Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað n Jóhannes S. Ólafsson fékk rúmlega tveggja milljarða króna lán hjá Landsbankanum n Hann er eiginmaður Herdísar Þórðardóttur, fyrrverandi þingkonu n Seldi útgerðarfyrirtæki árið 2007 ENGAR EIGNIR TIL UPP Í 1.200 MILLJÓNA SKULDIR Skiptum lauk í þrotabúi Fjárfestinga- félagsins Ness á miðvikudaginn. Eng- ar eignir fundust upp í 1.200 milljóna króna skuldir félagsins. Kröfuhafinn var Landsbankinn sem lánaði félaginu til hlutabréfakaupa fyrir bankahrun- ið. Eigandi félagsins er Jóhannes S. Ól- afsson, fyrrverandi útgerðamaður og faðir Þórðar Más, fyrrverandi forstjóra Straums-Burðaráss og Gnúps. Talið er að Jóhannes hafið not- ið óeðlilega mikillar lánafyrirgreiðslu innan Landsbankans. „Ég tjái mig ekkert um félagið,“ segir Jóhannes S. Ólafsson í samtali við DV. Hann vildi heldur ekkert tjá sig um það hvort gjaldþrot Fjárfestingarfélagsins Ness hefði einhver áhrif á félagið Jóhannes S. Ólafsson ehf. sem er í eigu hans og eiginkonunnar Herdísar Þórðardótt- ur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæð- isflokksins. Jóhannes vildi ekki upp- lýsa um það hvernig lánveitingin frá Landsbankanum kom til. Herdís þriðja skuldhæsta Í rannsóknarskýrslu Alþingis kem- ur fram að lánafyrirgreiðslur tengdar Herdísi Þórðardóttur hafi verið þær þriðju hæstu til stjórnmálamanna fyrir hrun. Var langstærsti hluti þeirra lán- veitinga til eiginmanns hennar. Námu lánveitingar til hans hæst rúmlega ein- um milljarði króna í apríl árið 2006. „Stærstu lánin voru í gegnum fram- virka samninga um íslensk hlutabréf, svo sem hlutabréf FL Group, Lands- bankans, Straums Burðarás og Acta- vis,“ segir í rannsóknarskýrslunni. Einnig gerði félagið Jóhannes S. Ólafs- son, sem er í sameiginlegri eigu hjón- anna nokkuð af framvirkum samning- um árið 2005. Í rannsóknarskýrslunni er Fjárfest- ingarfélagið Nes flokkað sem óskýrt fé- lag. Var það fimmta skuldsettasta fé- lagið í rannsóknarskýrslunni í þeim flokki með 1.375 milljóna króna skuld- ir í lok árs 2007. Ef það hefði ekki ver- ið gert má telja líklegt að lánveiting- ar tengdar Herdísi hefðu verið hærri en þær sem tengdust Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur, þingmanni Sjálf- stæðisflokksins. Lánveitingar til Kristj- áns Arasonar námu 1.683 milljónum króna samkvæmt rannsóknarskýrsl- unni. Sólveig Pétursdóttir bar þó höf- uð og herðar yfir þær Herdísi og Þor- gerði. Lán tengd Kristni Björnssyni, eiginmanni Sólveigar námu 3,6 millj- örðum króna. Halda rekstrinum Þau Jóhannes og Herdís ráku útgerð- ar- og fiskverkunarfyrirtækið Jóhann- es S. Ólafsson ehf. frá árinu 1979 og þar til þau seldu það vorið 2007. Fjár- festingarfélagið Nes var dótturfélag útgerðarfyrirtækisins. Þrátt fyrir að dótturfélagið hafi skuldað Landsbank- anum um 1.200 milljónir króna vegna hlutabréfakaupa hefur það lítil áhrif á hitt félagið. Jóhannes S. Ólafsson ehf. greiddi út 40 milljónir króna í arð á ár- unum 2005 og 2006. Græddi vel fyrir hrun Eins og segir í rannsóknarskýrslunni virðist Jóhannes persónulega hafa staðið í töluvert miklum hlutabréfa- viðskiptum á árunum 2005 og 2006. Á þeim tíma varð mikil hækkun í þeim fyrirtækjum sem hann fjárfesti og því líklegt að hann hafi hagnast vel á þess- um viðskiptum. Einnig seldu hann og Herdís útgerðar- og verkunarfyrirtæk- ið sitt vorið 2007 sem átti meðal ann- ars þónokkurn kvóta. Þannig að þrátt fyrir að Fjárfestingarfélagið Nes skilji eftir sig 1.200 milljóna króna skuldir er Jóhannes líklega enn stórauðugur. Fjárfestingarfélagið Nes virðist hafa fengið lán til hlutabréfakaupa árið 2008 þar sem ekkert kemur fram um þau í ársreikningi félagsins árið 2007 sem er síðasti ársreikningurinn sem félagið skilaði. Landsbankinn lánaði mörgum í útgerð Lánum Landsbankans til Fjárfestingar- félagsins Ness svipar mjög til annarra lána sem veitt voru á síðustu mánuð- unum fyrir efnahagshrunið. Lán með takmarkaðri ábyrgð eiganda og ein- ungis tekin veð í hlutabréfunum sjálf- um. Eitt af því sem nú er til skoðunar hjá sérstökum saksóknara er meint markaðsminotkun Landsbankans með eigin hlutabréf. Þess skal þó get- ið að sérstakur saksóknari er ekki að skoða málefni Fjárfestingarfélagsins Ness. Jóhannes S. Ólafsson og Her- dís Þórðardóttir voru ekki eina fólkið tengd útgerð sem naut mikillar lána- fyrirgreiðslu hjá Landsbankanum vegna hlutabréfakaupa. DV hefur áður fjallað um lánveitingar Landsbankans til útgerðarfyrirtækis Soffaníasar Cec- ilssonar hf. á Grundarfirði. Útgerðafyr- irtækið hefur stefnt bankanum vegna hlutabréfakaupa sinna en félagið var einn stærsti hluthafi bankans fyr- ir hrun með 0,72 prósenta hlut. Guð- mundur Kristjánsson í Brimi átti 0,85 prósent í Landsbankanum í gegnum útgerðafyrirtækið Línuskip. Magn- ús Kristinsson, útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum átti 2,3 prósent í Lands- bankanum í gegnum félagið Smáey. Einnig var Jakob Valgeir Flosason stór- tækur í gegnum eignarhaldsfélag í eig- in nafni. Allir þessir aðilar hafa fengið að halda útgerðarfyrirtækjum sínum eftir bankahrunið þrátt fyrir að skuld- ir þeirra vegna hlutabréfakaupa nemi tugum milljarða króna. Hlutabréfakaup útgerðarmanna í Landsbankanum frá maí 2007 og fram að hruni: Nutu góðs af greiðvikni Landsbankans Dags Nafn Upphæð (m.kr.) 2.5. 2007 Línuskip ehf. 1.624 3.5. 2007 Línuskip ehf. 951 21.8. 2007 Jakob Valgeir ehf. 600 21.8. 2007 Soffanías Cecilsson ehf. 500 11.12. 2007 Jakob Valgeir ehf. 733 28.12. 2007 Smáey ehf. 2.130 28.12. 2007 Jakob Valgeir ehf. 710 21.1. 2008 Smáey ehf. 3.513 21.1. 2008 Smáey ehf. 1.661 6.2. 2008 Smáey ehf. 1.050 27.6. 2008 Smáey ehf. 2.130 Samtals: 15,6 milljarðar Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Vill ekki tjá sig „Ég tjái mig ekkert um félagið,“ sagði Jóhannes þegar DV bar málið undir hann. MyND SkeSSUHorN eiginmaður Herdísar Jóhannes er eig- inmaður Herdísar Þórðardóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokks. „Það er að öllum líkindum leki á einum olíutanki,“ segir Ólafur Willi- am Hand, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá Eimskip en á fimmtudagskvöld greindu norsk- ir fjölmiðlar frá því að gámaskipið Goðafoss hefði strandað fyrir utan Fred rikstad í Østfold. Í samtali við DV á fimmtudagskvöld sagði Ólafur William að Goðafoss hefði verið að sigla frá Fredrikstad þegar skipið tók niðri og sat það fast á skeri þegar DV fór í prentun. Erfitt var að meta skemmd- ir á skipinu og umfang olíulekans á fimmtudagskvöld þar sem niða- myrkur var á svæðinu. Unnið var að því að meta aðstæður og ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvort skipið yrði dregið af strandstað með drátt- arbátum sem biðu átekta í námunda við skipið, eða hvort það yrði látið bíða. „Veðrið er mjög gott og menn eru öruggir. Skipstjórinn metur hættuna þannig að ekki sé ástæða til að rýma skipið,“ segir Ólafur í samtali við DV. Samkvæmt vefsíðu norska dag- blaðsins Dagbladet tók Goðafoss niðri um hálf níuleytið að staðartíma og er haft eftir sjónarvotti að mikill hvellur hafi heyrst þegar gámaskipið strandaði. Skipið var á leið frá Fred- rikstad til Helsingborgar í Svíþjóð þegar það strandaði. Goðafoss er smíðaður árið 1995. Skipið er 165,6 metrar á lengd, 28,6 metrar á breidd og 14.664 tonn. Olía lak úr gámaskipi Eimskips: Goðafoss strandaði Tók niður við Noregsstrendur Gámaskipið Goðafoss tók niðri við Noregsstrendur á fimmtudagskvöld. Þessi mynd var tekin á vettvangi. MyND SkJáSkoT af DaGbLaDeT.No Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14, sunnud. lokað Næsta listmunauppboð 7. mars Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 551-0400, 896-6511 (Tryggvi), 845-0450 (Jóhann) Erum að taka á móti verkum núna í Galleríi Fold við Rauðarárstíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.