Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 44
44 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is SJÓNVARPSTILBOÐ TILBOÐ 249.990 FULLT VERÐ kr. 329.990 ideas for life Panasonic TXP42GT20 - Full HD 3D 42" Full HD 3-D THX NeoPlasma sjónvarp með 1920x1080p upplausn, THX, Vreal Pro5 Engine - High Contrast Filter, 600Hz Intelligent Frame Creation, Infinite Black 5.000.000:1 (Native) skerpa, Pro 24p Smooth Film/Play Back, 0.001 msec svartíma, x.v Colour, Progressive Scan, VIERA CAST nettengingu, Digital Cinema Colour 3D Colour, Motion Pattern Noise Reduction 3D Comb Filter, C.A.T.S háskerpu HDTV DVB-T stafrænn móttakari (MPEG4), kortalesari, 2 x USB tengi fyrir Wi-Fi/HDD upptöku, 2x Scart (með RGB), 4 HDMI, innbyggður gervihnattamóttakari, PC tengi ofl. SKERPA 5.000.000:1 PRO 5 600Hz FULL HD 1920x1080p AVATAR 3D Blu-Ray FYLGIR MEÐ! H Hin bresku BAFTA-samtök (British Academy of Film and Television Arts) eru hvað þekktust fyrir að veita hvert ár verðlaun í ýmsum flokkum fyrir framúrskarandi kvikmyndir og sjónvarpsefni. BAFTA hefur allt frá 1998 einnig veitt verðlaun fyrir tölvu- leiki og árið 2006 lýstu samtökin því yfir að tölvuleikir myndu þaðan í frá hafa sama vægi og kvikmyndir og sjónvarpsefni. Afhending leikjaverð- launanna hefur síðan verið haldin ár hvert sem sérstök athöfn. Vís til verðlauna 44 tilnefningar í hinum ýmsu flokk- um fyrir Leikjaverðlaunin 2011 hafa nú verið gerðar kunnar og er nokk- uð ljóst að Assassin‘s Creed: Brother- hood frá Ubisoft á hvað mesta mögu- leika til verðlauna þegar upp verður staðið en leikurinn hefur hlotið alls sjö tilnefningar. Fast á eftir fylgja Call of Duty: Black Ops og Heavy Rain með sex tilnefningar hvor og síðan Mass Effect 2 með fimm. Athygli hefur vakið að leikurinn sem hvað mest lof hlaut á síðasta ári; Red Dead Redemption, fékk aðeins eina tilnefningu og það í opinni vef- kosningu í flokknum „GAME Award of 2010“. Nokkuð ljóst þykir að Rock- star, framleiðandi leiksins, sendi Red Dead Redemption ekki inn til þátt- töku fyrir verðlaunin í ár. Brotherhood Assassin‘s Creed: Brotherhood kom á markað í nóvember síðastliðn- um fyrir PlayStation 3 og Xbox 360 en Windows-útgáfa leiksins kemur í verslanir í marsmánuði næstkom- andi. Brotherhood er beint framhald hins geysivinsæla Assassin‘s Creed II en báðar útgáfur eru með sögu- legu ívafi, gerast á Ítalíu endurreisn- artímabilsins þegar Borgia-ættin réð þar lögum og lofum. Söguþráðurinn byggir sem fyrr á átökum milli Laun- morðingjanna (Assassins) og Templ- aranna (Templars) en inn í söguna er fléttað ýmsum sagnfræðilegum per- sónum og staðreyndum. Sjö tilnefningar Óhætt er að segja að endurreisnar- tímabilið á Ítalíu sé draumur hvers leikjaframleiðanda. Allt umhverfi, byggingarlist, búningar og saga, er eins og óþrjótandi nægtabrunnur til að vinna úr frábært efni. Það kemur því ekki á óvart að í ár sé Brotherhood tilnefndur í eftirfar- andi flokkum; Leikjaspilun (Game- play), Besti leikurinn, Listræn nálgun (Artistic achievement), Fjölnotenda- viðmót (Multiplayer), Tækninýjung- ar (Technical Innovation), Hasar (Ac- tion) og Hljóðvinnsla (Use of Audio). Bannað innan 18 ára Assassin‘s Creed er enginn barna- leikur, ofbeldi og morð eru megin- þemað, en jafnframt er hér á ferðinni sjónræn veisla, endurreisnarævintýri fyrir fullorðna, sem í leiðinni veitir nokkra innsýn í sögusvið fimmtándu aldar Evrópu. Við gerð leiksins var reynt að halda til haga ýmsum sagn- fræðilegum staðreyndum, ártölum og nöfnum þannig að bakgrunnur sögunnar yrði sem vandaðastur. Assassin‘s Creed: Brotherhood er hins vegar ekki til sölu fyrir einstak- linga innan átján ára aldurs sökum þess ofbeldis sem leikurinn byggir á. Nokia Windows á næsta ári Nokia tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi leggja Symbian-stýrikerfið á hilluna og ganga til samstarfs við Microsoft varðandi snjallsímakerfi. Nokkuð ljóst er að Nokia mun þó ekki nota núverandi Windows Phone 7 kerfið heldur bíða þar til næsta stóra uppfærsla kerfisins (7,5) kemur eða jafnvel Phone 8 sem áætlað er að verði tilbúið á næsta ári. Þetta eru ekki góðar fréttir, hvorki fyrir Microsoft né Nokia. Microsoft stendur þá frammi fyrir því að aðeins lítill hluti þeirra síma sem verða á markaði þetta árið notist við Phone 7 stýrikerfið. Nokia mun síðan reynast erfitt að selja þá síma sem keyra á Symbian því vara er ekki mjög söluvænleg þegar ljóst er að kerfið sem hún notast við er á leiðinni út. Talsmaður Microsoft sagði í vik- unni að á árinu 2012 myndi Nokia Windows símar fara að streyma í hillur verslana en gat ekki gefið frekari upplýsingar. GoogleTunes á leiðinni Á Heimsráðstefnu farsímaframleiðenda í Barselóna sem lauk á fimmtudag kom fram að Google er að öllum líkindum með veftónlistarverslun í handraðanum samfara uppfærslu á Android-stýrikerfi sínu. Sanjay Jha, framkvæmdastjóri Motorola Mobile, sagði á ráðstefnunni að Motorola Xoom spjaldtölvan sem keyrir á Honeycomb, nýjasta Android-stýri- kerfinu, myndi nýta sér myndskeiðs- og tónlistarþjónustu Honeycomb. Þess hefur verið vænst um nokkurt skeið að vef- og leitarrisinn komi á laggirnar slíkri verslun en í fyrravor keypti Google fyrirtækið Simplify Media og upplýsti við það tækifæri að sú tækni sem Google hefði eignast með kaupunum myndi verða notuð við þróun forrits sem gerði notendum kleift að nálgast tónlist og kvikmyndir fyrir Android-tæki. BAFTA-leikjaverðlaunahátíðin verður haldin 16. mars næstkomandi. Assassin‘s Creed: Brotherhood hefur hlotið tilnefningar í sjö flokkum og leikurinn þykir hvað líklegastur til að vinna til verðlauna í ár. Veisla fyrir augað Í leiknum má líta byggingarlist endurreisnartímabilsins í bland við rústir Rómaveldis. Assassin‘s Creed: Broth- erhood Beint framhald af Assassin‘s Creed II. Leikurinn hefur hlotið frábærar viðtökur á síðustu mánuðum. Brotherhood líklegur til verðlauna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.