggjum og béarnaise-sósu.“ Hefurðu brennandi áhuga á ljósmyndun? „Já, ég er búinn að vera í þessu sem áhugamaður síðan árið 2006 og er að hugsa um að færa mig út í kvikmyndun. Ég er ekki búinn að læra en ég er að velta því fyrir mér að gera það í framtíðinni.“ Hvernig myndavél átt þú? „Ég er með Canon EOS 550D. Þetta er ódýrt tryllitæki og hún virkar vel fyrir mig. Maður þarf ekkert meira.“ Hvernig myndavél ætli þið að kaupa fyrir Pétur? „Það er Canon EOS 5D MARK II. Það er besta kvikmyndavélin sem þú getur fengið í dag úr þessari línu. Nánast besta vélin í heiminum. Pétur var í viðtali hjá Morgunblaðinu og hann talaði um að hann hefði hug á því að eignast svona vél.“ Þekkirðu Pétur eitthvað? „Nei, við höfum verið aðeins í sambandi á Facebook en annars þekki ég hann ekki neitt.“ Hvernig fer söfnunin af stað? „Hún fer rólega af stað. Ég er ekkert búinn að setja neinn kraft í hana. Ég er búinn að vera að laga vefsíðuna, hún var ekki alveg að ganga upp fyrst. Núna fer bara kraftur í þetta. Sense, dótturfélag Nýherja, er búið að styrkja þetta mjög rausnarlega. Þeir borga helming.“ Hvers kyns félagsskapur er Framtak? „Við erum einstaklingar sem hittumst þegar við settum upp Help-Portrait, sem er verkefni þar sem áhuga- og atvinnuljós- myndarar gefa vinnu sína, taka myndir af fólki í stúdíói frítt.“ „Ég ætla að vona það.“ Gunnhildur Hjartardóttir 53 ára öryrki „Nei, ég held ekki.“ Sigríður Ólafsdóttir 65 ára héraðsdómari „Já, ég hugsa það.“ Hjalti Þorkelsson 30 ára námsmaður „Ég held ekki.“ Ragnar Þór Marinósson 27 ára nemi „Nei.“ Íris Eggertsdóttir 39 ára listamaður Maður dagsins Telurðu að forsetinn skrifi undir nýju Icesave-lögin? Sjósetning Þeir voru með handtökin á hreinu, mennirnir sem komu hraðfiskibátnum Waage á flot í Hafnarfjarðarhöfn í vikunni. MYND RÓBERT REYNISSON Myndin Dómstóll götunnar N ýfallinn dómur í máli Eiðs Smára Guðjohnsen gegn DV kemst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun fjölmiðilsins um 1.200 milljóna króna vanskila- lán Eiðs hafi brotið gegn ákvæðum 229. gr. hgl., er leggur bann við birt- ingu einkamálefna „annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn...“ Dómurinn telur einnig að um- fjöllun DV hafi „ekkert fréttagildi.“ Afsakið, en þegar banki (með ríkis- ábyrgð) lánar slíka upphæð, án full- nægjandi veða, er ekki um að ræða einkamál lántakandans. Hvað þá þegar lántakandinn stendur ekki í skilum. Hvað þá ef lántakandinn er þjóðþekktur, jafnvel heimsþekktur einstaklingur. Hvað þá ef lántakan hefur átt sér stað í fjármálastofnunum þjóðfélags þar sem efnahags- og fjárhagsstoð- ir hrundu til grunna eftir áralanga bankasvikamyllustarfsemi sem evr- ópskir fjölmiðlar hafa kallað „stærsta fjármálasvindl álfunnar síðan WWII.“ En dómarinn fær „ekki séð hvaða erindi þessar upplýsingar hafi átt til almennings“ – sama almennings og borgar brúsann fyrir slík vanskil. 1.200 milljónir eru dágóð upp- hæð. Hæpið er að halda því fram að í banka, sem rekinn er á ábyrgð skatt- greiðenda, komi þeim slík lánveiting ekki við. „Í slíkum tilvikum er rekst- urinn ekki einkamál þeirra sem að honum standa.“ (Rannsóknarskýrsla Alþingis, 8.13). Hver var tilgangur þessa láns? Hafði lánveitingin hag- kvæman tilgang – fyrir bankann, þjóðfélagið, eða skattgreiðendur, t.d. í formi atvinnusköpunar á Íslandi? Fyrirhyggja og fjármálavit stýrðu ekki ákvörðunum íslensku bank- anna, heldur „taumlaus sérhyggja,“ sem „beindist að því að hámarka hag fárra á sem skemmstum tíma.“ (RA8, 40). (Lántakandinn notaði fjármun- ina eða hluta þeirra, að því er fram kemur í dóminum, til að taka þátt í erlendu fasteignaverkefni sem fór á hausinn.) Dómarinn virðist ekki vita að hér á landi átti sér stað eitt hrika- legasta bankahrun sögunnar. Hún vísar í „hið svokallaða bankahrun“ og „meinta spillingu í bankakerf- inu“ eins og um sé að ræða langsótt- ar gróusögur en ekki vel skjalfestar staðreyndir. Ástæða er til að benda dómaranum á að lesa (hina svoköll- uðu?) Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem fram kemur að: „...starfsemi íslensku bankanna fór að mörgu leyti bæði á skjön við lög og reglur og í bága við‚ eðlilega og heilbrigða við- skiptahætti‘.“ (RA8,117). Í íslensku „bönkunum“ var einnig litið á eftirlitsaðila „sem gleðispilla“ og „reglurnar sem hindranir sem eigi að reyna að sniðganga frekar en leið- beiningar um vandaða starfshætti.“ (RA8, 57) og þar sem „ekki einu sinni þröngum lagareglum er fylgt, hvað þá almennari siðferðilegum viðmið- um um heilbrigða stjórnunarhætti.“ (RA8, 47) Engin hætta á „spillingu“ eða vafasömum einkavinaveitingum lána í svona stofnunum? Dómurinn hlýtur að vera himna- sending fyrir forsprakka íslensku bankasvikamyllunnar: „Er óumdeilt að stefnandi hefur aldrei gefið tilefni til slíkrar umfjöllunar með því að ræða við fjölmiðla um fjármál sín.“ Fjölmiðlar mega sem sagt ekki fjalla um fjármál fólks nema viðkom- andi „gefi tilefni til þess“ og greini- lega að fyrra bragði. Ætli bandarískir fjölmiðlar hafi fengið leyfi hjá Bernie Madoff til að fjalla um fjármál hans? Hvernig á að koma í veg fyrir spill- ingu og fjármálaglæpi ef blaðamenn eiga yfir höfði sér refsingu, jafnvel fangelsisvist, fyrir að fjalla um fjár- mál fólks nema þeir hafi til þess leyfi viðkomandi? Umfjöllunin sé einnig „ómál- efnaleg og hafi engin tengsl við störf stefnanda – ef hann hefði notað lánið til að fjárfesta í fótboltaliði, hefði um- fjöllunin þá verið í lagi? Orðsmíðar dóms þessa stað- festa þau ummæli Þorvalds Gylfa- sonar prófessors að nauðsynlegt sé að „endurskoða dómstólaskipan- ina, áður en bankahrunið kemur til kasta dómstólanna“ enda dóms- kerfið „skilgetið afkvæmi gerspilltrar stjórnmálastéttar.“ Dómurinn minn- ir einnig á þá ömurlegu staðreynd að Alþingi hefur lítið gert til að breyta því andfélagslega lagaumhverfi sem verndaði vöxt þeirrar spillingar sem stórskaðað hefur efnahag og orðspor íslensku þjóðarinnar. Íslenskir dómstólar verða að gera sér grein fyrir að íslensku bankarnir eru stofnanir sem brugðust trausti almennings „með eftirminnilegum hætti“ – svo ég vitni aftur í hina svo- kölluðu Rannsóknarskýrslu – og að hvers konar viðskipti þeirra sem ekki eru hafin yfir hinn minnsta vafa um lögmæti eða velsæmi eru fréttnæm og eiga erindi við almenning, sem borgar fyrir óráðsíuna sem þar við- gekkst með vitund og velvild stjórn- valda. Ef dómurinn er forsmekkurinn af því sem koma skal er ljóst að íslensk- ir dómstólar munu vart hafa fyrir því að framleiða flóknar lagarökleysur til að hvítþvo forsprakka „hins svo- kallaða“ bankahruns. Þeir munu einfaldlega láta sem það hafi aldrei gerst. Héraðsdómur undir steini? „Fjölmiðlar mega sem sagt ekki fjalla um fjármál fólks nema viðkomandi „gefi tilefni til þess“ og greinilega að fyrra bragði. Kjallari Íris Erlingsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.