Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 22
Þ
að er að koma vor. Á
fimmtudag, þegar ég skrif-
aði þennan pistil, var að
vísu ennþá bara 17. febrúar,
en eigi að síður þóttist ég finna vor-
lykt í loftinu. Auðvitað á enn ýmis-
legt eftir að ganga á í veðri og vind-
um, og ég sé á vef veðurstofunnar að
um miðja næstu viku á að frysta aft-
ur, og kannski meira að segja snjóa
á Norðausturlandi, en samt ætla ég
að leyfa mér að vona að héðan í frá
komi kannski fyrst og fremst bara eitt
og eitt vorhret, en vorið sjálft sé vel
og tryggilega á leiðinni. Því það væri
svo dæmalaust gott fyrir sálina.
Dag eftir dag eingöngu vondar
fréttir
Einu er rétt að halda til haga í sam-
bandi við veðrið, því ég er ekki viss
um að það hafi ennþá ratað í ann-
ála. Sumarið 2009, ég held að það hafi
beinlínis bjargað lífi þessarar þjóðar.
Sá undarlegi vetur rauna vorra
2008–2009 gekk nærri okkur öllum,
með sviptingum sínum og hinni al-
geru svartsýni sem virtist soga okk-
ur að sér eins og svarthol úti í him-
ingeimnum – og í fjölmiðlum voru
dag eftir dag eingöngu vondar fréttir,
nema þegar þær voru ennþá verri, og
svo stundum þegar þær voru verstar –
og allt samfélag okkar virtist að hruni
komið – og sálrænt leið okkur eins og
við værum erkifífl og fórnarlömb van-
hæfra glæpamanna, bæði í stjórn-
málum og viðskiptalífi; við myndum
aldrei geta klórað okkur aftur upp úr
þessum fúla daunilla pytti.
Sumarið 2009 bjargaði lífi
þjóðarinnar
En svo kom sumarið 2009, það var
bjart og fallegt sumar, veðrið lék við
okkur svona oftast nær, og að flestu
leyti skartaði Ísland sínu fegursta. Ég
man að ég þakkaði oft mínum sæla
þetta sumar fyrir það hve fallegt og
gott veðrið var, því við hefðum hrein-
lega ekki lifað það af – ef það hefði
nú ofan á þennan raunavetur skoll-
ið drungalegt rigningasumar, eins
og við þekkjum þau sum, þegar ekki
hefur liðið óblautur dagur heilt sum-
ar, og sólin sést yfirhöfuð ekki.
Þeir sagnfræðingar, sem ætla í
framtíðinni að skrifa um hrunið og
hina hægfara endurreisn okkar, þeir
ættu að punkta hjá sér að meðal
þess sem helst varð til að auka okk-
ur örlitla bjartsýni árið 2009, og gerði
okkur kleift að lifa af timburmenn
hrunsins og hið ægilega Icesave sem
lá á okkur eins og mara allt þetta ár,
það voru kannski ekki fyrst og fremst
ný ríkisstjórn eða Eva Joly eða neitt
þess háttar, heldur bara eintómt
góða veðrið og birtan og sólin.
Og sumarið í fyrra var líka ágætt,
þegar við vorum enn í viðkvæmasta
lagi og rigningarsumar hefði enn
getað gert út af við okkur, og vonandi
verður sumarið í ár líka bærilegt, og
fylgir okkur í endurreisn samfélags-
ins.
Hættulegt geðheilsu
þjóðarinnar
Ef tekst loksins að ljúka Icesave-mál-
inu, þá er það líka ígildi heils mánað-
ar af ljómandi góðri vorbirtu. Ég hef
reynt að láta Icesave-kvikindið ekki
ná í skottið á mér í þessari umferð,
en þegar maður heyrir umræður um
Icesave, og les blogg og athugasemd-
ir um málið, þá sér maður hve þessi
fjandi hefur lagst þungt á sálina á
okkur – það er eins og blóðugar ör-
þreyttar hýenur takist á þegar menn
byrja að raða saman öllum gömlu
röksemdunum upp á nýtt, enn eina
ferðina, öll erum við búin að heyra
þetta allt saman svo oft áður, sum-
ir sjá ekkert nema svartnættið og
áhættuna, aðrir myndu gera næst-
um hvað sem er til að losna bara við
þetta í eitt skipti fyrir öll!
Ég skal fúslega viðurkenna að ég
er í síðarnefnda hópnum. Ég held að
það sé hættulegra bæði geðheilsu
þjóðarinnar og fjárhagsstöðu henn-
ar ef ekki tekst að klára Icesave með
kurt og pí núna.
Að horfast í augu við enn eitt árið
þar sem Sigmundur Davíð birtist
reglulega í Kastljósi að tala um Ice-
save – það getur að minnsta kosti
orðið til þess að ég flýi land, miklu
frekar en hugsanlegar byrðar sem ég
þarf mögulega að bera vegna Icesave.
Hvað sem líður blessuðu vorinu.
Það sem fær mig
til að flýja land…
Fyrir tæpum þremur árum vor-um við hjónaleysin á gangi í Chirombo-þorpi við Malaví-
vatn. Húshjálpin þar sem við dvöld-
um hafði boðið okkur í göngu um
þorpið sitt til að sjá hvernig innfædd-
ir búa. Við vorum afskaplega upp
með okkur yfir að fá slíkt boð og áður
en við lögðum af stað var sveipað um
okkur sjölum eins og pilsum til þess
að við litum sómasamlegar út og ekki
sæist í hvíta leggina. Við vorum svo
leiddar moldarkofa úr moldarkofa
þar sem við reyndum að halda and-
liti yfir fábrotnum lífsstíl innfæddra.
Þrátt fyrir að þetta væri önnur ferð mín til Malaví á tveimur árum var ekki langt í einfalda
Íslendinginn. Þrátt fyrir að þetta væri
í annað sinn sem ég dvaldi hjá vin-
konu minni, sem starfaði þar við þró-
unarstörf og ég hafði lært heilmikið
af um land og þjóð, var ekki langt í
einfalda Íslendinginn. Þrátt fyrir að
hafa sjálf fæðst í Afríku og alist upp
við sögur um Kenía og Afríku, var
ekki langt í einfalda Íslendinginn!
Til að byrja með rákum við upp stór augu inni í einum kofan-um þar sem við sáum sjónvarp
í hillu. Í miðju rafmagnslausu mold-
arþorpinu dáðumst við að því og
spurðum svo hvort þau gætu horft á
það og hvaða stöðvum þau næðu. Ég
veit ekki hvort það var undrun eða
skilningsleysi á yfirmátlega heimsku-
legri spurningu sem við sáum í aug-
um gestgjafa okkar en þeim fannst
alla vega ekki taka því að svara. Sjón-
varpið var sem sagt til skrauts.
Ferðin hélt þó áfram og við heils-uðum upp á nokkurra klukku-tíma gamalt barn. Móðirin, sem
að vísu lá fyrir í garðinum með barn-
ið, var ótrúlega hress að sjá og faðir-
inn átti ekki til orð yfir þeirri lukku
að tveir hvítingjar skyldu stinga inn
nefinu til að líta nýfædda dóttur hans
augum. Svo glaður var hann að hann
bað okkur hátíðlega að nefna barn-
ið. Í fyrstu héldum við að hann væri
að grínast og hlógum lítillega. Þegar
það rann upp fyrir okkur að honum
var fúlasta alvara runnu á okkur tvær
grímur. Ekki eitt einasta nafn skaust
upp í huga okkar og
þegar við höfðum hummað og hæj-
að um stund afþökkuðum við boð-
ið. Okkur var sagt síðar að það hefði
verið einkar dónalegt af okkur að
neita því að nefna barnið. Nú skopp-
ar ein lítil þriggja ára Hope eða Joy
um Chirombo sem gæti hafa heitið
til dæmis Stella eða jafnvel einhverju
alíslensku nafni eins og Guðrún eða
Sigríður.
Botninn tók þó úr í einfaldleika Íslendingsins þegar okkur var boðið að smakka malavískan
bjór. Eftir að hafa gengið um þorpið í
klukkutíma í 40 stiga hita fannst okk-
ur tilhugsunin um að setjast í skugga
og svala okkur á köldum bjór ekki
alslæm. Okkur var boðið á „barinn“
sem var bakgarður eins hússins. Við
settumst að vísu í skugga en sú mynd
sem við höfðum gert okkur af mala-
vískum bjór var allt önnur en raun-
veruleikinn. Úr stóru leirkeri var fisk-
aður upp gruggugur vökvi í plastílát
sem minnti helst á lok af þvottaefnis-
brúsa. Þar sem við höfðum tekið svo
hressilega undir boðið um malavísk-
an bjór gátum við ekki afþakkað þeg-
ar á hólminn var komið og renndum
miðinum niður. Ekki var laust við að
hann vildi komast upp aftur þegar
ég hugsaði um úr hverju hann væri
búinn til. Líklega var vatnið í hann
fengið úr Malavívatni sem á mörg-
um stöðum er vart óhætt að fara út
í vegna hinna ýmsu sníkjudýra, þar
á meðal hinnar illræmdu bilharzia.
En þrátt fyrir einfaldleikann er ég
vel upp alin og lét því á engu bera og
vökvinn hélst niðri.
Ég veit ekki hvað það var í okkar litlu íslensku heilum sem dró upp mynd af köldum flösku-
bjór. Við vorum jú í svörtustu Afríku,
í þorpi þar sem rafmagn er ekkert,
hvað þá ísskápur fullur af Carlsberg!
Kærastan hafði þó þá afsökun að vera
í fyrsta skipti á malavískri grundu og
í Afríku ef út í það er farið. Ekki ég.
Vonandi verð ég búin að ná þessu
þegar ég heimsæki Malaví næst!
22 | Umræða 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað
Trésmiðjan
Illugi
Jökulsson
Malavískur bjór
Helgarpistill
Gunnhildur
Steinarsdóttir
„Ég held að það sé
hættulegra bæði
geðheilsu þjóðarinnar
og fjárhagsstöðu hennar
ef ekki tekst að klára
Icesave með kurt og pí
núna.