Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 32
32 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað
Þórður Friðjónsson
Forstjóri Kauphallar Íslands f. 2.1. 1952, d. 8.2. 2011
Friðfinnur Ólafsson
Forstjóri Háskólabíós f. 19.2. 1917, d. 7.6. 1980
Þórður fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-skólanum í Reykjavík 1972,
cand.oecon.-prófi frá Háskóla Ís-
lands 1977, MA-prófi í hagfræði frá
Queen‘s University í Kanada 1978
og lauk stjórnendanámi við Harvard
University í Boston.
Þórður var forstöðumaður hag-
deildar Félags íslenskra iðnrek-
enda 1978–80, efnahagsráðgjafi for-
sætisráðherra í ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen 1980–83 og í ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar 1983–
86. Hann var forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar frá ársbyrjun 1987–2002 en
var í leyfi frá því starfi frá apríl 1998
til september 1999 er hann gegndi
stöðu ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og
viðskiptaráðuneyti. Hann gegndi
starfi forstjóra NASDAQ OMX á Ís-
landi frá því í febrúar 2002. Þá var
hann stundakennari í hagfræði við
viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
frá 1979 og aðjunkt þar á árunum
1982–87.
Þórður sat í ritstjórn Nordic Econ-
omic Outlook – rits iðnrekendafélaga
á Norðurlöndum um efnahagsmál
1978–80, sat í stjórn Félags viðskipta-
fræðinga og hagfræðinga 1978–85 og
var formaður þess 1982–85. Hann sat
í stjórn Norræna verkefnaútflutn-
ingssjóðsins (Nordiska Projektex-
portfonden í Helsinki) frá 1982–2000
og var formaður sjóðsins 1989–90 og
1994–95, sat í stjórn Stjórnunarfélags
Íslands 1983–87 og var formaður þess
1986–87, stjórnarformaður Fram-
kvæmdasjóðs Íslands 1985–91, var
fulltrúi Íslands í hagstjórnarnefnd
Efnahags- og framfarastofnunarinn-
ar (OECD) frá 1987, var formaður
sendinefndar Íslands á ársfundum
OECD um Ísland frá 1987, var odda-
maður í yfirnefnd Verðlagsráðs sjáv-
arútvegsins 1987–92, varaformaður
stjórnar Verðjöfnunarsjóðs fiskiðn-
aðarins 1987–90, sat í stjórn Hag-
þjónustu landbúnaðarins frá 1989 og
var formaður þar frá 1993, var vara-
formaður stjórnar Verðjöfnunarsjóðs
sjávarútvegsins frá 1990, var varafull-
trúi í sjóðsráði Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins 1998–99 og fulltrúi í banka-
ráði Evrópubankans, formaður í
tryggingadeild útflutningslána 1998–
99 og formaður í samráðsnefnd
Norsk Hydro, íslenskra stjórnvalda,
Landsvirkjunar og íslenskra fjárfesta
um álver á Reyðarfirði frá 1998, var
stjórnarformaður NOPEF (Nordic
Project Fund) sat í stjórn Viðskipta-
ráðs frá 2008 og var burðarás í starfi
samtakanna. Auk þess var hann for-
maður fjölda opinberra nefnda, s.s.
vísitölunefndar 1982–83, ráðgjafar-
nefndar ríkisstjórnarinnar um áhrif
EES á íslenskan þjóðarbúskap 1991–
92, starfsskilyrðanefndar 1993–94
og orkunefndar 1996, auk þess sem
hann starfaði í fjölmörgum öðrum
opinberum nefndum.
Þórður ritaði fjölda greina í dag-
blöð og fagtímarit, sem og bókar-
kafla um hagstjórn, efnahagsmál og
fjármál.
Fjölskylda
Þórður kvæntist 8.4. 1971 Þrúði Guð-
rúnu Haraldsdóttur, f. 14.12. 1950,
framkvæmdastjóra. Foreldrar henn-
ar voru Haraldur Matthíasson, dr.
phil., og menntaskólakennari á
Laugarvatni, og k.h., Kristín Ólafs-
dóttir húsmóðir. Þórður og Þrúður
skildu.
Börn Þórðar og Þrúðar eru Stein-
unn, f. 9.4. 1972; Friðjón, f. 18.5.1977;
Haraldur Ingólfur, f. 9.3. 1979.
Dóttir Þórðar og Ragnhildar Páls-
dóttur, f. 20.10. 1948, er Sigríður, f.
14.9. 1970.
Eftirlifandi eiginkona Þórðar er
Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, f. 3.7.
1974, framkvæmdastjóri.
Dóttir Þórðar og Ragnheiðar er
Auður Ólöf , f. 11.11. 2007.
Sonur Ragnheiðar frá fyrra sam-
bandi er Óliver Dagur Thorlacius, f.
19.3. 1999.
Systkini Þórðar eru Sigurður Rún-
ar Friðjónsson, f. 5.6. 1950, mjólk-
ursamlagsstjóri við Mjólkursamlag-
ið á Akureyri, kvæntur Guðborgu
Tryggvadóttur húsmóður og eiga
þau þrjú börn; Helgi Þorgils, f. 7.3.
1953, myndlistarmaður og myndlist-
arkennari í Reykjavík, kvæntur Mar-
gréti Lísu Steingrímsdóttur forstöðu-
konu og eiga þau þrjú börn; Lýður
Árni, f. 24.3. 1956, framkvæmdastjóri
í Lettlandi, var kvæntur Ástu Péturs-
dóttur ritara en þau skildu og eiga
þau fjögur börn en sambýliskona
hans er Renata og eiga þau einn son;
Steinunn Kristín, f. 27.4. 1960, hús-
móðir í Hafnarfirði, gift Árna Mathie-
sen, dýralækni og fyrrv. alþm. og ráð-
herra og eiga þau þrjár dætur.
Foreldrar Þórðar voru Friðjón
Þórðarson, f. 5.2. 1923, d. 14.12.
2009, sýslumaður í Búðardal og fyrrv.
alþm. og ráðherra, og k.h., Kristín
Sigurðardóttir, f. 30.12. 1928, d. 19. 5.
1989, húsmóðir.
Friðjón, faðir Þórðar, kvæntist
29.6. 1992, eftirlifandi eiginkonu
sinni, Guðlaugu Guðmundsdóttur, f.
14.8. 1936, húsmóður. Hún er dóttir
Guðmundar Halldórs Þorlákssonar,
f. 4.10. 1887, d. 31.8. 1958, arkitekts
og trésmíðameistara í Reykjavík, og
k.h., Ingunnar Sigríðar Tómasdótt-
ur, f. 13.12. 1899, d. 15.10. 1983, hús-
móður.
Ætt
Friðjón var bróðir Guðbjargar, móð-
ur Þorgeirs Ástvaldssonar dagskrár-
gerðarmanns. Friðjón var sonur
Þórðar, hreppstjóra á Breiðabólstað
á Fellsströnd, bróðir Salóme, ömmu
Svavars Gestssonar, sendiherra og
fyrrv. ráðherra. Þórður var sonur
Kristjáns, hreppstjóra á Breiðaból-
stað á Fellsströnd Þórðarsonar, b.
þar Jónssonar, b. þar Jónssonar, b.
þar Ásgeirssonar, sem bjó þar 1767.
Móðir Kristjáns var Jófríður Einars-
dóttir frá Hallsstöðum. Móðir Þórð-
ar hreppstjóra var Sigurbjörg, systir
Guðmundar, afa Péturs Guðmunds-
sonar, fyrrv. körfuboltakappa. Sig-
urbjörg var dóttir Jóns, húsmanns í
Skógum Jónssonar.
Móðir Friðjóns var Steinunn,
systir Þórhalls, föður Ólafs Gauks
hljómlistarmanns, föður Önnu
Mjallar söngkonu. Steinunn var
dóttir Þorgils, b. og kennara í Knarr-
arhöfn í Hvammssveit Friðrikssonar
og Halldóru Sigmundsdóttur.
Kristín var dóttir Sigurðar, b. á
Selsundi á Rangárvöllum Lýðsson-
ar, b. á Hjallanesi á Landi Árnason-
ar, b. í Tungu, bróður Jóns á Skarði,
langafa Guðnýjar, móður Guðlaugs
Tryggva Karlssonar hagfræðings.
Annar bróðir Árna var Gunnar, b. í
Hvammi, langafi Jóns Sigurðssonar
bassaleikara, föður Sigurðar Rún-
ars (Didda fiðlu), föður Ólafs Kjart-
ans óperusöngvara. Árni var sonur
Árna, b. á Galtalæk á Landi, bróð-
ur Jóns, langafa Þóru, móður Þórs
Jakobssonar hafísfræðings, Svövu
Jakobsdóttur rithöfundar og Jökuls
Jakobssonar leikritaskálds, föður rit-
höfundanna Illuga, Hrafns og Elísa-
betar. Árni var sonur Finnboga, ætt-
föður Reynifellsættar Þorgilssonar.
Móðir Árna í Tungu var Ingiríður,
systir Páls, hreppstjóra á Þingskál-
um, afa Magnúsar Kjaran stórkaup-
manns, föður Birgis Kjaran alþm.,
afa Birgis Ármannssonar alþm., en
systir Birgis Kjaran er Sigríður, móð-
ir Birgis Björns Sigurjónssonar hag-
fræðings og Jóhanns Sigurjónsson-
ar, forstjóra HAFRÓ. Annar bróðir
Ingiríðar var Jón, afi Jóns Helga-
sonar, skálds og prófessors í Kaup-
mannahöfn. Ingiríður var dóttir
Guðmundar, b. á Keldum, bróður
Stefáns, langafa Magneu, langömmu
Ólafs Ísleifssonar hagfræðings. Guð-
mundur var sonur Brynjólfs, b. í
Vestri-Kirkjubæ Stefánssonar, b. í
Árbæ Bjarnasonar, ættföður Víkings-
lækjarættar Halldórssonar. Móðir
Sigurðar var Sigríður Sigurðardótt-
ir, b. í Saurbæ í Holtum Sigurðsson-
ar, pr. í Guttormshaga Sigurðssonar.
Móðir Sigurðar var Sigríður Jóns-
dóttir „eldprests“ Steingrímssonar.
Móðir Sigurðar í Saurbæ var Sigríður
Jónsdóttir, systir Steingríms biskups,
langafa Soffíu, ömmu Birgis Björns
Sigurjónssonar hagfræðings. Móð-
ir Sigríðar, langömmu Þórðar, var
Kristín, systir Guðríðar, langömmu
Jóns Helgasonar, alþm. og fyrrv. ráð-
herra. Kristín var dóttir Magnúsar í
Mörk á Síðu Jónssonar, hreppstjóra
á Kirkjubæjarklaustri Magnússonar.
Móðir Kristínar, móður Þórð-
ar, var Guðrún Bárðardóttir, b. í
Norður-Móeiðarhvolshjálegu í
Hvolhreppi Eyjólfssonar, bróður
Guðfinnu, langömmu Hauks Helga-
sonar, hagfræðings og aðstoðar-
ritstjóra DV. Móðir Guðrúnar var
Guðbjörg Jónsdóttir, b. á Stóra-Hofi
Árnasonar, og Kristínar Einarsdótt-
ur, systur Guðmundar, afa Ingólfs
Jónssonar ráðherra.
Friðfinnur fæddist á Strands-eljum í Ögurhreppi við Djúp, sonur Ólafs Kristj-
áns Þórðarsonar, bónda
á Strandseljum, og k.h.,
Guðríðar Hafliðadóttur
húsfreyju. Meðal barna
Friðfinns eru Björn lög-
fræðingur sem kom víða við
á sínum starfsferli sem bæj-
arstjóri, framkvæmdastjóri,
fjármálastjóri Reykjavíkurborgar,
formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, formaður skipulagsstjórn-
ar ríkisins, ráðuneytisstjóri í þremur
ráðuneytum og framkvæmdastjóri
ESA í Brussel; Stefán, sem var aðstoð-
armaður fjármálaráðherra hjá frænda
sínum Jóni Baldvin og síðar forstjóri
Íslenskra aðalverktaka; Ólafur inn-
kaupastjóri; Sigrún, lengi hjá Trygg-
ingastofnun, Guðríður endurskoð-
andi og Elín Þóra, sem m.a. vann hjá
Skjá einum. Friðfinnur var bróðir Sól-
veigar, konu Hannibals Valdi-
marssonar og móður Jóns
Baldvins sendiherra og Arn-
órs heimspekings. Meðal
bræðra Friðfinns má nefna
Kjartan kaupfélagsstjóra,
Hafliða í Ögri og Þórð, út-
vegsb. í Odda.
Friðfinnur lauk stúd-
entsprófi frá MA 1938 og
prófi í viðskiptafræði frá HÍ
1942. Hann var stundakenn-
ari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar,
Iðnskólann í Hafnarfirði og kenndi
við Menntaskólann í Reykjavík 1958–
80. Hann var forstöðumaður hjá Við-
skiptaráði, framkvæmdastjóri Tjarn-
arbíós og síðan framkvæmdastjóri
Háskólabíós til dauðadags.
Friðfinnur gegndi trúnaðarstörf-
um fyrir Alþýðuflokkinn og sat í stjórn
Kirkjugarða Reykjavíkur en gröf hans í
Grafarvogskirkjugarði er fyrsta gröfin
sem þar var tekin.
Andlát
Merkir Íslendingar
Gunnar G. Schram
Ritstjóri og lagaprófessor f. 20.2. 1931, d. 29.8. 2004
Gunnar fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk embættisprófi í lög-
fræði við Háskóla Íslands
1956, stundaði framhalds-
nám við Max-Planck-stofn-
unina, í Heidel berg, við
Cambridge University og
Sidney Sussex College þar
sem hann lauk doktorsprófi
1961.
Gunnar var blaðamaður við
Morgunblaðið, ritstjóri Vísis 1961–66,
starfaði síðan í utanríkisráðuneytinu,
var sendiráðunautur við fastanefnd
Íslands hjá SÞ og ræðismaður Íslands
í New York en kenndi síðan við laga-
deild HÍ frá 1970 og var prófessor þar
frá 1974. Hann var ráðunautur stjórn-
arskrárnefndar, alþm. fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn 1983–87 og ráðunautur
umhverfisráðuneytisins í alþjóðleg-
um umhverfismálum 1990–92.
Gunnar var m.a. formaður Blaða-
mannafélagsins og gegndi fjölda ann-
arra trúnaðarstarfa. Hann sat í sendi-
nefnd Íslands á hafréttarráðstefnu
SÞ og í ýmsum nefndum SÞ um
hafréttarmál og um þróun-
araðstoð og var formaður
undirbúningsnefndar al-
heimsráðstefnu SÞ um um-
hverfismál í Rio de Janeiro
1992. Þá sat hann í Stjórnar-
skrárnefnd og var ráðunaut-
ur hennar um árabil.
Gunnar var afkastamik-
ill höfundur lögfræðirita, ekki
síst aðgengilegra fyrir almenn-
ing. Meðal rita hans má nefna Lög-
fræðihandbókina; Tryggingahand-
bókina; Stjórnarskrá Íslands; Um
endurskoðun stjórnarskrárinnar;
Dóma úr stjórskipunarrétti; Um-
hverfisrétt; Efnahagslögsöguna og
landgrunnið; Ágrip af þjóðarétti;
Verndun hafsins. Hafréttarsáttmál-
ann og íslensk lög; Evrópubanda-
lagið; Dóma úr stjórnskipunarrétt;
Evrópska efnahagssvæðið - EES, og
Stjórnarskrána og EES-samninginn,
álitsgerð, ásamt fleirum, og Framtíð
jarðar. Gunnar var ritstjóri verksins
Ísland á nýrri öld, 2000.
Merkir Íslendingar
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 8284 / 551 3485
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947