Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 39
Lífsstíll | 39Helgarblað 18.–20. febrúar 2011 Kaka ársins 2011 valin Kaka ársins 2011 hefur verið valin en það var Sigurður M. Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi sem bar sigur úr býtum í keppninni í ár. Það er Landssamband bakarameistara sem stendur fyrir keppninni ár hvert en kakan er svo seld í öllum bakaríum félagsmanna. Salan hefst á sunnudaginn, á sjálfan konudaginn. Í ár bárust alls 16 kökur í keppnina en sigurkakan er samsett úr mörgum lögum. Þar á meðal eru franskur kexbotn, skyrfrauð, hindberjamauk og möndlubotn. Kakan er hjúpuð með hvítum súkkulaðihjúp og skreytt með makkarónukökum. Keppnin um köku ársins fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð. Dómarar í keppninni voru María Hallbjörnsdóttir, gjaldkeri hjá Samtökum iðnaðarins, Árni Þór Árnason, matreiðslu- maður hjá Mjólkursamsölunni, og Ásthildur Guðmundsdóttir kennari við bakaradeild Hótel- og matvælaskólans. Sigurður mun í dag, föstudag klukkan 12.30 afhenda Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráð- herra kökuna í virðingarskyni fyrir framlag hennar til iðnaðarins í landinu. Athöfnin fer fram á Hrafnistu í Reykjavík og verður gestum að sjálfsögðu boðið að smakka. Eftirminnileg brúðartertaÍ öllum alvörubrúðkaup-um verður að vera kaka sem hjónin skera saman. Oftast er boðið upp á venjulegar þriggja til fjögurra hæða marsípan- sprengjur en svo má auðvitað gera köku sem allir muna eftir. DV tekur saman nokkrar ótrúlegar brúðkaupskökur. Fyrir reiðu hjónin Kannski ekki nákvæm- lega það sem brúðkaup snúast um en þessi kaka er þó full af svörtum húmor – og rjóma. Fyrir hrollvekjuaðdáendur Öll pör sem elska hryllingsmyndir og vita ekkert betra en að kúra á jólunum og horfa á Nightmare Before Christmas þurfa að hafa svona köku. Fyrir ungu pörin Allir strákar elska Lego og þegar daman er líka Lego-aðdáandi þá er ekkert annað hægt en að hlaða í eina svona fyrir brúðkaupsdaginn. Fyrir tölvuleikjaspilarana Þegar pör eru að kynnast á netinu í World of Warcraft eða álíka leikjum er ekki annað hægt en að hafa brúðkaupstertuna í anda besta tölvuleiks allra tíma: Mario Bros. Fyrir ferðalangana Mörg pör hafa gaman af því að fara í ævintýra- og safarí-ferðir. Þá er nú um að gera hafa kökuna í anda sebrahesta. Fyrir verkfræðingana Kynntust þið í verkfæði eða arkítektúr? Þá verðið þið að vera með byggingarlistaverk sem ykkar brúðkaupsköku. Annað er ekki hægt. Fyrir smalana Jú, það eru til kökur fyrir alla. Bændahjón og smalar geta boðið upp á þessa dýrindisköku sem er bæði krúttleg og fín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.